Nýliðarnir ætla að endurtaka leikinn frá 2012 og skemma fullkomna endurkomu þeirra bestu Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 19. apríl 2022 13:30 Helena í baráttunni gegn Haukum í undanúrslitum. Vísir/Bára Dröfn Úrslitaeinvígi Subway-deildar kvenna í körfubolta hefst í Ólafssal í kvöld þegar Haukar taka á móti Njarðvík. Fyrir ári síðan virtist var ekkert í kortunum sem benti til þess að þessi tvö lið myndu berjast um Íslandsmeistaratitilinn vorið 2022. Úrslitin í Subway deild kvenna hefjast í kvöld sjáumst á vellinum! SUBWAY DEILDIN Úrslit kvenna1 Leikur 1 Þri. 19. apríl Miðasala á STUBB Sýndur beint á @St2Sport 19:15 Ólafssalur Hfj. HAUKAR - NJARÐVÍK#subwaydeildin #korfubolti pic.twitter.com/4iPRgL73MC— KKÍ (@kkikarfa) April 19, 2022 Haukar voru vissulega í úrslitum á síðustu leiktíð en munurinn á liðinni þá – þegar því var sópað af Val – og nú er sú að eftir úrslitaeinvígi síðasta árs ákvað Helena Ólafsdóttir að ganga í raðir uppeldisfélagsins. Það þarf ekkert að fara í grafgötur með það að Helena er besti og mikilvægasti íslenski leikmaður deildarinnar. Það var því mikil lyftistöng fyrir Hauka þegar hún ákvað að ganga aftur í raðir félagsins síðasta sumar. Í kjölfarið ákvað félagið að skrá sig í Evrópukeppni og ljóst að það átti að gera mikið úr tímabilinu. Úr varð ágætis ævintýri sem fer án efa í reynslubankann og þá varð liðið bikarmeistari í síðasta mánuði. Helena getur því að vissu leyti fullkomnað endurkomuna með Íslandsmeistaratitlinum. Ef farið væri eftir spám mætti ætla að það væri nær öruggt að Helena myndi lyfta titlinum áður en apríl mánuður er úti. Sem betur fer virka íþróttir ekki þannig. Aliyah A'taeya Collier hefur verið hreint út sagt stórkostleg í liði Njarðvíkur í vetur.Vísir/Vilhelm Fyrir ári síðan var Njarðvík að berjast um sigur í 1. deild kvenna gegn nágrönnum sínum í Grindavík. Liðið kom svo á fljúgandi siglingu inn í mótið og á meðan Grindavíkur konur börðust við falldrauginn þá var Njarðvík í tititlbaráttu. Liðinu fataðist flugið örlítið þegar líða tók á leiktíðina og endaði í 4. sæti Subway-deildar kvenna. Það kom ekki að sök í einvíginu gegn deildarmeisturum Fjölnis en Njarðvík vann nokkuð sannfærandi 3-1 sigur í fjórum leikjum og er nú mætt í úrslit efstu deildar kvenna í körfubolta í fyrsta sinn í áratug. Vorið 2012 mættust þessi sömu lið í úrslitum efstu deildar kvenna. Fór það svo að Njarðvík hafði betur og vann sinn fyrsta – og eina – Íslandsmeistaratitil til þessa. Það gæti allt breyst á næstu dögum. Leikur Hauka og Njarðvíkur í úrslitaeinvígi Subway-deildar kvenna hefst klukkan 19.15. Leikurinn er í beinni útsendingu Stöðvar 2 Sport en upphitun fyrir leikinn hefst klukkan 18.45. Subway-deildirnar í körfubolta eru á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Subway-deildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 krónur á mánuði. Körfubolti Íslenski körfuboltinn Subway-deild kvenna Haukar UMF Njarðvík Mest lesið Hafþór Júlíus setti heimsmet í réttstöðulyftu Sport City að kaupa fyrrum leikmann sinn fyrir metfé Fótbolti Yfir þrjúþúsund manns á Meistaravöllum:„Albestu stuðningsmenn á Íslandi“ Fótbolti Landsliðsfólk fagnaði sigri í Kerlingarfjöllum Sport Sumardeildin hófst á stórsigri Fótbolti Halldór Árnason: „3-3 hefði verið nærri lagi“ Fótbolti Gerðu tvö jafntefli gegn C-deildarliðum á einum degi Fótbolti Kristófer opnar sig um ágreininginn: „Vonbrigði og vanvirðing“ Körfubolti Kristófer sendir frá sér yfirlýsingu: „Ekki ætlun mín að valda usla“ Körfubolti Uppgjörið: KR - Breiðablik 1-1 | Allt jafnt á nýja gervigrasinu Íslenski boltinn Fleiri fréttir Kristófer sendir frá sér yfirlýsingu: „Ekki ætlun mín að valda usla“ Kristófer opnar sig um ágreininginn: „Vonbrigði og vanvirðing“ Shaq lofar að mæta í kjól ef Gobert