„Fjölnir spilar ekki flóknasta sóknarleik í heimi“ Andri Már Eggertsson skrifar 13. apríl 2022 22:30 Rúnar Ingi var afar sáttur með farseðil í úrslitin Vísir/Vilhelm Rúnar Ingi Erlingsson, þjálfari Njarðvíkur, var í skýjunum eftir að Njarðvík tryggði sér farseðilinn í úrslit Subway-deildar kvenna gegn Haukum. „Góð kona sagði við mig eftir leik að maður verður að muna að njóta sem við munum gera í kvöld. Þetta var hörkuleikur þar sem allt var undir og við stóðumst prófið,“ sagði Rúnar Ingi ánægður eftir leik. Tímabilið var undir fyrir Fjölni og var Rúnar sannfærður um að deildarmeistararnir myndu reyna að keyra upp hraðann í leiknum. „Fjölnir vildi keyra upp hraðann og koma með flugeldasýningu sem gekk til að byrja með þar sem við fórum að hlaupa með þeim og vorum að flýta okkur of mikið.“ „Við fórum svo að gera það sem við höfum gert vel allt einvígið sem er að láta þeirra frábæru sóknarmenn taka skot yfir hendurnar á okkar leikmönnum.“ Rúnar var afar ánægður með þriðja leikhluta þar sem Fjölni tókst aðeins að gera sjö stig. „Mér fannst einn á einn vörnin okkar ganga vel. Fjölnir spilar ekki flóknasta sóknarleik í heimi þetta er rosa mikið bara ein hindrun svo einn á einn og þá tókst okkur að halda Fjölni fyrir framan okkur. „Mér fannst Aliyah Collier alltaf vera að taka frákast. Fjölnir klikkaði á fullt af skotum og þá tók Aliyah frákast sem var ómetanlegt í svona leik,“ sagði Rúnar Ingi en Aliyah tók 24 fráköst. Njarðvík mætir Haukum í úrslitum og var Rúnar afar spenntur fyrir því einvígi. „Ég er spenntur fyrir næsta einvígi. Þetta er liðið sem átti ekki að tapa leik fyrir tímabilið og í þeirra liði er Helena Sverrisdóttir sem er alltaf á Íslandsmeistara vegferð en núna eru bara þrír leikir eftir og við höfum tvisvar unnið Hauka í Ólafssal svo við vitum að það er hægt,“ sagði Rúnar Ingi að lokum sem ætlaði að taka því rólega um páskana. UMF Njarðvík Subway-deild kvenna Íslenski körfuboltinn Fjölnir Mest lesið Þurftu að aflýsa síðasta leggnum vegna mótmæla Sport „Ég verð að horfa í spegilinn eftir svona frammistöðu“ Fótbolti Skoraði hundraðasta markið eftir 637 daga fjarveru Fótbolti Uppgjör: Valur - Stjarnan 1-2 | Stjarnan mætt af fullum þunga í titilbaráttuna Íslenski boltinn Glódís langbest Íslendinga í nýja leiknum Fótbolti Daníel Tristan skoraði tvö og benti á Guðjohnsen-nafnið Fótbolti Uppgjörið: KR - Víkingur 0-7 | KR-ingar niðurlægðir á heimavelli Íslenski boltinn „Hrikalega sáttur með þetta“ Fótbolti Þjóðverjar Evrópumeistarar í annað sinn Körfubolti Dagskráin í dag: Mikilvægir leikir í lokaumferðinni Sport Fleiri fréttir Dagskráin í dag: Mikilvægir leikir í lokaumferðinni Skoraði hundraðasta markið eftir 637 daga fjarveru Þurftu að aflýsa síðasta leggnum vegna mótmæla Uppgjör: Valur - Stjarnan 1-2 | Stjarnan mætt af fullum þunga í titilbaráttuna Glódís langbest Íslendinga í nýja leiknum Þjóðverjar Evrópumeistarar í annað sinn „Hrikalega sáttur með þetta“ „Ég verð að horfa í spegilinn eftir svona frammistöðu“ Börsungar fóru illa með Valencia Hildur lagði upp í Madrídarslagnum „Búnir að æfa það að setja Sigurjón upp í senterinn“ Daníel Tristan skoraði tvö og benti á Guðjohnsen-nafnið Uppgjörið: KA - Vestri 4-1 | Frábær sigur dugði ekki til Guðjón Valur fagnaði sigri gegn meisturunum Uppgjörið: Valur - Tindastóll 6-2 | Fanndís fór hamförum Grikkir stálheppnir að landa bronsinu Uppgjör: FHL - Breiðablik 1-5 | Breiðablik náði 11 stiga forystu á toppnum og felldi FHL um leið Uppgjörið: FH - Fram 2-2 | Dramatík í Krikanum Uppgjörið: KR - Víkingur 0-7 | KR-ingar niðurlægðir á heimavelli Víti í blálokin dugði Liverpool Tvö frá Haaland og Manchester er blá Mikael hraunaði yfir dómarann í hálfleik og lagði svo upp Glódís ekki enn spilað á tímabilinu Fljótasta fólk heims er frá Jamaíku og Bandaríkjunum Hlín fagnaði sætum sigri gegn Liverpool Ricky Hatton látinn Hvoru megin í Manchester er meiri krísa? Áfall fyrir Norðmenn: „Þetta var mun verra en ég hélt“ Vandræðalegt víti frá Messi Sturluð lokaumferð fyrir skiptingu: Hvaða lið enda fyrir ofan strik? Sjá meira
„Góð kona sagði við mig eftir leik að maður verður að muna að njóta sem við munum gera í kvöld. Þetta var hörkuleikur þar sem allt var undir og við stóðumst prófið,“ sagði Rúnar Ingi ánægður eftir leik. Tímabilið var undir fyrir Fjölni og var Rúnar sannfærður um að deildarmeistararnir myndu reyna að keyra upp hraðann í leiknum. „Fjölnir vildi keyra upp hraðann og koma með flugeldasýningu sem gekk til að byrja með þar sem við fórum að hlaupa með þeim og vorum að flýta okkur of mikið.“ „Við fórum svo að gera það sem við höfum gert vel allt einvígið sem er að láta þeirra frábæru sóknarmenn taka skot yfir hendurnar á okkar leikmönnum.“ Rúnar var afar ánægður með þriðja leikhluta þar sem Fjölni tókst aðeins að gera sjö stig. „Mér fannst einn á einn vörnin okkar ganga vel. Fjölnir spilar ekki flóknasta sóknarleik í heimi þetta er rosa mikið bara ein hindrun svo einn á einn og þá tókst okkur að halda Fjölni fyrir framan okkur. „Mér fannst Aliyah Collier alltaf vera að taka frákast. Fjölnir klikkaði á fullt af skotum og þá tók Aliyah frákast sem var ómetanlegt í svona leik,“ sagði Rúnar Ingi en Aliyah tók 24 fráköst. Njarðvík mætir Haukum í úrslitum og var Rúnar afar spenntur fyrir því einvígi. „Ég er spenntur fyrir næsta einvígi. Þetta er liðið sem átti ekki að tapa leik fyrir tímabilið og í þeirra liði er Helena Sverrisdóttir sem er alltaf á Íslandsmeistara vegferð en núna eru bara þrír leikir eftir og við höfum tvisvar unnið Hauka í Ólafssal svo við vitum að það er hægt,“ sagði Rúnar Ingi að lokum sem ætlaði að taka því rólega um páskana.
UMF Njarðvík Subway-deild kvenna Íslenski körfuboltinn Fjölnir Mest lesið Þurftu að aflýsa síðasta leggnum vegna mótmæla Sport „Ég verð að horfa í spegilinn eftir svona frammistöðu“ Fótbolti Skoraði hundraðasta markið eftir 637 daga fjarveru Fótbolti Uppgjör: Valur - Stjarnan 1-2 | Stjarnan mætt af fullum þunga í titilbaráttuna Íslenski boltinn Glódís langbest Íslendinga í nýja leiknum Fótbolti Daníel Tristan skoraði tvö og benti á Guðjohnsen-nafnið Fótbolti Uppgjörið: KR - Víkingur 0-7 | KR-ingar niðurlægðir á heimavelli Íslenski boltinn „Hrikalega sáttur með þetta“ Fótbolti Þjóðverjar Evrópumeistarar í annað sinn Körfubolti Dagskráin í dag: Mikilvægir leikir í lokaumferðinni Sport Fleiri fréttir Dagskráin í dag: Mikilvægir leikir í lokaumferðinni Skoraði hundraðasta markið eftir 637 daga fjarveru Þurftu að aflýsa síðasta leggnum vegna mótmæla Uppgjör: Valur - Stjarnan 1-2 | Stjarnan mætt af fullum þunga í titilbaráttuna Glódís langbest Íslendinga í nýja leiknum Þjóðverjar Evrópumeistarar í annað sinn „Hrikalega sáttur með þetta“ „Ég verð að horfa í spegilinn eftir svona frammistöðu“ Börsungar fóru illa með Valencia Hildur lagði upp í Madrídarslagnum „Búnir að æfa það að setja Sigurjón upp í senterinn“ Daníel Tristan skoraði tvö og benti á Guðjohnsen-nafnið Uppgjörið: KA - Vestri 4-1 | Frábær sigur dugði ekki til Guðjón Valur fagnaði sigri gegn meisturunum Uppgjörið: Valur - Tindastóll 6-2 | Fanndís fór hamförum Grikkir stálheppnir að landa bronsinu Uppgjör: FHL - Breiðablik 1-5 | Breiðablik náði 11 stiga forystu á toppnum og felldi FHL um leið Uppgjörið: FH - Fram 2-2 | Dramatík í Krikanum Uppgjörið: KR - Víkingur 0-7 | KR-ingar niðurlægðir á heimavelli Víti í blálokin dugði Liverpool Tvö frá Haaland og Manchester er blá Mikael hraunaði yfir dómarann í hálfleik og lagði svo upp Glódís ekki enn spilað á tímabilinu Fljótasta fólk heims er frá Jamaíku og Bandaríkjunum Hlín fagnaði sætum sigri gegn Liverpool Ricky Hatton látinn Hvoru megin í Manchester er meiri krísa? Áfall fyrir Norðmenn: „Þetta var mun verra en ég hélt“ Vandræðalegt víti frá Messi Sturluð lokaumferð fyrir skiptingu: Hvaða lið enda fyrir ofan strik? Sjá meira