Alfons sá eini sem spilaði alla leikina er Bodø/Glimt jafnaði met Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 19. apríl 2022 09:01 Alfons fagnar eina Evrópumarki sínu á leiktíðinni. Það reyndist heldur betur mikilvægt. Soccrates/Getty Images Íslenski landsliðsmaðurinn Alfons Sampsted hefur átt lygilegan tíma með Bodø/Glimt undanfarin misseri. Norsku meistararnir jöfnuðu nýverið met í Evrópu en liðið lék alls 20 leiki í Evrópu á leiktíðinni. Alfons gekk í raðir Bodø/Glimt árið 2020 og sér eflaust ekki eftir því. Félagið hefur nú í tvígang orðið Noregsmeistari og þá náði það ótrúlegum árangri í Evrópu á leiktíðinni. Fun fact: Bodø/Glimt equaled a record of 20 European games in one season before being knocked out of the UECL last week. Alfons Sampsted was the only player in the squad to play all 20 and thus set a record himself #fotboltinet— Lucas Arnold (@FotboltiLucas) April 18, 2022 Það var Lucas Arnold – sérfræðingur Football Radar – sem benti á þá mögnuðu staðreynd að Alfons hafi verið eini leikmaður Bodø/Glimt sem tók þátt í öllum 20 leikjum liðsins í Evrópu. Bodø/Glimt hóf tímabilið í Meistaradeild Evrópu en féll þar úr leik gegn Legía Varsjá í fyrstu umferð undankeppninnar. Við það féll liðið niður í Sambandsdeild Evrópu og sýndu leikmenn norsku meistaranna sínar bestu hliðar þar. Þáverandi Íslandsmeistarar Vals voru fyrsta liðið til að finna hversu öflugt lið Bodø/Glimt í raun og veru er. Margir fræknir sigrar unnust og þá helst 6-1 sigurinn á lærisveinum José Mourinho í Roma. Á endanum náðu Rómverjar fram hefndum með 4-0 sigri í 8-liða úrslitum. Var það fyrsta tap Bodø/Glimt í Evrópu í 14 leikjum. Tapið gegn Roma þýðir að Evrópuleikir tímabilsins verða ekki fleiri og Alfons getur því ekki bætt metið. Hann er nú í útvöldum hópi fimm leikmanna sem hafa náð að spila 20 Evrópuleiki á einu og sama tímabilinu. Hinir fjórir eru þeir Gaetan Huard og Jean Luc Godon (Bordeaux, tímabilið 1995-1996) og Andreas Ulmer og Munas Dabbur (Red Bull Salzburg, tímabilið 2017-2018). Alfons skoraði eitt mark og lagði upp þrjú í leikjunum 20. Markið var vægast sagt mikilvægt en það var sigurmarkið gegn AZ Alkmaar í framlengingu. Fagnaðarlæti Alfons og liðsfélaga hans má sjá hér að ofan í forsíðumynd fréttarinnar. Samkvæmt Alfons er lykillinn að því að spila svona marga leikið að sofa nóg og borða vel, þá sérstaklega lax, hrísgrjón og sveppi. Meistaradeild Evrópu er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Meistaradeildin er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði. Fótbolti Meistaradeild Evrópu í fótbolta karla Sambandsdeild Evrópu Valur Mest lesið Farmiði tryggður í fjórða úrslitaleikinn í röð Handbolti „Áhugaverð vegferð að vera með tvo Njarðvíkinga að dæma“ Körfubolti Booker ekki valinn og vill breyta stjörnuleiknum Körfubolti Dagskráin í dag: Íslendingar í Þýskalandi, golfmót, ruðningur og íshokkí Sport Lagði upp mark í fyrsta leiknum í Póllandi Fótbolti Íslandsmeistararnir unnu Þungavigtarbikarinn Íslenski boltinn Lekur úr lofti og leik Hauka og Þórs frestað Körfubolti Karólína skoraði stórkostlegt mark og lagði annað upp Fótbolti Elías skoraði og Stefán lagði upp Fótbolti Sér eftir sinni hegðun og ætlar að vera áfram hjá Ajax Fótbolti Fleiri fréttir Sér eftir sinni hegðun og ætlar að vera áfram hjá Ajax Elías skoraði og Stefán lagði upp Íslandsmeistararnir unnu Þungavigtarbikarinn Lagði upp mark í