Íslandsmeistarar Þórs frá Þorlákshöfn taka á móti Valsmönnum í fyrsta leik liðanna í undanúrslitum Subway-deildar karla á Stöð 2 Sport í kvöld. Upphitun fyrir leikinn hefst klukkan 19:45, en við skiptum yfir í Icelandic Glacial höllina klukkan 20:05.
Að leik loknum verður Subway Körfuboltakvöld á sínum stað þar sem sérfræðingarnir gera leiknum góð skil.
Þá er Reykjavíkurslagur af bestu gerð á dagskrá á Stöð 2 Sport 4 klukkan 19:00 þegar Fram tekur á móti KR. Stúkan tekur svo við að leik loknum þar sem farið verður yfir allt það helsta úr leiknum.
Að lokum er Babe Patrol á sínum stað með sinn vikulega þátt á Stöð 2 eSport klukkan 21:00.