Óvissa um framtíðina í húsbílabyggð Laugardals Trausti Breiðfjörð Magnússon og Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifa 20. apríl 2022 07:01 Í gær heimsóttum við íbúa í hjólhýsa- og húsbílabyggð Laugardals. Þar tók á móti okkur góður hópur fólks. Þau ræddu við okkur um aðbúnaðinn, hvernig væri að lifa í byggðinni og hvað væri hægt að gera betur. Það eru margir sem velja að búa á svæðinu. Við eigum að gera þeim kleift að stýra hvernig málum sé þar háttað. Fljótlega komumst við að því að byggðinni væri best borgið í höndum íbúanna sem þekkja svæðið vel. Flestir íbúar sem við ræddum við líður vel þarna. Það hefur myndast ákveðin samfélagsvitund og nágrannarnir sjá um hvern annan, hafa tengst vinaböndum. Hins vegar er greinilegt að núverandi rekstraraðili á svæðinu er ekki að standa sig nógu vel. Klósett, sturtur og annar aðbúnaður er illa þrifinn og eldvarnir eru litlar sem engar. Aðgengi fyrir fatlaða er til skammar. Til að mynda er járn sem hindrar hjólastólaaðgengi inn á salernið fyrir fatlaða, þannig að það er mjög erfitt fyrir fólk að komast inn. Önnur atriði sem við tókum eftir voru óvirk salerni og engin sápa þar. Þetta er allt þrátt fyrir ítrekaðar beiðnir íbúa um lagfæringar. Fólkið sem kýs að lifa á svæðinu (oft vegna himinhás leiguverðs) fær ekki að skrá lögheimili sitt hér né fær það örugga langtímaleigu. Íbúum finnst að mörgu leyti gott að búa þarna; hér hefur skapast gott samfélag. Aðstæðurnar og utanumhald af hálfu rekstraraðila þurfa hins vegar virkilega að batna. Það kom til tals að þegar fólk flytji af svæðinu, komi enginn í laus pláss, þrátt fyrir að bið sé eftir langtímaplássi. Þetta birtist þeim þannig að smám saman sé verið að koma þeim sem vilja vera þar í burtu. Íbúar sem við ræddum við vilja að borgin taki alveg yfir reksturinn á svæðinu og tryggi fólkinu sem býr þarna langtíma pláss og öryggi. Ef að rekstraðili getur ekki séð fyrir sápu eða almennilegu hreinlæti þrátt fyrir beiðni íbúa um úrbætur, þá getum við verið viss um að íbúarnir viti best hvernig eigi að sjá um hverfið sitt. Allt það sem er gott á svæðinu er komið frá íbúunum. Sósíalistar vilja færa völdin til fólksins. Að þeir sem nýti sér þjónustu innan borgarinnar hafi rödd og vald til þess að haga málum eftir eigin vilja og þörfum. Þess vegna hittum við borgarbúa og ræðum við þá um hvernig Reykjavík er í raun og veru. Í kjölfarið munum við byggja upp Reykjavík sem mótast eftir höfði fólksins; raunverulegt lýðræði. Við viljum byggja upp samfélagið út frá þörfum og væntingum íbúanna, til að mæta veruleika þeirra. Höfundar eru frambjóðendur Sósíalistaflokks Íslands í borgarstjórnarkosningum. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Sanna Magdalena Mörtudóttir Sósíalistaflokkurinn Reykjavík Borgarstjórn Húsnæðismál Skoðun: Kosningar 2022 Sveitarstjórnarkosningar 2022 Mest lesið Að skipta á óskabarni fjölskyldunnar og silfurpeningum – Opið bréf til Benedikts Einarssonar hið síðara Kári Stefánsson Skoðun Að vera treggáfaður: Er píkan greindari en pungurinn? Ágústa Ágústsdóttir Skoðun Rekum RUV ohf „að heiman“ Þorsteinn Sæmundsson Skoðun Ósamræmi í orðum og gjörðum íslenskra stjórnvalda í