Reiður út í íslensk stjórnvöld: „Móðgandi hvernig þeir koma fram við þetta landslið okkar“ Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 17. apríl 2022 08:00 Guðmundur Guðmundsson er búinn að fá nóg af getuleysi stjórnvalda þegar kemur að málefnum nýrrar þjóðarhallar. vísir/hulda margrét Þrátt fyrir að íslenska karlalandsliðið hafi tryggt sér sæti á HM 2023 með átta marka sigri á Austurríki, 34-26, sauð á Guðmundi Guðmundssyni eftir leik. Landsliðsþjálfarinn sendi stjórnvöldum tóninn og sagði ótækt að Ísland ætti ekki þjóðarhöll. Leikurinn í gær fór fram á Ásvöllum þar sem Laugardalshöllin er ekki leikhæf. Þar að auki er hún yfir sextíu ára gömul og lengi verið á undanþágu. „Við erum þakklátir Haukum fyrir að fá að spila í þeirra húsi en það er rosalega sorglegt að íslenska þjóðin eigi ekki þjóðarhöll. Það er óásættanlegt,“ sagði Guðmundur við Vísi eftir leikinn í gær. „Menn verða að setjast niður, úr öllum stjórnmálaflokkum, og klára þetta mál með sóma. Það er ekki einu sinni að við getum komist á parketið á Laugardalshöllinni. Það hefur tekið eitt og hálft ár að vesenast með það.“ Guðmundur segir að stjórnvöld sýni íslensku íþróttafólki vanvirðingu með því að bjóða því ekki upp á viðunandi aðstöðu. „Ég skil þetta ekki. Þetta er móðgandi á margan hátt, hvernig þeir koma fram við þetta landslið okkar sem er stórkostlegt og til alls líklegt í framtíðinni,“ sagði Guðmundur. „Mér finnst kominn tími til að menn úr öllum flokkum setjist niður og geri eitthvað í málinu í staðinn fyrir velkja þessu fram og til baka, tafsa, þykjast ætla að gera eitthvað en gera svo ekki neitt. Það er kominn tími á það. Mér er alveg sama hvaða stjórnmálaflokk á við, þeir eru allir á sama stað.“ HM 2023 í handbolta Landslið karla í handbolta Ný þjóðarhöll Tengdar fréttir Myndir: Mikil gleði þegar áhorfendur fengu loks að mæta á leik hjá Strákunum okkar Í fyrsta sinn í rúm tvö ár gat íslenska karlalandsliðið í handbolta spilað fyrir framan áhorfendur þegar það mætti Austurríki í seinni leik liðanna í umspili um sæti á HM 2023. 16. apríl 2022 19:32 „Að sigla þessu svona örugglega finnst mér sýna mikið styrkleikamerki “ Aron Pálmarsson, fyrirliði íslenska karlalandsliðsins í handbolta, var gríðarlega sáttur eftir 8 marka sigur, 34-26, á Austurríki í dag. Með sigrinum er Ísland búið að tryggja sér sæti á HM í handbolta sem fer fram í janúar. 16. apríl 2022 18:30 „Klæddi ég hann úr? Eitthvað aðeins“ Ýmir Örn Gíslason stóð að venju í ströngu í vörninni þegar Ísland vann Austurríki, 34-26, í seinni leik liðanna um sæti á HM 2023. 16. apríl 2022 18:24 Mest lesið Rekinn úr húsi í Breiðholtinu en fyrst fór ruslatunnan á flug Körfubolti „Ég skulda tannlækninum afsökunarbeiðni“ Sport Heimir um Ronaldo: „Hans kjánaskapur að ráðast á okkar mann“ Fótbolti Flutt á sjúkrahús eftir höfuðhögg í Meistaradeildinni Fótbolti „Kom fyrstur út úr leikmannagöngunum með augnaráð sem hefði getað drepið“ Fótbolti Notaði eiginmanninn sem héra og vann sitt fyrsta maraþon Sport „Ég var bara millimetrum frá því að lamast“ Sport Sögulegt bardagakvöld á Ásbrú: „MMA er ekki ólöglegt“ Sport Frakkar á HM og Íslandi dugar jafntefli Fótbolti Barnabarn Donalds Trump: „Ég sló mörg góð högg, bara á ranga staði“ Golf Fleiri fréttir Gidsel kom í veg fyrir gleði Orra en Viktor varði víti sem Íslendingar dæmdu Haukar einir á toppnum og ÍR rétt missti af fyrsta sigrinum Fékk tíu í einkunn í „sturluðum“ sigri á Íslandsmeisturunum Sjö íslensk mörk í sjöunda sigri meistaranna Uppgjörið: Valur - ÍR 24-25| ÍR tók toppslaginn með minnsta mun Vissi ekki að hann hafði ekki klikkað á skoti: „Það er bara geggjað“ „Margar góðar hendur í Krikanum komið að verki“ „Þetta var bara skita“ FH - KA 45-32 | KA-menn kjöldregnir í Kaplakrika Bjarki Már minnti rækilega á sig í Meistaradeildinni Afleit tíðindi: Andrea í kapphlaupi við tímann fyrir HM Arnór og Stiven mættust í Íslendingaslag Fram hirti sigur af Haukum eftir æsispennu Arnar hitti úr öllu og Þorsteinn hamraði á markið Stærsta tap tímabilsins beið Fram í Sviss Donni markahæstur í stórsigri í Evrópudeildinni Samherji verður einn helsti bakhjarl HSÍ Íslendingarnir atkvæðamiklir í kvöld Sandra með tíu í þrettán marka sigri ÍBV Engin skoraði meira en Elín Klara Með 32 mörk í síðustu þremur leikjum Þungt Evrópukvöld á Ásvöllum Valur steinlá gegn Blomberg-Lippe „Tækifæri fyrir aðra að stíga upp og sýna sig“ Bjarni með tíu og KA áfram í toppbaráttu Haukar við toppinn og HM-farar fögnuðu á Selfossi Ákvörðun þjálfarans að taka ekki átján leikmenn: „Hefur ekkert með fjárhagsstöðuna að gera“ „Orðfærið og dónaskapurinn með ólíkindum“ HM hópurinn tilkynntur: Margir reynsluboltar horfnir á braut „Við vorum sjálfum okkur verstir“ Sjá meira
Leikurinn í gær fór fram á Ásvöllum þar sem Laugardalshöllin er ekki leikhæf. Þar að auki er hún yfir sextíu ára gömul og lengi verið á undanþágu. „Við erum þakklátir Haukum fyrir að fá að spila í þeirra húsi en það er rosalega sorglegt að íslenska þjóðin eigi ekki þjóðarhöll. Það er óásættanlegt,“ sagði Guðmundur við Vísi eftir leikinn í gær. „Menn verða að setjast niður, úr öllum stjórnmálaflokkum, og klára þetta mál með sóma. Það er ekki einu sinni að við getum komist á parketið á Laugardalshöllinni. Það hefur tekið eitt og hálft ár að vesenast með það.“ Guðmundur segir að stjórnvöld sýni íslensku íþróttafólki vanvirðingu með því að bjóða því ekki upp á viðunandi aðstöðu. „Ég skil þetta ekki. Þetta er móðgandi á margan hátt, hvernig þeir koma fram við þetta landslið okkar sem er stórkostlegt og til alls líklegt í framtíðinni,“ sagði Guðmundur. „Mér finnst kominn tími til að menn úr öllum flokkum setjist niður og geri eitthvað í málinu í staðinn fyrir velkja þessu fram og til baka, tafsa, þykjast ætla að gera eitthvað en gera svo ekki neitt. Það er kominn tími á það. Mér er alveg sama hvaða stjórnmálaflokk á við, þeir eru allir á sama stað.“
HM 2023 í handbolta Landslið karla í handbolta Ný þjóðarhöll Tengdar fréttir Myndir: Mikil gleði þegar áhorfendur fengu loks að mæta á leik hjá Strákunum okkar Í fyrsta sinn í rúm tvö ár gat íslenska karlalandsliðið í handbolta spilað fyrir framan áhorfendur þegar það mætti Austurríki í seinni leik liðanna í umspili um sæti á HM 2023. 16. apríl 2022 19:32 „Að sigla þessu svona örugglega finnst mér sýna mikið styrkleikamerki “ Aron Pálmarsson, fyrirliði íslenska karlalandsliðsins í handbolta, var gríðarlega sáttur eftir 8 marka sigur, 34-26, á Austurríki í dag. Með sigrinum er Ísland búið að tryggja sér sæti á HM í handbolta sem fer fram í janúar. 