Vertu úti Hafnfirðingurinn þinn! Árni Þór Finnsson skrifar 20. apríl 2022 23:00 Bæjarlistinn vill styðja við náttúruvitund og fjölbreytta útivist íbúa Hafnarfjarðar. Koma þarf á öflugu samstarfi við Skógræktarfélag Hafnarfjarðar um uppbyggingu og rekstur þjónustu- og fræðslumiðstöðvar, viðhald og gerð stíga, bæta aðgengi hreyfihamlaðra við Hvaleyrarvatn og vinna í bættri aðstöðu fyrir fjölskyldur og vini til að koma saman og eiga góða stund. Hafnfirðingar búa í námunda við stórkostlegar náttúruperlur t.d. útivistarsvæðið við Hvaleyrarvatn, Stórhöfða, Seldal, Undirhlíðar, Valaból og Helgafell svo fátt eitt sé nefnt. Tryggja þarf fjármagn til stígagerðar og viðhalds á þeim, gerð og uppsetningu fræðsluskilta, vegvísa og yfirlitskorta á svæðinu. Gera þarf íbúum Hafnarfjarðar kleift að njóta þeirrar náttúru sem upplandið hefur upp á að bjóða með fullnægjandi og auðveldu aðgengi að viðunandi upplýsingum og merkingum. Huga þarf að því að koma á fót þjónustu- og fræðslumiðstöð með samningi við Skógræktarfélag Hafnarfjarðar. Slík miðstöð hefði m.a. það hlutverk að þjónusta leik- og grunnskóla með það að leiðarljósi að efla og auka náttúruvitund nemenda með útikennslu, leiðbeina um mikilvægi náttúrunnar, hvernig eigi að umgangast hana auk þess að fræða um flóru og fánu svæðisins. Þá væri slík miðstöð kjörin til að efla getu Skógræktarfélags Hafnarfjarðar til að sinna fræðsluerindum fyrir íbúa Hafnarfjarðar sem félagið hefur unnið ötullega að í gegnum tíðina. Svæðið er fyrir alla og útivist er fyrir alla sem hana vilja stunda. Gera þarf hreyfihömluðum og þeim sem styðja sig við hjálpartæki kleift að njóta þess sem svæðið í kringum Hvaleyrarvatn hefur upp á að bjóða. Það er hægt með skipulögðu átaki í að slétta stíginn og styrkja kanta á þeim tveimur kílómetrum sem göngustígurinn umhverfis Hvaleyrarvatn er. Koma þarf upp aðstöðu fyrir fjölskyldur og vini til að koma saman. Gera má leiksvæði úr efnivið sem fellur til við grisjun skógarins og byggingu grillhúss í námunda við vatnið. Það er engum vafa undirorpið að útivist eða útivera á fallegu, grónu svæði eykur á vellíðan flestra sem slíkt stunda. Það er hlutverk bæjarins að gera íbúum sveitarfélagsins kleift að njóta alls þess besta sem það hefur upp á að bjóða hverju sinni. Það er lýðheilsumál! Höfundur skipar 3. sæti á lista Bæjarlistans í Hafnarfirði. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Hafnarfjörður Sveitarstjórnarkosningar 2022 Skoðun: Kosningar 2022 Mest lesið Frá lögreglunni yfir á geðdeildina Sigurður Árni Reynisson Skoðun Rúmfatalagerinn, ekki fyrir alla! Ragnar Gunnarsson Skoðun Lukkudagar lífsins er Lóa Björk Ólafsdóttir Skoðun Er Vegagerðin við völd á Íslandi? Gauti Kristmannsson,Lilja S. Jónsdóttir Skoðun Rannsókn lögreglunnar í Keflavík á Geirfinnsmálinu Valtýr Sigurðsson Skoðun Halldór 11.10.2025 Halldór Hvernig vogar þú þér að gera grín að Möggu Stínu? Elliði Vignisson Skoðun Laxness, Njáll og Egill við góða heilsu í FÁ! Helgi Sæmundur Helgason Skoðun Heimsveldið má vera evrópskt Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Hvað á Selfoss sameiginlegt með Róm, Berlín, Prag og París? Axel Sigurðsson Skoðun Skoðun Skoðun Er Vegagerðin við völd á Íslandi? Gauti Kristmannsson,Lilja S. Jónsdóttir skrifar Skoðun Rannsókn lögreglunnar í Keflavík á Geirfinnsmálinu Valtýr Sigurðsson skrifar Skoðun Frá lögreglunni yfir á geðdeildina Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Lukkudagar lífsins er Lóa Björk Ólafsdóttir skrifar Skoðun Framtíðin samkvæmt Geoffrey Hinton: Gervigreindin er að læra að sjá heiminn eins og við Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Heimsveldið má vera evrópskt Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Laxness, Njáll og Egill við góða heilsu í FÁ! Helgi Sæmundur Helgason skrifar Skoðun Hvað á Selfoss sameiginlegt með Róm, Berlín, Prag og París? Axel Sigurðsson skrifar Skoðun „Reykjavíkurleiðin“ – skref að sanngjarnara og stöðugra leikskólastarfi Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Eflum geðheilsu alla daga Guðbjörg Sveinsdóttir skrifar Skoðun Getur fólk með gigt látið drauma sína rætast? Hrönn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Réttlæti hins sterka. Hvernig hinn sterki getur unnið nánast öll dómsmál Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Við sem lifum með POTS höfum verið yfirgefin af kerfinu Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar