Enginn í bann en ummæli Björgvins Páls fara fyrir aganefnd Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 22. apríl 2022 16:46 Stjórn HSÍ var ekki sátt með ummæli Björgvins Páls Gústavssonar, markvarðar Vals, eftir leikinn gegn Fram. vísir/Hulda Margrét Þeir þrír leikmenn sem fengu rautt spjald í leikjunum í úrslitakeppni Olís-deildar karla í handbolta í gær sluppu allir við bann. Ummæli Björgvins Páls Gústavssonar, markvarðar Vals, eftir leikinn gegn Fram fara hins vegar fyrir aganefnd. Eftir leikinn gegn Fram, sem Valur vann með tíu marka mun, 34-24, gaf Björgvin Páll í skyn að leikmenn Fram hefðu skotið viljandi í höfuð sitt. „Ég átti von á að þeir myndu berja okkur í andlitið og ég átti von á því að þeir fengju rautt spjald. Ég átti von á því að fá boltann yfir hausinn og í hausinn. Þetta er það sama og gerðist í síðasta leik og það eru skýr skilaboð. Þeir ætla að fara þannig út,“ sagði Björgvin við mbl.is eftir leikinn á Hlíðarenda í gær. „Annaðhvort gera þeir þetta viljandi eða eru svona lélegir. Ég veit þeir eru góðir handboltamenn, svo það hlýtur að vera það fyrra. Ég er búinn að fá fjögur skot í hausinn frá þeim í tveimur leikjum. Þeir vita að ég fékk skot í hausinn um daginn og það er um að gera að keyra á það þá. Þetta er mjög skynsamlegt hjá þeim. Það eru skýr skilaboð að skjóta yfir hausinn á mér eða í hausinn á mér. Þeir verða að svara fyrir það.“ Framkvæmdastjóri HSÍ sendi erindi fyrir hönd stjórnar sambandsins til aganefndar vegna ummæla Björgvins. Handknattleiksdeild Vals hefur frest til klukkan 11:00 til að skila inn greinargerð vegna málsins. Annar leikur Vals og Fram verður í Safamýrinni á sunnudaginn kemur. Ef allt fer á versta veg gæti Björgvin Páll misst af leiknum. Með sigri í honum tryggja Valsmenn sér sæti í undanúrslitum. Þorsteinn Gauti Hjálmarsson og Arnór Snær Óskarsson fengu báðir rautt spjald í leiknum á Hlíðarenda en sleppa við leikbann. Sömu sögu er að segja af Degi Arnarssyni, leikmanni ÍBV, sem var rekinn út af í sigrinum á Stjörnunni, 35-26, í Eyjum í gær. Olís-deild karla Valur Mest lesið „Það hjálpar ekki neitt“ Handbolti Rotta hljóp um á grasinu á Old Trafford í miðjum leik Enski boltinn Króatísk goðsögn segir Dag og Cindric hafa lent í rifrildi Handbolti Setti Íslandsmet í klassískri bekkpressu í gær Sport Spjót beinast að Degi sem segir orðróm um rifrildi rangan Handbolti Harmur Egypta gæti orðið Íslendingum til happs Handbolti Strákarnir okkar gætu verið ofar og neðar en Slóvenar á sama tíma Handbolti HM í dag: Yfirdýnur á leið til strákanna okkar Handbolti Gætið ykkar: Nýi Balic sem fékk ekki númerið hans Arons Handbolti Martröð Norðmanna heima fyrir: „Gjörsamlega hræðilegt“ Handbolti Fleiri fréttir Í beinni: Slóvenía - Ísland | Leikur sem skiptir öllu máli Hitað upp í Zagreb fyrir risaleik við Slóvena Harmur Egypta gæti orðið Íslendingum til happs Höfum aldrei unnið fyrrum Júgóslavíuþjóð í gömlu Júgóslavíu Gætið ykkar: Nýi Balic sem fékk ekki númerið hans Arons „Núna byrjar alvaran“ Norðmenn í súran flokk með Íslendingum frá því á HM á Íslandi 1995 Spjót beinast að Degi sem segir orðróm um rifrildi rangan HM í dag: Yfirdýnur á leið til strákanna okkar „Framhaldið er erfiðara og skemmtilegra“ Króatísk goðsögn segir Dag og Cindric hafa lent í rifrildi Martröð Norðmanna heima fyrir: „Gjörsamlega hræðilegt“ Strákarnir okkar gætu verið ofar og neðar en Slóvenar á sama tíma Elliði skipti út rauðu skónum eftir rauðu spjöldin „Haukur og Einar ekki komnir til að vera í stúkunni“ „Það hjálpar ekki neitt“ Aly eins og klettur í markinu þegar Egyptar lögðu Króata „Þetta verður geggjaður leikur“ Segir Ísland verða að vinna Slóveníu Tómt hús hjá lærisveinum Arons Sjöunda tap ÍBV í röð Engar Adidas-treyjur til sölu á HM Stjörnukonur komnar í gang Rúmin á hótelinu valda bakvandamálum: „Nokkrir helvíti stífir“ Orðinn þreyttur á lélegum liðum á HM: „Þetta er algjört bíó“ Myndasyrpa: Hart barist á æfingu í Zagreb „Svo sér maður þessi skot og það fer bara fiðringur um mann“ Óli Stef botnar ekkert í félagaskiptum Viggós: „Galin skipti“ HM í dag: Næturvakt, kúkur á bíl og ömurlegur bílstjóri Frá Barcelona til liðs í dönsku B-deildinni Sjá meira
