Aðgerðastefna gegn rasisma og fordómum fyrir réttlátara samfélag Elísabet Dröfn Kristjánsdóttir skrifar 25. apríl 2022 08:31 Það er sorgleg staðreynd að á Íslandi grasseri fordómar og rasismi. Slíkir fordómar og hatur hafa mikil og neikvæð áhrif á stóran hóp fólks á Íslandi. Það er ekki bara ógagnlegt að afneita vandamálinu og gaslýsa fólk sem upplifir slíka fordóma, heldur er það einnig særandi, skaðlegt og stór hluti vandamálsins. Rasismi og fordómar eru margþætt samfélagsvandamál sem fyrirfinnast í öllum lögum samfélagsins og stofnunum þess. En hvað getum við gert til þess að sporna við slíkum fordómum fyrir betra og réttlátara samfélag? Við hjá Pírötum í Hafnarfirði viljum aðgerðastefnu gegn rasisma og fordómum hjá Hafnarfjarðarbæ. Fræðsla er lykilatriði þegar kemur að því að uppræta fordóma og enginn einstaklingur í samfélaginu ætti að þurfa að upplifa fordóma vegna húðlitar, tungumáls, trúarbragða, uppruna eða vegna þess að viðkomandi hefur sótt um alþjóðlega vernd eða hefur stöðu flóttamanns. Við myndum vilja sjá fræðslu í menntastofnunum bæjarins. Það er aldrei of snemmt að byrja að fræða fólk um fjölbreytileika mannlífsins og það er heldur aldrei of seint. Samfélagið verður að læra að hlusta þegar einstaklingar stíga fram og segja reynslu sína af fordómum, niðurlægingu og rasisma. Það er hluti af því að læra og skilja en ekki hrökkva í vörn. Á dögunum kom upp mál þar sem lögregla á Íslandi hafði tvisvar afskipti af 16 ára unglingi, eingöngu vegna þess að einstaklingurinn er með dökkan húðlit og tiltekna hárgreiðslu. Málið einkenndist bæði af samfélagslegum og kerfisbundnum rasisma. Niðurstaðan og afleiðingarnar eru ömurlegar fyrir einstaklinginn sjálfan og hafa einnig áhrif á stóran hóp í samfélaginu sem getur speglað sig í þessum atburði. Í kjölfarið er ólíðandi að dómsmálaráðherra stígi fram og afneiti því að rasismi grasseri innan lögreglunnar þegar hið sanna er að rasismi er stórt samfélagsvandamál hérlendis líkt og í flestum vestrænum löndum. Það er því ekki að undra að rasismi skuli einnig vera vandamál innan lögreglunnar. Það er jafnframt ólíðandi að innviðaráðherra á Íslandi láti út úr sér rasísk ummæli og í kjölfarið snúist umræðan meira um tilfinningar viðkomandi ráðherra eða um fólk sem stígur fram til þess að verja téðan ráðherra. Í staðinn ætti að nýta tækifærið til umræðu um hversu umfangsmikill og almennur rasismi er á Íslandi og hversu mikinn skaða slík ummæli geta ollið, þá sér í lagi frá manneskju í valdastöðu. Aðgerðastefna gegn rasisma og fordómum myndi vinna þvert á stofnanir Hafnarfjarðarbæjar þar sem verkferlar yrðu t.a.m. virkjaðir ef einstaklingur verður fyrir slíkum fordómum. Aðgerðastefnan hefði forvarnargildi, símenntunargildi og hún væri lausnamiðaður liður í því að virkja verkferla þegar fólk upplifir rasisma og fordóma og mismunun á grundvelli þess. Fyrir réttlátara samfélag og betri líðan allra samfélagsþegna. Höfundur er mannfræðingur og frambjóðandi í 4. sæti fyrir Pírata í Hafnarfirði. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðun: Kosningar 2022 Píratar Hafnarfjörður Kynþáttafordómar Mest lesið Börn í gámaskólum á meðan bæjarskrifstofur stækka – hvar er forgangsröðin? Ásgeir Elvar Garðarsson Skoðun Skýr stefna um málfrelsi Róbert H. Haraldsson Skoðun Munar þig um 5-7 milljónir árlega? Jón Pétur Zimzen Skoðun Umbætur á skólakerfinu. Hættum að ljúga. Hættum því alveg og hættum því strax Atli Harðarson Skoðun Kosningar í september Guðveig Lind Eyglóardóttir Skoðun Skóli án aðgreiningar – fallegt orðalag en brotakennd framkvæmd Sóldís Birta