16. apríl 2022 18:30 „Klæddi ég hann úr? Eitthvað aðeins“ Ýmir Örn Gíslason stóð að venju í ströngu í vörninni þegar Ísland vann Austurríki, 34-26, í seinni leik liðanna um sæti á HM 2023. 16. apríl 2022 18:24 Mest lesið Rekinn úr húsi í Breiðholtinu en fyrst fór ruslatunnan á flug Körfubolti „Ég skulda tannlækninum afsökunarbeiðni“ Sport Heimir um Ronaldo: „Hans kjánaskapur að ráðast á okkar mann“ Fótbolti Flutt á sjúkrahús eftir höfuðhögg í Meistaradeildinni Fótbolti „Kom fyrstur út úr leikmannagöngunum með augnaráð sem hefði getað drepið“ Fótbolti Notaði eiginmanninn sem héra og vann sitt fyrsta maraþon Sport „Ég var bara millimetrum frá því að lamast“ Sport Sögulegt bardagakvöld á Ásbrú: „MMA er ekki ólöglegt“ Sport Frakkar á HM og Íslandi dugar jafntefli Fótbolti Barnabarn Donalds Trump: „Ég sló mörg góð högg, bara á ranga staði“ Golf Fleiri fréttir Gidsel kom í veg fyrir gleði Orra en Viktor varði víti sem Íslendingar dæmdu Haukar einir á toppnum og ÍR rétt missti af fyrsta sigrinum Fékk tíu í einkunn í „sturluðum“ sigri á Íslandsmeisturunum Sjö íslensk mörk í sjöunda sigri meistaranna Uppgjörið: Valur - ÍR 24-25| ÍR tók toppslaginn með minnsta mun Vissi ekki að hann hafði ekki klikkað á skoti: „Það er bara geggjað“ „Margar góðar hendur í Krikanum komið að verki“ „Þetta var bara skita“ FH - KA 45-32 | KA-menn kjöldregnir í Kaplakrika Bjarki Már minnti rækilega á sig í Meistaradeildinni Afleit tíðindi: Andrea í kapphlaupi við tímann fyrir HM Arnór og Stiven mættust í Íslendingaslag Fram hirti sigur af Haukum eftir æsispennu Arnar hitti úr öllu og Þorsteinn hamraði á markið Stærsta tap tímabilsins beið Fram í Sviss Donni markahæstur í stórsigri í Evrópudeildinni Samherji verður einn helsti bakhjarl HSÍ Íslendingarnir atkvæðamiklir í kvöld Sandra með tíu í þrettán marka sigri ÍBV Engin skoraði meira en Elín Klara Með 32 mörk í síðustu þremur leikjum Þungt Evrópukvöld á Ásvöllum Valur steinlá gegn Blomberg-Lippe „Tækifæri fyrir aðra að stíga upp og sýna sig“ Bjarni með tíu og KA áfram í toppbaráttu Haukar við toppinn og HM-farar fögnuðu á Selfossi Ákvörðun þjálfarans að taka ekki átján leikmenn: „Hefur ekkert með fjárhagsstöðuna að gera“ „Orðfærið og dónaskapurinn með ólíkindum“ HM hópurinn tilkynntur: Margir reynsluboltar horfnir á braut „Við vorum sjálfum okkur verstir“ Sjá meira
Myndir: Mikil gleði þegar áhorfendur fengu loks að mæta á leik hjá Strákunum okkar Í fyrsta sinn í rúm tvö ár gat íslenska karlalandsliðið í handbolta spilað fyrir framan áhorfendur þegar það mætti Austurríki í seinni leik liðanna í umspili um sæti á HM 2023. 16. apríl 2022 19:32
„Að sigla þessu svona örugglega finnst mér sýna mikið styrkleikamerki “ Aron Pálmarsson, fyrirliði íslenska karlalandsliðsins í handbolta, var gríðarlega sáttur eftir 8 marka sigur, 34-26, á Austurríki í dag. Með sigrinum er Ísland búið að tryggja sér sæti á HM í handbolta sem fer fram í janúar. 16. apríl 2022 18:30
„Klæddi ég hann úr? Eitthvað aðeins“ Ýmir Örn Gíslason stóð að venju í ströngu í vörninni þegar Ísland vann Austurríki, 34-26, í seinni leik liðanna um sæti á HM 2023. 16. apríl 2022 18:24