Hrönn nýr framkvæmdastjóri Nýsköpunarsjóðs atvinnulífsins Eiður Þór Árnason skrifar 25. apríl 2022 10:44 Hrönn Greipsdóttir hefur víðtæka reynslu af rekstri fyrirtækja og fjárfestingum. Aðsend Hrönn Greipsdóttir hefur verið ráðin framkvæmdastjóri Nýsköpunarsjóðs atvinnulífsins og tekur við af Huld Magnúsdóttur, sem lætur af störfum að eigin ósk um næstu mánaðamót. Hrönn hefur frá árinu 2015 stýrt fjárfestingafélaginu Eldey, sem fjárfesti í afþreyingartengdri ferðaþjónustu og var í stýringu hjá Íslandssjóðum. Þetta kemur fram í tilkynningu en Hrönn er viðskiptafræðingur að mennt með MBA gráðu í fjármálum auk prófs í verðbréfamiðlun. Eignasafn Eldeyjar var selt Kynnisferðum í árslok 2020 og var starfsemin sameinuð um mitt síðasta ár. Áður starfaði Hrönn sem forstöðumaður hjá Arion banka og framkvæmdastjóri hjá SPRON. Þá hefur Hrönn einnig verið framkvæmdastjóri Hótels Sögu ehf., sem rak Hótel Sögu og Hótel Ísland. Að sögn Nýsköpunarsjóðs atvinnulífsins hefur Hrönn setið í fjölmörgum stjórnum sem spanna allt frá litlum frumkvöðlafyrirtækjum til eftirlisskyldra fjármálafyrirtækja. Hrönn er í stjórnum átta fyrirtækja á vettvangi ferðaþjónustu, ýmist sem stjórnarmaður eða formaður. Þeirra á meðal eru Kynnisferðir hf. og Reykjavík Excursion hf., Basecamp Iceland ehf., Íslenskar heilsulindir ehf. og Norðursigling hf. Full tilhlökkunar Sigurður Hannesson, formaður stjórnar Nýsköpunarssjóðs, segir að það sé fengur fyrir sjóðinn að fá Hrönn til starfa og hún hafi mikla reynslu og þekkingu af fjárfestingum og rekstri fyrirtækja. „Sjóðurinn gegnir mikilvægu hlutverki í atvinnulífinu og hefur á síðasta aldarfjórðungi stutt við fjölmörg fyrirtæki, skapað störf og verðmæti. Ég býð Hrönn velkomna til starfa og þakka fráfarandi framkvæmdastjóra, Huld Magnúsdóttur, fyrir góð störf í þágu NSA og nýsköpunar á Íslandi undanfarin ár,“ segir hann í tilkynningu. „Ég er full tilhlökkunar að takast á við spennandi og krefjandi verkefni í nýsköpunarumhverfinu, þar sem svo mikil gróska ríkir um þessar mundir. Vonandi nýtist reynsla mín og þekking vel til góðra verka á þessum vettvangi hjá Nýsköpunarsjóði atvinnulífsins,“ segir Hrönn. Huld Magnúsdóttir, fráfarandi framkvæmdastjóri, tók við stöðunni vorið 2017. Hún segir að tíminn hjá sjóðnum hafi verið gefandi og hún sé þakklát fyrir samstarfið við starfsfólk, stjórn, ráðuneyti og þau félög sem tilheyri eignasafni Nýsköpunarsjóðs. Vistaskipti Nýsköpun Mest lesið Gervihjónabönd: Að eiga vinnueiginmann eða vinnueiginkonu Atvinnulíf Heiðrún Lind kaupir í Sýn Viðskipti innlent Eldri stjórnendur sætti sig oftar við slæma hegðun og frammistöðu Viðskipti innlent Ráðin forstöðukona markaðsmála hjá Olís Viðskipti innlent Elín Tinna nýr framkvæmdastjóri 66°Norður á Íslandi Viðskipti innlent Farþegum til Íslands fjölgaði um 21 prósent Viðskipti innlent Framkvæmdastjóri Olís: „Ekki hleypa henni að græjunum“ Atvinnulíf Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Hryllingssögur og dæmi: „Slúbbertar halda heilu stofnunum í gíslingu“ Atvinnulíf „Óhóflegt gjald“ fyrir símanotkun í Bretlandi heyri fljótt sögunni til Viðskipti innlent Fleiri fréttir Elín Tinna nýr framkvæmdastjóri 66°Norður á Íslandi Heiðrún Lind kaupir í Sýn Ráðin forstöðukona markaðsmála hjá Olís Eldri stjórnendur sætti sig oftar við slæma hegðun og frammistöðu