Reynisdóttir Skoðun Heilsufarsmat á vinnustöðum: Góð fjárfesting í heilbrigði og vellíðan starfsfólks Gígja Valgerður Harðardóttir Skoðun Framtíð nemenda í Kópavogi í fyrsta sæti Halla Björg Evans Skoðun Keldnaland – fjölmenn hverfi í mótun Þorsteinn R. Hermannsson Skoðun Olíuleit á Drekasvæði - tilvistarleit Halldór Reynisson Skoðun Skoðun Skoðun Skóli án aðgreiningar – fallegt orðalag en brotakennd framkvæmd Sóldís Birta Reynisdóttir skrifar Skoðun Rýnt í stöðu kvenna með örorkulífeyri Huld Magnúsdóttir skrifar Skoðun Brot sem fyrnast í höndum lögreglu – hversu mörg í viðbót? Þórhildur Gyða Arnarsdóttir skrifar Skoðun Olíuleit á Drekasvæði - tilvistarleit Halldór Reynisson skrifar Skoðun Kosningar í september Guðveig Lind Eyglóardóttir skrifar Skoðun Þegar orkuöflun er sett á ís - dæmið frá Suður-Afríku Hallgrímur Óskarsson skrifar Skoðun Framtíð nemenda í Kópavogi í fyrsta sæti Halla Björg Evans skrifar Skoðun Skýr stefna um málfrelsi Róbert H. Haraldsson skrifar Skoðun Heilsufarsmat á vinnustöðum: Góð fjárfesting í heilbrigði og vellíðan starfsfólks Gígja Valgerður Harðardóttir skrifar Skoðun Munar þig um 5-7 milljónir árlega? Jón Pétur Zimzen skrifar Skoðun Keldnaland – fjölmenn hverfi í mótun Þorsteinn R. Hermannsson skrifar Skoðun Eflum traustið Helgi Áss Grétarsson,Marta Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Börn í gámaskólum á meðan bæjarskrifstofur stækka – hvar er forgangsröðin? Ásgeir Elvar Garðarsson skrifar Skoðun Hver er kjarninn í samfélagi sem selur hjarta sitt? Trausti Breiðfjörð Magnússon skrifar Skoðun Seljum börnum nikótín! Hugi Halldórsson skrifar Skoðun Sundrung á vinstri væng Jökull Sólberg Auðunsson skrifar Skoðun Þegar samfélagið missir vinnuna Hrafn Splidt Þorvaldsson skrifar Skoðun Akademískt frelsi og ókurteisi Kolbeinn H. Stefánsson skrifar Skoðun Hvar liggur ábyrgð hins fullorðna á hegðun ungmenna í samfélaginu? Rakel Guðbjörnsdóttir skrifar Skoðun Yfir hverju er verið að brosa? Árni Kristjánsson skrifar Skoðun Umbætur á skólakerfinu. Hættum að ljúga. Hættum því alveg og hættum því strax Atli Harðarson skrifar Skoðun Stjórnvöld sem fjárfestatenglar Baldur Thorlacius skrifar Skoðun Ákall til ESB-sinna: Hvar eru undanþágurnar? Einar Jóhannes Guðnason skrifar Skoðun Er ég ömurlegt foreldri ef ég segi nei við barnið mitt? Stefán Þorri Helgason skrifar Skoðun Vindorkuvæðing í skjóli nætur Kristín Helga Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Þátttökuverðlaun Þórdísar Ragnar Þór Pétursson skrifar Skoðun Fjármálaráðherra búinn að segja A Ögmundur Jónasson skrifar Skoðun Hagfræði-tilgáta ómeðtekin Karl Guðlaugsson skrifar Skoðun Ótryggt aðgengi á Veðurstofureit Friðjón R. Friðjónsson skrifar Skoðun Stattu vörð um launin þín Davíð Aron Routley skrifar Sjá meira
Það er sorgleg staðreynd að á Íslandi grasseri fordómar og rasismi. Slíkir fordómar og hatur hafa mikil og neikvæð áhrif á stóran hóp fólks á Íslandi. Það er ekki bara ógagnlegt að afneita vandamálinu og gaslýsa fólk sem upplifir slíka fordóma, heldur er það einnig særandi, skaðlegt og stór hluti vandamálsins. Rasismi og fordómar eru margþætt samfélagsvandamál sem fyrirfinnast í öllum lögum samfélagsins og stofnunum þess. En hvað getum við gert til þess að sporna við slíkum fordómum fyrir betra og réttlátara samfélag? Við hjá Pírötum í Hafnarfirði viljum aðgerðastefnu gegn rasisma og fordómum hjá Hafnarfjarðarbæ. Fræðsla er lykilatriði þegar kemur að því að uppræta fordóma og enginn einstaklingur í samfélaginu ætti að þurfa að upplifa fordóma vegna húðlitar, tungumáls, trúarbragða, uppruna