Foreldrar í Fortnite um páskana María Rún Bjarnadóttir skrifar 14. apríl 2022 09:00 Íslensk börn eru stórnotendur samfélagsmiðla. Niðurstöður fjölmiðlanefndar sýna að um 90% barna og unglinga á Íslandi nota YouTube. Þetta gæti vakið áhyggjur fullorðinna íslendinga, enda gera reglur ráð fyrir því að börn megi ekki nota samfélagsmiðla fyrr en þau verða 13 ára. Níu af hverjum 10 þessara fullorðnu íslendinga nota hins vegar Facebook reglulega. Börnin læra jú það sem fyrir þeim er haft og niðurstöður Alþjóða fjarskiptastofnunarinnar sýna að íslendingar standi öðrum þjóðum fremst í umfangi notkunar upplýsingatækni. Rannsóknin mælir þó ekki að hversu miklu leyti öryggisvitund fylgir þessari miklu notkun. Stafrænt öryggi barna verður sífellt mikilvægara umfjöllunarefni foreldra og samfélags samhliða þeim öru breytingum og víðtæku áhrifum sem stafrænn tækni hefur á nútíð og framtíð barnanna okkar. Stafræn tækni hefur og mun hafa áhrif á alla þætti íslensk samfélags, menntunar, atvinnulífs og stjórnkerfis. Forsætisráðherra og Alþingi hafa meðal annars brugðist við þessu með skipan framtíðarnefnda til þess að fjalla um áskoranir og tækifæri sem tækniþróunin hefur í för með sér fyrir Ísland og stjórnvöld bjóða nú almenningi upp á grunnnámskeið í gervigreind svo eitthvað sé nefnt. Á sama tíma og þessi mikla bylting á sér stað hafa vaknað áhyggjur af notkun barna á samfélagsmiðlum, tölvuleikjum og annarri stafrænni tækni. Ýmislegt bendir til þess að aukin notkun snjalltækja og aðgengileiki barna að öllum sviðum internetsins geri börn berskjaldaðri fyrir þeim hættum sem leynast í stafrænum heimi og þetta hefur skiljanlega vakið áhyggjur foreldra. Foreldra snjallasímabarna eru þó ekki fyrsti hópurinn sem hefur áhyggjur af áhrifum tækniframþróunar á barnaheill. Eins og fræðikonan Sonia Livingstone hefur bent á hafði sjálfur Sókrates miklar áhyggjur af skaðlegum áhrifum ritmálsins á öflun og meðferð þekkingar hjá ungu fólki á sínum tíma. Livingstone er einn helsti sérfræðingur Evrópu í öllu sem lýtur að notkun barna á tækni og áhrifum þessa. Hún er meðal ráðgjafa Evrópuráðsins í þeirra mikilvægu vinnu á sviði réttinda barna, meðal annars í stafrænum heimi. Hún hefur gefið út bók fyrir foreldra sem vilja styðja við örugga netnotkun barnanna sinna og nálgast má fyrirlestra hennar á netinu. Í stuttu máli má segja að boðskapur hennar sé sá að það sé ekki tíminn sem börn verja fyrir framan skjáinn sem við þurfum að setja mörk eða hafa áhyggjur af, heldur sé það hvernig þau verja þessum tíma við skjáinn sem öllu máli skipti. Frekar eigi að einblína á hvað börn noti skjáinn til þess að gera frekar en hversu lengi þau séu að því. Foreldrar leika lykilhlutverk í uppeldi barna sinna, þar á meðal því að móta viðhorf barna til öryggis og notkunar tækni. Á vefsíðunni 112.is má finna gagnlegar upplýsingar fyrir foreldra sem vilja styðja börn við örugga netnotkun, en meðal þess sem þar kemur fram er gagnsemi þess að sýna því áhuga sem börnin þeirra fást við stafrænt. Það þýðir ekki að foreldrar þurfi að læra alla dansa á TikTok eða spila Fortnite tölvuleikinn, en það þýðir hins vegar heldur ekki að foreldrar geti fórnað höndum yfir nútímanum og gefist upp á að skilja alla þessa