Ferðamenn streyma til landsins á ný Fanndís Birna Logadóttir og Snorri Másson skrifa 18. apríl 2022 23:10 Fréttastofa ræddi við ferðamenn frá Bretlandi, Þýskalandi og Kanaríeyjum í dag. Mikið líf er í miðbænum um þessar mundir og ferðamenn farnir að streyma til landsins á ný. Sól og blíða var víða á höfuðborgarsvæðinu í dag og ræddi fréttastofa við nokkra ferðamenn í tilefni dagsins. Leiðsögumaðurinn Marteinn Briem segir allt iða af lífi en þegar fréttastofa náði tali af honum við Skólavörðustíg voru þó nokkrir ferðamenn sjáanlegir. Bresk fjölskylda, þau Jim, Kate, Ally og Pheobe, sagði ferð sína hafa verið stórkostlega. „Við höfum haldið okkur út af fyrir okkur. Við vorum í bústöðum og það hefur allt verið mjög gott. Dásamlegur staður,“ sagði Jim. Sömu sögu var að segja af Þjóðverjanum Frank Hansteins sem hafði lengst af verið fyrir norðan fyrir komuna í bæinn. „Okkur þykir nokkuð margt fólk hérna. Ætli þetta sé ekki tiltölulega fátt fólk en fyrir norðan sáum við lítið af ferðamönnum,“ sagði Frank. Þrátt fyrir að ferðaþjónustan á ýmsum sviðum sé nú að ná sömu hæðum og fyrir heimsfaraldurinn er Covid þó enn ofarlega í huga margra. „Eftir að faraldrinum lauk erum við enn að passa fjarlægðina. Við höfum orðið tilfinningu fyrir því að virða reglurnar og bara virða hvert annað, til dæmis þegar við erum að borða,“ segir Santiago frá Kanaríeyjum. Frank tekur undir með Santiago. „Við þekkjum þetta náttúrlega eftir tvö ár. Í Þýskalandi eru reglurnar öðruvísi,“ segir Frank en hann vinnur á læknastofu og er því vanur að vera alltaf með grímu í vinnunni. „Þannig að hérna er þetta dálítið eins og fyrir faraldurinn. Maður þarf ekki stanslaust að vera að hugsa: Já, þarf ég að vera með grímu eða ekki?“ Þeir virtust þó ekki kippa sér mikið upp við stöðu mála hérna á Íslandi. „Þetta er eiginlega bara frábært. Og síðan til að toppa þetta allt fáum við þetta veður. Bara allt frábært við þetta,“ segir Santiago. Margir aðrir voru á ferðinni í dag í góða veðrinu en í spilaranum hér fyrir neðan má til að mynda sjá stemninguna á ylströndinni í Nauthólsvík. Ferðamennska á Íslandi Reykjavík Tengdar fréttir Keflavíkurflugvöllur iðar aftur af lífi: „Það líður öllum miklu betur“ Ferðaþjónustan er á ýmsum sviðum að ná sömu hæðum og fyrir heimsfaraldur, hvort sem litið er til utanferða Íslendinga eða hingaðkomu ferðamanna. Bæjarstjóri Reykjanesbæjar fagnar því að því að umferðin sé að aukast og segir það mikinn létti fyrir alla í bænum. 18. apríl 2022 19:55 Mest lesið „Eins og að fá hnefahögg í andlitið“ Innlent Bílvelta í Kömbunum Innlent Íbúar mótmæla og vilja börn frekar en byggingu í Gunnarsbrekku Innlent Sveitarstjórn reyni að skrá íbúa úr sveitarfélaginu og ógni grundvallarréttindum Innlent Lögregla kölluð til eftir að bremsuvírar voru klipptir á reiðhjólum barna Innlent Hleypur 110 kílómetra á dag til að setja heimsmet Innlent Brunarústirnar fjarlægðar tveimur árum eftir brunann Innlent Skoða að efla geðheilbrigðisþjónustu á Austurlandi eftir röð áfalla Innlent Kjölur ekki á dagskrá Innlent Reyndi að stinga lögreglu af á buggy Innlent Fleiri fréttir Sendu kæligáma til Úkraínu Langflestir lögreglumenn á Suðurnesjum Brunarústirnar