Rússi og Úkraínumaður brjóta saman páskaegg Óttar Kolbeinsson Proppé skrifar 24. apríl 2022 23:01 Fjöldi úkraínskra flóttamanna kom saman í Neskirkju í dag til að fagna páskunum sem eru haldnir hátíðlegir í Rétttrúnaðarkirkjunni í dag. Óttar fékk að fylgjast með og læra inn á alvöru úkraínskar páskahefðir. Í rétttrúnaðarkirkjunni er páskadagur í dag og var honum fagnað víða um Úkraínu. Páskarnir í ár falla þó í skuggann á skelfilegu stríði við Rússa en í dag eru einmitt sléttir tveir mánuðir frá því að innrás Rússa í landið hófst. Víða um landið mátti því heyra sprengjugnýinn við páskamessuna. Á meðan héldu úkraínskir flóttamenn á Íslandi páskana hátíðlega í Neskirkju. Mikilvægasta hátíð Úkraínu Anastasiia Krasnoselska kom til landsins í byrjun mánaðarins en hún flúði frá heimili sínu í Kænugarði. „Þetta er mikilvæg hátíð, líka fyrir þá sem sækja ekki kirkju reglulaga. Þetta er fjölskylduhefð. Til að halda í hefðina fara margir til kirkju og borða hefðbundinn mat. Alvöruegg, ekki súkkulaðiegg eins og á Íslandi, máluð í mismunandi litum. Svo þetta er mikilvæg hátíð í Úkraínu,“ segir Anastasiia. Anastasiia flúði heimili sitt í Kænugarði og kom til Íslands í byrjun apríl.vísir/ívar Biskup Íslands hélt ræðu fyrir hópinn áður en hann safnaðist saman í safnaðarhúsinu til að gæða sér á ýmsum páskaréttum eftir langa föstu. „Aðalhefðirnar eru egg og brauð sem kallast „ paska“. Fólk bakar það alltaf og þeir sem geta það ekki kaupa það. Og eggin eru yfirleitt skreytt. Við dóttir mín búum á hóteli hérna á Íslandi og í gær tókst okkur að skreyta eggin með því litla sem við höfum hérna á Íslandi, til dæmis með blaðaúrklippum. Svo okkur tókst að gera smáhluta af Úkraínu hérna á Íslandi,“ segir Anastasiia. Eggjastríð sem Úkraína vann Sergej Kjartan Artamonov, sem kemur frá Úkraínu, og Anastasía Dodonova, sem er frá Rússlandi, hafa búið á Íslandi í nokkur ár og eru ein þeirra sem skipulögðu daginn í dag. Þau sýna okkur eina helstu páskahefð sína í myndbandinu hér að ofan þar sem þau brjóta saman páskaegg. „Þetta er bara hefð sem við gerum á páskunum,“ segir Sergej. Anastasía og Sergej brjóta páskaeggin að úkraínskum sið. „Þetta er svona eggstríð og sá sem er búinn að vinna þetta stríð hann þarf að fara til annarrar manneskju og gera aftur,“ segir Anastasía. „Og úkraínska hliðin hefur sigrað!“ segir Sergej og hlær. Já, úkraínska hliðin vann þennan bardaga og nú verður Anastasía, sem tapaði að borða sitt egg á meðan Sergej fer um salinn og finnur sér nýjan mótherja. Reykjavík Flóttafólk á Íslandi Innrás Rússa í Úkraínu Úkraína Rússland Páskar Mest lesið Sýknaður af ákæru um að verða hjónum að bana Innlent Hætti sér loksins út að leika og var laminn um leið Innlent Pútín í Kúrsk: Farið verði með úkraínska hermenn eins og hryðjuverkamenn Erlent Rekin eftir að hafa neitað að endurnýja byssuleyfi Mels Gibson Erlent Handtekinn á vafasömum forsendum og hótað brottflutningi Erlent Wagnerliðar fremja ódæði í Malí: „Ég sá dauðann alls staðar“ Erlent Þrír í gæsluvarðhald vegna manndráps í Gufunesi Innlent Manndrápsrannsóknin: Myndin að verða „skýrari og skýrari“ Innlent Gamall mafíuforingi skotinn til bana í Grenoble Erlent Allir vígamenn drepnir og gíslatökunni lokið Erlent Fleiri fréttir Ráðgjafi Pútíns segir tillögu Trumps tilgangslausa Vonska vegna vambaráns áhrifavalds í Ástralíu Umhverfisvernd ekki lengur meðal markmiða EPA Saka Ísraela um kerfisbundin mannréttindabrot Rekin eftir að hafa neitað að endurnýja byssuleyfi Mels Gibson Wagnerliðar fremja ódæði í