Falla frá kröfu um nálgunarbann á hendur Ezra Miller Viktor Örn Ásgeirsson skrifar 14. apríl 2022 09:41 Ezra Miller hefur leikið í fjölmörgum kvikmyndum. Getty Images Par frá Hawaii hefur ákveðið að falla frá kröfu um nálgunarbann á hendur leikaranum Ezra Miller. Miller var handtekið fyrir að hafa misst stjórn á sér á karíókíbar á Hawaii í lok mars. Ezra hefur meðal annars leikið í kvikmyndunum We Need To Talk About Kevin, The Perks of Being a Wallflower og Fantastic Beasts-myndunum. Þá lék hán Barry Allen, eða The Flash, í Justice League. „Ég mun grafa þig og lauslátu konuna þína“ Ezra var á karókíbar í lok mars þar sem hán missti stjórn á sér. Hán á að hafa öskrað á fólk, rifið hljóðnemann af ungri konu, notað ljót orð og ráðist á mann sem var í pílukasti. Parið sem sótti um nálgunarbannið segjast hafa kynnst Ezra á markaði í bænum Hilo á Hawaii en Ezra fékk gistingu hjá parinu á meðan hán var í bænum. Eftir atvikið á karókíbarnum um helgina borgaði parið sekt til þess að frelsa hán úr fangelsinu. Þegar heim var komið réðst hán inn í svefnherbergi parsins og hótaði þeim. Í dómskjölum kemur fram að hán hafi meðal annars sagt: „Ég mun grafa þig og lauslátu konuna þína.“ Miller stal einnig af þeim kortum, veski og vegabréfum en þau kröfðust nálgunarbanns í kjölfarið. Lenti í deilum á Íslandi Lögfræðingur parsins vildi ekki tjá sig um hvers vegna hafi verið ákveðið að falla frá kröfum á hendur Miller. Dómari hafði þegar samþykkt beiðni um nálgunarbann og kvað bannið nauðsynlegt til að koma í veg fyrir frekara áreiti af hálfu leikarans í framtíðinni. AP fréttaveitan greinir frá. Ezra Miller kom til Íslands árið 2020 og lenti þar í deilum við konu á Prikinu sem staðfesti að háni hafi verið vísað út af staðnum. Í kjölfarið gekk myndband á netinu þar sem hán virtist taka konu hálstaki og henda henni í jörðina. Hollywood Mál Ezra Miller Tengdar fréttir Leikarinn Ezra Miller handtekinn á Hawaii Ezra Miller var handtekið á Hawaii fyrir tvö brot af óreglu og áreitni eftir deilur sem áttu sér stað á karókíbar um helgina. Einnig hefur par frá svæðinu sem Ezra gisti hjá sótt um nálgunarbann á stjörnuna eftir að hán réðst inn í svefnherbergið þeirra. 31. mars 2022 12:31 Ezra Miller vildi sem minnst af athygli vita á N1 í Borgarnesi Leikarinn var þar á ferð ásamt félaga sínum og leiðsögumanni og virtust þeir ætla að falla ansi vel inn í hópinn þar til ungar stúlkur báru kennsl á kauða. 26. ágúst 2019 16:31 Bandarískur stórleikari mætti óvænt í 80s-partí í ÍR-heimilinu Glæddi partíið heldur betur lífi sem var nánast búið þegar hann mætti. 19. nóvember 2018 13:30 Mest lesið Kastaði sér niður fimmtán stiga: „Marinn, þjáður og aumkunarverður“ Lífið Lögmálið um lítil typpi Lífið Ölgerðin lítur Orkutal „öfgahægrisins“ alvarlegum augum Lífið „Get ekki hætt að hlusta og gráta“ Lífið „Mjög pirruð út í hvort annað eftir frumsýninguna“ Lífið Dansandi bræður slá í gegn á stóra sviðinu Lífið „Konan hans hlýtur að taka á honum þegar hún heyrir þetta“ Lífið Sérstök og sjaldgæf íslensk nöfn: „Vitanlega var mér