Finnar og Svíar færast nær NATO-aðild Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 13. apríl 2022 15:00 Sanna Marin, forsætisráðherra Finnlands, og Magdalena Andersson, forsætisráðherra Svíþjóðar héldu sameiginlegan blaðamannafund í Stokkhólmi, höfuðborg Svíþjóðar, í dag. EPA-EFE/Paul Wennerholm. Forsætisráðherrar Finnlands og Svíþjóðar segja báðir að öryggislandslag Evrópu hafi tekið grundvallarbreytingum með innrás Rússa í Úkraínu. Það geti leitt til þessa að bæði ríki sæki um aðild að NATO, Atlantshafsbandalaginu. Sanna Marin, forsætisráðherra Finnlands, og Magdalena Andersson, forsætisráðherra Svíþjóðar héldu sameiginlegan blaðamannafund í Stokkhólmi, höfuðborg Svíþjóðar, í dag. Þar var Andersson spurð í mögulega NATO-aðild Svíþjóðar eftir að sænskir miðlar greindu frá því í dag að það væri hennar vilji að Svíar myndi sækja um aðild að NATO. Án þess að segja af eða á um hvort að það stæði til sagði Andersson að nú væri ekki tími til að geyma umræðuna um það hvort að Svíþjóð ætti heima í NATO eða ekki. „Öryggislandslagið hefur algjörlega breyst,“ sagði Andersson sem bætti því við að mikilvægt væri fyrir Svía að greina stöðuna sem upp væri komin vegna innrásar Rússa í Úkraínu. Sagði hún mikilvægt að kanna það vel og vandlega hvað væri best fyrir framtíðarhagsmuni Svía í öryggismálum. Heimildir sænskra fjölmiðla hermi að Andersson vilji sækja um aðild að NATO í júní. Sanna Marin sagði hins vegar að Finnar myndu taka ákvörðum um umsókn í NATO á næstu vikum. Ný öryggisskýrsla verður lögð fyrir finnska þingið í dag og verður hún tekin til umræðu eftir páska. Það mun í raun marka upphaf formlegrar umræðu Finna um að mögulega aðild að NATO. „Ég held að afstaða íbúa Finnlands, og Svía, hafi breyst og mótast talsvert af gjörðum Rússa. Þetta er augljóst og hefur gert það að verkum að þörf er á því að Finna ræði eigin öryggisþarfir,“ sagði Marin. Svíþjóð Finnland NATO Innrás Rússa í Úkraínu Tengdar fréttir Stríðsvél Pútín verði ekki stöðvuð nema með því að beita fullu afli „Við höfum lært þrennt það sem af er stríðsins. Í fyrsta lagi að samningaviðræður við Pútín skila engu; hvorki viðræður fyrir né eftir innrásina hafa skilað nokkru. Friðarviðræðurnar eru komnar í öngstræti.“ 13. apríl 2022 10:47 Vaktin: Fjárútlát til ríkismiðla Rússlands þrefaldast milli ára Iryna Vereshchuk, varaforsætisráðherra Úkraínu, segir ekki mögulegt að opna nein mannúðarhlið í dag. Hún sakar Rússa um að brjóta gegn fyrirfram ákveðnum vopnahléum og að hindra för þeirra sem freista þess að komast burtu frá átakasvæðum. 13. apríl 2022 14:45 Mest lesið Lenti utan vegar vestan við Grundarfjörð Innlent Beltunum að þakka að bræðurnir séu enn á lífi Innlent Hvaða oddviti er duglegastur að mæta? Innlent Ekkert „en“ á eftir því að beita maka sinn ofbeldi Innlent „Nú ætla menn að kollvarpa þessu kerfi, fyrir hvað?