Telur rétt að innleiða sáttamiðlun í kynferðisbrotamálum Sunna Karen Sigurþórsdóttir skrifar 17. apríl 2022 13:09 Helga Vala Helgadóttir, þingmaður Samfylkingarinnar. Vísir/Vilhelm Þingmaður Samfylkingarinnar vill innleiða sáttamiðlun í kynferðisbrotum hér á landi þannig að þolendur geti fengið viðurkenningu á að á þeim hafi verið brotið. Heimild sé í lögum til þess að fara þessa leið en að þrátt fyrir það hafi réttarkerfið ekki nýtt sér hana Tónlistarmaðurinn Auðunn Lúthersson steig fram í vikunni og viðurkenndi að hafa brotið á þremur konum. Hann lýsti iðrun og kvaðst hafa leitað leiða til þess að bæta upp fyrir brot sín, og meðal annars farið í svokallaða sáttameðferð með einni konunni. Konan, sem óskar nafnleyndar, sagði í samtali við fréttastofu að þetta hafi verið erfitt skref að stíga, að sitja í sama rými og gerandi sinn, en að þegar upp hafi verið staðið hafi meðferðin verið hjálpleg og ákveðið uppgjör þeirra á milli. Helga Vala Helgadóttir, þingmaður Samfylkingarinnar, starfaði mikið með þolendum kynferðisofbeldis í gegnum störf sín sem lögmaður. „Ég held að við þurfum að taka næsta skref þarna og gera allt sem við getum til þess að einfalda kerfið og laga réttarstöðu þolenda í þessum málum. Sáttameðferð yrði alltaf að vera á forsendum og forræði þess sem brotið er á, það er algjör grunnforsenda. Það er enginn neyddur til þess að fara í sáttameðferð, þetta þarf að vera einhvers konar aðgerð sem þolandinn óskar eftir,” segir hún. Helga Vala bendir á að lögregla styðjist við sáttamiðlun í vægari afbrotum. Heimild sé í lögum til að styðjast við hana í kynferðisbrotamálum en að ríkissaksóknari þurfi að koma með tilmæli þar af lútandi. „Hafandi starfað í þessum málaflokki um nokkurra ára skeið þá veit ég að oft á tíðum er að það sem brotaþoli óskar fyrst og fremst eftir er einhvers konar viðurkenning frá kvalaranum, frá gerandanum, að brot hafi verið framið. Að viðkomandi bara viðurkenni það, já ég braut á þér. Og ég held að slík viðurkenning að það sé hægt að ná slíkri viðurkenningu fram með til dæmis svona sáttameðferð,” segir hún. Þórkatla Aðalsteinsdóttir, sálfræðingur hjá Líf og sál, ræddi við fréttastofu um sáttameðferð á dögunum. Kynferðisofbeldi MeToo Mál Auðuns Lútherssonar Mest lesið „Það eru alltaf einhverjar árásir í þessari blokk“ Innlent „Hverskonar meðferð er þetta á fötluðu barninu mínu?“ Innlent Þingmaður úðaði eyrnameðali fyrir hunda í kokið á sér Innlent Sósíalistar tortími mögulega sjálfum sér Innlent Þorbjörg segir Úlfar hengja bakara fyrir smið Innlent Kviknaði í bíl á miðjum vegi Innlent Sérsveit handtók vopnaðan mann Innlent Tveir fluttir á slysadeild eftir bílveltu á Reykjanesbraut Innlent „Mál að linni“ Innlent Framtíð vararíkissaksóknara ræðst á allra næstu dögum Innlent Fleiri fréttir Þjóni engum tilgangi að slíta sambandi við Ísrael Bara einn sagt af sér og það sé Úlfar 40 ár frá Íslandsgöngu Reynis Péturs – Kristján Atli gengur í sumar Ferðamenn hljóti að gera grín að Íslendingum „Mál að linni“ „Hverskonar meðferð er þetta á fötluðu barninu mínu?“ Tveir fluttir á slysadeild eftir bílveltu á Reykjanesbraut Fluttur á slysadeild eftir flogakast við akstur Sorgarsaga móður, forljótir varðturnar og Reynir Pétur í essinu sínu „Það eru alltaf einhverjar árásir í þessari blokk“ Stefnt að nýjum og glæsilegum miðbæ í Grundarfirði Kviknaði í bíl á miðjum vegi Framtíð vararíkissaksóknara ræðst á allra næstu dögum Þorbjörg segir Úlfar hengja bakara fyrir smið Sósíalistar tortími mögulega sjálfum sér Dómsmálaráðherra tjáir sig um ummæli Úlfars Úr Kvennaskólanum í píparann Afsögn Úlfars og afstaða Íslands til ástandsins á Gasa Sérsveit handtók vopnaðan mann Tóku á móti tveimur börnum á innan við klukkustund Steinn reistur við með eins konar blöðrum Elsti hestur landsins er 36 vetra með tennur og hófa í fínu standi Vannærð börn svelti eða verði læknanlegum sjúkdómum að bráð „Þú hakkar ekki á tóman maga“ Kveður Glerártorg eftir sautján ár Þingmaður úðaði eyrnameðali fyrir hunda í kokið á sér „Hafa ekki lyft litla fingri í máli Oscars“ Dúxinn fjarri góðu gamni Brottvísun Oscars, skortur á kvenhökkurum og hundgamall hestur Vísar ásökunum um smölun aftur til sendanda Sjá meira
