Fylgjast grannt með jarðskjálftavirkni Viktor Örn Ásgeirsson skrifar 18. apríl 2022 11:06 Veðurstofan er með sólarhringsvakt og náttúruvársérfræðingur segir að grannt verði fylgst með virkninni. Vísir/Egill Töluverð jarðskjálftavirkni hefur verið við Fagradalsfjall og við gosstöðvarnar í Geldingadölum síðan í síðustu viku. Að minnsta kosti tveir jarðskjálftar yfir tveimur mældust á svæðinu í nótt og í morgun. Náttúruvársérfræðingur segir ekkert benda til þess að möguleg kvikusöfnun sé nálægt yfirborðinu en áfram er fylgst með jarðskjálftavirkni. Um 1300 jarðskjálftar hafa mælst á Reykjaneshrygg síðan í síðustu viku, flestir á þriðjudaginn, en Salóme Jórunn Bernharðsdóttir, náttúruvársérfræðingur hjá Veðurstofu Íslands, segir að rólegt hafi verið í gær og í nótt. Hún segir erfitt að segja til um hvort virkni muni koma til með að taka sig upp að nýju en að vel verði fylgst með stöðunni. „Það er mjög erfitt að segja hvað nákvæmlega gerist á næstu dögum. Það eru allt eins líkur á því að þetta fjari út núna og það verði rólegt í vikunni en þess vegna gæti þetta tekið sig aftur upp og það gæti komið einhver svona afmörkuð hrina. Þannig að það er mjög erfitt að segja til um nákvæmlega hvað gerist,“ segir Salóme Jórunn. Hún segir að merki hafa verið um kvikusöfnun á töluverðu dýpi og jarðskjálftavirkni sé sambærileg því og hafi verið síðustu mánuði. „Það er ekkert sem bendir til þess að það sé mikil kvikusöfnun nálægt yfirborði. Það er skjálftavirkni og búin að vera á svæðinu, en hún hefur svona fjarað út. Þetta er búið að vera á nokkrum svæðum, bæði rétt norðaustan við Reykjanestá og síðan aðeins út á hrygg. Það hefur verið merki um kvikusöfnun á töluverðu dýpi og skaginn allur er svona jarðskjálftavirkur og búinn að vera síðustu misseri,“ segir Salóme Jórunn. Mikil virkni hefur verið á Reykjanesskaga síðustu daga eins og sjá má á kortinu.Veðurstofan „Ég held að þetta sé hluti af þessari virkni sem hefur verið í gangi; það er ekkert sem bendir til þess að það sé alveg yfirvofandi eldgos á þessari stundu en við náttúrulega fylgjumst bara vel með. Það er ekkert stórt í kortunum - ekki eins og er - svo er þetta svolítið sama sagan. Ég veit að fólk er kannski leitt á því að heyra það en jörðin er þannig. Hún er svolítið ófyrirsjáanleg þannig að það sem við gerum er að fylgjast með og sjá hvernig þetta þróast,“ segir Salóme Jórunn Bernharðsdóttir náttúruvársérfræðingur hjá Veðurstofu Íslands. Eldgos og jarðhræringar Jarðhræringar á Reykjanesi Reykjanesbær Tengdar fréttir Jarðskjálftahrina við Reykjanestá Á níunda tímanum í morgun hófst jarðskjálftahrina um sjö kílómetra vestsuðvestan af Reykjanestá. 17. apríl 2022 12:36 Mögulegt að kvika sé að safnast fyrir undir yfirborðinu Dregið hefur úr virkninni á Reykjanestá eftir að jarðskjálftahrina hófst þar í gærkvöldi. Rúmlega 600 skjálftar hafa mælst í hrinunni, sá stærsti 3,9 að stærð. Náttúruvársérfræðingur segir að kvika sé mögulega að safnast fyrir undir jarðskorpunni en ekkert bendir til að hún sé á leið upp á yfirborðið að svo stöddu. 13. apríl 2022 11:52 Snarpir jarðskjálftar í Grindavík Jarðskjálfti 3,3 að stærð mældist rétt norðaustur af Grindavík nú klukkan tuttugu mínútur yfir tvö. Fjöldi skjálfta hefur mælst við Grindavík núna um hádegi en þetta er sá stærsti. 