Liz Sheridan er látin Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 16. apríl 2022 09:02 Liz Sheridan, hér til hægri, ásamt Barney Martin, sem lék föður Jerry Seinfeld í Seinfeld þáttunum. Dennys/Getty Images) Leikkonan Liz Sheridan, sem helst er þekkt fyrir að leika móður Jerry Seinfeld í Seinfeld-þáttunum, er látin, 93 ára að aldri. Sheridan lést í gær að því er fram kemur á vef Variety. Sheridan fæddist árið 1929 og átti langan og farsælan feril, ekki síst á Broadway, þar sem hún lék í fjölmörgum leikritum í gegnum tíðina. Sjónvarpsferill hennar hófst á áttunda áratugnum og lék hún í fjölmörgum þáttum á borð við ALF, Famili Ties og Melrose Place, svo dæmi séu tekin. Hún var hins vegar best þekkt fyrir hlutverk sitt sem Helen Seinfeld í Seinfeld-þáttunum vinsælu sem framleiddir voru á tíunda áratug síðustu aldar. Þar lék hún móðir aðalpersónunnar Jerry Seinfeld, sem leikinn var af Jerry Seinfeld, annars skapara og höfunda þáttanna. Sheridan var með fast gestahlutverk í þáttunum. Lék hún í alls 21 þætti og nefna má að fyrir utan aðalleikarana fjóra, áðurnefndan Seinfeld, Jason Alexander, Julia-Louis Dreyfus og Michael Richards, var hún eini leikarinn sem kom fyrir í öllum þáttaröðunum níu sem framleiddar voru. Seinfeld minntist Sheridan á Twitter með hlýhug í gær, þar sem hann birti mynd af sjónvarpsmæðginunum. „Liz var alltaf indælasta og ljúfasta sjónvarpsmamman sem sonur gat óskað sér. Í hvert einasta skipti sem hún kom á settið leið mér vel. Ég er lánsamur að hafa kynnst henni,“ skrifar Seinfeld. Liz was always the sweetest, nicest TV mom a son could wish for. Every time she came on our show it was the coziest feeling for me. So lucky to have known her. pic.twitter.com/ae9TDHQILU— Jerry Seinfeld (@JerrySeinfeld) April 15, 2022 Stutt er síðan Estelle Harris, hin mamman í Seinfeld-þáttunum, móðir persónunnar George Costanza sem leikinn var af Jason Alexander, lést. Bíó og sjónvarp Andlát Hollywood Bandaríkin Tengdar fréttir Estelle Harris er látin Leikkonan Estelle Harris, sem er hvað þekktust fyrir að hafa farið með hlutverk móður George Costanza í þáttunum Seinfeld, er látin. Harris lést á heimili sínu í Palm Desert í Kaliforníu á laugardagskvöld af náttúrulegum orsökum. 3. apríl 2022 09:46 Mest lesið „Ég er búin að sætta mig við að ég mun líklega aldrei fá nein svör“ Lífið Stjörnustjarfur með David Schwimmer og Will Ferrell Lífið Maríanna og Dommi trúlofuð Lífið Fréttatía vikunnar: Leynigestur, brottvísanir og ofurfyrirsæta Lífið Fimm lög keppa í Söngvakeppninni í kvöld Lífið Einhleypan: Grænkeri sem hrífst af hugrekki Makamál Aðstoðarmennirnir og ástin Lífið „Ég var mjög reiður út í heiminn í marga mánuði“ Lífið Kosning hafin fyrir Hlustendaverðlaunin Lífið Segist vera nasisti sem elskar Hitler Lífið Fleiri fréttir Fimm lög keppa í Söngvakeppninni í kvöld „Ég er búin að sætta mig við að ég mun líklega aldrei fá nein svör“ Stjörnustjarfur með David Schwimmer og Will Ferrell Fréttatía vikunnar: Leynigestur, brottvísanir og ofurfyrirsæta Maríanna og Dommi trúlofuð Kúrekar og bandíttar í stuði á Kommablótinu Prinsessan eignaðist dóttur Segist vera nasisti sem elskar Hitler Lítil þolinmæði fyrir hrekk Audda Aðstoðarmennirnir og ástin Vefur um útivist í loftið Vetrarhátíð með gagnvirkri ljósasýningu hefst í dag Stjórnarandstaðan hræðist ekkert meðan ríkisstjórnin þori ekki út úr húsi „Ég var mjög reiður út í heiminn í marga mánuði“ Einhvern tímann var allt fyrst Berglind Festival, Hallgrímur Helga og Unnsteinn á sumarhryllingnum Mamma mætti á frumsýningu Fjallsins Frumsýning á Vísi: Óvæntir gestir hjá Væb-bræðrum Saknar ekki fullrar innkeyrslu af glæsikerrum Selur fantaflotta íbúð sem hann keypti af Birni Braga „Kemur í ljós að þetta er í raun einhverfa“ Kærasta Liam Payne tjáir síg í fyrsta sinn 340 fermetra listaverkahöll í Kópavogi Þriðja barn Gisele komið í heiminn Líkamsræktarfrömuður selur í Kópavogi Irv Gotti er látinn Halla og Björn létu sig ekki vanta á þorrablóti Álftaness Sleikurinn við Colin Farrell ógleymanlegur Hugsi yfir bílastæðamálum sem eru til skoðunar Peaky Blinders stjarna lét sig ekki vanta á The Damned Sjá meira
