Umfjöllun: Ísland - Austurríki 34-26 | Leiðin greið á enn eitt stórmótið Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 16. apríl 2022 17:46 Íslensku leikmennirnir fagna sætinu á HM. vísir/hulda margrét Ísland er komið á sitt sjötta heimsmeistaramót í röð eftir stórsigur á Austurríki, 34-26, á Ásvöllum í seinni leik liðanna í umspili um sæti á HM í Svíþjóð og Póllandi á næsta ári. Ísland vann einvígið, 68-56 samanlagt. Íslenska liðið var nokkuð lengi í gang í vörninni en um leið og hún þéttist seig það fram úr. Líkt og í fyrri leiknum í Bregenz á fimmtudaginn var sóknarleikurinn frábær. Ísland var 19-15 yfir í hálfleik og rúllaði svo yfir Austurríki í seinni hálfleik. Eins og í leiknum ytra var Bjarki Már Elísson markahæstur í íslenska liðinu, að þessu sinni með átta mörk. Aron Pálmarsson skoraði sjö mörk, öll í fyrri hálfleik, og gaf sjö stoðsendingar. Björgvin Páll Gústavsson varði vel í íslenska markinu, eða fimmtán skot (42 prósent). Viktor Gísli Hallgrímsson kom inn á undir lokin og varði fjögur skot (fimmtíu prósent). Íslenska liðið er miklu betra en það austurríska og sýndi það í leikjunum tveimur. Í raun hafði maður aldrei áhyggjur af því að niðurstaðan yrði önnur en að Ísland færi áfram. Íslenskir áhorfendur fengu loks að koma á landsleik hér á landi.vísir/hulda margrét Fyrri hálfleikurinn í leiknum í dag þróaðist ekkert ósvipað og í leiknum ytra. Íslenska vörnin var mjög lengi í gang en sóknin var hins vegar frábær. Ísland skoraði nítján mörk og var með lygilega 83 prósent skotnýtingu. Öfugt við leikinn í Austurríki fékk íslenska liðið hins vegar góða markvörslu í dag. Björgvin Páll varði níu skot í fyrri hálfleik, eða 38 prósent þeirra skota sem hann fékk á sig. Aron sýndi allar sínar bestu hliðar í fyrri hálfleik þar sem hann skoraði sjö mörk í sjö skotum og gaf tvær stoðsendingar. Austurríkismenn voru með frumkvæðið framan af og náðu tvisvar tveggja marka forskoti. Sígandi lukka var best hjá Íslendingum sem voru mun sterkari aðilinn seinni hluta fyrri hálfleiks. Ísland vann síðustu tíu mínútur fyrri hálfleiks 7-3 og leiddi 19-15 þegar liðin gengu til búningsherbergja. Aron Pálmarsson skoraði öll sjö mörk sín í fyrri hálfleik.vísir/hulda margrét Ísland byrjaði seinni hálfleikinn af miklum krafti, skoraði fjögur af fyrstu fimm mörkum hans og gekk endanlega frá leiknum. Vörnin var gríðarlega sterk í seinni hálfleik og Austurríkismenn komust ekkert áleiðis. Björgvin Páll varði áfram vel og Viktor Gísli tók upp þráðinn þegar hann kom inn á. Sóknarleikurinn var áfram skínandi góður þótt skotnýtingin hafi ekki verið alveg góð og í fyrri hálfleik. Það var þó aldrei nálægt því að koma að sök. Ómar Ingi Magnússon var með fjögur mörk.vísir/hulda margrét Það var stór stund þegar Haukur Þrastarson skokkaði inn á völlinn undir lokin í sínum fyrsta landsleik í 816 daga. Selfyssingnum var vel fagnað og ljóst að hann gerir gott íslenskt lið enn betra. Eftir því sem leið á leikinn var aðeins spurning hversu mikill munurinn á liðunum yrði. Á endanum var hann átta mörk, 34-26, og tólf mörk samtals, 68-56. Ísland er því komið á enn eitt stórmótið og okkar menn verða að teljast líklegir til afreka í Svíþjóð og Póllandi næsta janúar. HM 2023 í handbolta Landslið karla í handbolta