3. apríl 2022 15:03 Mest lesið Tálbeitan var með einkabílstjóra og gisti á Edition Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Hátt í 400 kynlífsmyndböndum lekið í mögulegu samsæri Erlent Ræddi við Pútín og varaði við stigmögnun Erlent Segir Heimildarmenn hafa njósnað um son hans Innlent „Dapurlegt að stjórnmálafólk loki augunum fyrir stöðunni“ Innlent Elduðu úti, óðu yfir vaktstjórann og fylltu matsalinn Innlent Allt að tuttugu stiga hiti Veður Vill losna við tálma úr vegi sínum Erlent Nýtt myndefni: Sparkað í blóðmerar á íslenskum sveitarbæ Innlent Fleiri fréttir „Ásakanir Jóns Gunnarssonar eru rangar“ Elduðu úti, óðu yfir vaktstjórann og fylltu matsalinn Nauðsynlegt að sameinast um aðgerðir í jafnréttismálum Tálbeita á Edition og vegklæðning flettist af í Öxnadal Bein útsending: Heimsþing kvenleiðtoga Settur forstjóri skipaður forstjóri Sautján sóttu um embætti skrifstofustjóra fjármála Pallborðið: Hvaða lausnir bjóða flokkarnir? Fimm prósent segja innflytjendamálin mikilvægust Verðlaunuð fyrir að berjast gegn slúðri Tveir af fimm telja hvalveiðar veikja stöðu Íslands í alþjóðlegum viðskiptum Ósammála því að skoðanakannanir séu ekki nákvæmar Óvenju margar bilanir í götulýsingu í Kópavogbæ Tálbeitan var með einkabílstjóra og gisti á Edition Segir Heimildarmenn hafa njósnað um son hans Myndaveisla: Grindvíkingar komu saman ári eftir rýmingu Björguðu villtum ferðamönnum í Fljótsdal „Dapurlegt að stjórnmálafólk loki augunum fyrir stöðunni“ „Erfiðir tímar iðulega undanfari betri tíma“ „Ég skildi ekki konuna eina eftir heima í þessum látum“ Þversagnakennt hve lítið sé talað loftslagsmál Sterkar systur á Selfossi keppa á heimsmeistaramóti Nýtt myndefni: Sparkað í blóðmerar á íslenskum sveitarbæ Sparkað í blóðmerar og eitt ár frá rýmingu Grindavíkur Í sjálfheldu á eigin svölum Nýtt líkan nýjung á Íslandi: VG og Sósíalistar nái ekki á þing og óvissa um Miðflokk Maðurinn er fundinn Stöðvun megi rekja til klúðurs og skorts á fjármagni Ótryggðir bændur Ár frá rýmingu í Grindavík: „Með mestu hamförum sem riðið hafa yfir Ísland“ Sjá meira
Um 1300 jarðskjálftar hafa mælst á Reykjaneshrygg síðan í síðustu viku, flestir á þriðjudaginn, en Salóme Jórunn Bernharðsdóttir, náttúruvársérfræðingur hjá Veðurstofu Íslands, segir að rólegt hafi verið í gær og í nótt. Hún segir erfitt að segja til um hvort virkni muni koma til með að taka sig upp að nýju en að vel verði fylgst með stöðunni. „Það er mjög erfitt að segja hvað nákvæmlega gerist á næstu dögum. Það eru allt eins líkur á því að þetta fjari út núna og það verði rólegt í vikunni en þess vegna gæti þetta tekið sig aftur upp og það gæti komið einhver svona afmörkuð hrina. Þannig að það er mjög erfitt að segja til um nákvæmlega hvað gerist,“ segir Salóme Jórunn. Hún segir að merki hafa verið um kvikusöfnun á töluverðu dýpi og jarðskjálftavirkni sé sambærileg því og hafi verið síðustu mánuði. „Það er ekkert sem bendir til þess að það sé mikil kvikusöfnun nálægt yfirborði. Það er skjálftavirkni og búin að vera á svæðinu, en hún hefur svona fjarað út. Þetta er búið að vera á nokkrum svæðum, bæði rétt norðaustan við Reykjanestá og síðan aðeins út á hrygg. Það hefur verið merki um kvikusöfnun á töluverðu dýpi og skaginn allur er svona jarðskjálftavirkur og búinn að vera síðustu misseri,“ segir Salóme Jórunn. Mikil virkni hefur verið á Reykjanesskaga síðustu daga eins og sjá má á kortinu.Veðurstofan „Ég held að þetta sé hluti af þessari virkni sem hefur verið í gangi; það er ekkert sem bendir til þess að það sé alveg yfirvofandi eldgos á þessari stundu en við náttúrulega fylgjumst bara vel með. Það er ekkert stórt í kortunum - ekki eins og er - svo er þetta svolítið sama sagan. Ég veit að fólk er kannski leitt á því að heyra það en jörðin er þannig. Hún er svolítið ófyrirsjáanleg þannig að það sem við gerum er að fylgjast með og sjá hvernig þetta þróast,“ segir Salóme Jórunn Bernharðsdóttir náttúruvársérfræðingur hjá Veðurstofu Íslands.
