Willum Þór allt í öllu hjá BATE, Glódís Perla lagði upp og Häcken vann Íslendingaslaginn Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 22. apríl 2022 19:30 Willum Þór Willumsson í leik með U-21 árs landsliði Íslands. EPA-EFE/Tamas Vasvari Það var nóg um að vera hjá íslensku fótboltafólki í kvöld. Willum Þór Þórsson skoraði og lagði upp í Hvíta-Rússlandi. Íslendingalið Bayern München vann stórsigur og Häcken vann Íslendingaslaginn gegn Kristianstad í Svíþjóð. Willum Þór var vægast sagt allt í öllu er BATE Borisov vann 2-1 sigur á FC Gomel í úrvalsdeildinni í Hvíta-Rússlandi. Hann kom BATE yfir eftir tæpan hálftíma leik með marki úr vítaspyrnu. Reyndist það eina mark fyrri hálfleiks. Hann lagði svo upp annað mark BATE svo ekki kom að sök þegar gestirnir minnkuðu muninn í uppbótartíma, lokatölur 2-1. BATE er því áfram á toppi deildarinnar með fullt hús stiga eftir 5 leiki. Glódís Perla Viggósdóttir spilaði allan leikinn er Bayern München vann mikilvægan 4-0 útisigur á Jerva í von um að skáka Wolfsburg í baráttunni um þýska meistaraskjöldinn. Glódís Perla lagði upp síðasta mark Bæjara í leiknum. Karólína Lea Vilhjálmsdóttir kom inn af bekk Bæjara á 68. mínútu en markvörðurinn Cecilía Rán Rúnarsdóttir var utan hóps þar sem hún er handarbrotin. Bayern er sem stendur í 2. sæti með 49 stig, stigi minna en Wolfsburg sem trónir á toppnum með leik til góða þegar Bæjarar eiga aðeins tvo leiki eftir. Sigurinn þýðir að Bayern hefur nú þegar tryggt sér þátttöku í Meistaradeild Evrópu á næstu leiktíð. Í Svíþjóð mættust Íslendingaliðin Häcken og Kristianstad. Enginn Íslendingur byrjaði leikinn en alls komur þrír inn á er Häcken vann nokkuð sannfærandi 3-1 sigur. Agla María Albertsdóttir kom inn af bekk Häcken í hálfleik og Diljá Ýr Zomers gerði slíkt hið sama eftir klukkustundarleik. Amanda Andradóttir kom inn af bekk Kristianstad skömmu síðar en þá var staðan enn 3-0. Gestirnir klóruðu í bakkann undir lok leiks en það dugði ekki til. Heimaliðið hefði getað aukið muninn enn frekar en brenndi af vítaspyrnu í uppbótartíma og lauk leiknum því með 3-1 sigri Häcken. Þegar fjórar umferðir eru búnar i sænsku úrvalsdeildinni eru Agla María og Diljá Ýr á toppnum með 10 stig á meðan lið Elísabetar Gunnarsdóttur er í 7. sæti með 5 stig. Agla María (til vinstri) og stöllur hennar fögnuðu góðum sigri í kvöld.Twitter@@bkhackenofcl Fótbolti Þýski boltinn Sænski boltinn Mest lesið Diogo Jota lést í bílslysi Fótbolti Arnar Pétursson dæmdur úr leik á Íslandsmótinu og er mjög ósáttur Sport Yfirlýsing frá Liverpool: „Ólýsanlegur missir“ Enski boltinn Glódís mætti ekki á æfingu Fótbolti Fótboltaheimurinn syrgir fallna félaga Fótbolti EM í dag: Þungt högg, óvæntur fáni og indverskur matur Fótbolti Hafnaði ágengum Egyptum en er til í að taka við félagsliði Handbolti Ásthildur Helga: Þetta var bara lélegt Fótbolti Stefán vann í stað Arnars Sport „Óbætanlegur missir fyrir portúgalska knattspyrnu“ Fótbolti Fleiri fréttir Allt sem við vitum um banaslys Diogo Jota Besti hópur sem ég hef unnið með: „Þær vilja vita öll smáatriði“ „Það er ekki þörf á mér lengur“ Fékk rautt spjald fyrir ári síðan og má ekki spila í kvöld Cecilía og Sveindís mynda gott grínpar: „Hún er léttklikkuð“ Skriðdrekar á ferð við æfingasvæði Íslands Forsetinn hressti stelpurnar við: „Hitti algjörlega naglann á höfuðið“ EM í dag: Þungt högg, óvæntur fáni og indverskur matur Þorsteinn um fráfall Jota: „Sorglegar fréttir“ Fótboltaheimurinn syrgir fallna félaga Mínútu þögn fyrir leik Portúgals í kvöld Varð fullorðinn úti Yfirlýsing frá Liverpool: „Ólýsanlegur missir“ Glódís mætti ekki á æfingu „Óbætanlegur missir fyrir portúgalska knattspyrnu“ Borgaði bara ungmennaliðinu laun og nú má allt aðalliðið fara frítt Diogo Jota lést í bílslysi Hita upp fyrir HM með úrslitaleik um Gullbikarinn Myndasyrpa: Stelpurnar vel studdar í svekkjandi tapi „Ótrúlega gott fyrir hjartað að sjá þau“ Ásthildur Helga: Þetta var bara lélegt Skýrsla Arons: Afleit byrjun sem verður nú að svara fyrir Sveindís og félagar sendar í frí á meðan HM karla fer fram Systurnar hugsi vegna virkni stelpnanna á TikTok Dramatík í endurkomusigri Norðmanna í hinum leik íslenska riðilsins Jóhann Berg kominn með nýtt lið á Arabíuskaganum Sveindís: Hefði kannski átt að gera meira til að koma mér inn í leikinn „Heilt yfir var ég bara sáttur“ „Ég var bara með niðurgang“ Ingibjörg: Gríðarlega svekkjandi Sjá meira
