Vaktin: Segir Úkraínumenn einu skrefi nær friði Atli Ísleifsson, Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir og Samúel Karl Ólason skrifa 20. apríl 2022 15:45 Úkraínskir hermenn ganga við ónýta brú í Irpin við Kænugarð. AP/Emilio Morenatti Vólódímír Selenskí, forseti Úkraínu, segist tilbúin til að ræða við Vladímír Pútín Rússlandsforseta um frið. Forsætisráðherra Bretlands telur þó ólíklegt að slíkar viðræður muni bera árangur. Fréttastofa Vísis, Stöðvar 2 og Bylgjunnar fylgist með þróun mála í Úkraínu í allan dag. Helstu vendingar: Ráðamenn í Kreml segjast hafa gert tilraun með nýja gerð langdrægra eldflauga sem geti borið kjarnorkuvopn og eigi sér enga líka. Harðir bardagar hafa staðið yfir í kringum stálverksmiðjuna í Azovstal og stóðu Rússar fyrir miklum sprengjuárásum þar í gærkvöldi. Í morgun náðist samkomulag um að almennum borgurum verði hleypt frá Maríupól en illa gekk að koma þeim frá. Bæði úkraínskir hermenn og almennir borgarar hafa haldið sig á iðnaðarsfvæði í borginni, sem rússneski herinn hefur umkringt í rúman sólarhring en til stóð að flytja almennu borgarana til Zaporizjzja. Rússar leggja áfram mestan kraft í að ráðast á skotmörk í austurhluta Úkraínu. Alþjóðakjarnorkumálastofnunin (IAEA) segir að samband sé aftur komið á við kjarnorkuverið Tsjernobyl. Rússar stýrðu svæðinu um mánaðarlangt tímabil og höfðu starfsmenn IAEA miklar áhyggjur af ástandinu. Heimsókn IAEA á svæðið er fyrirhuguð í næsta mánuði. Úkraínski herinn hefur stöðvað framgang rússneskra hersveita á nokkrum stöðum í Donbas, austast í landinu, að sögn breska varnarmálaráðuneytisins. Nærri tvö þúsund læknar frá öllum heimshornum hafa sótt um að fá að leggja sitt af mörkum í Úkraínu. Þetta segir í tilkynningu frá utanríkisráðuneyti landsins. Vakt gærdagsins má finna hér.
Fréttastofa Vísis, Stöðvar 2 og Bylgjunnar fylgist með þróun mála í Úkraínu í allan dag. Helstu vendingar: Ráðamenn í Kreml segjast hafa gert tilraun með nýja gerð langdrægra eldflauga sem geti borið kjarnorkuvopn og eigi sér enga líka. Harðir bardagar hafa staðið yfir í kringum stálverksmiðjuna í Azovstal og stóðu Rússar fyrir miklum sprengjuárásum þar í gærkvöldi. Í morgun náðist samkomulag um að almennum borgurum verði hleypt frá Maríupól en illa gekk að koma þeim frá. Bæði úkraínskir hermenn og almennir borgarar hafa haldið sig á iðnaðarsfvæði í borginni, sem rússneski herinn hefur umkringt í rúman sólarhring en til stóð að flytja almennu borgarana til Zaporizjzja. Rússar leggja áfram mestan kraft í að ráðast á skotmörk í austurhluta Úkraínu. Alþjóðakjarnorkumálastofnunin (IAEA) segir að samband sé aftur komið á við kjarnorkuverið Tsjernobyl. Rússar stýrðu svæðinu um mánaðarlangt tímabil og höfðu starfsmenn IAEA miklar áhyggjur af ástandinu. Heimsókn IAEA á svæðið er fyrirhuguð í næsta mánuði. Úkraínski herinn hefur stöðvað framgang rússneskra hersveita á nokkrum stöðum í Donbas, austast í landinu, að sögn breska varnarmálaráðuneytisins. Nærri tvö þúsund læknar frá öllum heimshornum hafa sótt um að fá að leggja sitt af mörkum í Úkraínu. Þetta segir í tilkynningu frá utanríkisráðuneyti landsins. Vakt gærdagsins má finna hér.
Innrás Rússa í Úkraínu Rússland Úkraína Hernaður Mest lesið Rýming í Neskaupstað og á Seyðisfirði Innlent Vaktin: Vopnahlé tekur gildi á Gasa Erlent Tuttugu manns í rútuslysi Innlent „Gríðarlegt högg“ ef bannið varir til frambúðar Innlent „Ég hef enga hugmynd um hvaða maður þetta er“ Innlent „Sérstakt gleðiefni og gleður mitt hjarta“ Innlent Sjálfstæðisflokkurinn þurfi ferskt upphaf Innlent Reyndi að fá bóluefni gegn Covid úr umferð á versta tíma Erlent TikTok bann í Bandaríkjunum Erlent Stofnaði eigin „meme“-rafmynt rétt fyrir embættistöku Erlent Fleiri fréttir Fjölskyldur fögnuðu þegar gíslum var sleppt Opna fyrir Tiktok á nýjan leik Reyndi að fá bóluefni gegn Covid úr umferð á versta tíma Stofnaði eigin „meme“-rafmynt rétt fyrir embættistöku TikTok bann í Bandaríkjunum Vaktin: Vopnahlé tekur gildi á Gasa Mun færri slasaðir eftir skíðaslysið en talið var í fyrstu Segir miklar líkur á að Tiktok banni verði frestað Margir alvarlega slasaðir á skíðasvæði á Spáni Þrír látnir eftir loftárás Rússa Hæstaréttardómarar skotnir til bana í Tehran Samþykktu vopnahlé en framtíðin óljós Innsetningarathöfnin verður innandyra í fyrsta sinn í fjörutíu ár Hæstiréttur veitir TikTok banninu blessun sína Ríkisstjórnin fundar um vopnahlé Deilur á þingi gætu komið niður á áherslum Trumps Styrkur gróðurhúsalofttegunda aldrei aukist eins hratt Andstaða gegn banni við hjónaböndum systkinabarna Mikið sjónarspil eftir að Starship sprakk „Kallaðu mig Meistara, þá fæ ég það“ Imran Khan í fjórtán ára fangelsi Ræddu í 45 mínútur um Grænland og dönsk fyrirtæki Hindranir úr vegi og vopnahlé yfirvofandi Segir samkomulagið standast og vopnahléið hefjist á sunnudag Fyrrverandi forsætisráðherra Finna fer fram á nálgunarbann Her Súdan í sókn gegn RSF og hermenn sakaðir um ódæði Hótar hörðum viðbrögðum hafi Rússar tekið Ástrala af lífi Rak formann mikilvægrar nefndar að beiðni Trumps Betri aðstæður næstu daga: Rúmlega tólf þúsund byggingar hafa brunnið Ný eldflaug Bezos náði á sporbraut í fyrstu tilraun Sjá meira