Eldgos og jarðhræringar Jarðhræringar á Reykjanesi Reykjanesbær Tengdar fréttir Jarðskjálftahrina við Reykjanestá Á níunda tímanum í morgun hófst jarðskjálftahrina um sjö kílómetra vestsuðvestan af Reykjanestá. 17. apríl 2022 12:36 Mögulegt að kvika sé að safnast fyrir undir yfirborðinu Dregið hefur úr virkninni á Reykjanestá eftir að jarðskjálftahrina hófst þar í gærkvöldi. Rúmlega 600 skjálftar hafa mælst í hrinunni, sá stærsti 3,9 að stærð. Náttúruvársérfræðingur segir að kvika sé mögulega að safnast fyrir undir jarðskorpunni en ekkert bendir til að hún sé á leið upp á yfirborðið að svo stöddu. 13. apríl 2022 11:52 Snarpir jarðskjálftar í Grindavík Jarðskjálfti 3,3 að stærð mældist rétt norðaustur af Grindavík nú klukkan tuttugu mínútur yfir tvö. Fjöldi skjálfta hefur mælst við Grindavík núna um hádegi en þetta er sá stærsti. 3. apríl 2022 15:03 Mest lesið Tálbeitan var með einkabílstjóra og gisti á Edition Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Hátt í 400 kynlífsmyndböndum lekið í mögulegu samsæri Erlent Ræddi við Pútín og varaði við stigmögnun Erlent Segir Heimildarmenn hafa njósnað um son hans Innlent „Dapurlegt að stjórnmálafólk loki augunum fyrir stöðunni“ Innlent Elduðu úti, óðu yfir vaktstjórann og fylltu matsalinn Innlent Allt að tuttugu stiga hiti Veður Vill losna við tálma úr vegi sínum Erlent Nýtt myndefni: Sparkað í blóðmerar á íslenskum sveitarbæ Innlent Fleiri fréttir „Ásakanir Jóns Gunnarssonar eru rangar“ Elduðu úti, óðu yfir vaktstjórann og fylltu matsalinn Nauðsynlegt að sameinast um aðgerðir í jafnréttismálum Tálbeita á Edition og vegklæðning flettist af í Öxnadal Bein útsending: Heimsþing kvenleiðtoga Settur forstjóri skipaður forstjóri Sautján sóttu um embætti skrifstofustjóra fjármála Pallborðið: Hvaða lausnir bjóða flokkarnir? Fimm prósent segja innflytjendamálin mikilvægust Verðlaunuð fyrir að berjast gegn slúðri Tveir af fimm telja hvalveiðar veikja stöðu Íslands í alþjóðlegum viðskiptum Ósammála því að skoðanakannanir séu ekki nákvæmar Óvenju margar bilanir í götulýsingu í Kópavogbæ Tálbeitan var með einkabílstjóra og gisti á Edition Segir Heimildarmenn hafa njósnað um son hans Myndaveisla: Grindvíkingar komu saman ári eftir rýmingu Björguðu villtum ferðamönnum í Fljótsdal „Dapurlegt að stjórnmálafólk loki augunum fyrir stöðunni“ „Erfiðir tímar iðulega undanfari betri tíma“ „Ég skildi ekki konuna eina eftir heima í þessum látum“ Þversagnakennt hve lítið sé talað loftslagsmál Sterkar systur á Selfossi keppa á heimsmeistaramóti Nýtt myndefni: Sparkað í blóðmerar á íslenskum sveitarbæ Sparkað í blóðmerar og eitt ár frá rýmingu Grindavíkur Í sjálfheldu á eigin svölum Nýtt líkan nýjung á Íslandi: VG og Sósíalistar nái ekki á þing og óvissa um Miðflokk Maðurinn er fundinn Stöðvun megi rekja til klúðurs og skorts á fjármagni Ótryggðir bændur Ár frá rýmingu í Grindavík: „Með mestu hamförum sem riðið hafa yfir Ísland“ Sjá meira
Jarðskjálftahrina við Reykjanestá Á níunda tímanum í morgun hófst jarðskjálftahrina um sjö kílómetra vestsuðvestan af Reykjanestá. 17. apríl 2022 12:36
Mögulegt að kvika sé að safnast fyrir undir yfirborðinu Dregið hefur úr virkninni á Reykjanestá eftir að jarðskjálftahrina hófst þar í gærkvöldi. Rúmlega 600 skjálftar hafa mælst í hrinunni, sá stærsti 3,9 að stærð. Náttúruvársérfræðingur segir að kvika sé mögulega að safnast fyrir undir jarðskorpunni en ekkert bendir til að hún sé á leið upp á yfirborðið að svo stöddu. 13. apríl 2022 11:52
Snarpir jarðskjálftar í Grindavík Jarðskjálfti 3,3 að stærð mældist rétt norðaustur af Grindavík nú klukkan tuttugu mínútur yfir tvö. Fjöldi skjálfta hefur mælst við Grindavík núna um hádegi en þetta er sá stærsti. 3. apríl 2022 15:03