Fuglaflensan gæti verið víða á landinu í ljósi greininga í villtum fuglum Fanndís Birna Logadóttir skrifar 16. apríl 2022 21:36 Brigitte Brugger, dýralæknir alifuglasjúkdóma hjá Matvælastofnun, segir það geta orðið mikið tjón ef fuglaflensan kemst inn í alifuglabú. Stöð 2 Vonir eru bundnar við að fuglaflensan hafi ekki náð að dreifa frekar úr sér eftir að nokkur tilfelli voru staðfest hér á landi. Dýralæknir alifuglasjúkdóma hjá Matvælastofnun segir mikilvægt að fólk sé á varðbergi þó það sé ólíklegt að veiran ógni mannfólki. Fuglaflensa hefur nú verið staðfest í þremur villtum fuglum auk þess sem sterkur grunur kom upp um smit meðal hænsna á bóndabæ á Skeiðum. Matvælastofnun skoðaði hænurnar í gær og sýndu þær sjúkdómseinkenni og voru því aflífaðar í varúðarskyni. Viðbragðsáætlun Matvælastofnunar var virkjuð í kjölfarið og eru vonir bundnar við að fleiri tilfelli komi ekki upp á næstunni. „En ljóst er miðað við þessar greiningar í villtum fuglum, að þessi fuglaflensa gæti verið víða á landinu,“ segir Brigitte Brugger, dýralæknir alifuglasjúkdóma hjá Matvælastofnun. Sterkur grunur kom upp í fyrra um að fuglaflensan hafði náð að dreifa sér hingað með villtum fuglum en veiran greindist aldrei í alifuglum þá. Mikilvægt sé að smitvarnir séu í hávegum hafðar hjá þeim sem halda alifugla þar sem hættan er þó greinilega til staðar. Líklegt að um skæða veiru sé að ræða Gerð veirunnar sem staðfest hefur verið hér á landi er H5 en meinvirkni veirunanr er ekki þekkt. Í Evrópu hefur lang algengasta gerðin sem greinist verið H5N1, sem er skæð meinvirk veira. „Miðað við þessar greiningar í Evrópu má búast við að það sé líka H5N1 hérna en við þurfum bara að fá það staðfest til að vera alveg viss,“ segir Brigitte en óháð því má álykta að um meinvirka veiru sé að ræða út frá sjúkdómseinkennum hænsnanna á Skeiðum, ef fuglaflensa verður staðfest. Væg fuglaflensa kemur upp reglulega en það hefur verið fátíðara að skæð veira greinist hér á landi. Þá er sífellt algengara að skæð veira greinist í villtum fuglum, sem gerðist nær aldrei fyrir nokkrum áratugum. „Þessi faraldur er að breytast í villtum fuglum. Skæðar veirur eru algengari og algengari núna og þær draga villta fugla til dauða,“ segir Brigitte. Vel er fylgst með þróuninni en þó er ekki talin hætta að svo stöddu að mannfólk smitist. Alþjóðlegar stofnanir fylgjast vel með breytingum á erfðaefninu sem gæti gert það að verkum að veiran berist í spendýr. „Þessi möguleiki er fyrir hendi, þess vegna skiptir máli að maður viðhaldi góðar reglulegar smitvarnir, þó svo að við séum núna að öllum líkindum með veiru sem venjulega berst ekki í fólk,“ segir Brigitte. Hafa fyrst og fremst áhyggjur af alifuglum Meðal þeirra villtu fugla sem hafa greinst með fuglaflensuna hér á landi er súla og í gærkvöldi sáust nokkrar dauðar súlur á Eldey á Reykjanesi. Ómögulegt er þó að segja hvort fuglaflensan hafi verið að verki en Brigitte segir villta fugla marga byggja upp ónæmi. „Það er ekki gott að segja í dag hvað gerist í villtum fuglum, þeir geta byggt upp ónæmi og ekkert víst að þetta geti valdið meiri skaða, það er bara verið að kanna það,“ segir Brigitte. „Eins og er þá er þá höfum við fyrst og fremst áhyggjur af alifuglum af því að ef þetta berst inn í búin þá er þetta bara svakalega mikið tjón, fyrir búið, fyrir alifuglarækt og fyrir landið,“ segir hún enn fremur. Verið sé að kanna hvaða ráðstafana sé hægt að grípa, til að mynda bólusetningar, en það helsta sem hægt er að gera á þessum tímapunkti er að fylgjast með og vera á varðbergi. „Það er sem sagt bara mjög mikilvægt að allir séu á tánnum og viðbrögð séu örugg og snögg og