“ Innlent Verði að tryggja að á íslensku megi alltaf finna svar Innlent Sonur Beckham sviptur ökuréttindum Erlent Lögreglumenn náðu stjörnuhrapi á eftirlitsmyndavél Innlent Dröfn og Samtökin ’78 verðlaunuð á degi íslenskrar tungu Innlent Segist hafa fengið fjölda hótana eftir að Trump hætti að styðja hana Erlent Fleiri fréttir Sonur Beckham sviptur ökuréttindum Kynna umfangsmiklar breytingar á stuðningi við hælisleitendur Bílstjóri strætisvagnsins laus úr haldi Um hundrað slösuðust og tuttugu voru handtekin á mótmælum í Mexíkó Segist hafa fengið fjölda hótana eftir að Trump hætti að styðja hana Ætlar að lögsækja BBC þrátt fyrir afsökunarbeiðni Árekstur rútu rannsakaður sem manndráp af gáleysi Árásir á lestarkerfi Úkraínu hafi þrefaldast Hætta notkun metanhemjandi íblöndunarefnis Rannsaka tengsl Epstein við Clinton Þrír látnir eftir að rútu var ekið á biðskýli Sprengdu næst stærstu olíudælustöð Rússlands Sautján ára og í leit að peningum fyrir spöngum „Þeir sem leika sér að eldinum munu brenna upp til agna“ Rufu einangrun jaðarhægrisins til að afnema umhverfisreglur Enginn ákærður eftir umdeilt þrjú hundruð manna áhlaup Átján ára látnir svara spurningalista um hæfni þeirra til herþjónustu Vilja ekki feita innflytjendur Embættismenn hafa áhyggjur af sölu F-35 herþota til Sádi Arabíu BBC biður Trump afsökunar en hafnar bótakröfu Eldar í nær öllum hverfum eftir árásir Rússa á Kænugarð Óttast að Úkraínumenn verji Pokrovsk of lengi „Áratugur er ekki langur tími fyrir þá sem lifðu af“ „Ég er sá sem getur fellt hann“ Leiðtogi AfD segir Rússa ekki ógna Þýskalandi en varar við Pólverjum Minnast þess að tíu ár eru frá hryllingnum í París Lætur ráðherra fjúka vegna umfangsmikils spillingarmáls Alríki fjármagnað út janúar 2026 Stríð Trumps við fjölmiðla teygir sig yfir Atlantshafið Vörpuðu milljörðum erfðabreyttra fræja yfir akra Afganistan Sjá meira
Sanna Marin, forsætisráðherra Finnlands, og Magdalena Andersson, forsætisráðherra Svíþjóðar héldu sameiginlegan blaðamannafund í Stokkhólmi, höfuðborg Svíþjóðar, í dag. Þar var Andersson spurð í mögulega NATO-aðild Svíþjóðar eftir að sænskir miðlar greindu frá því í dag að það væri hennar vilji að Svíar myndi sækja um aðild að NATO. Án þess að segja af eða á um hvort að það stæði til sagði Andersson að nú væri ekki tími til að geyma umræðuna um það hvort að Svíþjóð ætti heima í NATO eða ekki. „Öryggislandslagið hefur algjörlega breyst,“ sagði Andersson sem bætti því við að mikilvægt væri fyrir Svía að greina stöðuna sem upp væri komin vegna innrásar Rússa í Úkraínu. Sagði hún mikilvægt að kanna það vel og vandlega hvað væri best fyrir framtíðarhagsmuni Svía í öryggismálum. Heimildir sænskra fjölmiðla hermi að Andersson vilji sækja um aðild að NATO í júní. Sanna Marin sagði hins vegar að Finnar myndu taka ákvörðum um umsókn í NATO á næstu vikum. Ný öryggisskýrsla verður lögð fyrir finnska þingið í dag og verður hún tekin til umræðu eftir páska. Það mun í raun marka upphaf formlegrar umræðu Finna um að mögulega aðild að NATO. „Ég held að afstaða íbúa Finnlands, og Svía, hafi breyst og mótast talsvert af gjörðum Rússa. Þetta er augljóst og hefur gert það að verkum að þörf er á því að Finna ræði eigin öryggisþarfir,“ sagði Marin.
