Umfjöllun,viðtöl og myndir: Valur - Þór Þ. 87-75 | Þægilegur sigur Valsara og meistararnir í vandræðum Andri Már Eggertsson skrifar 23. apríl 2022 22:46 Úr leiknum í kvöld. Vísir/Hulda Margrét Valsarar eru komnir með annan fótinn í úrslitaeinvígi Subway deildarinnar eftir öruggan sigur á Íslandsmeisturum Þórs að Hlíðarenda í kvöld. Fyrri hálfleikur var kaflaskiptur þar sem bæði lið áttu sín áhlaup. Leikurinn var í járnum til að byrja með þar sem liðin skiptust á körfum. Valsarar voru betri út á velli í fyrsta leikhluta en gestirnir sýndu mikla baráttu og héldu sér inn í leiknum á hörkunni. Luciano Nicolas Massarelli var afleiddur í síðasta leik en spilaði betur í kvöld. Massarelli gerði átta stig á tæplega fimm mínútum. Callum Lawson gerði sex stig á tæplega fjörutíu mínútum í síðasta leik. Callum var að hitta töluvert betur í kvöld og gerði 13 stig í fyrri hálfleik. Þór byrjaði annan leikhluta betur og gerði níu stig í röð sem varð til þess að Finnur Freyr Stefánsson, þjálfari Vals, tók leikhlé. Þór tapaði fjórtán boltum í seinasta leik og talaði Lárus Jónsson, þjálfari Þórs, mikið um að það sé ólíkt hans liðið. Það var lítil breyting á því í fyrri hálfleik þar sem Þór tapaði 8 boltum. Valur endaði fyrri hálfleik betur og gerði síðustu átta stigin sem skilaði heimamönnum átta stiga forskoti í hálfleik 47-39. Það var mikil barátta í leiknumVísir/Hulda Margrét Þór byrjaði seinni hálfleik betur og gerðu gestirnir níu stig í röð og minnkuðu forskot Vals niður í eitt stig 49-48. Eftir að Finnur Freyr Stefánsson, þjálfari Vals, tók leikhlé rigndi niður þristum hjá báðum liðum en Valur skellti síðan í lás og var ellefu stigum yfir þegar haldið var í síðustu lotu. Öll stemmning var með Val og var ekkert sem benti til þess að Þór myndi koma til baka. Valur hamraði járnið meðan það var heitt í fjórða leikhluta og voru heimamenn átján stigum yfir þegar fimm mínútur voru eftir. Þá var öllum orðið ljóst hvar sigurinn myndi enda. Valur vann á endanum tólf stiga sigur 87-75. Stuðningsmenn Vals voru í stuði í kvöldVísir/Hulda Margrét Af hverju vann Valur? Valur hefur unnið átta leiki í röð og það er rosalegur taktur í liðinu sem ekkert lið virðist eiga svar við. Valur var yfirburða á báðum endum vallarins. Valur vann alla leikhlutana og hélt Þór Þorlákshöfn undir 80 stigum sem gerist ekki oft. Hverjir stóðu upp úr? Kristófer Acox daðraði við þrefalda tvennu. Kristófer gerði 10 stig, tók 12 fráköst og gaf 8 stoðsendingar. Jacob Dalton Calloway byrjaði á bekknum en skilaði afar góðu framlagi. Calloway endaði stigahæstur í leiknum með 24 stig. Valsarar fögnuðu innilega eftir leikVísir/Hulda Margrét Hvað gekk illa? Lárus Jónsson, þjálfari Þórs Þorlákshafnar, hafði áhyggjur af töpuðum boltum Þórs í seinasta leik en í kvöld tapaði Þór 15 boltum sem var einum bolta meira en í seinasta leik. Ragnar Örn Bragason tók sex skot og hitti úr einu. Ragnar endaði með mínus fjóra framlagspunkta. Hvað gerist næst? Þriðji leikurinn verður í Þorlákshöfn á þriðjudaginn klukkan 20:15. Lárus: Mætum brjálaðir í næsta leik Lárus Jónsson, þjálfari Þórs Þorlákshafnar, var svekktur eftir leikVísir/Hulda Margrét Lárus Jónsson, þjálfari Þórs Þorlákshafnar, var afar svekktur eftir leik. „Mér fannst Valsarar betri en við í kvöld, þeir hittu úr erfiðum skotum á meðan við brenndum af auðveldum skotum,“ sagði Lárus svekkur beint eftir leik. Þór breytti um áherslur í vörn á Kára Jónsson 19 stig sem var sex stigum minna heldur en í seinasta leik. „Kári setti niður erfið skot og Calloway var okkur erfiður annan leikinn í röð.“ Þór saxaði forskot Vals niður í eitt stig með sterku áhlaupi í upphafi síðari hálfleiks og fannst Lárusi hraðinn í leiknum vera Þór í hag. „Mér fannst þegar við náðum áhlaupi þá setti Valur erfið skot í andlitið á okkur.“ Lárus var ekki sáttur með tapaða bolta hjá sínu liði sem voru 15 talsins. „Valur er að spila góða vörn og við verðum að skoða það. Mér finnst við líka vera að flýta okkur of mikið.“ Lárus endaði á að segja að hans menn munu mæta brjálaðir í næsta leik gegn Val á þriðjudaginn. Myndir: Pavel í leik kvöldsinsVísir/Hulda Margrét Glynn Watson gerði 19 stig í kvöldVísir/Hulda Margrét Kristófer Acox treður í leik kvöldsinsVísir/Hulda Margrét Ronaldas Rutkauskas í baráttu við Jacob Dalton CallowayVísir/Hulda Margrét Subway-deild karla Valur Þór Þorlákshöfn