loftslagsmálum Finnur Ricart Andrason Skoðun Úrelt lög Davíð Þór Jónsson Bakþankar Vinstri græn gegn íslensku láglaunastefnunni Inga Sigrún Atladóttir Skoðun Stríð í Evrópu Bryndís Haraldsdóttir Skoðun Hvað með kvótakaupendur? Haukur Eggertsson Skoðun Ísland eftir 100 ár Einar G. Harðarson Skoðun Sögulegar lexíur: Jafnvægi milli sérkennslu fyrir innflytjendur og félagslegrar samþættingar Anna Kristín Jensdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Siðlaust sinnuleysi í Mjódd Helgi Áss Grétarsson skrifar Skoðun Heimavinnu lokið – aftur atvinnuuppbygging á Bakka Hjálmar Bogi Hafliðason skrifar Skoðun Kemur maður í manns stað? Steinunn Þórðardóttir skrifar Skoðun R-BUGL: Ábyrgðin er okkar allra Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Gleymdu ekki þínum minnsta bróður. Sigurður Fossdal skrifar Skoðun Íslensk tunga þarf meiri stuðning Ármann Jakobsson,Eva María Jónsdóttir skrifar Skoðun Hvar eru sérkennararnir í nýjum lögum um inngildandi menntun? Sædís Ósk Harðardóttir skrifar Skoðun Hjálpum spilafíklum Þorleifur Hallbjörn Ingólfsson skrifar Skoðun Hvað er að vera vók? Eva Hauksdóttir skrifar Skoðun Þjóðin sem ákvað að leggja sjálfa sig niður Margrét Tryggvadóttir,Sigríður Hagalín Björnsdóttir skrifar Skoðun Hvað kennir hugrekki okkur? Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Þeir vita sem nota Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Hjólhýsabyggð á heima í borginni Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Mannréttindi eða plakat á vegg? Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun „Friðartillögur“ Bandaríkjamanna eru svik við Úkraínu Arnór Sigurjónsson skrifar Skoðun Styrkur Íslands liggur í grænni orku Sverrir Falur Björnsson skrifar Skoðun Eftir hverju er verið að bíða? Hlöðver Skúli Hákonarson skrifar Skoðun Fjölmenningarborgin Reykjavík - með stóru Effi Sabine Leskopf skrifar Skoðun Á öllum tímum í sögunni hafa verið til Pönkarar Martha Árnadóttir skrifar Skoðun Hlutverk hverfa í borgarstefnu Óskar Dýrmundur Ólafsson skrifar Skoðun Gæludýraákvæðin eru gallagripur Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Glæpamenn í glerhúsi Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Það kostar að menga, þú sparar á að menga minna Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Þolinmæði Hafnfirðinga er á þrotum! Kristín Thoroddsen skrifar Skoðun Hægagangur í samskiptum við bæjaryfirvöld Hilmar Freyr Gunnarsson skrifar Skoðun Dagur mannréttinda (sumra) barna Vigdís Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Sterk ferðaþjónusta skapar sterkara samfélag Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Hvað finnst Grindvíkingum? Jóhanna Lilja Birgisdóttir,Guðrún Pétursdóttir,Ingibjörg Lilja Ómarsdóttir skrifar Skoðun Alvöru tækifæri í gervigreind Halldór Kári Sigurðarson skrifar Skoðun Erum við í ofbeldissambandi við ESB? Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Sjá meira