strítt“ Lífið George R. R. Martin á Íslandi: „Það er smá svalt hérna“ Menning Fagnar fimmtugsafmæli með fyrstu tónleikum Ampop í átján ár Tónlist Fleiri fréttir Tíu töff pelsar fyrir veturinn „Mjög pirruð út í hvort annað eftir frumsýninguna“ Ölgerðin lítur Orkutal „öfgahægrisins“ alvarlegum augum Spennandi fiski-takkó fyrir alla fjölskylduna Kastaði sér niður fimmtán stiga: „Marinn, þjáður og aumkunarverður“ „Get ekki hætt að hlusta og gráta“ Lögmálið um lítil typpi Dansandi bræður slá í gegn á stóra sviðinu Safaríkur kjúklingaréttur sem slær alltaf í gegn Smart og stílíseruð í Sigvaldablokk Stórstjörnur í snjóbrettasenunni fögnuðu Fann engin önnur ráð en „að ganga í söfnuð Votta Jehóva“ Einbýlishús í Garðabænum eftir miklar framkvæmdir Sérstök og sjaldgæf íslensk nöfn: „Vitanlega var mér strítt“ „Konan hans hlýtur að taka á honum þegar hún heyrir þetta“ Slær á sögusagnirnar með lúmskum skilaboðum Eins og sebrahestur umkringdur ljónum Sjáðu nýtt og stærðarinnar veitingasvæði í Smáralind Löggunni ekki boðið en mætti tvisvar til Jenner Binni ætlaði að sjóða kartöflur í hraðsuðukatli Ein besta knattspyrnukona landsins frátekin Leikkonan Sally Kirkland er látin Jana Steingríms og Lilja Ketils héldu bleikt partý Úrslitin réðust í lokaspurningu um mislukkaðan uppfinningamann Gulli áttaði sig skyndilega á því að hann væri í miðjum Heimsóknarþætti Fellaskóli vann Skrekk Innlit: Hlýlegt heimili í sögulegri viðbyggingu í Vesturbænum Fersk og bragðgóð Chimichurri-kryddblanda Kim féll Gleðilegan feðradag: „Við verðum fjögur í apríl“ Sjá meira
Ezra hefur meðal annars leikið í kvikmyndunum We Need To Talk About Kevin, The Perks of Being a Wallflower og Fantastic Beasts-myndunum. Þá lék hán Barry Allen, eða The Flash, í Justice League. „Ég mun grafa þig og lauslátu konuna þína“ Ezra var á karókíbar í lok mars þar sem hán missti stjórn á sér. Hán á að hafa öskrað á fólk, rifið hljóðnemann af ungri konu, notað ljót orð og ráðist á mann sem var í pílukasti. Parið sem sótti um nálgunarbannið segjast hafa kynnst Ezra á markaði í bænum Hilo á Hawaii en Ezra fékk gistingu hjá parinu á meðan hán var í bænum. Eftir atvikið á karókíbarnum um helgina borgaði parið sekt til þess að frelsa hán úr fangelsinu. Þegar heim var komið réðst hán inn í svefnherbergi parsins og hótaði þeim. Í dómskjölum kemur fram að hán hafi meðal annars sagt: „Ég mun grafa þig og lauslátu konuna þína.“ Miller stal einnig af þeim kortum, veski og vegabréfum en þau kröfðust nálgunarbanns í kjölfarið. Lenti í deilum á Íslandi Lögfræðingur parsins vildi ekki tjá sig um hvers vegna hafi verið ákveðið að falla frá kröfum á hendur Miller. Dómari hafði þegar samþykkt beiðni um nálgunarbann og kvað bannið nauðsynlegt til að koma í veg fyrir frekara áreiti af hálfu leikarans í framtíðinni. AP fréttaveitan greinir frá. Ezra Miller kom til Íslands árið 2020 og lenti þar í deilum við konu á Prikinu sem staðfesti að háni hafi verið vísað út af staðnum. Í kjölfarið gekk myndband á netinu þar sem hán virtist taka konu hálstaki og henda henni í jörðina.