Sheridan lést í gær að því er fram kemur á vef Variety. Sheridan fæddist árið 1929 og átti langan og farsælan feril, ekki síst á Broadway, þar sem hún lék í fjölmörgum leikritum í gegnum tíðina. Sjónvarpsferill hennar hófst á áttunda áratugnum og lék hún í fjölmörgum þáttum á borð við ALF, Famili Ties og Melrose Place, svo dæmi séu tekin. Hún var hins vegar best þekkt fyrir hlutverk sitt sem Helen Seinfeld í Seinfeld-þáttunum vinsælu sem framleiddir voru á tíunda áratug síðustu aldar. Þar lék hún móðir aðalpersónunnar Jerry Seinfeld, sem leikinn var af Jerry Seinfeld, annars skapara og höfunda þáttanna. Sheridan var með fast gestahlutverk í þáttunum. Lék hún í alls 21 þætti og nefna má að fyrir utan aðalleikarana fjóra, áðurnefndan Seinfeld, Jason Alexander, Julia-Louis Dreyfus og Michael Richards, var hún eini leikarinn sem kom fyrir í öllum þáttaröðunum níu sem framleiddar voru. Seinfeld minntist Sheridan á Twitter með hlýhug í gær, þar sem hann birti mynd af sjónvarpsmæðginunum. „Liz var alltaf indælasta og ljúfasta sjónvarpsmamman sem sonur gat óskað sér. Í hvert einasta skipti sem hún kom á settið leið mér vel. Ég er lánsamur að hafa kynnst henni,“ skrifar Seinfeld. Liz was always the sweetest, nicest TV mom a son could wish for. Every time she came on our show it was the coziest feeling for me. So lucky to have known her. pic.twitter.com/ae9TDHQILU— Jerry Seinfeld (@JerrySeinfeld) April 15, 2022 Stutt er síðan Estelle Harris, hin mamman í Seinfeld-þáttunum, móðir persónunnar George Costanza sem leikinn var af Jason Alexander, lést.
Bíó og sjónvarp Andlát Hollywood Bandaríkin Tengdar fréttir Estelle Harris er látin Leikkonan Estelle Harris, sem er hvað þekktust fyrir að hafa farið með hlutverk móður George Costanza í þáttunum Seinfeld, er látin. Harris lést á heimili sínu í Palm Desert í Kaliforníu á laugardagskvöld af náttúrulegum orsökum. 3. apríl 2022 09:46 Mest lesið „Ég er búin að sætta mig við að ég mun líklega aldrei fá nein svör“ Lífið Stjörnustjarfur með David Schwimmer og Will Ferrell Lífið Maríanna og Dommi trúlofuð Lífið Fréttatía vikunnar: Leynigestur, brottvísanir og ofurfyrirsæta Lífið Fimm lög keppa í Söngvakeppninni í kvöld Lífið Einhleypan: Grænkeri sem hrífst af hugrekki Makamál Aðstoðarmennirnir og ástin Lífið „Ég var mjög reiður út í heiminn í marga mánuði“ Lífið Kosning hafin fyrir Hlustendaverðlaunin Lífið Segist vera nasisti sem elskar Hitler Lífið Fleiri fréttir Fimm lög keppa í Söngvakeppninni í kvöld „Ég er búin að sætta mig við að ég mun líklega aldrei fá nein svör“ Stjörnustjarfur með David Schwimmer og Will Ferrell Fréttatía vikunnar: Leynigestur, brottvísanir og ofurfyrirsæta Maríanna og Dommi trúlofuð Kúrekar og bandíttar í stuði á Kommablótinu Prinsessan eignaðist dóttur Segist vera nasisti sem elskar Hitler Lítil þolinmæði fyrir hrekk Audda Aðstoðarmennirnir og ástin Vefur um útivist í loftið Vetrarhátíð með gagnvirkri ljósasýningu hefst í dag Stjórnarandstaðan hræðist ekkert meðan ríkisstjórnin þori ekki út úr húsi „Ég var mjög reiður út í heiminn í marga mánuði“ Einhvern tímann var allt fyrst Berglind Festival, Hallgrímur Helga og Unnsteinn á sumarhryllingnum Mamma mætti á frumsýningu Fjallsins Frumsýning á Vísi: Óvæntir gestir hjá Væb-bræðrum Saknar ekki fullrar innkeyrslu af glæsikerrum Selur fantaflotta íbúð sem hann keypti af Birni Braga „Kemur í ljós að þetta er í raun einhverfa“ Kærasta Liam Payne tjáir síg í fyrsta sinn 340 fermetra listaverkahöll í Kópavogi Þriðja barn Gisele komið í heiminn Líkamsræktarfrömuður selur í Kópavogi Irv Gotti er látinn Halla og Björn létu sig ekki vanta á þorrablóti Álftaness Sleikurinn við Colin Farrell ógleymanlegur Hugsi yfir bílastæðamálum sem eru til skoðunar Peaky Blinders stjarna lét sig ekki vanta á The Damned Sjá meira
Estelle Harris er látin Leikkonan Estelle Harris, sem er hvað þekktust fyrir að hafa farið með hlutverk móður George Costanza í þáttunum Seinfeld, er látin. Harris lést á heimili sínu í Palm Desert í Kaliforníu á laugardagskvöld af náttúrulegum orsökum. 3. apríl 2022 09:46