Sport

Dag­­skrá dagsins: Úr­­slita­ein­vígi Njarð­víkur og Hauka, úr­slita­keppni Olís deildar karla, Ís­­lendinga­slagur og stór­­leikur í NBA

Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar
Haukar þurfa sigur.
Haukar þurfa sigur. Vísir/Bára Dröfn

Alls eru 14 beinar útsendingar á rásum Stöðvar 2 Sport og hliðarása í dag. Úrslitakeppnir hér heima, Íslendingaslagur í Svíþjóð, fótbolti út í heimi, golf og NBA.

Stöð 2 Sport

Klukkan 18.45 hefst upphitun Körfuboltakvölds fyrir leik dagsins í Subway deild kvenna. Klukkan 19.15 er svo annar leikur úrslitaeinvígis Njarðvíkur og Hauka á dagskrá en heimaliðið leiðir 1-0.

Eftir leik eða klukkan 21.15 er Körfuboltakvöld á dagskrá. Þar verður farið yfir allt það helsta úr leiknum.

Stöð 2 Sport 2

Klukkan 11.50 hefst útsending frá leik Juventus og Benfica í Meistaradeild táninga, UEFA Youth League. Klukkan 15.50 er komið að leik Atlético Madríd og Salzburg í sömu keppni.

Klukkan 18.45 er komið að leik Huddersfield Town og Barnsley í ensku B-deildinni í fótbolta.

Klukkan 00.30 er svo stórleikur meistara Milwaukee Bucks og Chicago Bulls á dagskrá í úrslitakeppni NBA-deildarinnar. Staðan í einvíginu er 1-1 og allt undir.

Stöð 2 Sport 3

Häcken tekur á móti Kristianstad í sannkölluðum Íslendingaslag í sænsku úrvalsdeildinni. Agla María Albertsdóttir og Diljá Ýr Zomers leika með Häcken á meðan Amanda Andradóttir leikur með Kristiansta og Elísabet Gunnarsdóttir þjálfar liðið.

Stöð 2 Sport 4

Klukkan 19.00 hefst upphitun seinni bylgjunnar fyrir leik Hauka og KA sem hefst 19.30. Um er að ræða leik í 8-liða úrslitum Olís deildar karla. Eftir leik eða klukkan 21.10 er Seinni bylgjan svo á dagskrá. Þar verður farið yfir allt það helsta úr leiknum.

Stöð 2 Golf

Klukkan 12.00 hefst ISPS Handa Championship-mótið. Klukkan 19.30 er Zurich Classic-mótið á dagskrá en það er hluti af PGA-mótaröðinni. Klukkan 22.30 er svo LA Open á dagskrá en það er hluti af LPGA-mótaröðinni.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×