fyrsta leiknum í Póllandi Sannfærður um að Watkins fari ekki frá félaginu Karólína skoraði stórkostlegt mark og lagði annað upp Sara Björk lagði upp í stórsigri Vigdís Lilja seld til Anderlecht Þjálfari fékk þriggja leikja bann fyrir að sparka í James Rodríguez KR vann fertugasta Reykjavíkurmeistaratitilinn annað árið í röð Orri og Elías í einvígi um að mæta ensku stórliði Tveir íslenskir Nökkvar í Rotterdam City mætir Real Madrid í umspilinu Hákon búinn að fórna miklu: „Ég stefni bara á meira og enn hærra“ Aldrei borgað meira fyrir fótboltakonur en á síðasta ári Veðjaði 403 sinnum á leiki í eigin deild Liverpool ótrúlega nálægt hundrað milljónum en náði þeim ekki Kristianstad um söluna á Hlín: Hefði ekki gerst fyrir fjórum til fimm árum KR Reykjavíkurmeistari eftir öruggan sigur á Val Lærisveinar Solskjær úr leik Rauðu djöflarnir áfram taplausir Eggert Aron kom inn af bekknum í tapi gegn Tottenham Orri Steinn nýtti tækifærið Hlín til liðs við Leicester City Sakar Arteta um að ýta undir dómarahatur Gagnrýnir Durán: „Ekki alvöru fótboltamaður“ Cristiano Ronaldo: Minn eigin sonur sagði að Mbappé væri betri en ég Amorim um Rashford: Ef hann breytist þá mun ég nota hann Sjáðu mörkin frá sögulegu lokakvöldi Meistaradeildarinnar Segir norska sambandið hafa stuðningsmenn félaganna að fíflum Sjá meira
Alfons gekk í raðir Bodø/Glimt árið 2020 og sér eflaust ekki eftir því. Félagið hefur nú í tvígang orðið Noregsmeistari og þá náði það ótrúlegum árangri í Evrópu á leiktíðinni. Fun fact: Bodø/Glimt equaled a record of 20 European games in one season before being knocked out of the UECL last week. Alfons Sampsted was the only player in the squad to play all 20 and thus set a record himself #fotboltinet— Lucas Arnold (@FotboltiLucas) April 18, 2022 Það var Lucas Arnold – sérfræðingur Football Radar – sem benti á þá mögnuðu staðreynd að Alfons hafi verið eini leikmaður Bodø/Glimt sem tók þátt í öllum 20 leikjum liðsins í Evrópu. Bodø/Glimt hóf tímabilið í Meistaradeild Evrópu en féll þar úr leik gegn Legía Varsjá í fyrstu umferð undankeppninnar. Við það féll liðið niður í Sambandsdeild Evrópu og sýndu leikmenn norsku meistaranna sínar bestu hliðar þar. Þáverandi Íslandsmeistarar Vals voru fyrsta liðið til að finna hversu öflugt lið Bodø/Glimt í raun og veru er. Margir fræknir sigrar unnust og þá helst 6-1 sigurinn á lærisveinum José Mourinho í Roma. Á endanum náðu Rómverjar fram hefndum með 4-0 sigri í 8-liða úrslitum. Var það fyrsta tap Bodø/Glimt í Evrópu í 14 leikjum. Tapið gegn Roma þýðir að Evrópuleikir tímabilsins verða ekki fleiri og Alfons getur því ekki bætt metið. Hann er nú í útvöldum hópi fimm leikmanna sem hafa náð að spila 20 Evrópuleiki á einu og sama tímabilinu. Hinir fjórir eru þeir Gaetan Huard og Jean Luc Godon (Bordeaux, tímabilið 1995-1996) og Andreas Ulmer og Munas Dabbur (Red Bull Salzburg, tímabilið 2017-2018). Alfons skoraði eitt mark og lagði upp þrjú í leikjunum 20. Markið var vægast sagt mikilvægt en það var sigurmarkið gegn AZ Alkmaar í framlengingu. Fagnaðarlæti Alfons og liðsfélaga hans má sjá hér að ofan í forsíðumynd fréttarinnar. Samkvæmt Alfons er lykillinn að því að spila svona marga leikið að sofa nóg og borða vel, þá sérstaklega lax, hrísgrjón og sveppi. Meistaradeild Evrópu er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Meistaradeildin er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði.