Svíþjóð Finnland NATO Innrás Rússa í Úkraínu Tengdar fréttir Stríðsvél Pútín verði ekki stöðvuð nema með því að beita fullu afli „Við höfum lært þrennt það sem af er stríðsins. Í fyrsta lagi að samningaviðræður við Pútín skila engu; hvorki viðræður fyrir né eftir innrásina hafa skilað nokkru. Friðarviðræðurnar eru komnar í öngstræti.“ 13. apríl 2022 10:47 Vaktin: Fjárútlát til ríkismiðla Rússlands þrefaldast milli ára Iryna Vereshchuk, varaforsætisráðherra Úkraínu, segir ekki mögulegt að opna nein mannúðarhlið í dag. Hún sakar Rússa um að brjóta gegn fyrirfram ákveðnum vopnahléum og að hindra för þeirra sem freista þess að komast burtu frá átakasvæðum. 13. apríl 2022 14:45 Mest lesið Lenti utan vegar vestan við Grundarfjörð Innlent Beltunum að þakka að bræðurnir séu enn á lífi Innlent Hvaða oddviti er duglegastur að mæta? Innlent Ekkert „en“ á eftir því að beita maka sinn ofbeldi Innlent „Nú ætla menn að kollvarpa þessu kerfi, fyrir hvað?“ Innlent Verði að tryggja að á íslensku megi alltaf finna svar Innlent Sonur Beckham sviptur ökuréttindum Erlent Lögreglumenn náðu stjörnuhrapi á eftirlitsmyndavél Innlent Dröfn og Samtökin ’78 verðlaunuð á degi íslenskrar tungu Innlent Segist hafa fengið fjölda hótana eftir að Trump hætti að styðja hana Erlent Fleiri fréttir Sonur Beckham sviptur ökuréttindum Kynna umfangsmiklar breytingar á stuðningi við hælisleitendur Bílstjóri strætisvagnsins laus úr haldi Um hundrað slösuðust og tuttugu voru handtekin á mótmælum í Mexíkó Segist hafa fengið fjölda hótana eftir að Trump hætti að styðja hana Ætlar að lögsækja BBC þrátt fyrir afsökunarbeiðni Árekstur rútu rannsakaður sem manndráp af gáleysi Árásir á lestarkerfi Úkraínu hafi þrefaldast Hætta notkun metanhemjandi íblöndunarefnis Rannsaka tengsl Epstein við Clinton Þrír látnir eftir að rútu var ekið á biðskýli Sprengdu næst stærstu olíudælustöð Rússlands Sautján ára og í leit að peningum fyrir spöngum „Þeir sem leika sér að eldinum munu brenna upp til agna“ Rufu einangrun jaðarhægrisins til að afnema umhverfisreglur Enginn ákærður eftir umdeilt þrjú hundruð manna áhlaup Átján ára látnir svara spurningalista um hæfni þeirra til herþjónustu Vilja ekki feita innflytjendur Embættismenn hafa áhyggjur af sölu F-35 herþota til Sádi Arabíu BBC biður Trump afsökunar en hafnar bótakröfu Eldar í nær öllum hverfum eftir árásir Rússa á Kænugarð Óttast að Úkraínumenn verji Pokrovsk of lengi „Áratugur er ekki langur tími fyrir þá sem lifðu af“ „Ég er sá sem getur fellt hann“ Leiðtogi AfD segir Rússa ekki ógna Þýskalandi en varar við Pólverjum Minnast þess að tíu ár eru frá hryllingnum í París Lætur ráðherra fjúka vegna umfangsmikils spillingarmáls Alríki fjármagnað út janúar 2026 Stríð Trumps við fjölmiðla teygir sig yfir Atlantshafið Vörpuðu milljörðum erfðabreyttra fræja yfir akra Afganistan Sjá meira
Stríðsvél Pútín verði ekki stöðvuð nema með því að beita fullu afli „Við höfum lært þrennt það sem af er stríðsins. Í fyrsta lagi að samningaviðræður við Pútín skila engu; hvorki viðræður fyrir né eftir innrásina hafa skilað nokkru. Friðarviðræðurnar eru komnar í öngstræti.“ 13. apríl 2022 10:47
Vaktin: Fjárútlát til ríkismiðla Rússlands þrefaldast milli ára Iryna Vereshchuk, varaforsætisráðherra Úkraínu, segir ekki mögulegt að opna nein mannúðarhlið í dag. Hún sakar Rússa um að brjóta gegn fyrirfram ákveðnum vopnahléum og að hindra för þeirra sem freista þess að komast burtu frá átakasvæðum. 13. apríl 2022 14:45