Hollywood Mál Ezra Miller Tengdar fréttir Leikarinn Ezra Miller handtekinn á Hawaii Ezra Miller var handtekið á Hawaii fyrir tvö brot af óreglu og áreitni eftir deilur sem áttu sér stað á karókíbar um helgina. Einnig hefur par frá svæðinu sem Ezra gisti hjá sótt um nálgunarbann á stjörnuna eftir að hán réðst inn í svefnherbergið þeirra. 31. mars 2022 12:31 Ezra Miller vildi sem minnst af athygli vita á N1 í Borgarnesi Leikarinn var þar á ferð ásamt félaga sínum og leiðsögumanni og virtust þeir ætla að falla ansi vel inn í hópinn þar til ungar stúlkur báru kennsl á kauða. 26. ágúst 2019 16:31 Bandarískur stórleikari mætti óvænt í 80s-partí í ÍR-heimilinu Glæddi partíið heldur betur lífi sem var nánast búið þegar hann mætti. 19. nóvember 2018 13:30 Mest lesið Kastaði sér niður fimmtán stiga: „Marinn, þjáður og aumkunarverður“ Lífið Lögmálið um lítil typpi Lífið Ölgerðin lítur Orkutal „öfgahægrisins“ alvarlegum augum Lífið „Get ekki hætt að hlusta og gráta“ Lífið „Mjög pirruð út í hvort annað eftir frumsýninguna“ Lífið Dansandi bræður slá í gegn á stóra sviðinu Lífið „Konan hans hlýtur að taka á honum þegar hún heyrir þetta“ Lífið Sérstök og sjaldgæf íslensk nöfn: „Vitanlega var mér strítt“ Lífið George R. R. Martin á Íslandi: „Það er smá svalt hérna“ Menning Fagnar fimmtugsafmæli með fyrstu tónleikum Ampop í átján ár Tónlist Fleiri fréttir Tíu töff pelsar fyrir veturinn „Mjög pirruð út í hvort annað eftir frumsýninguna“ Ölgerðin lítur Orkutal „öfgahægrisins“ alvarlegum augum Spennandi fiski-takkó fyrir alla fjölskylduna Kastaði sér niður fimmtán stiga: „Marinn, þjáður og aumkunarverður“ „Get ekki hætt að hlusta og gráta“ Lögmálið um lítil typpi Dansandi bræður slá í gegn á stóra sviðinu Safaríkur kjúklingaréttur sem slær alltaf í gegn Smart og stílíseruð í Sigvaldablokk Stórstjörnur í snjóbrettasenunni fögnuðu Fann engin önnur ráð en „að ganga í söfnuð Votta Jehóva“ Einbýlishús í Garðabænum eftir miklar framkvæmdir Sérstök og sjaldgæf íslensk nöfn: „Vitanlega var mér strítt“ „Konan hans hlýtur að taka á honum þegar hún heyrir þetta“ Slær á sögusagnirnar með lúmskum skilaboðum Eins og sebrahestur umkringdur ljónum Sjáðu nýtt og stærðarinnar veitingasvæði í Smáralind Löggunni ekki boðið en mætti tvisvar til Jenner Binni ætlaði að sjóða kartöflur í hraðsuðukatli Ein besta knattspyrnukona landsins frátekin Leikkonan Sally Kirkland er látin Jana Steingríms og Lilja Ketils héldu bleikt partý Úrslitin réðust í lokaspurningu um mislukkaðan uppfinningamann Gulli áttaði sig skyndilega á því að hann væri í miðjum Heimsóknarþætti Fellaskóli vann Skrekk Innlit: Hlýlegt heimili í sögulegri viðbyggingu í Vesturbænum Fersk og bragðgóð Chimichurri-kryddblanda Kim féll Gleðilegan feðradag: „Við verðum fjögur í apríl“ Sjá meira
Leikarinn Ezra Miller handtekinn á Hawaii Ezra Miller var handtekið á Hawaii fyrir tvö brot af óreglu og áreitni eftir deilur sem áttu sér stað á karókíbar um helgina. Einnig hefur par frá svæðinu sem Ezra gisti hjá sótt um nálgunarbann á stjörnuna eftir að hán réðst inn í svefnherbergið þeirra. 31. mars 2022 12:31
Ezra Miller vildi sem minnst af athygli vita á N1 í Borgarnesi Leikarinn var þar á ferð ásamt félaga sínum og leiðsögumanni og virtust þeir ætla að falla ansi vel inn í hópinn þar til ungar stúlkur báru kennsl á kauða. 26. ágúst 2019 16:31
Bandarískur stórleikari mætti óvænt í 80s-partí í ÍR-heimilinu Glæddi partíið heldur betur lífi sem var nánast búið þegar hann mætti. 19. nóvember 2018 13:30