Því næst mætir Guðmundur Ingi Ásmundsson forstjóri Landsnets og ræðir áætlun um orkuskipti. Hvað verður um áætlunina ef flutningskerfi raforku er þegar fulllestað? Þýða hugtökin grænt hagkerfi og orkuskipti eitthvað ef flutningskerfið dugar ekki til?
Þá mætir Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra til að fara yfir söluna á hlutabréfunum í Íslandsbanka. Farið verður yfir söluna sem mjög hefur verið umdeild og rætt verður um afdrif Bankasýslunnar.
Ingibjörg Ösp Stefánsdóttir, forstöðmaður hjá Samtökum atvinnulífsins, og Kristrún Lind Birgisdóttir, eigandi og framkvæmdastjóri Ásgarðs, mæta síðastar til leiks. Viðfangsefni verður menntamál framtíðarinnar og stafræn framtíð. Þá verður einnig farið yfir aðhald og stöðu þeirra sem illa passa inn í hefðbundið skólahald.