Vellíðan barna er ekki meðaltal Rakel Steinberg Sölvadóttir skrifar 22. apríl 2022 11:31 Eitt mikilvægasta hlutverkið sem við tökum að okkur í lífinu er að vera foreldri. Okkur foreldrum ber að annast barn okkar, sýna því umhyggju og virðingu og gegna uppeldisskyldum svo best henti hag þess og þörfum. Það er eitt að bera ábyrgð sem foreldri en þegar kemur að skólagöngu barnanna okkar þá leggjum við fullt traust á samstarf við skólakerfið. Við treystum því að börnin okkar fái þá umhyggju, stuðning og menntun sem þau hafa þörf fyrir og eiga rétt á. Á sama tíma og gerum við þær væntingar að fjölskyldu okkar sé mætt af skilningi. Ábyrgð sveitarfélaga Í flestum tilvikum er traust okkar byggt á stöðugum grunni. Því miður er það þó ekki alltaf svo. Það er þó ekki við kennara að sakast því ég gef mér það að enginn kennari fari inn í daginn í þeim tilgangi að mismuna eða mæta ekki þörfum allra barnanna sem eru í þeirra umsjá og á þeirra ábyrgð. Ábyrgðin er sveitarfélaganna. Sveitarfélögin bera ábyrgð á að sjá til þess að starfsumhverfið sé í stakk búið að mæta þörfum allra barna. Eins sorglegt og það er þá virðist oftast halla á þau börn sem passa ekki inn í hinn hefðbundna menntakassa - börn sem glíma við fötlun, námsörðugleika og/eða eru með greiningar líkt og lesblindu, ADHD, einhverfu, asperger eða aðrar greiningar. Börn og unglingar, sem eiga erfitt með nám sökum sértækra námsörðugleika og/eða fötlunar, eiga rétt á sérstökum stuðningi í námi, samkvæmt grunnskólalögum. En hver fylgir því eftir að þessum lögum sé framfylgt? Hver leggur mat á hvað telst viðunandi stuðningur? Hver styður við þá foreldra sem þurfa að berjast við kerfið til að berjast fyrir tilverurétti barnanna sinna? Hver grípur þau börn sem fá ekki þann stuðning sem þau þurfa sannarlega á að halda? Hver grípur þau börn sem upplifa sig jafnvel ekki þess verðug? Nær öll börn er ekki nóg Í Lýðheilsu- og forvarnarstefna Garðabæjar 2021 kemur fram túlkun á könnunum á högum og líðan barna og ungmenna í Garðabæ. Þar segir að kannanir sýni að börnum og ungmennum líði „almennt vel“ og að „nær öll“ börn og ungmenni séu jákvæð í námi og leik. En hvað þýðir það að börnum líði „almennt vel“ og að „nær öll börn“ taki þátt í skipulögðu íþrótta- og tómstundastarfi? Eru það 99% allra barna í Garðabæ eða jafnvel minna? Það er af fenginn reynslu sem ég brenn fyrir velferð barna og að stutt sé við þau börn sem passa ekki inn í það norm sem menntakerfið hefur sniðið þeim. Sjálf er ég týpískur ADHD einstaklingur sem lenti á flestum þeim veggjum sem hægt er að lenda á í gegnum skólagönguna mína. Það var því þyngra en tárum taki að upplifa börnin mín lenda á sömu veggjum í gegnum sína skólagöngu hér í Garðabænum okkar. Því miður hafa margir foreldrar svipaðar sögur að segja þrátt fyrir að hér séu öflugir skólar með metnaðarfullum kennurum. Foreldrum sem hafa þurft að berjast við kerfið gagnast ekkert að lesa um að „nær öll börn“ eða að börnum líði „almennt vel“ í Garðabæ. Ef kerfið bregst þá ætti það ekki að krefjast baráttu af hálfu foreldra. Foreldrarnir eru sjálfir að miklum líkindum komnir út í horn og andlega bugaðir við að reyna að hjálpa barninu sínu. Kerfið á að virka. Kerfið á að grípa einstaklingana og foreldrana. Einstaklingarnir eiga ekki að grípa kerfið. Fögnum fjölbreytileikanum – Gerum betur Við erum ekki öll eins. Við þurfum ekki öll að vera eins og við eigum ekki öll að vera eins. Enda hvað er eins? Fjölbreytileikinn er það sem gerir samfélögin betri og við ættum að fagna honum í stað þess að reyna að steypa alla í sama mótið. Við eigum að styðja við einstaklinga í mótun eins og hentar þeim hvað best. Sagan sýnir einnig að það eru jú þeir einstaklingar sem passa ekki inn í fyrrgreindan kassa, sem oft á tíðum skara fram úr í sköpun og frjórri hugsun. Það einmitt það sem samfélag okkar allra nærist á. Við í Viðreisn viljum gera betur. Við viljum styðja við skólana okkar og mannauð þess. Við viljum byggja upp það umhverfi sem mætir þörfum allra barna okkar og byggir upp það kerfi sem við foreldrar getum unnið með í þeirra þágu og þeirra framtíð. Punktur! Höfundur er frumkvöðull og skipar 3ja sæti á lista Viðreisnar í Garðabæ. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðun: Kosningar 2022 Viðreisn Sveitarstjórnarkosningar 2022 Börn og uppeldi Rakel Steinberg Sölvadóttir Mest lesið Gerir háskólanám þig að grunnskólakennara? Davíð Már Sigurðsson Skoðun Kirkjuklukkur hringja Bjarni Karlsson Skoðun „Er allt í lagi?“ Olga Björt Þórðardóttir Skoðun Göngum í Haag hópinn Þórhildur Sunna Ævarsdóttir Skoðun Fordómar gagnvart hinsegin fólki – Reynslusaga Geir Gunnar Markússon Skoðun Sumarfríinu aflýst Sigurður Helgi Pálmason Skoðun Stríð skapar ekki frið Sanna Magdalena Mörtudóttir Skoðun Úr skotgröfum í netkerfin: Netárásir á innviði Vesturlanda Ýmir Vigfússon Skoðun Norska leiðin er fasismi Jón Frímann Jónsson Skoðun Tímabær rannsókn dómsmálaráðuneytisins Sigmundur Davíð Gunnlaugsson Skoðun Skoðun Skoðun Svargrein: Ísland á víst að íhuga aðild að ESB Ágúst Ólafur Ágústsson skrifar Skoðun Fjölbreytni í endurhæfingu skiptir máli Hólmfríður Einarsdóttir skrifar Skoðun Sumarfríinu aflýst Sigurður Helgi Pálmason skrifar Skoðun Úr skotgröfum í netkerfin: Netárásir á innviði Vesturlanda Ýmir Vigfússon skrifar Skoðun Fordómar gagnvart hinsegin fólki – Reynslusaga Geir Gunnar Markússon skrifar Skoðun „Er allt í lagi?“ Olga Björt Þórðardóttir skrifar Skoðun Göngum í Haag hópinn Þórhildur Sunna Ævarsdóttir skrifar Skoðun Kirkjuklukkur hringja Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Gerir háskólanám þig að grunnskólakennara? Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Stríð skapar ekki frið Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Íslenska stóðhryssan og Evrópa Hallgerður Ljósynja Hauksdóttir skrifar Skoðun Hvammsvirkjun – Skyldur ráðherra og réttur samfélagsins Eggert Valur Guðmundsson skrifar Skoðun Norska leiðin er fasismi Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Um mýkt, menntun og von Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Höfum alla burði til þess Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Tímabær rannsókn dómsmálaráðuneytisins Sigmundur Davíð Gunnlaugsson skrifar Skoðun Umsókn krefst ákvörðunar – ekki ákalls Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Hjálp, barnið mitt spilar Roblox! Kristín Magnúsdóttir skrifar Skoðun Líkindi með guðstrú og djöflatrú Gunnar Björgvinsson skrifar Skoðun Ævinlega þakkláti flóttamaðurinn Zeljka Kristín Klobucar skrifar Skoðun Vér vesalingar Ingólfur Sverrisson skrifar Skoðun Leikrit Landsvirkjunar Snæbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Við þurfum ekki að loka landinu – við þurfum að opna augun Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Svona eða hinsegin, hvert okkar verður næst? Unnar Geir Unnarsson skrifar Skoðun Reynisfjara og mannréttindasáttmáli Evrópu Róbert R. Spanó skrifar Skoðun Að hlúa að foreldrum: Forvörn sem skiptir máli Áróra Huld Bjarnadóttir skrifar Skoðun Ákall til íslenskra stjórnmálamanna Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Þurfum við virkilega „leyniþjónustu”? Helen Ólafsdóttir skrifar Skoðun Byrjað á öfugum enda! Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Væri ekki hlaupið út aftur Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Sjá meira