verður valinn Mynd af yngstu dóttur Kobe Bryant vekur lukku Mættur aftur tuttugu árum seinna Sagt að hann spili ekki aftur meðan Craig er með liðið Stólarnir styrkja íslenska kjarnann með Geks Mario og Jaka í æfingahópnum fyrir EM Ásakaði LeBron um steranotkun í gríni Þreyttur á fallbaráttu og furðulegum ákvörðunum Sutton snýr aftur á Krókinn Svona er riðill Íslands í undankeppni EM Daðraði við Dallas áður en hann skrifaði undir hjá Lakers á nýjan leik Frá Skagafirði á Akranes Paul ætlar að klára ferilinn hjá Clippers Gömul Boston Celtics stjarna semur við Los Angeles Lakers Þjóðverjar sendu íslensku strákana niður í B-deildina Fyrsta konan til að þjálfa karlalið í Brasilíu „Borgið okkur það sem þið skuldið okkur“ Strákarnir tryggðu sér úrslitaleik um sæti í A-deild EM með stórsigri Vill eyða draugasögunni um að Grindavík spili ekki í Grindavík í vetur Slapp snemma úr sjö ára banni og samdi strax við Skagamenn Ofurstjarnan Caitlin Clark ekki með í Stjörnuleiknum Hörður tekur við starfi Arnars Guðjóns hjá KKÍ Fær átta milljarða frá tveimur félögum á tímabili þar sem hann spilar ekki leik Bjóða dómurum í WNBA ókeypis LASIK aðgerðir Hentu frá sér leiknum með hörmungarbyrjun á seinni Körfuboltakvöld í Boston: Nablinn tók viðtal við Ice Cube og sættist við Pargo Caitlin Clark aftur meidd og vandaði dómaranum ekki kveðjurnar Bradley Beal til Clippers Sjá meira
Úrslitin í Subway deild kvenna hefjast í kvöld sjáumst á vellinum! SUBWAY DEILDIN Úrslit kvenna1 Leikur 1 Þri. 19. apríl Miðasala á STUBB Sýndur beint á @St2Sport 19:15 Ólafssalur Hfj. HAUKAR - NJARÐVÍK#subwaydeildin #korfubolti pic.twitter.com/4iPRgL73MC— KKÍ (@kkikarfa) April 19, 2022 Haukar voru vissulega í úrslitum á síðustu leiktíð en munurinn á liðinni þá – þegar því var sópað af Val – og nú er sú að eftir úrslitaeinvígi síðasta árs ákvað Helena Ólafsdóttir að ganga í raðir uppeldisfélagsins. Það þarf ekkert að fara í grafgötur með það að Helena er besti og mikilvægasti íslenski leikmaður deildarinnar. Það var því mikil lyftistöng fyrir Hauka þegar hún ákvað að ganga aftur í raðir félagsins síðasta sumar. Í kjölfarið ákvað félagið að skrá sig í Evrópukeppni og ljóst að það átti að gera mikið úr tímabilinu. Úr varð ágætis ævintýri sem fer án efa í reynslubankann og þá varð liðið bikarmeistari í síðasta mánuði. Helena getur því að vissu leyti fullkomnað endurkomuna með Íslandsmeistaratitlinum. Ef farið væri eftir spám mætti ætla að það væri nær öruggt að Helena myndi lyfta titlinum áður en apríl mánuður er úti. Sem betur fer virka íþróttir ekki þannig. Aliyah A'taeya Collier hefur verið hreint út sagt stórkostleg í liði Njarðvíkur í vetur.Vísir/Vilhelm Fyrir ári síðan var Njarðvík að berjast um sigur í 1. deild kvenna gegn nágrönnum sínum í Grindavík. Liðið kom svo á fljúgandi siglingu inn í mótið og á meðan Grindavíkur konur börðust við falldrauginn þá var Njarðvík í tititlbaráttu. Liðinu fataðist flugið örlítið þegar líða tók á leiktíðina og endaði í 4. sæti Subway-deildar kvenna. Það kom ekki að sök í einvíginu gegn deildarmeisturum Fjölnis en Njarðvík vann nokkuð sannfærandi 3-1 sigur í fjórum leikjum og er nú mætt í úrslit efstu deildar kvenna í körfubolta í fyrsta sinn í áratug. Vorið 2012 mættust þessi sömu lið í úrslitum efstu deildar kvenna. Fór það svo að Njarðvík hafði betur og vann sinn fyrsta – og eina – Íslandsmeistaratitil til þessa. Það gæti allt breyst á næstu dögum. Leikur Hauka og Njarðvíkur í úrslitaeinvígi Subway-deildar kvenna hefst klukkan 19.15. Leikurinn er í beinni útsendingu Stöðvar 2 Sport en upphitun fyrir leikinn hefst klukkan 18.45. Subway-deildirnar í körfubolta eru á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Subway-deildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 krónur á mánuði.