Malí: „Ég sá dauðann alls staðar“ Handtekinn á vafasömum forsendum og hótað brottflutningi Pútín í Kúrsk: Farið verði með úkraínska hermenn eins og hryðjuverkamenn Gamall mafíuforingi skotinn til bana í Grenoble Allir vígamenn drepnir og gíslatökunni lokið „Þjóðin er klofin varðandi hvers konar sjálfstæði hún vill“ Sátu með sprengjuvesti meðal gísla Fella hluta Amazon-frumskógarins vegna loftslagsráðstefnu COP Hörfa frá Kúrsk Var útskrifaður og lifði með gervihjarta í yfir 100 daga Rússar gefa lítið fyrir niðurstöðu fundar Bandaríkjanna og Úkraínu Tollar Trump á stál og ál taka gildi Demokraatit og Naleraq stærstir eftir kosningarnar á Grænlandi Úkraína samþykkir tillögu um vopnahlé Einn grunaður um manndráp vegna vítaverðrar vanrækslu Gaf ranglega í skyn að Úkraína bæri ábyrgð á árás á X Ættbálkaleiðtogar felldir í árás al-Shabaab Vart þverfótað fyrir erlendum fjölmiðlum á kjördag í Nuuk Tæplega tvö hundruð farþegar í gíslingu Páfi ekki lengur í bráðri lífshættu vegna lungnabólgu Þegar Duterte vonaði að Íslendingar frysu í hel Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Í vandræðum í Kúrsk en bætt staða í austri Umfangsmiki drónaárás á Moskvu í nótt Dalai Lama segir arftaka sinn munu fæðast í „hinum frjálsa heimi“ Duterte sakaður um glæpi gegn mannkyninu og handtekinn í Manila Sjá meira
Í rétttrúnaðarkirkjunni er páskadagur í dag og var honum fagnað víða um Úkraínu. Páskarnir í ár falla þó í skuggann á skelfilegu stríði við Rússa en í dag eru einmitt sléttir tveir mánuðir frá því að innrás Rússa í landið hófst. Víða um landið mátti því heyra sprengjugnýinn við páskamessuna. Á meðan héldu úkraínskir flóttamenn á Íslandi páskana hátíðlega í Neskirkju. Mikilvægasta hátíð Úkraínu Anastasiia Krasnoselska kom til landsins í byrjun mánaðarins en hún flúði frá heimili sínu í Kænugarði. „Þetta er mikilvæg hátíð, líka fyrir þá sem sækja ekki kirkju reglulaga. Þetta er fjölskylduhefð. Til að halda í hefðina fara margir til kirkju og borða hefðbundinn mat. Alvöruegg, ekki súkkulaðiegg eins og á Íslandi, máluð í mismunandi litum. Svo þetta er mikilvæg hátíð í Úkraínu,“ segir Anastasiia. Anastasiia flúði heimili sitt í Kænugarði og kom til Íslands í byrjun apríl.vísir/ívar Biskup Íslands hélt ræðu fyrir hópinn áður en hann safnaðist saman í safnaðarhúsinu til að gæða sér á ýmsum páskaréttum eftir langa föstu. „Aðalhefðirnar eru egg og brauð sem kallast „ paska“. Fólk bakar það alltaf og þeir sem geta það ekki kaupa það. Og eggin eru yfirleitt skreytt. Við dóttir mín búum á hóteli hérna á Íslandi og í gær tókst okkur að skreyta eggin með því litla sem við höfum hérna á Íslandi, til dæmis með blaðaúrklippum. Svo okkur tókst að gera smáhluta af Úkraínu hérna á Íslandi,“ segir Anastasiia. Eggjastríð sem Úkraína vann Sergej Kjartan Artamonov, sem kemur frá Úkraínu, og Anastasía Dodonova, sem er frá Rússlandi, hafa búið á Íslandi í nokkur ár og eru ein þeirra sem skipulögðu daginn í dag. Þau sýna okkur eina helstu páskahefð sína í myndbandinu hér að ofan þar sem þau brjóta saman páskaegg. „Þetta er bara hefð sem við gerum á páskunum,“ segir Sergej. Anastasía og Sergej brjóta páskaeggin að úkraínskum sið. „Þetta er svona eggstríð og sá sem er búinn að vinna þetta stríð hann þarf að fara til annarrar manneskju og gera aftur,“ segir Anastasía. „Og úkraínska hliðin hefur sigrað!“ segir Sergej og hlær. Já, úkraínska hliðin vann þennan bardaga og nú verður Anastasía, sem tapaði að borða sitt egg á meðan Sergej fer um salinn og finnur sér nýjan mótherja.
