Vaktin: Hafa sent allt að tuttugu þúsund málaliða til Úkraínu Atli Ísleifsson, Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir og Samúel Karl Ólason skrifa 19. apríl 2022 17:35 Úkraínskur hermaður virðir fyrir sér brak brynvarins farartækis í Úkraínu. Getty/Metin Aktas Rússneski herinn hóf í gær stórsókn í austurhluta Úkraínu þar sem ráðist var bæði á hernaðarleg og borgaraleg skotmörk. Volódymír Selenskí Úkraínuforseti segir að orrustan um Donbas sé nú hafin. Hann segir Rússar hafa skipulagt sóknina í lengri tíma enda taki stór hluti rússneska hersins þar þátt. Fréttastofa Vísis, Stöðvar 2 og Bylgjunnar fylgist með þróun mála í Úkraínu í allan dag. Helstu vendingar: Selenskí sagði í ávarpi í gær að sama hve margir rússneskir hermenn verði sendir til austurvígstöðvanna þá muni Úkraínumenn berjast. „Við munum verja okkur. Alla daga,“ sagði Selenskí. Rússar eru sagðir hafa flutt allt að tuttugu þúsund málaliða frá Sýrlandi, Líbíu og víðar til átakasvæða í Úkraínu. Breska hugveitan RUSI segir að skortur á nákvæmum sprengjum og þjálfun flugmanna komi verulega niður á yfirburðum Rússa í loftunum yfir Donbas. Ihor Terekhov, borgarstjóri Karkív, segir Rússa hafa staðið fyrir „stöðugum árásum“ á borgina og sakar þá um að ráðast á borgaraleg skotmörk. Talsmenn úkraínskra yfirvalda segja sautján manns hafa látið lífið í skotárásum Rússa á úkraínskar borgir. Sjö manns létust í árásum Rússa á borgina Lviv í austurhluta Úkraínu í gær. Borgin hefur að stærstum hluta sloppið við eldflaugaárásir Rússa frá upphafi innrásar. Sameinuðu þjóðirnar áætla að rúmlega 4,9 milljónir Úkraínumanna hafi nú flúið land frá upphafi innrásarinnar. Úkraínustjórn skilaði í gær inn svörum við sérstökum spurningarlista Evrópusambandsins. Skilin eru liður í þeirri áætlun Úkraínustjórnar að landið fái stöðu umsóknarríkis hjá Evrópusambandsins. Sergei Lavrov utanríkisráðherra Rússlands segir að næsta skref í hernaðaraðgerðum Rússa í Úkraínu sé hafið. Lögð verði áhersla á frelsun Donbas héraðana í þessum liði aðgerða. Þá segjast rússnesk yfirvöld hafa hæft 1.260 skotmörk í aðgerðum í gærkvöld og í nótt, þar á meðal að hafa grandað úkraínskri MiG-29 herþotu í Donbas. Hér má sjá vakt gærdagsins.
Fréttastofa Vísis, Stöðvar 2 og Bylgjunnar fylgist með þróun mála í Úkraínu í allan dag. Helstu vendingar: Selenskí sagði í ávarpi í gær að sama hve margir rússneskir hermenn verði sendir til austurvígstöðvanna þá muni Úkraínumenn berjast. „Við munum verja okkur. Alla daga,“ sagði Selenskí. Rússar eru sagðir hafa flutt allt að tuttugu þúsund málaliða frá Sýrlandi, Líbíu og víðar til átakasvæða í Úkraínu. Breska hugveitan RUSI segir að skortur á nákvæmum sprengjum og þjálfun flugmanna komi verulega niður á yfirburðum Rússa í loftunum yfir Donbas. Ihor Terekhov, borgarstjóri Karkív, segir Rússa hafa staðið fyrir „stöðugum árásum“ á borgina og sakar þá um að ráðast á borgaraleg skotmörk. Talsmenn úkraínskra yfirvalda segja sautján manns hafa látið lífið í skotárásum Rússa á úkraínskar borgir. Sjö manns létust í árásum Rússa á borgina Lviv í austurhluta Úkraínu í gær. Borgin hefur að stærstum hluta sloppið við eldflaugaárásir Rússa frá upphafi innrásar. Sameinuðu þjóðirnar áætla að rúmlega 4,9 milljónir Úkraínumanna hafi nú flúið land frá upphafi innrásarinnar. Úkraínustjórn skilaði í gær inn svörum við sérstökum spurningarlista Evrópusambandsins. Skilin eru liður í þeirri áætlun Úkraínustjórnar að landið fái stöðu umsóknarríkis hjá Evrópusambandsins. Sergei Lavrov utanríkisráðherra Rússlands segir að næsta skref í hernaðaraðgerðum Rússa í Úkraínu sé hafið. Lögð verði áhersla á frelsun Donbas héraðana í þessum liði aðgerða. Þá segjast rússnesk yfirvöld hafa hæft 1.260 skotmörk í aðgerðum í gærkvöld og í nótt, þar á meðal að hafa grandað úkraínskri MiG-29 herþotu í Donbas. Hér má sjá vakt gærdagsins.
Innrás Rússa í Úkraínu Úkraína Rússland Hernaður Mest lesið Það sem við vitum og vitum ekki um manndrápið hrottalega Innlent Sólrún fundin á Spáni Innlent Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Innlent Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Innlent Enn skjálftahrina við Trölladyngju Innlent Dregur úr skjálftavirkni í kvikugangi en hrina í Trölladyngju fannst víða Innlent Rannsaka dráp á sjúkraliðum en neita að þeir hafi verið teknir af lífi Erlent Vaka jók við meirihlutann í stúdentaráði Innlent Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga Innlent Viðbúnaður í Vesturbæ vegna leitar Innlent Fleiri fréttir Saka Pútín um að draga lappirnar Rannsaka dráp á sjúkraliðum en neita að þeir hafi verið teknir af lífi Forseti Suður-Kóreu leystur frá embætti Rannsaka góðgerðarsamtök sem Harrý stofnaði Grunaður um að verða mæðgum að bana Tóku mið af viðskiptahalla en ekki tollum „Kokkurinn“ í Bandidos látinn Draga sig úr Alþjóðasakamáladómstólnum fyrir heimsókn Netanjahú Kvarta sáran yfir vopnakaupum Evrópu Flugmaðurinn sem týndi herþotu tjáir sig Fjölga flugmóðurskipum og herþotum í Mið-Austurlöndum Skoða kostnaðinn við yfirtöku Grænlands Loka síðasta kolaorkuveri Finnlands Demókratar unnu dýrustu dómarakosningar Bandaríkjanna Tuttugu og þrjár konur stíga fram og fórnarlömb raðnauðgara talin á sjöunda tug Talaði í 25 tíma og sló Bandaríkjamet Lýsa yfir vikulangri þjóðarsorg Regnbogafánar bannaðir í skólum og ríkisstofnunum Færri ánægðir með Trump og efnahagsmálin Sakar Rússa um tugi þúsunda stríðsglæpa „Ekki að grínast“ um þriðja kjörtímabilið Einn sagður hafa drepið hina tvo Hafa enn ekki náð utan um skaðann í Mjanmar ESB sagt íhuga að útvatna loftslagsmarkmið sín Morð í Svíþjóð ekki eins fá í áratug Le Pen sakfelld fyrir fjársvik og bannað að bjóða sig fram til forseta Fordæma árás á sjúkraliða Þrír fundust látnir í Noregi „Margir sem ég þekki hafa þurft að yfirgefa heimili sín“ Trump „mjög reiður“ út í Pútín Sjá meira