Borgarlínan og Sjálfstæðisflokkurinn Ómar Már Jónsson skrifar 15. apríl 2022 14:02 Miðvikudaginn 13. apríl sl. var oddvitum til borgarstjórnar boðið á fund hjá Samtökunum um bíllausan lífsstíl. Ég er stuðningsmaður þeirra samtaka vegna þess að borgin á að beita sér fyrir samgöngum fyrir alla, líka þá sem vilja lifa lífinu án bíla. Á fundinum flysjaði Gísli Marteinn börkinn utan af oddvitunum í samgöngumálum þannig að ekkert stóð eftir nema, já eða nei, með eða á móti. Athyglisvert var að heyra Hildi Björnsdóttir, oddvita Sjálfstæðisflokksins svara því til, þegar afdráttarlaus svars var krafist af Gísla Marteini um hvort oddvitarnir væru með, eða á móti borgarlínu. Hildur svaraði orðrétt: „Við styðjum borgarlínu, en viljum ekki útvatnaða útgáfu.” X-D ætlar sér þannig að styðja við stefnu borgarstjóra um að halda áfram á þeirri vegferð að þröngva þungri borgarlínu inn í borgina. Afstaða Hildar er athyglisverð vegna þess að á heimasíðu X-D má sjá samþykkt í samgöngumálum frá 26. febrúar sl. þar sem segir: ,,Sjálfstæðisflokkurinn er fylgjandi verulega bætum almenningssamgöngum, en leggur áherslu á að borgarlína þrengi ekki að notkun annarra bifreiða.” Þeir sem hafa kynnt sér út á hvað borgarlínan gengur vita að það er eitt af megin markmiðum hennar að fækka akreinum m.a. á Suðurlandsbraut, Miklubraut og Háaleitisbraut. Borgarlínan gengur hreinlega út á að þrengja að einka- og deilibílum, þ.e. taka meira pláss fyrir almenningsvagna á kostnað annarra bifreiða. Stefna Miðflokksins er skýr þegar kemur að samgöngum fyrir alla. Enga borgarlínu. Borgarlína mun ekki leysa núverandi umferðarvanda í borginni. Borgarlína eykur ekki flæði umferðarinnar. Borgarlína mun ekki minnka þann tafakostnað sem umferðin býr við í dag og talið er að kosti samfélagið yfir 50 milljarða á ári. Leiðin til að breyta borginni er ekki fólgin í meiriháttar skipulagsbreytingum sem tekur a.m.k. 15 ár að framkvæma. Breytingarnar eiga að gerast með eðlilegum hætti þannig að þær mæti nútíma- og framtíðar þörfum borgarinnar og geti þróast áfram. Þeim breytingum er hægt að ná fram án þess að beita þvingunum til að laga einn samgöngumáta á kostnað annars. Það gerum við með mun betri ljósastýringum, setja upp göngubrýr yfir stofnæðar, eða með undirgöngum og fækkum þannig ljósabúnaði fyrir gangandi vegfarendur. Koma þarf fyrir mislægum gatnamótum á umferðamestu gatnamótununum og tryggja þannig óhindrað flæði umferðar án tafa. Með þeim hætti bætum við flæði umferðarinnar, aukum öryggi og lágmörkum tafatíma með framkæmdakostnaði sem er brot af því sem þung borgarlína kostar. Miðflokkurinn vill beita sér fyrir því að stuðla að frelsi einstaklinga, þannig að allir geti valið sér þann samgöngumáta sem hentar hverjum og einum. Útilokum ekki eða takmörkum neinn samgöngumáta. Höfundur er oddviti Miðflokksins til borgarstjórnar og fyrrverandi sveitarstjóri. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Miðflokkurinn Reykjavík Borgarstjórn Sveitarstjórnarmál Sveitarstjórnarkosningar 2022 Ómar Már Jónsson Mest lesið Halldór 31.01.26 Halldór Að loka á foreldri er ekki einfaldasta leiðin Sahara Rós Blandon Skoðun Nýi Landspítalinn: klúður sem enginn þorir lengur að ræða Sigurður Sigurðsson Skoðun Verðbólga á Íslandi er ekki slys – hún er afleiðing ákvarðana Sigurður Sigurðsson Skoðun Stjórnendur eru brúin – Ísland á að leiða fagmennsku, ekki draga úr henni Nichole Leigh Mosty Skoðun Kristrún og Mazzucato Stefán Jón Hafstein Skoðun Kæra heilbrigðisráðherra, Alma Möller Arnar Helgi Lárusson Skoðun Jaðardrengirnir okkar Sigurður Árni Reynisson Skoðun Kjósum mann sem klárar verkin! Róbert Ragnarsson Skoðun Að læra af fortíðinni Sigurður Helgi Pálmason Skoðun Skoðun Skoðun María Rut og samkeppnishæfnin Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Að hafa það sem þarf Ragnar Sigurðsson skrifar Skoðun Kjósum mann sem klárar verkin! Róbert Ragnarsson skrifar Skoðun Reykjavíkurborg er ramminn, ekki málverkið Björg Magnúsdóttir skrifar Skoðun Stjórnendur eru brúin – Ísland á að leiða fagmennsku, ekki draga úr henni Nichole Leigh Mosty skrifar Skoðun Bærinn er fólkið Karólína Helga Símonardóttir skrifar Skoðun Verðbólga á Íslandi er ekki slys – hún er afleiðing ákvarðana Sigurður Sigurðsson skrifar Skoðun Að læra af fortíðinni Sigurður Helgi Pálmason skrifar Skoðun Jaðardrengirnir okkar Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Kristrún og Mazzucato Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Þegar alþjóðaviðskipti eru vopnvædd Páll Rafnar Þorsteinsson skrifar Skoðun Að loka á foreldri er ekki einfaldasta leiðin Sahara Rós Blandon skrifar Skoðun Ákvarðanir fyrir framtíðarkynslóðir Sandra Sigurðardóttir skrifar Skoðun Stúka við Kórinn mun skera niður framtíð HK í fótbolta! Ómar Stefánsson skrifar Skoðun Hlúum að hjarta skólans skrifar Skoðun Ef þetta er ekki þrælahald – hvað er það þá? Ágústa Árnadóttir skrifar Skoðun Af hverju þurfa börn að borga í strætó? Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Flóttamannavegurinn er loksins fundinn Árni Rúnar Þorvaldsson skrifar Skoðun Ríkisborgararéttur – sömu reglur eiga að gilda fyrir alla Katrín Haukdal Magnúsdóttir skrifar Skoðun Hafnarfjörður fyrir fólk á öllum æviskeiðum Helga Björg Loftsdóttir skrifar Skoðun 3,7 milljarða skattalækkun í Hafnarfirði Orri Björnsson skrifar Skoðun Nokkur orð um rekstrarkostnað Arnar Már Jóhannesson,Ásgerður Ágústsdóttir skrifar Skoðun ESB er (enn) ekki varnarbandalag Hallgrímur Oddsson skrifar Skoðun Ekkert styður fullyrðingar um lélegan árangur af Byrjendalæsi Guðmundur Engilbertsson,Gunnar Gíslason,Jenný Gunnbjörnsdóttir,Ragnheiður Lilja Bjarnadóttir,Rannveig Oddsdóttir,Rúnar Sigþórsson skrifar Skoðun Suðurlandsbraut á skilið umhverfismat Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Loforðin ein vinna ekki á verðbólgunni Ólafur Adolfsson skrifar Skoðun Ástæða góðs árangurs í handbolta Lárus Bl. Sigurðsson skrifar Skoðun Skaðlegt stafrænt umhverfi barna Sigurður Sigurðsson skrifar Skoðun U-beygja framundan Eyjólfur Ármannsson skrifar Skoðun Ríkisstjórnin ræður ekki við verkefnið Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Sjá meira