Reykjavík Flóttafólk á Íslandi Innrás Rússa í Úkraínu Úkraína Rússland Páskar Mest lesið Sýknaður af ákæru um að verða hjónum að bana Innlent Hætti sér loksins út að leika og var laminn um leið Innlent Pútín í Kúrsk: Farið verði með úkraínska hermenn eins og hryðjuverkamenn Erlent Rekin eftir að hafa neitað að endurnýja byssuleyfi Mels Gibson Erlent Handtekinn á vafasömum forsendum og hótað brottflutningi Erlent Wagnerliðar fremja ódæði í Malí: „Ég sá dauðann alls staðar“ Erlent Þrír í gæsluvarðhald vegna manndráps í Gufunesi Innlent Manndrápsrannsóknin: Myndin að verða „skýrari og skýrari“ Innlent Gamall mafíuforingi skotinn til bana í Grenoble Erlent Allir vígamenn drepnir og gíslatökunni lokið Erlent Fleiri fréttir Ráðgjafi Pútíns segir tillögu Trumps tilgangslausa Vonska vegna vambaráns áhrifavalds í Ástralíu Umhverfisvernd ekki lengur meðal markmiða EPA Saka Ísraela um kerfisbundin mannréttindabrot Rekin eftir að hafa neitað að endurnýja byssuleyfi Mels Gibson Wagnerliðar fremja ódæði í Malí: „Ég sá dauðann alls staðar“ Handtekinn á vafasömum forsendum og hótað brottflutningi Pútín í Kúrsk: Farið verði með úkraínska hermenn eins og hryðjuverkamenn Gamall mafíuforingi skotinn til bana í Grenoble Allir vígamenn drepnir og gíslatökunni lokið „Þjóðin er klofin varðandi hvers konar sjálfstæði hún vill“ Sátu með sprengjuvesti meðal gísla Fella hluta Amazon-frumskógarins vegna loftslagsráðstefnu COP Hörfa frá Kúrsk Var útskrifaður og lifði með gervihjarta í yfir 100 daga Rússar gefa lítið fyrir niðurstöðu fundar Bandaríkjanna og Úkraínu Tollar Trump á stál og ál taka gildi Demokraatit og Naleraq stærstir eftir kosningarnar á Grænlandi Úkraína samþykkir tillögu um vopnahlé Einn grunaður um manndráp vegna vítaverðrar vanrækslu Gaf ranglega í skyn að Úkraína bæri ábyrgð á árás á X Ættbálkaleiðtogar felldir í árás al-Shabaab Vart þverfótað fyrir erlendum fjölmiðlum á kjördag í Nuuk Tæplega tvö hundruð farþegar í gíslingu Páfi ekki lengur í bráðri lífshættu vegna lungnabólgu Þegar Duterte vonaði að Íslendingar frysu í hel Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Í vandræðum í Kúrsk en bætt staða í austri Umfangsmiki drónaárás á Moskvu í nótt Dalai Lama segir arftaka sinn munu fæðast í „hinum frjálsa heimi“ Duterte sakaður um glæpi gegn mannkyninu og handtekinn í Manila Sjá meira