Tónlistarmaðurinn Auðunn Lúthersson steig fram í vikunni og viðurkenndi að hafa brotið á þremur konum. Hann lýsti iðrun og kvaðst hafa leitað leiða til þess að bæta upp fyrir brot sín, og meðal annars farið í svokallaða sáttameðferð með einni konunni. Konan, sem óskar nafnleyndar, sagði í samtali við fréttastofu að þetta hafi verið erfitt skref að stíga, að sitja í sama rými og gerandi sinn, en að þegar upp hafi verið staðið hafi meðferðin verið hjálpleg og ákveðið uppgjör þeirra á milli. Helga Vala Helgadóttir, þingmaður Samfylkingarinnar, starfaði mikið með þolendum kynferðisofbeldis í gegnum störf sín sem lögmaður. „Ég held að við þurfum að taka næsta skref þarna og gera allt sem við getum til þess að einfalda kerfið og laga réttarstöðu þolenda í þessum málum. Sáttameðferð yrði alltaf að vera á forsendum og forræði þess sem brotið er á, það er algjör grunnforsenda. Það er enginn neyddur til þess að fara í sáttameðferð, þetta þarf að vera einhvers konar aðgerð sem þolandinn óskar eftir,” segir hún. Helga Vala bendir á að lögregla styðjist við sáttamiðlun í vægari afbrotum. Heimild sé í lögum til að styðjast við hana í kynferðisbrotamálum en að ríkissaksóknari þurfi að koma með tilmæli þar af lútandi. „Hafandi starfað í þessum málaflokki um nokkurra ára skeið þá veit ég að oft á tíðum er að það sem brotaþoli óskar fyrst og fremst eftir er einhvers konar viðurkenning frá kvalaranum, frá gerandanum, að brot hafi verið framið. Að viðkomandi bara viðurkenni það, já ég braut á þér. Og ég held að slík viðurkenning að það sé hægt að ná slíkri viðurkenningu fram með til dæmis svona sáttameðferð,” segir hún. Þórkatla Aðalsteinsdóttir, sálfræðingur hjá Líf og sál, ræddi við fréttastofu um sáttameðferð á dögunum.
Kynferðisofbeldi MeToo Mál Auðuns Lútherssonar Mest lesið „Það eru alltaf einhverjar árásir í þessari blokk“ Innlent „Hverskonar meðferð er þetta á fötluðu barninu mínu?“ Innlent Þingmaður úðaði eyrnameðali fyrir hunda í kokið á sér Innlent Sósíalistar tortími mögulega sjálfum sér Innlent Þorbjörg segir Úlfar hengja bakara fyrir smið Innlent Kviknaði í bíl á miðjum vegi Innlent Sérsveit handtók vopnaðan mann Innlent Tveir fluttir á slysadeild eftir bílveltu á Reykjanesbraut Innlent „Mál að linni“ Innlent Framtíð vararíkissaksóknara ræðst á allra næstu dögum Innlent Fleiri fréttir Þjóni engum tilgangi að slíta sambandi við Ísrael Bara einn sagt af sér og það sé Úlfar 40 ár frá Íslandsgöngu Reynis Péturs – Kristján Atli gengur í sumar Ferðamenn hljóti að gera grín að Íslendingum „Mál að linni“ „Hverskonar meðferð er þetta á fötluðu barninu mínu?“ Tveir fluttir á slysadeild eftir bílveltu á Reykjanesbraut Fluttur á slysadeild eftir flogakast við akstur Sorgarsaga móður, forljótir varðturnar og Reynir Pétur í essinu sínu „Það eru alltaf einhverjar árásir í þessari blokk“ Stefnt að nýjum og glæsilegum miðbæ í Grundarfirði Kviknaði í bíl á miðjum vegi Framtíð vararíkissaksóknara ræðst á allra næstu dögum Þorbjörg segir Úlfar hengja bakara fyrir smið Sósíalistar tortími mögulega sjálfum sér Dómsmálaráðherra tjáir sig um ummæli Úlfars Úr Kvennaskólanum í píparann Afsögn Úlfars og afstaða Íslands til ástandsins á Gasa Sérsveit handtók vopnaðan mann Tóku á móti tveimur börnum á innan við klukkustund Steinn reistur við með eins konar blöðrum Elsti hestur landsins er 36 vetra með tennur og hófa í fínu standi Vannærð börn svelti eða verði læknanlegum sjúkdómum að bráð „Þú hakkar ekki á tóman maga“ Kveður Glerártorg eftir sautján ár Þingmaður úðaði eyrnameðali fyrir hunda í kokið á sér „Hafa ekki lyft litla fingri í máli Oscars“ Dúxinn fjarri góðu gamni Brottvísun Oscars, skortur á kvenhökkurum og hundgamall hestur Vísar ásökunum um smölun aftur til sendanda Sjá meira