snemma um leið og upp kemur grunur um smit í alifuglum,“ segir Brigitte. Dýraheilbrigði Matvælaframleiðsla Fuglar Mest lesið Skæður hakkarahópur herjar á framlínustarfsmenn Innlent Íbúðin í rúst eftir Airbnb-gesti Innlent Elon Musk stofnar nýjan stjórnmálaflokk Erlent Fjörutíu og þrír látnir og umfangsmiklar leitarðagerðir standa yfir Erlent Leynileg neyðarfjárveiting Dana til flugvallagerðar á Grænlandi Erlent Leitar að eiganda trúlofunarhrings sem fannst í fjöru Innlent „Býsna margt orðið grænmerkt“ Innlent Konan er fundin Innlent Fjarlægðu sprengju við Keflavíkurflugvöll Innlent Vilja að nemendur borgi allt að 180 þúsund til að skrá sig Innlent Fleiri fréttir Skæður hakkarahópur herjar á framlínustarfsmenn „Býsna margt orðið grænmerkt“ Fjarlægðu sprengju við Keflavíkurflugvöll Leitar að eiganda trúlofunarhrings sem fannst í fjöru Á þriðja tug látnir í Texas og netþrjótar herja á flugfélög Nikkurnar þandar á Reyðarfirði alla helgina Íbúðin í rúst eftir Airbnb-gesti Konan er fundin Þriggja leitað vegna stunguárásar í miðbænum Björguðu göngukonu í sjálfheldu við Hrafntinnusker Mótorhjólakappi fluttur á sjúkrahús eftir að hafa fipast við akstur Tuttugu þingmenn mættu ekki á þingfund Vilja að nemendur borgi allt að 180 þúsund til að skrá sig Búið að boða til nýs fundar Kerecis bjargaði lífi skallaarnar í tæka tíð fyrir fjórða júlí Lögregla hleypti manni inn sem hafði læst sig úti Lítill munur á bitum bitmýs og lúsmýs Sex fluttir á sjúkrahús eftir umferðarslys í Hörgársveit Inga mundaði skófluna við Sóltún „Þá fylgir það börnum í gegnum skólakerfið og út í samfélagið“ Nýtt bankaráð Seðlabankans skipað Sósíalistum bolað úr Bolholti Sýknaður af kæru Samtakanna 78 um hatursorðræðu Lokametrar, bútasaumur og Starbucks Veiðigjaldið aftur í nefnd og viðræður komnar á lokametra Lára snýr sér að kynningarstörfum fyrir HR Bætti þúsund tonnum í strandveiðipottinn Skellt upp úr í þingsal þegar ráðherra reyndi að mynda hjarta Rúv vildi Ísraelsmenn burt en þeir sluppu með skrekkinn í bili Lögðu hald á mikið magn fíkniefna og fleiri milljónir Sjá meira
Fuglaflensa hefur nú verið staðfest í þremur villtum fuglum auk þess sem sterkur grunur kom upp um smit meðal hænsna á bóndabæ á Skeiðum. Matvælastofnun skoðaði hænurnar í gær og sýndu þær sjúkdómseinkenni og voru því aflífaðar í varúðarskyni. Viðbragðsáætlun Matvælastofnunar var virkjuð í kjölfarið og eru vonir bundnar við að fleiri tilfelli komi ekki upp á næstunni. „En ljóst er miðað við þessar greiningar í villtum fuglum, að þessi fuglaflensa gæti verið víða á landinu,“ segir Brigitte Brugger, dýralæknir alifuglasjúkdóma hjá Matvælastofnun. Sterkur grunur kom upp í fyrra um að fuglaflensan hafði náð að dreifa sér hingað með villtum fuglum en veiran greindist aldrei í alifuglum þá. Mikilvægt sé að smitvarnir séu í hávegum hafðar hjá þeim sem halda alifugla þar sem hættan er þó greinilega til staðar. Líklegt að um skæða veiru sé að ræða Gerð veirunnar sem staðfest hefur verið hér á landi er H5 en meinvirkni veirunanr er ekki þekkt. Í Evrópu hefur lang algengasta gerðin sem greinist verið H5N1, sem er skæð meinvirk veira. „Miðað við þessar greiningar í Evrópu má búast við að það sé líka H5N1 hérna en við þurfum bara að fá það staðfest til að vera alveg viss,“ segir Brigitte en óháð því má álykta að um meinvirka veiru sé að ræða út frá sjúkdómseinkennum hænsnanna á Skeiðum, ef fuglaflensa verður staðfest. Væg fuglaflensa kemur upp reglulega en það hefur verið fátíðara að skæð veira greinist hér á landi. Þá er sífellt algengara að skæð veira greinist í villtum fuglum, sem gerðist nær aldrei fyrir nokkrum áratugum. „Þessi