fjarlægðar tveimur árum eftir brunann Íbúar mótmæla og vilja börn frekar en byggingu í Gunnarsbrekku Reyndi að stinga lögreglu af á buggy Bílvelta í Kömbunum „Eins og að fá hnefahögg í andlitið“ Sveitarstjórn reyni að skrá íbúa úr sveitarfélaginu og ógni grundvallarréttindum Skoða að efla geðheilbrigðisþjónustu á Austurlandi eftir röð áfalla Kjölur ekki á dagskrá Lögregla kölluð til eftir að bremsuvírar voru klipptir á reiðhjólum barna Hleypur 110 kílómetra á dag til að setja heimsmet Fólk deili lyfseðlum og „míkródósi“: „Við getum ekki réttlætt þá meðferð“ Deila lyfseðlum fyrir þyngdarstjórnunarlyf og undankeppni HM hefst Starfsfólk Alcoa vilji setja fyrirtækinu mörk Lögregla hafi hlaupið á sig á Siglufirði: „Þetta eru einstök prúðmenni“ Ætla að rannsaka meint undirboð á kísilmálmi „Mér hefur aldrei verið sýnd jafn mikil vanvirðing“ Hélt eiginkonu og fimm börnum í heljargreipum Breyta Korpuskóla til að anna eftirspurn í Klettaskóla Vegabætur á Vestfjörðum opni tækifæri í vetrarferðamennsku Vilja aðgerðir strax Ástand á stúdentagörðum: Ítrekuð innbrot, mat stolið, dýnur í kjallara og hland á gólfi „Geta verið dauðsföll, þú veist ekkert hvað er í þessu“ Öllum börnum undir sex mánaða boðin forvörn gegn RS veiru Vildu fá að vita hvort ríkisstyrkir hefðu farið í málsóknir gegn orkuframkvæmdum Vara við ólöglegum megrunarlyfjum sem eru í umferð Konan er fundin Sextán ára kveikti í herbergi sínu Þremur sleppt úr haldi og brotaþoli útskrifaður Sjá meira
Leiðsögumaðurinn Marteinn Briem segir allt iða af lífi en þegar fréttastofa náði tali af honum við Skólavörðustíg voru þó nokkrir ferðamenn sjáanlegir. Bresk fjölskylda, þau Jim, Kate, Ally og Pheobe, sagði ferð sína hafa verið stórkostlega. „Við höfum haldið okkur út af fyrir okkur. Við vorum í bústöðum og það hefur allt verið mjög gott. Dásamlegur staður,“ sagði Jim. Sömu sögu var að segja af Þjóðverjanum Frank Hansteins sem hafði lengst af verið fyrir norðan fyrir komuna í bæinn. „Okkur þykir nokkuð margt fólk hérna. Ætli þetta sé ekki tiltölulega fátt fólk en fyrir norðan sáum við lítið af ferðamönnum,“ sagði Frank. Þrátt fyrir að ferðaþjónustan á ýmsum sviðum sé nú að ná sömu hæðum og fyrir heimsfaraldurinn er Covid þó enn ofarlega í huga margra. „Eftir að faraldrinum lauk erum við enn að passa fjarlægðina. Við höfum orðið tilfinningu fyrir því að virða reglurnar og bara virða hvert annað, til dæmis þegar við erum að borða,“ segir Santiago frá Kanaríeyjum. Frank tekur undir með Santiago. „Við þekkjum þetta náttúrlega eftir tvö ár. Í Þýskalandi eru reglurnar öðruvísi,“ segir Frank en hann vinnur á læknastofu og er því vanur að vera alltaf með grímu í vinnunni. „Þannig að hérna er þetta dálítið eins og fyrir faraldurinn. Maður þarf ekki stanslaust að vera að hugsa: Já, þarf ég að vera með grímu eða ekki?“ Þeir virtust þó ekki kippa sér mikið upp við stöðu mála hérna á Íslandi. „Þetta er eiginlega bara frábært. Og síðan til að toppa þetta allt fáum við þetta veður. Bara allt frábært við þetta,“ segir Santiago. Margir aðrir voru á ferðinni í dag í góða veðrinu en í spilaranum hér fyrir neðan má til að mynda sjá stemninguna á ylströndinni í Nauthólsvík.
