Sami fnykurinn „og lá hér yfir öllu í aðdraganda hrunsins“ Kristín Ólafsdóttir skrifar 15. apríl 2022 12:00 Davíð Þór Jónsson, prestur í Laugarneskirkju, tekur til máls á mótmælunum á Austurvelli í dag. Á fimmta hundrað hafa boðað komu sína á mótmæli á Austurvelli klukkan 14 í dag vegna sölunnar á Íslandsbanka. Einn ræðumanna býst við góðri mætingu, enda telur hann stórum hluta þjóðarinnar misboðið. Ára bankahrunsins 2008 svífi nú yfir vötnum. Fyrri mótmæli vegna bankasölunnar voru haldin um síðustu helgi en skipuleggjendur mótmælanna í dag eru þeir sömu og áður; þar á meðal Jæja-hópurinn svokallaði, hópur sem staðið hefur að fjölda mótmæla og farið hefur mikinn í gagnrýni á ríkisstjórnir Katrínar Jakobsdóttur. Mótmælin hefjast klukkan 14 og á mælendaskrá eru Atli Þór Fanndal framkvæmdastjóri Íslandsdeildar Transparency International, Halldóra Mogensen þingmaður Pírata og Davíð þór Jónsson, prestur í Laugarneskirkju. Fram kemur á Facebook-síðu viðburðarins að kröfur mótmælenda séu að bankasölunni verði rift, að stjórn bankasýslunnar víki og Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra segi af sér. Almenningi misboðið Davíð Þór telur það síðastnefnda „sanngjarna og hógværa kröfu“. Hann býst við góðri mætingu. „Ég veit að fólki og almenningi og öllum þorra þjóðarinnar er gjörsamlega misboðið en við búum líka í samfélagi þar sem við erum að rísa upp úr tveggja ára mjög óvenjulegu tímabili,“ segir Davíð Þór og vísar þar til kórónuveirufaraldursins og tilheyrandi samkomutakmarkanna. Hann hyggst fara um víðan völl í ræðu sinni á mótmælunum á eftir. „Það sló mig, ég er að ferma börn núna. Þau eru fædd 2008, ártal sem hringir ákveðnum bjöllum. Og þess vegna setur að manni óhug þegar maður sér þetta í samfélaginu, finnur sama fnykinn og lá hér yfir öllu í aðdraganda hrunsins.“ Davíð Þór sjálfum blöskrar þær aðferðir sem hafðar voru í söluferlinu; símtöl í margumtalaða fagfjárfesta að kvöldi til, svo dæmi sé tekið. „Mér finnst það ekki í lagi og ég held að engum finnist það í lagi. Nema náttúrulega þeim sem eru með boðskort í orgíuna,“ segir Davíð Þór Jónsson prestur. Salan á Íslandsbanka Reykjavík Mest lesið Kostaði umdeilda færslu á síðu flokks sem hann er hættur í Innlent Stuðningur við Trump kostaði sambandið við Elon Erlent „Girtu þig nú í brók og horfstu í augu við sjálfan þig“ Innlent Tvær á toppnum Innlent Annarri ákærunni formlega vísað frá Erlent Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Innlent Flugvélar og fólk skautuðu á Hafravatni Innlent Breytinga að vænta á fylgi Flokks fólksins Innlent Bælin tóm og Diegos sárt saknað: „Hann er einn af okkur“ Innlent Lögreglumenn furðuðu sig á vígahnetti Innlent Fleiri fréttir Kostaði umdeilda færslu á síðu flokks sem hann er hættur í Flugvélar og fólk skautuðu á Hafravatni Tvær á toppnum Gasmengun helsta hættan í Grindavík „Það má Guð vita“ Bælin tóm og Diegos sárt saknað: „Hann er einn af okkur“ „Girtu þig nú í brók og horfstu í augu við sjálfan þig“ Bjartsýni í Karphúsinu og kattarins Díegó leitað Lofa fullum trúnaði ef Diego verður skilað Leitaði trúnaðarupplýsinga til að staðfesta orðróm en fékk sparkið Ákærður fyrir stunguárásina á Menningarnótt Dómsmál setur áform Heidelberg í uppnám Enn talsverður kraftur í eldgosinu Bitist af mikilli hörku um atkvæði íbúa í Ölfusi Breytinga að vænta á fylgi Flokks fólksins Krapastífla hefur myndast í Ölfusá við Selfoss Hjúkrunarfræðingar samþykktu samning Sást á öryggismyndavélum þegar Diego var numinn á brott Lögreglumenn furðuðu sig á vígahnetti Kjörin í stjórn Evrópska ungmennavettvangsins Jane Goodall hvetur stjórnvöld til að beita sér gegn hvalveiðum Opna Grindavík á ný Sérfræðingar rýna í stöðuna á lokasprettinum Ráðgjafar- og greiningarstöð fjársvelt meðan ásókn í þjónustu eykst Töluverðar líkur á leiðindaveðri á kjördag Sjálfstæðismaður vill ekki að sitt fólk striki Dag út Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Rannsókn lokið á stunguárásinni við Skúlagötu Fundað í Karphúsi og hraunið kælt á Reykjanesi Sjúkratryggingar auglýsa eftir rekstraraðilum hjúkrunarheimila Sjá meira