Willum Þór var vægast sagt allt í öllu er BATE Borisov vann 2-1 sigur á FC Gomel í úrvalsdeildinni í Hvíta-Rússlandi. Hann kom BATE yfir eftir tæpan hálftíma leik með marki úr vítaspyrnu. Reyndist það eina mark fyrri hálfleiks. Hann lagði svo upp annað mark BATE svo ekki kom að sök þegar gestirnir minnkuðu muninn í uppbótartíma, lokatölur 2-1. BATE er því áfram á toppi deildarinnar með fullt hús stiga eftir 5 leiki. Glódís Perla Viggósdóttir spilaði allan leikinn er Bayern München vann mikilvægan 4-0 útisigur á Jerva í von um að skáka Wolfsburg í baráttunni um þýska meistaraskjöldinn. Glódís Perla lagði upp síðasta mark Bæjara í leiknum. Karólína Lea Vilhjálmsdóttir kom inn af bekk Bæjara á 68. mínútu en markvörðurinn Cecilía Rán Rúnarsdóttir var utan hóps þar sem hún er handarbrotin. Bayern er sem stendur í 2. sæti með 49 stig, stigi minna en Wolfsburg sem trónir á toppnum með leik til góða þegar Bæjarar eiga aðeins tvo leiki eftir. Sigurinn þýðir að Bayern hefur nú þegar tryggt sér þátttöku í Meistaradeild Evrópu á næstu leiktíð. Í Svíþjóð mættust Íslendingaliðin Häcken og Kristianstad. Enginn Íslendingur byrjaði leikinn en alls komur þrír inn á er Häcken vann nokkuð sannfærandi 3-1 sigur. Agla María Albertsdóttir kom inn af bekk Häcken í hálfleik og Diljá Ýr Zomers gerði slíkt hið sama eftir klukkustundarleik. Amanda Andradóttir kom inn af bekk Kristianstad skömmu síðar en þá var staðan enn 3-0. Gestirnir klóruðu í bakkann undir lok leiks en það dugði ekki til. Heimaliðið hefði getað aukið muninn enn frekar en brenndi af vítaspyrnu í uppbótartíma og lauk leiknum því með 3-1 sigri Häcken. Þegar fjórar umferðir eru búnar i sænsku úrvalsdeildinni eru Agla María og Diljá Ýr á toppnum með 10 stig á meðan lið Elísabetar Gunnarsdóttur er í 7. sæti með 5 stig. Agla María (til vinstri) og stöllur hennar fögnuðu góðum sigri í kvöld.Twitter@@bkhackenofcl
Fótbolti Þýski boltinn Sænski boltinn Mest lesið Diogo Jota lést í bílslysi Fótbolti Arnar Pétursson dæmdur úr leik á Íslandsmótinu og er mjög ósáttur Sport Yfirlýsing frá Liverpool: „Ólýsanlegur missir“ Enski boltinn Glódís mætti ekki á æfingu Fótbolti Fótboltaheimurinn syrgir fallna félaga Fótbolti EM í dag: Þungt högg, óvæntur fáni og indverskur matur Fótbolti Hafnaði ágengum Egyptum en er til í að taka við félagsliði Handbolti Ásthildur Helga: Þetta var bara lélegt Fótbolti Stefán vann í stað Arnars Sport „Óbætanlegur missir fyrir portúgalska knattspyrnu“ Fótbolti Fleiri fréttir Allt sem við vitum um banaslys Diogo Jota Besti hópur sem ég hef unnið með: „Þær vilja vita öll smáatriði“ „Það er ekki þörf á mér lengur“ Fékk rautt spjald fyrir ári síðan og má ekki spila í kvöld Cecilía og Sveindís mynda gott grínpar: „Hún er léttklikkuð“ Skriðdrekar á ferð við æfingasvæði Íslands Forsetinn hressti stelpurnar við: „Hitti algjörlega naglann á höfuðið“ EM í dag: Þungt högg, óvæntur fáni og indverskur matur Þorsteinn um fráfall Jota: „Sorglegar fréttir“ Fótboltaheimurinn syrgir fallna félaga Mínútu þögn fyrir leik Portúgals í kvöld Varð fullorðinn úti Yfirlýsing frá Liverpool: „Ólýsanlegur missir“ Glódís mætti ekki á æfingu „Óbætanlegur missir fyrir portúgalska knattspyrnu“ Borgaði bara ungmennaliðinu laun og nú má allt aðalliðið fara frítt Diogo Jota lést í bílslysi Hita upp fyrir HM með úrslitaleik um Gullbikarinn Myndasyrpa: Stelpurnar vel studdar í svekkjandi tapi „Ótrúlega gott fyrir hjartað að sjá þau“ Ásthildur Helga: Þetta var bara lélegt Skýrsla Arons: Afleit byrjun sem verður nú að svara fyrir Sveindís og félagar sendar í frí á meðan HM karla fer fram Systurnar hugsi vegna virkni stelpnanna á TikTok Dramatík í endurkomusigri Norðmanna í hinum leik íslenska riðilsins Jóhann Berg kominn með nýtt lið á Arabíuskaganum Sveindís: Hefði kannski átt að gera meira til að koma mér inn í leikinn „Heilt yfir var ég bara sáttur“ „Ég var bara með niðurgang“ Ingibjörg: Gríðarlega svekkjandi Sjá meira