Eftir leikinn gegn Fram, sem Valur vann með tíu marka mun, 34-24, gaf Björgvin Páll í skyn að leikmenn Fram hefðu skotið viljandi í höfuð sitt. „Ég átti von á að þeir myndu berja okkur í andlitið og ég átti von á því að þeir fengju rautt spjald. Ég átti von á því að fá boltann yfir hausinn og í hausinn. Þetta er það sama og gerðist í síðasta leik og það eru skýr skilaboð. Þeir ætla að fara þannig út,“ sagði Björgvin við mbl.is eftir leikinn á Hlíðarenda í gær. „Annaðhvort gera þeir þetta viljandi eða eru svona lélegir. Ég veit þeir eru góðir handboltamenn, svo það hlýtur að vera það fyrra. Ég er búinn að fá fjögur skot í hausinn frá þeim í tveimur leikjum. Þeir vita að ég fékk skot í hausinn um daginn og það er um að gera að keyra á það þá. Þetta er mjög skynsamlegt hjá þeim. Það eru skýr skilaboð að skjóta yfir hausinn á mér eða í hausinn á mér. Þeir verða að svara fyrir það.“ Framkvæmdastjóri HSÍ sendi erindi fyrir hönd stjórnar sambandsins til aganefndar vegna ummæla Björgvins. Handknattleiksdeild Vals hefur frest til klukkan 11:00 til að skila inn greinargerð vegna málsins. Annar leikur Vals og Fram verður í Safamýrinni á sunnudaginn kemur. Ef allt fer á versta veg gæti Björgvin Páll misst af leiknum. Með sigri í honum tryggja Valsmenn sér sæti í undanúrslitum. Þorsteinn Gauti Hjálmarsson og Arnór Snær Óskarsson fengu báðir rautt spjald í leiknum á Hlíðarenda en sleppa við leikbann. Sömu sögu er að segja af Degi Arnarssyni, leikmanni ÍBV, sem var rekinn út af í sigrinum á Stjörnunni, 35-26, í Eyjum í gær.
Olís-deild karla Valur Mest lesið „Það hjálpar ekki neitt“ Handbolti Rotta hljóp um á grasinu á Old Trafford í miðjum leik Enski boltinn Króatísk goðsögn segir Dag og Cindric hafa lent í rifrildi Handbolti Setti Íslandsmet í klassískri bekkpressu í gær Sport Spjót beinast að Degi sem segir orðróm um rifrildi rangan Handbolti Harmur Egypta gæti orðið Íslendingum til happs Handbolti Strákarnir okkar gætu verið ofar og neðar en Slóvenar á sama tíma Handbolti HM í dag: Yfirdýnur á leið til strákanna okkar Handbolti Gætið ykkar: Nýi Balic sem fékk ekki númerið hans Arons Handbolti Martröð Norðmanna heima fyrir: „Gjörsamlega hræðilegt“ Handbolti Fleiri fréttir Í beinni: Slóvenía - Ísland | Leikur sem skiptir öllu máli Hitað upp í Zagreb fyrir risaleik við Slóvena Harmur Egypta gæti orðið Íslendingum til happs Höfum aldrei unnið fyrrum Júgóslavíuþjóð í gömlu Júgóslavíu Gætið ykkar: Nýi Balic sem fékk ekki númerið hans Arons „Núna byrjar alvaran“ Norðmenn í súran flokk með Íslendingum frá því á HM á Íslandi 1995 Spjót beinast að Degi sem segir orðróm um rifrildi rangan HM í dag: Yfirdýnur á leið til strákanna okkar „Framhaldið er erfiðara og skemmtilegra“ Króatísk goðsögn segir Dag og Cindric hafa lent í rifrildi Martröð Norðmanna heima fyrir: „Gjörsamlega hræðilegt“ Strákarnir okkar gætu verið ofar og neðar en Slóvenar á sama tíma Elliði skipti út rauðu skónum eftir rauðu spjöldin „Haukur og Einar ekki komnir til að vera í stúkunni“ „Það hjálpar ekki neitt“ Aly eins og klettur í markinu þegar Egyptar lögðu Króata „Þetta verður geggjaður leikur“ Segir Ísland verða að vinna Slóveníu Tómt hús hjá lærisveinum Arons Sjöunda tap ÍBV í röð Engar Adidas-treyjur til sölu á HM Stjörnukonur komnar í gang Rúmin á hótelinu valda bakvandamálum: „Nokkrir helvíti stífir“ Orðinn þreyttur á lélegum liðum á HM: „Þetta er algjört bíó“ Myndasyrpa: Hart barist á æfingu í Zagreb „Svo sér maður þessi skot og það fer bara fiðringur um mann“ Óli Stef botnar ekkert í félagaskiptum Viggós: „Galin skipti“ HM í dag: Næturvakt, kúkur á bíl og ömurlegur bílstjóri Frá Barcelona til liðs í dönsku B-deildinni Sjá meira