Fyrri mótmæli vegna bankasölunnar voru haldin um síðustu helgi en skipuleggjendur mótmælanna í dag eru þeir sömu og áður; þar á meðal Jæja-hópurinn svokallaði, hópur sem staðið hefur að fjölda mótmæla og farið hefur mikinn í gagnrýni á ríkisstjórnir Katrínar Jakobsdóttur. Mótmælin hefjast klukkan 14 og á mælendaskrá eru Atli Þór Fanndal framkvæmdastjóri Íslandsdeildar Transparency International, Halldóra Mogensen þingmaður Pírata og Davíð þór Jónsson, prestur í Laugarneskirkju. Fram kemur á Facebook-síðu viðburðarins að kröfur mótmælenda séu að bankasölunni verði rift, að stjórn bankasýslunnar víki og Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra segi af sér. Almenningi misboðið Davíð Þór telur það síðastnefnda „sanngjarna og hógværa kröfu“. Hann býst við góðri mætingu. „Ég veit að fólki og almenningi og öllum þorra þjóðarinnar er gjörsamlega misboðið en við búum líka í samfélagi þar sem við erum að rísa upp úr tveggja ára mjög óvenjulegu tímabili,“ segir Davíð Þór og vísar þar til kórónuveirufaraldursins og tilheyrandi samkomutakmarkanna. Hann hyggst fara um víðan völl í ræðu sinni á mótmælunum á eftir. „Það sló mig, ég er að ferma börn núna. Þau eru fædd 2008, ártal sem hringir ákveðnum bjöllum. Og þess vegna setur að manni óhug þegar maður sér þetta í samfélaginu, finnur sama fnykinn og lá hér yfir öllu í aðdraganda hrunsins.“ Davíð Þór sjálfum blöskrar þær aðferðir sem hafðar voru í söluferlinu; símtöl í margumtalaða fagfjárfesta að kvöldi til, svo dæmi sé tekið. „Mér finnst það ekki í lagi og ég held að engum finnist það í lagi. Nema náttúrulega þeim sem eru með boðskort í orgíuna,“ segir Davíð Þór Jónsson prestur.
Salan á Íslandsbanka Reykjavík Mest lesið Kostaði umdeilda færslu á síðu flokks sem hann er hættur í Innlent Stuðningur við Trump kostaði sambandið við Elon Erlent „Girtu þig nú í brók og horfstu í augu við sjálfan þig“ Innlent Tvær á toppnum Innlent Annarri ákærunni formlega vísað frá Erlent Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Innlent Flugvélar og fólk skautuðu á Hafravatni Innlent Breytinga að vænta á fylgi Flokks fólksins Innlent Bælin tóm og Diegos sárt saknað: „Hann er einn af okkur“ Innlent Lögreglumenn furðuðu sig á vígahnetti Innlent Fleiri fréttir Kostaði umdeilda færslu á síðu flokks sem hann er hættur í Flugvélar og fólk skautuðu á Hafravatni Tvær á toppnum Gasmengun helsta hættan í Grindavík „Það má Guð vita“ Bælin tóm og Diegos sárt saknað: „Hann er einn af okkur“ „Girtu þig nú í brók og horfstu í augu við sjálfan þig“ Bjartsýni í Karphúsinu og kattarins Díegó leitað Lofa fullum trúnaði ef Diego verður skilað Leitaði trúnaðarupplýsinga til að staðfesta orðróm en fékk sparkið Ákærður fyrir stunguárásina á Menningarnótt Dómsmál setur áform Heidelberg í uppnám Enn talsverður kraftur í eldgosinu Bitist af mikilli hörku um atkvæði íbúa í Ölfusi Breytinga að vænta á fylgi Flokks fólksins Krapastífla hefur myndast í Ölfusá við Selfoss Hjúkrunarfræðingar samþykktu samning Sást á öryggismyndavélum þegar Diego var numinn á brott Lögreglumenn furðuðu sig á vígahnetti Kjörin í stjórn Evrópska ungmennavettvangsins Jane Goodall hvetur stjórnvöld til að beita sér gegn hvalveiðum Opna Grindavík á ný Sérfræðingar rýna í stöðuna á lokasprettinum Ráðgjafar- og greiningarstöð fjársvelt meðan ásókn í þjónustu eykst Töluverðar líkur á leiðindaveðri á kjördag Sjálfstæðismaður vill ekki að sitt fólk striki Dag út Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Rannsókn lokið á stunguárásinni við Skúlagötu Fundað í Karphúsi og hraunið kælt á Reykjanesi Sjúkratryggingar auglýsa eftir rekstraraðilum hjúkrunarheimila Sjá meira