Miðvikudaginn 13. apríl sl. var oddvitum til borgarstjórnar boðið á fund hjá Samtökunum um bíllausan lífsstíl. Ég er stuðningsmaður þeirra samtaka vegna þess að borgin á að beita sér fyrir samgöngum fyrir alla, líka þá sem vilja lifa lífinu án bíla. Á fundinum flysjaði Gísli Marteinn börkinn utan af oddvitunum í samgöngumálum þannig að ekkert stóð eftir nema, já eða nei, með eða á móti. Athyglisvert var að heyra Hildi Björnsdóttir, oddvita Sjálfstæðisflokksins svara því til, þegar afdráttarlaus svars var krafist af Gísla Marteini um hvort oddvitarnir væru með, eða á móti borgarlínu. Hildur svaraði orðrétt: „Við styðjum borgarlínu, en viljum ekki útvatnaða útgáfu.” X-D ætlar sér þannig að styðja við stefnu borgarstjóra um að halda áfram á þeirri vegferð að þröngva þungri borgarlínu inn í borgina. Afstaða Hildar er athyglisverð vegna þess að á heimasíðu X-D má sjá samþykkt í samgöngumálum frá 26. febrúar sl. þar sem segir: ,,Sjálfstæðisflokkurinn er fylgjandi verulega bætum almenningssamgöngum, en leggur áherslu á að borgarlína þrengi ekki að notkun annarra bifreiða.” Þeir sem hafa kynnt sér út á hvað borgarlínan gengur vita að það er eitt af megin markmiðum hennar að fækka akreinum m.a. á Suðurlandsbraut, Miklubraut og Háaleitisbraut. Borgarlínan gengur hreinlega út á að þrengja að einka- og deilibílum, þ.e. taka meira pláss fyrir almenningsvagna á kostnað annarra bifreiða. Stefna Miðflokksins er skýr þegar kemur að samgöngum fyrir alla. Enga borgarlínu. Borgarlína mun ekki leysa núverandi umferðarvanda í borginni. Borgarlína eykur ekki flæði umferðarinnar. Borgarlína mun ekki minnka þann tafakostnað sem umferðin býr við í dag og talið er að kosti samfélagið yfir 50 milljarða á ári. Leiðin til að breyta borginni er ekki fólgin í meiriháttar skipulagsbreytingum sem tekur a.m.k. 15 ár að framkvæma. Breytingarnar eiga að gerast með eðlilegum hætti þannig að þær mæti nútíma- og framtíðar þörfum borgarinnar og geti þróast áfram. Þeim breytingum er hægt að ná fram án þess að beita þvingunum til að laga einn samgöngumáta á kostnað annars. Það gerum við með mun betri ljósastýringum, setja upp göngubrýr yfir stofnæðar, eða með undirgöngum og fækkum þannig ljósabúnaði fyrir gangandi vegfarendur. Koma þarf fyrir mislægum gatnamótum á umferðamestu gatnamótununum og tryggja þannig óhindrað flæði umferðar án tafa. Með þeim hætti bætum við flæði umferðarinnar, aukum öryggi og lágmörkum tafatíma með framkæmdakostnaði sem er brot af því sem þung borgarlína kostar. Miðflokkurinn vill beita sér fyrir því að stuðla að frelsi einstaklinga, þannig að allir geti valið sér þann samgöngumáta sem hentar hverjum og einum. Útilokum ekki eða takmörkum neinn samgöngumáta. Höfundur er oddviti Miðflokksins til borgarstjórnar og fyrrverandi sveitarstjóri.
Stjórnendur eru brúin – Ísland á að leiða fagmennsku, ekki draga úr henni Nichole Leigh Mosty Skoðun
Skoðun Stjórnendur eru brúin – Ísland á að leiða fagmennsku, ekki draga úr henni Nichole Leigh Mosty skrifar
Skoðun Ríkisborgararéttur – sömu reglur eiga að gilda fyrir alla Katrín Haukdal Magnúsdóttir skrifar
Skoðun Ekkert styður fullyrðingar um lélegan árangur af Byrjendalæsi Guðmundur Engilbertsson,Gunnar Gíslason,Jenný Gunnbjörnsdóttir,Ragnheiður Lilja Bjarnadóttir,Rannveig Oddsdóttir,Rúnar Sigþórsson skrifar
Stjórnendur eru brúin – Ísland á að leiða fagmennsku, ekki draga úr henni Nichole Leigh Mosty Skoðun