faraldur er að breytast í villtum fuglum. Skæðar veirur eru algengari og algengari núna og þær draga villta fugla til dauða,“ segir Brigitte. Vel er fylgst með þróuninni en þó er ekki talin hætta að svo stöddu að mannfólk smitist. Alþjóðlegar stofnanir fylgjast vel með breytingum á erfðaefninu sem gæti gert það að verkum að veiran berist í spendýr. „Þessi möguleiki er fyrir hendi, þess vegna skiptir máli að maður viðhaldi góðar reglulegar smitvarnir, þó svo að við séum núna að öllum líkindum með veiru sem venjulega berst ekki í fólk,“ segir Brigitte. Hafa fyrst og fremst áhyggjur af alifuglum Meðal þeirra villtu fugla sem hafa greinst með fuglaflensuna hér á landi er súla og í gærkvöldi sáust nokkrar dauðar súlur á Eldey á Reykjanesi. Ómögulegt er þó að segja hvort fuglaflensan hafi verið að verki en Brigitte segir villta fugla marga byggja upp ónæmi. „Það er ekki gott að segja í dag hvað gerist í villtum fuglum, þeir geta byggt upp ónæmi og ekkert víst að þetta geti valdið meiri skaða, það er bara verið að kanna það,“ segir Brigitte. „Eins og er þá er þá höfum við fyrst og fremst áhyggjur af alifuglum af því að ef þetta berst inn í búin þá er þetta bara svakalega mikið tjón, fyrir búið, fyrir alifuglarækt og fyrir landið,“ segir hún enn fremur. Verið sé að kanna hvaða ráðstafana sé hægt að grípa, til að mynda bólusetningar, en það helsta sem hægt er að gera á þessum tímapunkti er að fylgjast með og vera á varðbergi. „Það er sem sagt bara mjög mikilvægt að allir séu á tánnum og viðbrögð séu örugg og snögg og snemma um leið og upp kemur grunur um smit í alifuglum,“ segir Brigitte.
Dýraheilbrigði Matvælaframleiðsla Fuglar Mest lesið Skæður hakkarahópur herjar á framlínustarfsmenn Innlent Íbúðin í rúst eftir Airbnb-gesti Innlent Elon Musk stofnar nýjan stjórnmálaflokk Erlent Fjörutíu og þrír látnir og umfangsmiklar leitarðagerðir standa yfir Erlent Leynileg neyðarfjárveiting Dana til flugvallagerðar á Grænlandi Erlent Leitar að eiganda trúlofunarhrings sem fannst í fjöru Innlent „Býsna margt orðið grænmerkt“ Innlent Konan er fundin Innlent Fjarlægðu sprengju við Keflavíkurflugvöll Innlent Vilja að nemendur borgi allt að 180 þúsund til að skrá sig Innlent Fleiri fréttir Skæður hakkarahópur herjar á framlínustarfsmenn „Býsna margt orðið grænmerkt“ Fjarlægðu sprengju við Keflavíkurflugvöll Leitar að eiganda trúlofunarhrings sem fannst í fjöru Á þriðja tug látnir í Texas og netþrjótar herja á flugfélög Nikkurnar þandar á Reyðarfirði alla helgina Íbúðin í rúst eftir Airbnb-gesti Konan er fundin Þriggja leitað vegna stunguárásar í miðbænum Björguðu göngukonu í sjálfheldu við Hrafntinnusker Mótorhjólakappi fluttur á sjúkrahús eftir að hafa fipast við akstur Tuttugu þingmenn mættu ekki á þingfund Vilja að nemendur borgi allt að 180 þúsund til að skrá sig Búið að boða til nýs fundar Kerecis bjargaði lífi skallaarnar í tæka tíð fyrir fjórða júlí Lögregla hleypti manni inn sem hafði læst sig úti Lítill munur á bitum bitmýs og lúsmýs Sex fluttir á sjúkrahús eftir umferðarslys í Hörgársveit Inga mundaði skófluna við Sóltún „Þá fylgir það börnum í gegnum skólakerfið og út í samfélagið“ Nýtt bankaráð Seðlabankans skipað Sósíalistum bolað úr Bolholti Sýknaður af kæru Samtakanna 78 um hatursorðræðu Lokametrar, bútasaumur og Starbucks Veiðigjaldið aftur í nefnd og viðræður komnar á lokametra Lára snýr sér að kynningarstörfum fyrir HR Bætti þúsund tonnum í strandveiðipottinn Skellt upp úr í þingsal þegar ráðherra reyndi að mynda hjarta Rúv vildi Ísraelsmenn burt en þeir sluppu með skrekkinn í bili Lögðu hald á mikið magn fíkniefna og fleiri milljónir Sjá meira