Valsarar eru komnir með annan fótinn í úrslitaeinvígi Subway deildarinnar eftir öruggan sigur á Íslandsmeisturum Þórs að Hlíðarenda í kvöld. Fyrri hálfleikur var kaflaskiptur þar sem bæði lið áttu sín áhlaup. Leikurinn var í járnum til að byrja með þar sem liðin skiptust á körfum. Valsarar voru betri út á velli í fyrsta leikhluta en gestirnir sýndu mikla baráttu og héldu sér inn í leiknum á hörkunni. Luciano Nicolas Massarelli var afleiddur í síðasta leik en spilaði betur í kvöld. Massarelli gerði átta stig á tæplega fimm mínútum. Callum Lawson gerði sex stig á tæplega fjörutíu mínútum í síðasta leik. Callum var að hitta töluvert betur í kvöld og gerði 13 stig í fyrri hálfleik. Þór byrjaði annan leikhluta betur og gerði níu stig í röð sem varð til þess að Finnur Freyr Stefánsson, þjálfari Vals, tók leikhlé. Þór tapaði fjórtán boltum í seinasta leik og talaði Lárus Jónsson, þjálfari Þórs, mikið um að það sé ólíkt hans liðið. Það var lítil breyting á því í fyrri hálfleik þar sem Þór tapaði 8 boltum. Valur endaði fyrri hálfleik betur og gerði síðustu átta stigin sem skilaði heimamönnum átta stiga forskoti í hálfleik 47-39. Það var mikil barátta í leiknumVísir/Hulda Margrét Þór byrjaði seinni hálfleik betur og gerðu gestirnir níu stig í röð og minnkuðu forskot Vals niður í eitt stig 49-48. Eftir að Finnur Freyr Stefánsson, þjálfari Vals, tók leikhlé rigndi niður þristum hjá báðum liðum en Valur skellti síðan í lás og var ellefu stigum yfir þegar haldið var í síðustu lotu. Öll stemmning var með Val og var ekkert sem benti til þess að Þór myndi koma til baka. Valur hamraði járnið meðan það var heitt í fjórða leikhluta og voru heimamenn átján stigum yfir þegar fimm mínútur voru eftir. Þá var öllum orðið ljóst hvar sigurinn myndi enda. Valur vann á endanum tólf stiga sigur 87-75. Stuðningsmenn Vals voru í stuði í kvöldVísir/Hulda Margrét Af hverju vann Valur? Valur hefur unnið átta leiki í röð og það er rosalegur taktur í liðinu sem ekkert lið virðist eiga svar við. Valur var yfirburða á báðum endum vallarins. Valur vann alla leikhlutana og hélt Þór Þorlákshöfn undir 80 stigum sem gerist ekki oft. Hverjir stóðu upp úr? Kristófer Acox daðraði við þrefalda tvennu. Kristófer gerði 10 stig, tók 12 fráköst og gaf 8 stoðsendingar. Jacob Dalton Calloway byrjaði á bekknum en skilaði afar góðu framlagi. Calloway endaði stigahæstur í leiknum með 24 stig. Valsarar fögnuðu innilega eftir leikVísir/Hulda Margrét Hvað gekk illa? Lárus Jónsson, þjálfari Þórs Þorlákshafnar, hafði áhyggjur af töpuðum boltum Þórs í seinasta leik en í kvöld tapaði Þór 15 boltum sem var einum bolta meira en í seinasta leik. Ragnar Örn Bragason tók sex skot og hitti úr einu. Ragnar endaði með mínus fjóra framlagspunkta. Hvað gerist næst? Þriðji leikurinn verður í Þorlákshöfn á þriðjudaginn klukkan 20:15. Lárus: Mætum brjálaðir í næsta leik Lárus Jónsson, þjálfari Þórs Þorlákshafnar, var svekktur eftir leikVísir/Hulda Margrét Lárus Jónsson, þjálfari Þórs Þorlákshafnar, var afar svekktur eftir leik. „Mér fannst Valsarar betri en við í kvöld, þeir hittu úr erfiðum skotum á meðan við brenndum af auðveldum skotum,“ sagði Lárus svekkur beint eftir leik. Þór breytti um áherslur í vörn á Kára Jónsson 19 stig sem var sex stigum minna heldur en í seinasta leik. „Kári setti niður erfið skot og Calloway var okkur erfiður annan leikinn í röð.“ Þór saxaði forskot Vals niður í eitt stig með sterku áhlaupi í upphafi síðari hálfleiks og fannst Lárusi hraðinn í leiknum vera Þór í hag. „Mér fannst þegar við náðum áhlaupi þá setti Valur erfið skot í andlitið á okkur.“ Lárus var ekki sáttur með tapaða bolta hjá sínu liði sem voru 15 talsins. „Valur er að spila góða vörn og við verðum að skoða það. Mér finnst við líka vera að flýta okkur of mikið.“ Lárus endaði á að segja að hans menn munu mæta brjálaðir í næsta leik gegn Val á þriðjudaginn. Myndir: Pavel í leik kvöldsinsVísir/Hulda Margrét Glynn Watson gerði 19 stig í kvöldVísir/Hulda Margrét Kristófer Acox treður í leik kvöldsinsVísir/Hulda Margrét Ronaldas Rutkauskas í baráttu við Jacob Dalton CallowayVísir/Hulda Margrét