Ferðamennska á Íslandi Reykjavík Tengdar fréttir Keflavíkurflugvöllur iðar aftur af lífi: „Það líður öllum miklu betur“ Ferðaþjónustan er á ýmsum sviðum að ná sömu hæðum og fyrir heimsfaraldur, hvort sem litið er til utanferða Íslendinga eða hingaðkomu ferðamanna. Bæjarstjóri Reykjanesbæjar fagnar því að því að umferðin sé að aukast og segir það mikinn létti fyrir alla í bænum. 18. apríl 2022 19:55 Mest lesið „Eins og að fá hnefahögg í andlitið“ Innlent Bílvelta í Kömbunum Innlent Íbúar mótmæla og vilja börn frekar en byggingu í Gunnarsbrekku Innlent Sveitarstjórn reyni að skrá íbúa úr sveitarfélaginu og ógni grundvallarréttindum Innlent Lögregla kölluð til eftir að bremsuvírar voru klipptir á reiðhjólum barna Innlent Hleypur 110 kílómetra á dag til að setja heimsmet Innlent Brunarústirnar fjarlægðar tveimur árum eftir brunann Innlent Skoða að efla geðheilbrigðisþjónustu á Austurlandi eftir röð áfalla Innlent Kjölur ekki á dagskrá Innlent Reyndi að stinga lögreglu af á buggy Innlent Fleiri fréttir Sendu kæligáma til Úkraínu Langflestir lögreglumenn á Suðurnesjum Brunarústirnar fjarlægðar tveimur árum eftir brunann Íbúar mótmæla og vilja börn frekar en byggingu í Gunnarsbrekku Reyndi að stinga lögreglu af á buggy Bílvelta í Kömbunum „Eins og að fá hnefahögg í andlitið“ Sveitarstjórn reyni að skrá íbúa úr sveitarfélaginu og ógni grundvallarréttindum Skoða að efla geðheilbrigðisþjónustu á Austurlandi eftir röð áfalla Kjölur ekki á dagskrá Lögregla kölluð til eftir að bremsuvírar voru klipptir á reiðhjólum barna Hleypur 110 kílómetra á dag til að setja heimsmet Fólk deili lyfseðlum og „míkródósi“: „Við getum ekki réttlætt þá meðferð“ Deila lyfseðlum fyrir þyngdarstjórnunarlyf og undankeppni HM hefst Starfsfólk Alcoa vilji setja fyrirtækinu mörk Lögregla hafi hlaupið á sig á Siglufirði: „Þetta eru einstök prúðmenni“ Ætla að rannsaka meint undirboð á kísilmálmi „Mér hefur aldrei verið sýnd jafn mikil vanvirðing“ Hélt eiginkonu og fimm börnum í heljargreipum Breyta Korpuskóla til að anna eftirspurn í Klettaskóla Vegabætur á Vestfjörðum opni tækifæri í vetrarferðamennsku Vilja aðgerðir strax Ástand á stúdentagörðum: Ítrekuð innbrot, mat stolið, dýnur í kjallara og hland á gólfi „Geta verið dauðsföll, þú veist ekkert hvað er í þessu“ Öllum börnum undir sex mánaða boðin forvörn gegn RS veiru Vildu fá að vita hvort ríkisstyrkir hefðu farið í málsóknir gegn orkuframkvæmdum Vara við ólöglegum megrunarlyfjum sem eru í umferð Konan er fundin Sextán ára kveikti í herbergi sínu Þremur sleppt úr haldi og brotaþoli útskrifaður Sjá meira
Keflavíkurflugvöllur iðar aftur af lífi: „Það líður öllum miklu betur“ Ferðaþjónustan er á ýmsum sviðum að ná sömu hæðum og fyrir heimsfaraldur, hvort sem litið er til utanferða Íslendinga eða hingaðkomu ferðamanna. Bæjarstjóri Reykjanesbæjar fagnar því að því að umferðin sé að aukast og segir það mikinn létti fyrir alla í bænum. 18. apríl 2022 19:55