Borgaraþjónusta utanríkisráðuneytisins staðfestir í samtali við mbl.is, sem greinir fyrst frá, að íslenskur ríkisborgari hafi verið handtekinn á Spáni í mars.
„Ég get staðfest að í síðasta mánuði var leitað til borgaraþjónustunnar vegna handtöku á íslenskum ríkisborgara á Spáni,“ segir Sveinn H. Guðmarsson upplýsingafulltrúi utanríkisráðuneytisins í samtali við fréttastofu.
Sveinn sagðist ekkert fleira geta gefið upp um málið.
Samkvæmt heimildum fréttastofu hefur maðurinn sem um ræðir verið dæmdur fyrir fíkniefnalagabrot og vopnalagabrot hér á landi og auk þess verið ákærður fyrir líkamsárás, sem hann var þó sýknaður af.
Hér að neðan má sjá myndband, sem gengur nú manna á milli á samfélagsmiðlum, og sýnir Íslendinginn handjárnaðan af spænsku lögreglunni. Samkvæmt upplýsingum fréttastofu var hann handtekinn fyrri hluta mars.
Uppfært klukkan 15:45.