Farþegum til Íslands fjölgaði um 21 prósent Ekkert tillit tekið til aðstæðna og ljóst að vöruúrval minnki Brutu lög við söluna á Íslandsbanka og greiða yfir 60 milljónir í sektir Pakkarnir séu langt frá því að vera sambærilegir Síminn má dreifa efni Sýnar Húrra opnar þriðju verslunina á höfuðborgarsvæðinu Segir félaginu skylt að skipta sér af „sorgarvegferð“ Play Seldu samheitalyf við hvítblæði og HIV fyrir hundruð milljóna Ráðin nýr fagstjóri hjá Íslandsstofu Greiddu eina krónu fyrir Mannlíf Aukið samstarf opni á fleiri tengimöguleika til vesturstrandar Bandaríkjanna Bein útsending: Sjálfbærnidagur Landsbankans Tekur við starfi forstjóra Samkaupa Hætta með spilakassa á Ölveri Bein útsending: Ársfundur Grænvangs - Samstarf til framtíðar Flytja Emmessís í Grafarvog 78 sagt upp í þremur hópuppsögnum Tveir nýir framkvæmdastjórar hjá Póstinum Segir „vanstilltan“ starfsmann Icelandair kominn úr skotgröfunum Ráðinn nýr fjárfestingastjóri Ísafold Capital Partners Þrjár ráðnar til Krafts Bein útsending: Morgunfundur Svansins: Harðar kröfur – Auðvelt val Opnuðu 64 ný hjúkrunarrými á Hrafnistu í Kópavogi Kaupa bræðurna út: „Við vorum sammála um að vinna ekki lengur saman“ Flestir ánægðir með söluna á Íslandsbanka Samið um norðlenska forgangsorku Sjá meira
Hrönn hefur frá árinu 2015 stýrt fjárfestingafélaginu Eldey, sem fjárfesti í afþreyingartengdri ferðaþjónustu og var í stýringu hjá Íslandssjóðum. Þetta kemur fram í tilkynningu en Hrönn er viðskiptafræðingur að mennt með MBA gráðu í fjármálum auk prófs í verðbréfamiðlun. Eignasafn Eldeyjar var selt Kynnisferðum í árslok 2020 og var starfsemin sameinuð um mitt síðasta ár. Áður starfaði Hrönn sem forstöðumaður hjá Arion banka og framkvæmdastjóri hjá SPRON. Þá hefur Hrönn einnig verið framkvæmdastjóri Hótels Sögu ehf., sem rak Hótel Sögu og Hótel Ísland. Að sögn Nýsköpunarsjóðs atvinnulífsins hefur Hrönn setið í fjölmörgum stjórnum sem spanna allt frá litlum frumkvöðlafyrirtækjum til eftirlisskyldra fjármálafyrirtækja. Hrönn er í stjórnum átta fyrirtækja á vettvangi ferðaþjónustu, ýmist sem stjórnarmaður eða formaður. Þeirra á meðal eru Kynnisferðir hf. og Reykjavík Excursion hf., Basecamp Iceland ehf., Íslenskar heilsulindir ehf. og Norðursigling hf. Full tilhlökkunar Sigurður Hannesson, formaður stjórnar Nýsköpunarssjóðs, segir að það sé fengur fyrir sjóðinn að fá Hrönn til starfa og hún hafi mikla reynslu og þekkingu af fjárfestingum og rekstri fyrirtækja. „Sjóðurinn gegnir mikilvægu hlutverki í atvinnulífinu og hefur á síðasta aldarfjórðungi stutt við fjölmörg fyrirtæki, skapað störf og verðmæti. Ég býð Hrönn velkomna til starfa og þakka fráfarandi framkvæmdastjóra, Huld Magnúsdóttur, fyrir góð störf í þágu NSA og nýsköpunar á Íslandi undanfarin ár,“ segir hann í tilkynningu. „Ég er full tilhlökkunar að takast á við spennandi og krefjandi verkefni í nýsköpunarumhverfinu, þar sem svo mikil gróska ríkir um þessar mundir. Vonandi nýtist reynsla mín og þekking vel til góðra verka á þessum vettvangi hjá Nýsköpunarsjóði atvinnulífsins,“ segir Hrönn. Huld Magnúsdóttir, fráfarandi framkvæmdastjóri, tók við stöðunni vorið 2017. Hún segir að tíminn hjá sjóðnum hafi verið gefandi og hún sé þakklát fyrir samstarfið við starfsfólk, stjórn, ráðuneyti og þau félög sem tilheyri eignasafni Nýsköpunarsjóðs.