eða vegna þess að viðkomandi hefur sótt um alþjóðlega vernd eða hefur stöðu flóttamanns. Við myndum vilja sjá fræðslu í menntastofnunum bæjarins. Það er aldrei of snemmt að byrja að fræða fólk um fjölbreytileika mannlífsins og það er heldur aldrei of seint. Samfélagið verður að læra að hlusta þegar einstaklingar stíga fram og segja reynslu sína af fordómum, niðurlægingu og rasisma. Það er hluti af því að læra og skilja en ekki hrökkva í vörn. Á dögunum kom upp mál þar sem lögregla á Íslandi hafði tvisvar afskipti af 16 ára unglingi, eingöngu vegna þess að einstaklingurinn er með dökkan húðlit og tiltekna hárgreiðslu. Málið einkenndist bæði af samfélagslegum og kerfisbundnum rasisma. Niðurstaðan og afleiðingarnar eru ömurlegar fyrir einstaklinginn sjálfan og hafa einnig áhrif á stóran hóp í samfélaginu sem getur speglað sig í þessum atburði. Í kjölfarið er ólíðandi að dómsmálaráðherra stígi fram og afneiti því að rasismi grasseri innan lögreglunnar þegar hið sanna er að rasismi er stórt samfélagsvandamál hérlendis líkt og í flestum vestrænum löndum. Það er því ekki að undra að rasismi skuli einnig vera vandamál innan lögreglunnar. Það er jafnframt ólíðandi að innviðaráðherra á Íslandi láti út úr sér rasísk ummæli og í kjölfarið snúist umræðan meira um tilfinningar viðkomandi ráðherra eða um fólk sem stígur fram til þess að verja téðan ráðherra. Í staðinn ætti að nýta tækifærið til umræðu um hversu umfangsmikill og almennur rasismi er á Íslandi og hversu mikinn skaða slík ummæli geta ollið, þá sér í lagi frá manneskju í valdastöðu. Aðgerðastefna gegn rasisma og fordómum myndi vinna þvert á stofnanir Hafnarfjarðarbæjar þar sem verkferlar yrðu t.a.m. virkjaðir ef einstaklingur verður fyrir slíkum fordómum. Aðgerðastefnan hefði forvarnargildi, símenntunargildi og hún væri lausnamiðaður liður í því að virkja verkferla þegar fólk upplifir rasisma og fordóma og mismunun á grundvelli þess. Fyrir réttlátara samfélag og betri líðan allra samfélagsþegna. Höfundur er mannfræðingur og frambjóðandi í 4. sæti fyrir Pírata í Hafnarfirði.
Börn í gámaskólum á meðan bæjarskrifstofur stækka – hvar er forgangsröðin? Ásgeir Elvar Garðarsson Skoðun
Umbætur á skólakerfinu. Hættum að ljúga. Hættum því alveg og hættum því strax Atli Harðarson Skoðun
Skóli án aðgreiningar – fallegt orðalag en brotakennd framkvæmd Sóldís Birta Reynisdóttir Skoðun
Heilsufarsmat á vinnustöðum: Góð fjárfesting í heilbrigði og vellíðan starfsfólks Gígja Valgerður Harðardóttir Skoðun
Skoðun Skóli án aðgreiningar – fallegt orðalag en brotakennd framkvæmd Sóldís Birta Reynisdóttir skrifar
Skoðun Brot sem fyrnast í höndum lögreglu – hversu mörg í viðbót? Þórhildur Gyða Arnarsdóttir skrifar
Skoðun Heilsufarsmat á vinnustöðum: Góð fjárfesting í heilbrigði og vellíðan starfsfólks Gígja Valgerður Harðardóttir skrifar
Skoðun Börn í gámaskólum á meðan bæjarskrifstofur stækka – hvar er forgangsröðin? Ásgeir Elvar Garðarsson skrifar
Skoðun Hvar liggur ábyrgð hins fullorðna á hegðun ungmenna í samfélaginu? Rakel Guðbjörnsdóttir skrifar
Skoðun Umbætur á skólakerfinu. Hættum að ljúga. Hættum því alveg og hættum því strax Atli Harðarson skrifar
Börn í gámaskólum á meðan bæjarskrifstofur stækka – hvar er forgangsröðin? Ásgeir Elvar Garðarsson Skoðun
Umbætur á skólakerfinu. Hættum að ljúga. Hættum því alveg og hættum því strax Atli Harðarson Skoðun
Skóli án aðgreiningar – fallegt orðalag en brotakennd framkvæmd Sóldís Birta Reynisdóttir Skoðun
Heilsufarsmat á vinnustöðum: Góð fjárfesting í heilbrigði og vellíðan starfsfólks Gígja Valgerður Harðardóttir Skoðun