Meistaradeild Evrópu er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Meistaradeildin er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði.
Fótbolti Meistaradeild Evrópu í fótbolta karla Sambandsdeild Evrópu Valur Mest lesið Farmiði tryggður í fjórða úrslitaleikinn í röð Handbolti „Áhugaverð vegferð að vera með tvo Njarðvíkinga að dæma“ Körfubolti Booker ekki valinn og vill breyta stjörnuleiknum Körfubolti Dagskráin í dag: Íslendingar í Þýskalandi, golfmót, ruðningur og íshokkí Sport Lagði upp mark í fyrsta leiknum í Póllandi Fótbolti Íslandsmeistararnir unnu Þungavigtarbikarinn Íslenski boltinn Lekur úr lofti og leik Hauka og Þórs frestað Körfubolti Karólína skoraði stórkostlegt mark og lagði annað upp Fótbolti Elías skoraði og Stefán lagði upp Fótbolti Sér eftir sinni hegðun og ætlar að vera áfram hjá Ajax Fótbolti Fleiri fréttir Sér eftir sinni hegðun og ætlar að vera áfram hjá Ajax Elías skoraði og Stefán lagði upp Íslandsmeistararnir unnu Þungavigtarbikarinn Lagði upp mark í fyrsta leiknum í Póllandi Sannfærður um að Watkins fari ekki frá félaginu Karólína skoraði stórkostlegt mark og lagði annað upp Sara Björk lagði upp í stórsigri Vigdís Lilja seld til Anderlecht Þjálfari fékk þriggja leikja bann fyrir að sparka í James Rodríguez KR vann fertugasta Reykjavíkurmeistaratitilinn annað árið í röð Orri og Elías í einvígi um að mæta ensku stórliði Tveir íslenskir Nökkvar í Rotterdam City mætir Real Madrid í umspilinu Hákon búinn að fórna miklu: „Ég stefni bara á meira og enn hærra“ Aldrei borgað meira fyrir fótboltakonur en á síðasta ári Veðjaði 403 sinnum á leiki í eigin deild Liverpool ótrúlega nálægt hundrað milljónum en náði þeim ekki Kristianstad um söluna á Hlín: Hefði ekki gerst fyrir fjórum til fimm árum KR Reykjavíkurmeistari eftir öruggan sigur á Val Lærisveinar Solskjær úr leik Rauðu djöflarnir áfram taplausir Eggert Aron kom inn af bekknum í tapi gegn Tottenham Orri Steinn nýtti tækifærið Hlín til liðs við Leicester City Sakar Arteta um að ýta undir dómarahatur Gagnrýnir Durán: „Ekki alvöru fótboltamaður“ Cristiano Ronaldo: Minn eigin sonur sagði að Mbappé væri betri en ég Amorim um Rashford: Ef hann breytist þá mun ég nota hann Sjáðu mörkin frá sögulegu lokakvöldi Meistaradeildarinnar Segir norska sambandið hafa stuðningsmenn félaganna að fíflum Sjá meira