tækni. Hún er komin til þess að vera og mun fylgja börnunum okkar áfram inní lífið. Foreldrar þurfa að gæta að veganestinu sem börn hafa með sér á þeirri vegferð. Í páskafríinu gæti skapast stund fyrir foreldra til þess að kíkja aðeins á netið í símanum. Ég hvet þau til þess að skoða uppfærðan vef 112.is þar sem finna má almennar upplýsingar um örygga netnotkun einstaklinga á öllum aldri, stafrænt ofbeldi og ráð fyrir börn og unglinga sem lenda í áreiti á netinu. Höfundur er verkefnisstjóri stafræns ofbeldis hjá embætti r íkislögreglustjóra. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein María Rún Bjarnadóttir Samfélagsmiðlar Börn og uppeldi Mest lesið Upplýsingaóreiða og rannsóknir á mettaðri fitu Hópur lækna Skoðun Kóngar vímuefnaheimsins Lára G. Sigurðardóttir Skoðun Halldór 18.01.2025 Halldór Hvað með það þótt sérfræðingar að sunnan fari í verkfall? Silja Bára Ómarsdóttir Skoðun Blað brotið í húsnæðismálum: VR Blær afhendir sínar fyrstu íbúðir Halla Gunnarsdóttir,Ragnar Þór Ingólfsson Skoðun Er heimurinn á leið til helvítis? Árni Sigurðsson Skoðun Ísland verði Noregur á sterum: Sannleikurinn er lyginni líkastur- náttúruauðlindir fást gefins Björn Ólafsson Skoðun 13,5 milljónir Sigurður Freyr Sigurðarson Skoðun Bjarni Ben í þátíð Guðmundur Einarsson Skoðun Fögnum vopnahléi og krefjumst varanlegs friðar Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson Skoðun Skoðun Skoðun Hvammsvirkjun og meintur orkuskortur Ólafur Páll Jónsson skrifar Skoðun 13,5 milljónir Sigurður Freyr Sigurðarson skrifar Skoðun Að vera léttvægur fundinn Guðmunda G. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Fögnum vopnahléi og krefjumst varanlegs friðar Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Skoðun Er heimurinn á leið til helvítis? Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Vinnum í lausnum Edda Sif Pind Aradóttir skrifar Skoðun Blað brotið í húsnæðismálum: VR Blær afhendir sínar fyrstu íbúðir Halla Gunnarsdóttir,Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Frelsi til sölu Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Loftmengun yfir áramótin og mikilvægi inniloftsgæða allt árið Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir,Árna Benediktsdóttir skrifar Skoðun Leikskólakerfið á krossgötum: Gæði eða hraði? Svava Björg Mörk skrifar Skoðun Hvað með það þótt sérfræðingar að sunnan fari í verkfall? Silja Bára Ómarsdóttir skrifar Skoðun Svar við „Upplýsingaóreiða og rannsóknir á mettaðri fitu“ Rajan Parrikar skrifar Skoðun Dýr eiga skilið samúð og umhyggju Anna Berg Samúelsdóttir skrifar Skoðun Upplýsingaóreiða og rannsóknir á mettaðri fitu Hópur lækna skrifar Skoðun Gervigreind og markþjálfun: Samvinna eða samkeppni? Ásta Guðrún Guðbrandsdóttir skrifar Skoðun Bjarni Ben í þátíð Guðmundur Einarsson skrifar Skoðun Ísland og stórveldin Reynir Böðvarsson skrifar Skoðun Brjóstakrabbamein – náum enn meiri árangri með stóraukinni þátttöku í skimun Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Ósvífin olíugjöld kynda undir verðbólgu Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Eru skattar og gjöld verðmætasköpun? Bjarnheiður Hallsdóttir skrifar Skoðun Hvað er græni veggurinn að reyna að segja okkur? Bjarki