Ísland er komið á sitt sjötta heimsmeistaramót í röð eftir stórsigur á Austurríki, 34-26, á Ásvöllum í seinni leik liðanna í umspili um sæti á HM í Svíþjóð og Póllandi á næsta ári. Ísland vann einvígið, 68-56 samanlagt. Íslenska liðið var nokkuð lengi í gang í vörninni en um leið og hún þéttist seig það fram úr. Líkt og í fyrri leiknum í Bregenz á fimmtudaginn var sóknarleikurinn frábær. Ísland var 19-15 yfir í hálfleik og rúllaði svo yfir Austurríki í seinni hálfleik. Eins og í leiknum ytra var Bjarki Már Elísson markahæstur í íslenska liðinu, að þessu sinni með átta mörk. Aron Pálmarsson skoraði sjö mörk, öll í fyrri hálfleik, og gaf sjö stoðsendingar. Björgvin Páll Gústavsson varði vel í íslenska markinu, eða fimmtán skot (42 prósent). Viktor Gísli Hallgrímsson kom inn á undir lokin og varði fjögur skot (fimmtíu prósent). Íslenska liðið er miklu betra en það austurríska og sýndi það í leikjunum tveimur. Í raun hafði maður aldrei áhyggjur af því að niðurstaðan yrði önnur en að Ísland færi áfram. Íslenskir áhorfendur fengu loks að koma á landsleik hér á landi.vísir/hulda margrét Fyrri hálfleikurinn í leiknum í dag þróaðist ekkert ósvipað og í leiknum ytra. Íslenska vörnin var mjög lengi í gang en sóknin var hins vegar frábær. Ísland skoraði nítján mörk og var með lygilega 83 prósent skotnýtingu. Öfugt við leikinn í Austurríki fékk íslenska liðið hins vegar góða markvörslu í dag. Björgvin Páll varði níu skot í fyrri hálfleik, eða 38 prósent þeirra skota sem hann fékk á sig. Aron sýndi allar sínar bestu hliðar í fyrri hálfleik þar sem hann skoraði sjö mörk í sjö skotum og gaf tvær stoðsendingar. Austurríkismenn voru með frumkvæðið framan af og náðu tvisvar tveggja marka forskoti. Sígandi lukka var best hjá Íslendingum sem voru mun sterkari aðilinn seinni hluta fyrri hálfleiks. Ísland vann síðustu tíu mínútur fyrri hálfleiks 7-3 og leiddi 19-15 þegar liðin gengu til búningsherbergja. Aron Pálmarsson skoraði öll sjö mörk sín í fyrri hálfleik.vísir/hulda margrét Ísland byrjaði seinni hálfleikinn af miklum krafti, skoraði fjögur af fyrstu fimm mörkum hans og gekk endanlega frá leiknum. Vörnin var gríðarlega sterk í seinni hálfleik og Austurríkismenn komust ekkert áleiðis. Björgvin Páll varði áfram vel og Viktor Gísli tók upp þráðinn þegar hann kom inn á. Sóknarleikurinn var áfram skínandi góður þótt skotnýtingin hafi ekki verið alveg góð og í fyrri hálfleik. Það var þó aldrei nálægt því að koma að sök. Ómar Ingi Magnússon var með fjögur mörk.vísir/hulda margrét Það var stór stund þegar Haukur Þrastarson skokkaði inn á völlinn undir lokin í sínum fyrsta landsleik í 816 daga. Selfyssingnum var vel fagnað og ljóst að hann gerir gott íslenskt lið enn betra. Eftir því sem leið á leikinn var aðeins spurning hversu mikill munurinn á liðunum yrði. Á endanum var hann átta mörk, 34-26, og tólf mörk samtals, 68-56. Ísland er því komið á enn eitt stórmótið og okkar menn verða að teljast líklegir til afreka í Svíþjóð og Póllandi næsta janúar.
Uppgjörið: Georgía - Ísland 25-30 | Íslenska liðið spýtti í lófana og gerði nóg í Georgíu Handbolti
Uppgjörið: Georgía - Ísland 25-30 | Íslenska liðið spýtti í lófana og gerði nóg í Georgíu Handbolti