Þýska lögreglan lagðist í umfangsmikla rannsókn á eignarhaldi snekkjunnar sem leiddi hið sanna eignarhald í ljós. Skipinu er siglt undir fána Cayman-eyja og skráð í eigu eignarhaldsfélags á Möltu. Eyjarnar eru þekkt skattaskjól, samkvæmt umfjöllun Guardian.
Usmanov er vellauðugur en Bretar lögðu á hann harðar viðskiptaþvinganir í síðasta mánuði. Milljarðarmæringurinn átti stóran hlut í Arsenal, sem hann seldi árið 2018, og þá hafa fyrirtæki í hans eigu auglýst mikið hjá Everton á síðustu árum. Fótboltaliðið sleit samningum við Usmanov í síðasta mánuði vegna innrásarinnar.
Bretar hafa einnig lagt viðskiptaþvinganir á Gulbakhor Ismailovu, systur Usmanovs, en ríkisstjórnin telur að Usmanov hafi framselt eignir sínar til hennar í kjölfar innrásarinnar. Þar á meðal er snekkjan Dilbar.