Gunnar Halldórsson skrifar Skoðun Sorg barna - Sektarkennd og samviskubit Matthildur Bjarnadóttir skrifar Skoðun Í leikskóla er gaman – þegar það má mæta Valentina Tinganelli,Eyjólfur Sigurjónsson,Elísabet Erlendsdóttir,Sigrún Torfadóttir,Daniel Karlsson,Særún Ósk Böðvarsdóttir,Anna Margrét Arthúrsdóttir,,Una Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Ísland verði Noregur á sterum: Sannleikurinn er lyginni líkastur- náttúruauðlindir fást gefins Björn Ólafsson skrifar Skoðun Hvers vegna hafa Svíar ekki tekið upp evruna? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Górillur í postulínsbúð – Nýfrjálshyggjuklíkan tekur völdin Guðröður Atli Jónsson skrifar Skoðun Leikskólakerfið: Samfélagsgildi fram yfir hagnað Svava Björg Mörk skrifar Skoðun Hagræðing í ríkisrekstri: Heilræði fyrir nýja ríkisstjórn Ómar H. Kristmundsson skrifar Skoðun Mikilvægi stöðutöku á stafrænni hæfni fyrir íslensk ferðaþjónustufyrirtæki Ólína Laxdal,Sólveig Nikulásdóttir skrifar Skoðun Ögn um Vigdísarþætti Hallgrímur Helgi Helgason skrifar Sjá meira
Íslensk börn eru stórnotendur samfélagsmiðla. Niðurstöður fjölmiðlanefndar sýna að um 90% barna og unglinga á Íslandi nota YouTube. Þetta gæti vakið áhyggjur fullorðinna íslendinga, enda gera reglur ráð fyrir því að börn megi ekki nota samfélagsmiðla fyrr en þau verða 13 ára. Níu af hverjum 10 þessara fullorðnu íslendinga nota hins vegar Facebook reglulega. Börnin læra jú það sem fyrir þeim er haft og niðurstöður Alþjóða fjarskiptastofnunarinnar sýna að íslendingar standi öðrum þjóðum fremst í umfangi notkunar upplýsingatækni. Rannsóknin mælir þó ekki að hversu miklu leyti öryggisvitund fylgir þessari miklu notkun. Stafrænt öryggi barna verður sífellt mikilvægara umfjöllunarefni foreldra og samfélags samhliða þeim öru breytingum og víðtæku áhrifum sem stafrænn tækni hefur á nútíð og framtíð barnanna okkar. Stafræn tækni hefur og mun hafa áhrif á alla þætti íslensk samfélags, menntunar, atvinnulífs og stjórnkerfis. Forsætisráðherra og Alþingi hafa meðal annars brugðist við þessu með skipan framtíðarnefnda til þess að fjalla um áskoranir og tækifæri sem tækniþróunin hefur í för með sér fyrir Ísland og stjórnvöld bjóða nú almenningi upp á grunnnámskeið í gervigreind svo eitthvað sé nefnt. Á sama tíma og þessi mikla bylting á sér stað hafa vaknað áhyggjur af notkun barna á samfélagsmiðlum, tölvuleikjum og annarri stafrænni tækni. Ýmislegt bendir til þess að aukin notkun snjalltækja og aðgengileiki barna að öllum sviðum internetsins geri börn berskjaldaðri fyrir þeim hættum sem leynast í stafrænum heimi og þetta hefur skiljanlega vakið áhyggjur foreldra. Foreldra snjallasímabarna eru þó ekki fyrsti hópurinn sem hefur áhyggjur af áhrifum tækniframþróunar á barnaheill. Eins og fræðikonan Sonia Livingstone hefur bent á hafði sjálfur Sókrates miklar áhyggjur af skaðlegum áhrifum ritmálsins á öflun og meðferð þekkingar hjá ungu fólki á sínum tíma. Livingstone er einn helsti sérfræðingur Evrópu í öllu sem lýtur að notkun barna á tækni og áhrifum þessa. Hún er meðal ráðgjafa Evrópuráðsins í þeirra mikilvægu vinnu á sviði réttinda barna, meðal annars í stafrænum heimi. Hún hefur gefið út bók fyrir foreldra sem vilja styðja við örugga netnotkun barnanna sinna og nálgast má fyrirlestra hennar á netinu. Í stuttu máli má segja að boðskapur hennar sé sá að það sé ekki tíminn sem börn verja fyrir framan skjáinn sem við þurfum að setja mörk eða hafa áhyggjur af, heldur sé það hvernig þau verja þessum tíma við skjáinn sem öllu máli skipti. Frekar eigi að einblína á hvað börn noti skjáinn til þess að gera frekar en hversu lengi þau séu að því. Foreldrar leika lykilhlutverk í uppeldi barna sinna, þar á meðal því að móta viðhorf barna til öryggis og notkunar tækni. Á vefsíðunni 112.is má finna gagnlegar upplýsingar fyrir foreldra sem vilja styðja börn við örugga netnotkun, en meðal þess sem þar kemur fram er gagnsemi þess að sýna því áhuga sem börnin þeirra fást við stafrænt. Það þýðir ekki að foreldrar þurfi að læra alla dansa á TikTok eða spila Fortnite tölvuleikinn, en það þýðir hins vegar heldur ekki að foreldrar geti fórnað höndum yfir nútímanum og gefist upp á að skilja alla þessa tækni. Hún er komin til þess að vera og mun fylgja börnunum okkar áfram inní lífið. Foreldrar þurfa að gæta að veganestinu sem börn hafa með sér á þeirri vegferð. Í páskafríinu gæti skapast stund fyrir foreldra til þess að kíkja aðeins á netið í símanum. Ég hvet þau til þess að skoða uppfærðan vef 112.is þar sem finna má almennar upplýsingar um örygga netnotkun einstaklinga á öllum aldri, stafrænt ofbeldi og ráð fyrir börn og unglinga sem lenda í áreiti á netinu. Höfundur er verkefnisstjóri stafræns ofbeldis hjá embætti r íkislögreglustjóra.
Blað brotið í húsnæðismálum: VR Blær afhendir sínar fyrstu íbúðir Halla Gunnarsdóttir,Ragnar Þór Ingólfsson Skoðun
Ísland verði Noregur á sterum: Sannleikurinn er lyginni líkastur- náttúruauðlindir fást gefins Björn Ólafsson Skoðun
Fögnum vopnahléi og krefjumst varanlegs friðar Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson Skoðun
Skoðun Fögnum vopnahléi og krefjumst varanlegs friðar Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar
Skoðun Blað brotið í húsnæðismálum: VR Blær afhendir sínar fyrstu íbúðir Halla Gunnarsdóttir,Ragnar Þór Ingólfsson skrifar
Skoðun Loftmengun yfir áramótin og mikilvægi inniloftsgæða allt árið Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir,Árna Benediktsdóttir skrifar
Skoðun Brjóstakrabbamein – náum enn meiri árangri með stóraukinni þátttöku í skimun Halla Þorvaldsdóttir skrifar
Skoðun Í leikskóla er gaman – þegar það má mæta Valentina Tinganelli,Eyjólfur Sigurjónsson,Elísabet Erlendsdóttir,Sigrún Torfadóttir,Daniel Karlsson,Særún Ósk Böðvarsdóttir,Anna Margrét Arthúrsdóttir,,Una Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun Ísland verði Noregur á sterum: Sannleikurinn er lyginni líkastur- náttúruauðlindir fást gefins Björn Ólafsson skrifar
Skoðun Mikilvægi stöðutöku á stafrænni hæfni fyrir íslensk ferðaþjónustufyrirtæki Ólína Laxdal,Sólveig Nikulásdóttir skrifar
Blað brotið í húsnæðismálum: VR Blær afhendir sínar fyrstu íbúðir Halla Gunnarsdóttir,Ragnar Þór Ingólfsson Skoðun
Ísland verði Noregur á sterum: Sannleikurinn er lyginni líkastur- náttúruauðlindir fást gefins Björn Ólafsson Skoðun
Fögnum vopnahléi og krefjumst varanlegs friðar Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson Skoðun