Vistaskipti Nýsköpun Mest lesið Gervihjónabönd: Að eiga vinnueiginmann eða vinnueiginkonu Atvinnulíf Heiðrún Lind kaupir í Sýn Viðskipti innlent Eldri stjórnendur sætti sig oftar við slæma hegðun og frammistöðu Viðskipti innlent Ráðin forstöðukona markaðsmála hjá Olís Viðskipti innlent Elín Tinna nýr framkvæmdastjóri 66°Norður á Íslandi Viðskipti innlent Farþegum til Íslands fjölgaði um 21 prósent Viðskipti innlent Framkvæmdastjóri Olís: „Ekki hleypa henni að græjunum“ Atvinnulíf Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Hryllingssögur og dæmi: „Slúbbertar halda heilu stofnunum í gíslingu“ Atvinnulíf „Óhóflegt gjald“ fyrir símanotkun í Bretlandi heyri fljótt sögunni til Viðskipti innlent Fleiri fréttir Elín Tinna nýr framkvæmdastjóri 66°Norður á Íslandi Heiðrún Lind kaupir í Sýn Ráðin forstöðukona markaðsmála hjá Olís Eldri stjórnendur sætti sig oftar við slæma hegðun og frammistöðu Farþegum til Íslands fjölgaði um 21 prósent Ekkert tillit tekið til aðstæðna og ljóst að vöruúrval minnki Brutu lög við söluna á Íslandsbanka og greiða yfir 60 milljónir í sektir Pakkarnir séu langt frá því að vera sambærilegir Síminn má dreifa efni Sýnar Húrra opnar þriðju verslunina á höfuðborgarsvæðinu Segir félaginu skylt að skipta sér af „sorgarvegferð“ Play Seldu samheitalyf við hvítblæði og HIV fyrir hundruð milljóna Ráðin nýr fagstjóri hjá Íslandsstofu Greiddu eina krónu fyrir Mannlíf Aukið samstarf opni á fleiri tengimöguleika til vesturstrandar Bandaríkjanna Bein útsending: Sjálfbærnidagur Landsbankans Tekur við starfi forstjóra Samkaupa Hætta með spilakassa á Ölveri Bein útsending: Ársfundur Grænvangs - Samstarf til framtíðar Flytja Emmessís í Grafarvog 78 sagt upp í þremur hópuppsögnum Tveir nýir framkvæmdastjórar hjá Póstinum Segir „vanstilltan“ starfsmann Icelandair kominn úr skotgröfunum Ráðinn nýr fjárfestingastjóri Ísafold Capital Partners Þrjár ráðnar til Krafts Bein útsending: Morgunfundur Svansins: Harðar kröfur – Auðvelt val Opnuðu 64 ný hjúkrunarrými á Hrafnistu í Kópavogi Kaupa bræðurna út: „Við vorum sammála um að vinna ekki lengur saman“ Flestir ánægðir með söluna á Íslandsbanka Samið um norðlenska forgangsorku Sjá meira