Falla frá kröfu um nálgunarbann á hendur Ezra Miller Viktor Örn Ásgeirsson skrifar 14. apríl 2022 09:41 Ezra Miller hefur leikið í fjölmörgum kvikmyndum. Getty Images Par frá Hawaii hefur ákveðið að falla frá kröfu um nálgunarbann á hendur leikaranum Ezra Miller. Miller var handtekið fyrir að hafa misst stjórn á sér á karíókíbar á Hawaii í lok mars. Ezra hefur meðal annars leikið í kvikmyndunum We Need To Talk About Kevin, The Perks of Being a Wallflower og Fantastic Beasts-myndunum. Þá lék hán Barry Allen, eða The Flash, í Justice League. „Ég mun grafa þig og lauslátu konuna þína“ Ezra var á karókíbar í lok mars þar sem hán missti stjórn á sér. Hán á að hafa öskrað á fólk, rifið hljóðnemann af ungri konu, notað ljót orð og ráðist á mann sem var í pílukasti. Parið sem sótti um nálgunarbannið segjast hafa kynnst Ezra á markaði í bænum Hilo á Hawaii en Ezra fékk gistingu hjá parinu á meðan hán var í bænum. Eftir atvikið á karókíbarnum um helgina borgaði parið sekt til þess að frelsa hán úr fangelsinu. Þegar heim var komið réðst hán inn í svefnherbergi parsins og hótaði þeim. Í dómskjölum kemur fram að hán hafi meðal annars sagt: „Ég mun grafa þig og lauslátu konuna þína.“ Miller stal einnig af þeim kortum, veski og vegabréfum en þau kröfðust nálgunarbanns í kjölfarið. Lenti í deilum á Íslandi Lögfræðingur parsins vildi ekki tjá sig um hvers vegna hafi verið ákveðið að falla frá kröfum á hendur Miller. Dómari hafði þegar samþykkt beiðni um nálgunarbann og kvað bannið nauðsynlegt til að koma í veg fyrir frekara áreiti af hálfu leikarans í framtíðinni. AP fréttaveitan greinir frá. Ezra Miller kom til Íslands árið 2020 og lenti þar í deilum við konu á Prikinu sem staðfesti að háni hafi verið vísað út af staðnum. Í kjölfarið gekk myndband á netinu þar sem hán virtist taka konu hálstaki og henda henni í jörðina. Hollywood Mál Ezra Miller Tengdar fréttir Leikarinn Ezra Miller handtekinn á Hawaii Ezra Miller var handtekið á Hawaii fyrir tvö brot af óreglu og áreitni eftir deilur sem áttu sér stað á karókíbar um helgina. Einnig hefur par frá svæðinu sem Ezra gisti hjá sótt um nálgunarbann á stjörnuna eftir að hán réðst inn í svefnherbergið þeirra. 31. mars 2022 12:31 Ezra Miller vildi sem minnst af athygli vita á N1 í Borgarnesi Leikarinn var þar á ferð ásamt félaga sínum og leiðsögumanni og virtust þeir ætla að falla ansi vel inn í hópinn þar til ungar stúlkur báru kennsl á kauða. 26. ágúst 2019 16:31 Bandarískur stórleikari mætti óvænt í 80s-partí í ÍR-heimilinu Glæddi partíið heldur betur lífi sem var nánast búið þegar hann mætti. 