Í gær heimsóttum við íbúa í hjólhýsa- og húsbílabyggð Laugardals. Þar tók á móti okkur góður hópur fólks. Þau ræddu við okkur um aðbúnaðinn, hvernig væri að lifa í byggðinni og hvað væri hægt að gera betur. Það eru margir sem velja að búa á svæðinu. Við eigum að gera þeim kleift að stýra hvernig málum sé þar háttað. Fljótlega komumst við að því að byggðinni væri best borgið í höndum íbúanna sem þekkja svæðið vel. Flestir íbúar sem við ræddum við líður vel þarna. Það hefur myndast ákveðin samfélagsvitund og nágrannarnir sjá um hvern annan, hafa tengst vinaböndum. Hins vegar er greinilegt að núverandi rekstraraðili á svæðinu er ekki að standa sig nógu vel. Klósett, sturtur og annar aðbúnaður er illa þrifinn og eldvarnir eru litlar sem engar. Aðgengi fyrir fatlaða er til skammar. Til að mynda er járn sem hindrar hjólastólaaðgengi inn á salernið fyrir fatlaða, þannig að það er mjög erfitt fyrir fólk að komast inn. Önnur atriði sem við tókum eftir voru óvirk salerni og engin sápa þar. Þetta er allt þrátt fyrir ítrekaðar beiðnir íbúa um lagfæringar. Fólkið sem kýs að lifa á svæðinu (oft vegna himinhás leiguverðs) fær ekki að skrá lögheimili sitt hér né fær það örugga langtímaleigu. Íbúum finnst að mörgu leyti gott að búa þarna; hér hefur skapast gott samfélag. Aðstæðurnar og utanumhald af hálfu rekstraraðila þurfa hins vegar virkilega að batna. Það kom til tals að þegar fólk flytji af svæðinu, komi enginn í laus pláss, þrátt fyrir að bið sé eftir langtímaplássi. Þetta birtist þeim þannig að smám saman sé verið að koma þeim sem vilja vera þar í burtu. Íbúar sem við ræddum við vilja að borgin taki alveg yfir reksturinn á svæðinu og tryggi fólkinu sem býr þarna langtíma pláss og öryggi. Ef að rekstraðili getur ekki séð fyrir sápu eða almennilegu hreinlæti þrátt fyrir beiðni íbúa um úrbætur, þá getum við verið viss um að íbúarnir viti best hvernig eigi að sjá um hverfið sitt. Allt það sem er gott á svæðinu er komið frá íbúunum. Sósíalistar vilja færa völdin til fólksins. Að þeir sem nýti sér þjónustu innan borgarinnar hafi rödd og vald til þess að haga málum eftir eigin vilja og þörfum. Þess vegna hittum við borgarbúa og ræðum við þá um hvernig Reykjavík er í raun og veru. Í kjölfarið munum við byggja upp Reykjavík sem mótast eftir höfði fólksins; raunverulegt lýðræði. Við viljum byggja upp samfélagið út frá þörfum og væntingum íbúanna, til að mæta veruleika þeirra. Höfundar eru frambjóðendur Sósíalistaflokks Íslands í borgarstjórnarkosningum.
Að skipta á óskabarni fjölskyldunnar og silfurpeningum – Opið bréf til Benedikts Einarssonar hið síðara Kári Stefánsson Skoðun
Ósamræmi í orðum og gjörðum íslenskra stjórnvalda í loftslagsmálum Finnur Ricart Andrason Skoðun
Sögulegar lexíur: Jafnvægi milli sérkennslu fyrir innflytjendur og félagslegrar samþættingar Anna Kristín Jensdóttir Skoðun
Skoðun Þjóðin sem ákvað að leggja sjálfa sig niður Margrét Tryggvadóttir,Sigríður Hagalín Björnsdóttir skrifar
Skoðun Hvað finnst Grindvíkingum? Jóhanna Lilja Birgisdóttir,Guðrún Pétursdóttir,Ingibjörg Lilja Ómarsdóttir skrifar
Að skipta á óskabarni fjölskyldunnar og silfurpeningum – Opið bréf til Benedikts Einarssonar hið síðara Kári Stefánsson Skoðun
Ósamræmi í orðum og gjörðum íslenskra stjórnvalda í loftslagsmálum Finnur Ricart Andrason Skoðun
Sögulegar lexíur: Jafnvægi milli sérkennslu fyrir innflytjendur og félagslegrar samþættingar Anna Kristín Jensdóttir Skoðun