Skoðun Drifkraftur bata – Alþjóðlegi geðheilbrigðisdagurinn Sigríður Ásta Hauksdóttir skrifar Skoðun Lordinn lýgur! Andrés Pétursson skrifar Skoðun Það er ekki hægt að þykjast með líf barnanna okkar Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Í örugga höfn! Örlygur Hnefill Örlygsson,Bergur Elías Ágústsson skrifar Skoðun Reykjavíkurmódelið er skref í rétta átt – fyrir börnin og starfsfólkið Bozena Raczkowska skrifar Skoðun Varasjóður eða hefðbundið styrkjakerfi? Birgitta Ragnarsdóttir skrifar Skoðun Geðheilsa á tímum óvissu og áskorana María Heimisdóttir skrifar Skoðun Kópavogsmódelið Ragnheiður Ósk Jensdóttir skrifar Skoðun Villta vestur ólöglegra veðmálaauglýsinga á Íslandi Skúli Bragi Geirdal skrifar Skoðun Sterkari saman – geðheilsa er mannréttindi allra Halldóra Jónsdóttir,Halldóra Víðisdóttir,Júlíana Guðrún Þórðardóttir skrifar Skoðun Ísland þarf engan sérdíl Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Er edrúlífið æðislegt? Jakob Smári Magnússon skrifar Skoðun Rúmfatalagerinn, ekki fyrir alla! Ragnar Gunnarsson skrifar Skoðun Að gera ráð fyrir frelsi Birgir Orri Ásgrímsson skrifar Skoðun Að þekkja sín takmörk Heiðar Guðjónsson skrifar Skoðun Gervigreind og dómgreind Henry Alexander Henrysson skrifar Skoðun Fjárfesting í réttindum barna bætir fjárhag sveitarfélaga Marín Rós Eyjólfsdóttir skrifar Sjá meira
Bæjarlistinn vill styðja við náttúruvitund og fjölbreytta útivist íbúa Hafnarfjarðar. Koma þarf á öflugu samstarfi við Skógræktarfélag Hafnarfjarðar um uppbyggingu og rekstur þjónustu- og fræðslumiðstöðvar, viðhald og gerð stíga, bæta aðgengi hreyfihamlaðra við Hvaleyrarvatn og vinna í bættri aðstöðu fyrir fjölskyldur og vini til að koma saman og eiga góða stund. Hafnfirðingar búa í námunda við stórkostlegar náttúruperlur t.d. útivistarsvæðið við Hvaleyrarvatn, Stórhöfða, Seldal, Undirhlíðar, Valaból og Helgafell svo fátt eitt sé nefnt. Tryggja þarf fjármagn til stígagerðar og viðhalds á þeim, gerð og uppsetningu fræðsluskilta, vegvísa og yfirlitskorta á svæðinu. Gera þarf íbúum Hafnarfjarðar kleift að njóta þeirrar náttúru sem upplandið hefur upp á að bjóða með fullnægjandi og auðveldu aðgengi að viðunandi upplýsingum og merkingum. Huga þarf að því að koma á fót þjónustu- og fræðslumiðstöð með samningi við Skógræktarfélag Hafnarfjarðar. Slík miðstöð hefði m.a. það hlutverk að þjónusta leik- og grunnskóla með það að leiðarljósi að efla og auka náttúruvitund nemenda með útikennslu, leiðbeina um mikilvægi náttúrunnar, hvernig eigi að umgangast hana auk þess að fræða um flóru og fánu svæðisins. Þá væri slík miðstöð kjörin til að efla getu Skógræktarfélags Hafnarfjarðar til að sinna fræðsluerindum fyrir íbúa Hafnarfjarðar sem félagið hefur unnið ötullega að í gegnum tíðina. Svæðið er fyrir alla og útivist er fyrir alla sem hana vilja stunda. Gera þarf hreyfihömluðum og þeim sem styðja sig við hjálpartæki kleift að njóta þess sem svæðið í kringum Hvaleyrarvatn hefur upp á að bjóða. Það er hægt með skipulögðu átaki í að slétta stíginn og styrkja kanta á þeim tveimur kílómetrum sem göngustígurinn umhverfis Hvaleyrarvatn er. Koma þarf upp aðstöðu fyrir fjölskyldur og vini til að koma saman. Gera má leiksvæði úr efnivið sem fellur til við grisjun skógarins og byggingu grillhúss í námunda við vatnið. Það er engum vafa undirorpið að útivist eða útivera á fallegu, grónu svæði eykur á vellíðan flestra sem slíkt stunda. Það er hlutverk bæjarins að gera íbúum sveitarfélagsins kleift að njóta alls þess besta sem það hefur upp á að bjóða hverju sinni. Það er lýðheilsumál! Höfundur skipar 3. sæti á lista Bæjarlistans í Hafnarfirði.
Skoðun Framtíðin samkvæmt Geoffrey Hinton: Gervigreindin er að læra að sjá heiminn eins og við Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun „Reykjavíkurleiðin“ – skref að sanngjarnara og stöðugra leikskólastarfi Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar
Skoðun Réttlæti hins sterka. Hvernig hinn sterki getur unnið nánast öll dómsmál Jörgen Ingimar Hansson skrifar
Skoðun Við sem lifum með POTS höfum verið yfirgefin af kerfinu Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar
Skoðun Reykjavíkurmódelið er skref í rétta átt – fyrir börnin og starfsfólkið Bozena Raczkowska skrifar
Skoðun Sterkari saman – geðheilsa er mannréttindi allra Halldóra Jónsdóttir,Halldóra Víðisdóttir,Júlíana Guðrún Þórðardóttir skrifar