19. nóvember 2018 13:30 Mest lesið „Lífið væri svo miklu leiðinlegra ef ég ætti ekki bróður með Downs“ Lífið Fötlunin ekki stærsta áfallið heldur veikindin sem fylgdu Lífið Kenndi sjálfum sér um í tuttugu ár Lífið Grundvallarmisskilnings gæti um þaksvalir á Íslandi Lífið Ryan Reynolds og Taylor Swift hafi beitt hann þrýstingi Lífið Ragna Sigurðardóttir á von á barni Lífið Troðfullt hús og standandi lófaklapp Menning Erling og Sigríður selja húsið eftir átján ár Lífið Þetta eru keppendur Söngvakeppninnar 2025 Lífið Fréttatía vikunnar: Bólfélagar, fjársvik og flóð Lífið Fleiri fréttir Grundvallarmisskilnings gæti um þaksvalir á Íslandi „Lífið væri svo miklu leiðinlegra ef ég ætti ekki bróður með Downs“ Kenndi sjálfum sér um í tuttugu ár Fréttatía vikunnar: Bólfélagar, fjársvik og flóð Fötlunin ekki stærsta áfallið heldur veikindin sem fylgdu Mótmæltu keppninni í fyrra en ætla sér alla leið í ár Ragna Sigurðardóttir á von á barni Þetta eru keppendur Söngvakeppninnar 2025 Erling og Sigríður selja húsið eftir átján ár Ryan Reynolds og Taylor Swift hafi beitt hann þrýstingi Gucci og glæsileiki á Ítalíu hjá Línu og Gumma Taldi læknana vera að grínast þegar hann vaknaði úr dái Sjá loksins fyrir endann á erfiðustu framkvæmdum á ferlinum Joan Plowright er látin Dóttir Ernu Mistar og Þorleifs Arnar fædd Minntust þess að 30 ár eru liðin frá því að flóðið féll Adam Sandler á sýningu Maríu Birtu í Las Vegas Nicola Sturgeon orðin einhleyp Mætti með fertugan Paddington á forsýninguna David Lynch er látinn Flugfélag bregst við vegna kómískrar frásagnar Katrínar Skælbrosandi Sofia snæddi með Lewis Erótískt hommablað vill mynda akureyrska fola Bobbysocks og Wig Wam vilja aftur í Eurovision Sagði engum frá nema fjölskyldunni Fallegt heimili Völu á Álftanesinu Starfsdagar nauðsynlegir, meira ofbeldi og ljótara orðbragð „Þetta er svo ósanngjarnt og enn mjög óraunverulegt fyrir okkur fjölskylduna“ Nóg pláss fyrir tvo í sturtunni Kynferðisleg stífla hjá húsfélaginu Sjá meira
Ezra hefur meðal annars leikið í kvikmyndunum We Need To Talk About Kevin, The Perks of Being a Wallflower og Fantastic Beasts-myndunum. Þá lék hán Barry Allen, eða The Flash, í Justice League. „Ég mun grafa þig og lauslátu konuna þína“ Ezra var á karókíbar í lok mars þar sem hán missti stjórn á sér. Hán á að hafa öskrað á fólk, rifið hljóðnemann af ungri konu, notað ljót orð og ráðist á mann sem var í pílukasti. Parið sem sótti um nálgunarbannið segjast hafa kynnst Ezra á markaði í bænum Hilo á Hawaii en Ezra fékk gistingu hjá parinu á meðan hán var í bænum. Eftir atvikið á karókíbarnum um helgina borgaði parið sekt til þess að frelsa hán úr fangelsinu. Þegar heim var komið réðst hán inn í svefnherbergi parsins og hótaði þeim. Í dómskjölum kemur fram að hán hafi meðal annars sagt: „Ég mun grafa þig og lauslátu konuna þína.“ Miller stal einnig af þeim kortum, veski og vegabréfum en þau kröfðust nálgunarbanns í kjölfarið. Lenti í deilum á Íslandi Lögfræðingur parsins vildi ekki tjá sig um hvers vegna hafi verið ákveðið að falla frá kröfum á hendur Miller. Dómari hafði þegar samþykkt beiðni um nálgunarbann og kvað bannið nauðsynlegt til að koma í veg fyrir frekara áreiti af hálfu leikarans í framtíðinni. AP fréttaveitan greinir frá. Ezra Miller kom til Íslands árið 2020 og lenti þar í deilum við konu á Prikinu sem staðfesti að háni hafi verið vísað út af staðnum. Í kjölfarið gekk myndband á netinu þar sem hán virtist taka konu hálstaki og henda henni í jörðina.