Subway-deildirnar í körfubolta eru á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Subway-deildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 krónur á mánuði.
Körfubolti Íslenski körfuboltinn Subway-deild kvenna Haukar UMF Njarðvík Mest lesið Hafþór Júlíus setti heimsmet í réttstöðulyftu Sport City að kaupa fyrrum leikmann sinn fyrir metfé Fótbolti Yfir þrjúþúsund manns á Meistaravöllum:„Albestu stuðningsmenn á Íslandi“ Fótbolti Landsliðsfólk fagnaði sigri í Kerlingarfjöllum Sport Sumardeildin hófst á stórsigri Fótbolti Halldór Árnason: „3-3 hefði verið nærri lagi“ Fótbolti Gerðu tvö jafntefli gegn C-deildarliðum á einum degi Fótbolti Kristófer opnar sig um ágreininginn: „Vonbrigði og vanvirðing“ Körfubolti Kristófer sendir frá sér yfirlýsingu: „Ekki ætlun mín að valda usla“ Körfubolti Uppgjörið: KR - Breiðablik 1-1 | Allt jafnt á nýja gervigrasinu Íslenski boltinn Fleiri fréttir Kristófer sendir frá sér yfirlýsingu: „Ekki ætlun mín að valda usla“ Kristófer opnar sig um ágreininginn: „Vonbrigði og vanvirðing“ Shaq lofar að mæta í kjól ef Gobert verður valinn Mynd af yngstu dóttur Kobe Bryant vekur lukku Mættur aftur tuttugu árum seinna Sagt að hann spili ekki aftur meðan Craig er með liðið Stólarnir styrkja íslenska kjarnann með Geks Mario og Jaka í æfingahópnum fyrir EM Ásakaði LeBron um steranotkun í gríni Þreyttur á fallbaráttu og furðulegum ákvörðunum Sutton snýr aftur á Krókinn Svona er riðill Íslands í undankeppni EM Daðraði við Dallas áður en hann skrifaði undir hjá Lakers á nýjan leik Frá Skagafirði á Akranes Paul ætlar að klára ferilinn hjá Clippers Gömul Boston Celtics stjarna semur við Los Angeles Lakers Þjóðverjar sendu íslensku strákana niður í B-deildina Fyrsta konan til að þjálfa karlalið í Brasilíu „Borgið okkur það sem þið skuldið okkur“ Strákarnir tryggðu sér úrslitaleik um sæti í A-deild EM með stórsigri Vill eyða draugasögunni um að Grindavík spili ekki í Grindavík í vetur Slapp snemma úr sjö ára banni og samdi strax við Skagamenn Ofurstjarnan Caitlin Clark ekki með í Stjörnuleiknum Hörður tekur við starfi Arnars Guðjóns hjá KKÍ Fær átta milljarða frá tveimur félögum á tímabili þar sem hann spilar ekki leik Bjóða dómurum í WNBA ókeypis LASIK aðgerðir Hentu frá sér leiknum með hörmungarbyrjun á seinni Körfuboltakvöld í Boston: Nablinn tók viðtal við Ice Cube og sættist við Pargo Caitlin Clark aftur meidd og vandaði dómaranum ekki kveðjurnar Bradley Beal til Clippers Sjá meira