Eitt mikilvægasta hlutverkið sem við tökum að okkur í lífinu er að vera foreldri. Okkur foreldrum ber að annast barn okkar, sýna því umhyggju og virðingu og gegna uppeldisskyldum svo best henti hag þess og þörfum. Það er eitt að bera ábyrgð sem foreldri en þegar kemur að skólagöngu barnanna okkar þá leggjum við fullt traust á samstarf við skólakerfið. Við treystum því að börnin okkar fái þá umhyggju, stuðning og menntun sem þau hafa þörf fyrir og eiga rétt á. Á sama tíma og gerum við þær væntingar að fjölskyldu okkar sé mætt af skilningi. Ábyrgð sveitarfélaga Í flestum tilvikum er traust okkar byggt á stöðugum grunni. Því miður er það þó ekki alltaf svo. Það er þó ekki við kennara að sakast því ég gef mér það að enginn kennari fari inn í daginn í þeim tilgangi að mismuna eða mæta ekki þörfum allra barnanna sem eru í þeirra umsjá og á þeirra ábyrgð. Ábyrgðin er sveitarfélaganna. Sveitarfélögin bera ábyrgð á að sjá til þess að starfsumhverfið sé í stakk búið að mæta þörfum allra barna. Eins sorglegt og það er þá virðist oftast halla á þau börn sem passa ekki inn í hinn hefðbundna menntakassa - börn sem glíma við fötlun, námsörðugleika og/eða eru með greiningar líkt og lesblindu, ADHD, einhverfu, asperger eða aðrar greiningar. Börn og unglingar, sem eiga erfitt með nám sökum sértækra námsörðugleika og/eða fötlunar, eiga rétt á sérstökum stuðningi í námi, samkvæmt grunnskólalögum. En hver fylgir því eftir að þessum lögum sé framfylgt? Hver leggur mat á hvað telst viðunandi stuðningur? Hver styður við þá foreldra sem þurfa að berjast við kerfið til að berjast fyrir tilverurétti barnanna sinna? Hver grípur þau börn sem fá ekki þann stuðning sem þau þurfa sannarlega á að halda? Hver grípur þau börn sem upplifa sig jafnvel ekki þess verðug? Nær öll börn er ekki nóg Í Lýðheilsu- og forvarnarstefna Garðabæjar 2021 kemur fram túlkun á könnunum á högum og líðan barna og ungmenna í Garðabæ. Þar segir að kannanir sýni að börnum og ungmennum líði „almennt vel“ og að „nær öll“ börn og ungmenni séu jákvæð í námi og leik. En hvað þýðir það að börnum líði „almennt vel“ og að „nær öll börn“ taki þátt í skipulögðu íþrótta- og tómstundastarfi? Eru það 99% allra barna í Garðabæ eða jafnvel minna? Það er af fenginn reynslu sem ég brenn fyrir velferð barna og að stutt sé við þau börn sem passa ekki inn í það norm sem menntakerfið hefur sniðið þeim. Sjálf er ég týpískur ADHD einstaklingur sem lenti á flestum þeim veggjum sem hægt er að lenda á í gegnum skólagönguna mína. Það var því þyngra en tárum taki að upplifa börnin mín lenda á sömu veggjum í gegnum sína skólagöngu hér í Garðabænum okkar. Því miður hafa margir foreldrar svipaðar sögur að segja þrátt fyrir að hér séu öflugir skólar með metnaðarfullum kennurum. Foreldrum sem hafa þurft að berjast við kerfið gagnast ekkert að lesa um að „nær öll börn“ eða að börnum líði „almennt vel“ í Garðabæ. Ef kerfið bregst þá ætti það ekki að krefjast baráttu af hálfu foreldra. Foreldrarnir eru sjálfir að miklum líkindum komnir út í horn og andlega bugaðir við að reyna að hjálpa barninu sínu. Kerfið á að virka. Kerfið á að grípa einstaklingana og foreldrana. Einstaklingarnir eiga ekki að grípa kerfið. Fögnum fjölbreytileikanum – Gerum betur Við erum ekki öll eins. Við þurfum ekki öll að vera eins og við eigum ekki öll að vera eins. Enda hvað er eins? Fjölbreytileikinn er það sem gerir samfélögin betri og við ættum að fagna honum í stað þess að reyna að steypa alla í sama mótið. Við eigum að styðja við einstaklinga í mótun eins og hentar þeim hvað best. Sagan sýnir einnig að það eru jú þeir einstaklingar sem passa ekki inn í fyrrgreindan kassa, sem oft á tíðum skara fram úr í sköpun og frjórri hugsun. Það einmitt það sem samfélag okkar allra nærist á. Við í Viðreisn viljum gera betur. Við viljum styðja við skólana okkar og mannauð þess. Við viljum byggja upp það umhverfi sem mætir þörfum allra barna okkar og byggir upp það kerfi sem við foreldrar getum unnið með í þeirra þágu og þeirra framtíð. Punktur! Höfundur er frumkvöðull og skipar 3ja sæti á lista Viðreisnar í Garðabæ.
Skoðun Við þurfum ekki að loka landinu – við þurfum að opna augun Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar