„Hefði viljað fá fleiri mörk“ Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 13. apríl 2022 19:30 Guðmundur Guðmundsson var ekki ánægður með vörnina og færanýtingu Íslands. vísir/bjarni Guðmundur Guðmundsson, þjálfari íslenska karlalandsliðsins í handbolta, hefði viljað vinna stærri sigur á Austurríki í fyrri leik liðanna í umspili um sæti á HM 2023 í dag. Leikar fóru 30-34 en Ísland náði mest sjö marka forskoti í leiknum. „Ég hefði viljað fá fleiri mörk. Í seinni hálfleik gerðum við okkur seka um að fara illa með dauðafæri og of marga tæknifeila í seinni hálfleik. Sex til átta færi fórum forgörðum og það er dýrt,“ sagði Guðmundur við Vísi eftir leikinn í Bregenz í Austurríki í dag. „Þá komu þeir í bakið á okkur og fengu tilfinningu að þeir gætu náð í eitthvað meira. En við réttum úr kútnum undir lokin og máttum vel við una að ná í fjögurra marka sigur.“ Ísland komst í 20-27 en Austurríki svaraði með 7-1 kafla og minnkaði muninn í eitt mark. En þá rankaði íslenska liðið við sér og seig aftur fram úr. „Það kom mjög slæmur kafli. Ég tók leikhlé og gerði breytingar en við komumst ekki almennilega út úr því. Ég var ekki ánægður með varnarleikinn. Mér fannst við á köflum of flatir,“ sagði Guðmundur en skyttur austurríska liðsins voru öflugar í dag. „Þetta er gott lið og maður má ekkert slaka á núna. Við verðum að vera rosalega einbeittir fram að seinni leiknum og í honum að sjálfsögðu.“ Klippa: Viðtal við Guðmund Guðmundsson Óðinn Þór Ríkharðsson spilaði allan leikinn í hægra horninu í fjarveru Sigvalda Guðjónssonar og nýtti tækifærið vel. Hann skoraði sjö mörk úr níu skotum og Guðmundur var ánægður með hans framlag. „Hann spilaði mjög vel. Hornamennirnir okkar skoruðu átján mörk sem er mjög gott. Óðinn skilaði sínu, bæði í vörn og sókn, og það var gaman að sjá hann,“ sagði Guðmundur að endingu. Viðtalið við Guðmund má sjá í spilaranum hér fyrir ofan. HM 2023 í handbolta Landslið karla í handbolta Tengdar fréttir „Finnst við með betra lið og mjög gott lið“ Bjarki Már Elísson var markahæstur á vellinum þegar Ísland vann fjögurra marka sigur á Austurríki, 30-34, í fyrri leik liðanna í umspili um sæti á HM 2023. Íslendingar náðu mest sjö marka forskoti en gáfu eftir og hleyptu Austurríkismönnum inn í leikinn. Fjögurra marka sigur var samt niðurstaðan. 13. apríl 2022 19:04 Mest lesið Varð að þegja yfir samningnum við Barcelona í margar vikur Handbolti Félagið neitar að borga svo Amorim opnar veskið Enski boltinn Sonur Ronaldo spilaði fyrsta landsleikinn fyrir Portúgal Fótbolti Awoniyi sofandi á gjörgæslu og gengst undir aðra aðgerð í dag Enski boltinn Þeir bestu (40.-31. sæti): Gullfundur í Góða hirðinum, galdurinn í Garðabænum og költhetjan Íslenski boltinn Slógu toppliðið út og komust í austur úrslitin annað árið í röð Körfubolti Myndaveisla: Haukar Íslandsmeistarar eftir ótrúlegan oddaleik Körfubolti Uppgjörið: Haukar - Njarðvík 92-91 | Haukar Íslandsmeistarar 2025 Körfubolti Sunderland sló áhorfendamet á leiðinni í úrslitaleikinn Enski boltinn Dagskráin í dag: Úrslitaeinvígið og Benóný Breki Sport Fleiri fréttir Varð að þegja yfir samningnum við Barcelona í margar vikur ÍBV sækir Jakob úr föllnu liði Gróttu Viktor Gísli búinn að semja við Barcelona Dóttir Lauge fæddist löngu fyrir tímann HSÍ ræður Roland Eradze sem markmannsþjálfara Strákarnir okkar í öðrum styrkleikaflokki Nýr forseti norska sambandsins spilaði hjá Þóri og Marit Breivik „Gerðum út um leikinn og ekki yfir miklu að kvarta“ Uppgjörið: Ísland - Georgía 33-21 | Fullt hús eftir stórsigur Ljóst hvaða þjóðir verða með Ísland á EM í handbolta Fínn leikur íslensku landsliðskvennanna dugði ekki Uppgjörið: Porrino - Valur 29-29 | Jafnt í fyrri leiknum „Maður veit alveg hver gulrótin er“ Aldís Ásta og félagar einum sigri frá sænska meistaratitlinum Alfreð reiður út í leikmenn sína Frá Eyjum til Ísraels Haukar fá einn markahæsta mann deildarinnar Lærisveinn Hannesar í tveggja ára bann fyrir hrottalegt brot Dagur líka með sína stráka á sigurbraut Uppgjörið: Bosnía-Ísland 25-34 | Toppsætið tryggt hjá strákunum okkar Alfreð kom Þjóðverjum á EM Önnur landsliðskona leysir Þóreyju Rósu af hólmi Fjalla um ráðningu Þóris: Séní sem á að hjálpa Íslandi Hópurinn gegn Bosníu: Reynir þarf að bíða eftir fyrsta landsleiknum „Þessi vegferð hefur verið draumi líkust“ Haukarnir byrjaðir að fylla í skarð Elínar Klöru Aldís Ásta frábær í fyrsta úrslitaleiknum um titilinn Haukakonur í lokaúrslitin á móti Val Bjarki kallaður inn í landsliðið Sólveig Lára hætt með ÍR Sjá meira
„Ég hefði viljað fá fleiri mörk. Í seinni hálfleik gerðum við okkur seka um að fara illa með dauðafæri og of marga tæknifeila í seinni hálfleik. Sex til átta færi fórum forgörðum og það er dýrt,“ sagði Guðmundur við Vísi eftir leikinn í Bregenz í Austurríki í dag. „Þá komu þeir í bakið á okkur og fengu tilfinningu að þeir gætu náð í eitthvað meira. En við réttum úr kútnum undir lokin og máttum vel við una að ná í fjögurra marka sigur.“ Ísland komst í 20-27 en Austurríki svaraði með 7-1 kafla og minnkaði muninn í eitt mark. En þá rankaði íslenska liðið við sér og seig aftur fram úr. „Það kom mjög slæmur kafli. Ég tók leikhlé og gerði breytingar en við komumst ekki almennilega út úr því. Ég var ekki ánægður með varnarleikinn. Mér fannst við á köflum of flatir,“ sagði Guðmundur en skyttur austurríska liðsins voru öflugar í dag. „Þetta er gott lið og maður má ekkert slaka á núna. Við verðum að vera rosalega einbeittir fram að seinni leiknum og í honum að sjálfsögðu.“ Klippa: Viðtal við Guðmund Guðmundsson Óðinn Þór Ríkharðsson spilaði allan leikinn í hægra horninu í fjarveru Sigvalda Guðjónssonar og nýtti tækifærið vel. Hann skoraði sjö mörk úr níu skotum og Guðmundur var ánægður með hans framlag. „Hann spilaði mjög vel. Hornamennirnir okkar skoruðu átján mörk sem er mjög gott. Óðinn skilaði sínu, bæði í vörn og sókn, og það var gaman að sjá hann,“ sagði Guðmundur að endingu. Viðtalið við Guðmund má sjá í spilaranum hér fyrir ofan.
HM 2023 í handbolta Landslið karla í handbolta Tengdar fréttir „Finnst við með betra lið og mjög gott lið“ Bjarki Már Elísson var markahæstur á vellinum þegar Ísland vann fjögurra marka sigur á Austurríki, 30-34, í fyrri leik liðanna í umspili um sæti á HM 2023. Íslendingar náðu mest sjö marka forskoti en gáfu eftir og hleyptu Austurríkismönnum inn í leikinn. Fjögurra marka sigur var samt niðurstaðan. 13. apríl 2022 19:04 Mest lesið Varð að þegja yfir samningnum við Barcelona í margar vikur Handbolti Félagið neitar að borga svo Amorim opnar veskið Enski boltinn Sonur Ronaldo spilaði fyrsta landsleikinn fyrir Portúgal Fótbolti Awoniyi sofandi á gjörgæslu og gengst undir aðra aðgerð í dag Enski boltinn Þeir bestu (40.-31. sæti): Gullfundur í Góða hirðinum, galdurinn í Garðabænum og költhetjan Íslenski boltinn Slógu toppliðið út og komust í austur úrslitin annað árið í röð Körfubolti Myndaveisla: Haukar Íslandsmeistarar eftir ótrúlegan oddaleik Körfubolti Uppgjörið: Haukar - Njarðvík 92-91 | Haukar Íslandsmeistarar 2025 Körfubolti Sunderland sló áhorfendamet á leiðinni í úrslitaleikinn Enski boltinn Dagskráin í dag: Úrslitaeinvígið og Benóný Breki Sport Fleiri fréttir Varð að þegja yfir samningnum við Barcelona í margar vikur ÍBV sækir Jakob úr föllnu liði Gróttu Viktor Gísli búinn að semja við Barcelona Dóttir Lauge fæddist löngu fyrir tímann HSÍ ræður Roland Eradze sem markmannsþjálfara Strákarnir okkar í öðrum styrkleikaflokki Nýr forseti norska sambandsins spilaði hjá Þóri og Marit Breivik „Gerðum út um leikinn og ekki yfir miklu að kvarta“ Uppgjörið: Ísland - Georgía 33-21 | Fullt hús eftir stórsigur Ljóst hvaða þjóðir verða með Ísland á EM í handbolta Fínn leikur íslensku landsliðskvennanna dugði ekki Uppgjörið: Porrino - Valur 29-29 | Jafnt í fyrri leiknum „Maður veit alveg hver gulrótin er“ Aldís Ásta og félagar einum sigri frá sænska meistaratitlinum Alfreð reiður út í leikmenn sína Frá Eyjum til Ísraels Haukar fá einn markahæsta mann deildarinnar Lærisveinn Hannesar í tveggja ára bann fyrir hrottalegt brot Dagur líka með sína stráka á sigurbraut Uppgjörið: Bosnía-Ísland 25-34 | Toppsætið tryggt hjá strákunum okkar Alfreð kom Þjóðverjum á EM Önnur landsliðskona leysir Þóreyju Rósu af hólmi Fjalla um ráðningu Þóris: Séní sem á að hjálpa Íslandi Hópurinn gegn Bosníu: Reynir þarf að bíða eftir fyrsta landsleiknum „Þessi vegferð hefur verið draumi líkust“ Haukarnir byrjaðir að fylla í skarð Elínar Klöru Aldís Ásta frábær í fyrsta úrslitaleiknum um titilinn Haukakonur í lokaúrslitin á móti Val Bjarki kallaður inn í landsliðið Sólveig Lára hætt með ÍR Sjá meira
„Finnst við með betra lið og mjög gott lið“ Bjarki Már Elísson var markahæstur á vellinum þegar Ísland vann fjögurra marka sigur á Austurríki, 30-34, í fyrri leik liðanna í umspili um sæti á HM 2023. Íslendingar náðu mest sjö marka forskoti en gáfu eftir og hleyptu Austurríkismönnum inn í leikinn. Fjögurra marka sigur var samt niðurstaðan. 13. apríl 2022 19:04
Þeir bestu (40.-31. sæti): Gullfundur í Góða hirðinum, galdurinn í Garðabænum og költhetjan Íslenski boltinn
Þeir bestu (40.-31. sæti): Gullfundur í Góða hirðinum, galdurinn í Garðabænum og költhetjan Íslenski boltinn