Hollywood Mál Ezra Miller Tengdar fréttir Leikarinn Ezra Miller handtekinn á Hawaii Ezra Miller var handtekið á Hawaii fyrir tvö brot af óreglu og áreitni eftir deilur sem áttu sér stað á karókíbar um helgina. Einnig hefur par frá svæðinu sem Ezra gisti hjá sótt um nálgunarbann á stjörnuna eftir að hán réðst inn í svefnherbergið þeirra. 31. mars 2022 12:31 Ezra Miller vildi sem minnst af athygli vita á N1 í Borgarnesi Leikarinn var þar á ferð ásamt félaga sínum og leiðsögumanni og virtust þeir ætla að falla ansi vel inn í hópinn þar til ungar stúlkur báru kennsl á kauða. 26. ágúst 2019 16:31 Bandarískur stórleikari mætti óvænt í 80s-partí í ÍR-heimilinu Glæddi partíið heldur betur lífi sem var nánast búið þegar hann mætti. 19. nóvember 2018 13:30 Mest lesið „Lífið væri svo miklu leiðinlegra ef ég ætti ekki bróður með Downs“ Lífið Fötlunin ekki stærsta áfallið heldur veikindin sem fylgdu Lífið Kenndi sjálfum sér um í tuttugu ár Lífið Grundvallarmisskilnings gæti um þaksvalir á Íslandi Lífið Ryan Reynolds og Taylor Swift hafi beitt hann þrýstingi Lífið Ragna Sigurðardóttir á von á barni Lífið Troðfullt hús og standandi lófaklapp Menning Erling og Sigríður selja húsið eftir átján ár Lífið Þetta eru keppendur Söngvakeppninnar 2025 Lífið Fréttatía vikunnar: Bólfélagar, fjársvik og flóð Lífið Fleiri fréttir Grundvallarmisskilnings gæti um þaksvalir á Íslandi „Lífið væri svo miklu leiðinlegra ef ég ætti ekki bróður með Downs“ Kenndi sjálfum sér um í tuttugu ár Fréttatía vikunnar: Bólfélagar, fjársvik og flóð Fötlunin ekki stærsta áfallið heldur veikindin sem fylgdu Mótmæltu keppninni í fyrra en ætla sér alla leið í ár Ragna Sigurðardóttir á von á barni Þetta eru keppendur Söngvakeppninnar 2025 Erling og Sigríður selja húsið eftir átján ár Ryan Reynolds og Taylor Swift hafi beitt hann þrýstingi Gucci og glæsileiki á Ítalíu hjá Línu og Gumma Taldi læknana vera að grínast þegar hann vaknaði úr dái Sjá loksins fyrir endann á erfiðustu framkvæmdum á ferlinum Joan Plowright er látin Dóttir Ernu Mistar og Þorleifs Arnar fædd Minntust þess að 30 ár eru liðin frá því að flóðið féll Adam Sandler á sýningu Maríu Birtu í Las Vegas Nicola Sturgeon orðin einhleyp Mætti með fertugan Paddington á forsýninguna David Lynch er látinn Flugfélag bregst við vegna kómískrar frásagnar Katrínar Skælbrosandi Sofia snæddi með Lewis Erótískt hommablað vill mynda akureyrska fola Bobbysocks og Wig Wam vilja aftur í Eurovision Sagði engum frá nema fjölskyldunni Fallegt heimili Völu á Álftanesinu Starfsdagar nauðsynlegir, meira ofbeldi og ljótara orðbragð „Þetta er svo ósanngjarnt og enn mjög óraunverulegt fyrir okkur fjölskylduna“ Nóg pláss fyrir tvo í sturtunni Kynferðisleg stífla hjá húsfélaginu Sjá meira
Leikarinn Ezra Miller handtekinn á Hawaii Ezra Miller var handtekið á Hawaii fyrir tvö brot af óreglu og áreitni eftir deilur sem áttu sér stað á karókíbar um helgina. Einnig hefur par frá svæðinu sem Ezra gisti hjá sótt um nálgunarbann á stjörnuna eftir að hán réðst inn í svefnherbergið þeirra. 31. mars 2022 12:31
Ezra Miller vildi sem minnst af athygli vita á N1 í Borgarnesi Leikarinn var þar á ferð ásamt félaga sínum og leiðsögumanni og virtust þeir ætla að falla ansi vel inn í hópinn þar til ungar stúlkur báru kennsl á kauða. 26. ágúst 2019 16:31
Bandarískur stórleikari mætti óvænt í 80s-partí í ÍR-heimilinu Glæddi partíið heldur betur lífi sem var nánast búið þegar hann mætti. 19. nóvember 2018 13:30