Finnar og Svíar færast nær NATO-aðild Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 13. apríl 2022 15:00 Sanna Marin, forsætisráðherra Finnlands, og Magdalena Andersson, forsætisráðherra Svíþjóðar héldu sameiginlegan blaðamannafund í Stokkhólmi, höfuðborg Svíþjóðar, í dag. EPA-EFE/Paul Wennerholm. Forsætisráðherrar Finnlands og Svíþjóðar segja báðir að öryggislandslag Evrópu hafi tekið grundvallarbreytingum með innrás Rússa í Úkraínu. Það geti leitt til þessa að bæði ríki sæki um aðild að NATO, Atlantshafsbandalaginu. Sanna Marin, forsætisráðherra Finnlands, og Magdalena Andersson, forsætisráðherra Svíþjóðar héldu sameiginlegan blaðamannafund í Stokkhólmi, höfuðborg Svíþjóðar, í dag. Þar var Andersson spurð í mögulega NATO-aðild Svíþjóðar eftir að sænskir miðlar greindu frá því í dag að það væri hennar vilji að Svíar myndi sækja um aðild að NATO. Án þess að segja af eða á um hvort að það stæði til sagði Andersson að nú væri ekki tími til að geyma umræðuna um það hvort að Svíþjóð ætti heima í NATO eða ekki. „Öryggislandslagið hefur algjörlega breyst,“ sagði Andersson sem bætti því við að mikilvægt væri fyrir Svía að greina stöðuna sem upp væri komin vegna innrásar Rússa í Úkraínu. Sagði hún mikilvægt að kanna það vel og vandlega hvað væri best fyrir framtíðarhagsmuni Svía í öryggismálum. Heimildir sænskra fjölmiðla hermi að Andersson vilji sækja um aðild að NATO í júní. Sanna Marin sagði hins vegar að Finnar myndu taka ákvörðum um umsókn í NATO á næstu vikum. Ný öryggisskýrsla verður lögð fyrir finnska þingið í dag og verður hún tekin til umræðu eftir páska. Það mun í raun marka upphaf formlegrar umræðu Finna um að mögulega aðild að NATO. „Ég held að afstaða íbúa Finnlands, og Svía, hafi breyst og mótast talsvert af gjörðum Rússa. Þetta er augljóst og hefur gert það að verkum að þörf er á því að Finna ræði eigin öryggisþarfir,“ sagði Marin. Svíþjóð Finnland NATO Innrás Rússa í Úkraínu Tengdar fréttir Stríðsvél Pútín verði ekki stöðvuð nema með því að beita fullu afli „Við höfum lært þrennt það sem af er stríðsins. Í fyrsta lagi að samningaviðræður við Pútín skila engu; hvorki viðræður fyrir né eftir innrásina hafa skilað nokkru. Friðarviðræðurnar eru komnar í öngstræti.“ 13. apríl 2022 10:47 Vaktin: Fjárútlát til ríkismiðla Rússlands þrefaldast milli ára Iryna Vereshchuk, varaforsætisráðherra Úkraínu, segir ekki mögulegt að opna nein mannúðarhlið í dag. Hún sakar Rússa um að brjóta gegn fyrirfram ákveðnum vopnahléum og að hindra för þeirra sem freista þess að komast burtu frá átakasvæðum. 13. apríl 2022 14:45 Mest lesið Ökumaður dráttarvélarinnar fluttur með þyrlu Innlent Fjögurra ára martröð Karlottu lauk með sýknudómi Innlent „Af hverju sit ég einn af öllum þessum mönnum fyrir framan dómara?“ Innlent Vill fá úr skorið hvort „annarlegar hvatir“ liggi að baki sniðgöngunni Innlent Stærsti óttinn varð að veruleika á þriðja degi af 90 Innlent Verzlingar settu upp húfur og skelltu sér til Krítar Innlent Lét öllum illum látum og fær engar bætur Innlent Tjaldaði á túni í miðborg Reykjavíkur Innlent Náðar raunveruleikastjörnur sem sviku tugmilljónir dala út úr bönkum Erlent Fólk flytur á landsbyggðina fyrir ódýrara húsnæði og rólegra umhverfi Innlent Fleiri fréttir Tuttugu ára fangelsisvist fyrir kynferðisbrot gegn 299 börnum Merz lofaði Selenskíj aðstoð við langdrægar skotflaugar Vísaði frá máli gegn orkurisa vegna bráðnunar jökla Á góðri leið með loftslagsmarkmið standi ESB-ríki við sitt Náðar raunveruleikastjörnur sem sviku tugmilljónir dala út úr bönkum Stöðva vegabréfsáritanir námsmanna og rannsaka umsækjendur nánar Geimfar SpaceX splundraðist eftir 45 mínútna flug Springur Starship í þriðja sinn í röð? „Hann er að leika sér að eldinum!“ Sakaður um morðtilraun og akstur undir áhrifum fíkniefna Náðar spilltan fógeta Telja vanrækslu hafa valdið mannskæðu þyrluslysi í Finnlandi Fjögur börn í hópi þeirra mest slösuðu „Bara sjokk hvað maður var nálægt þessu“ Einn í haldi eftir að ekið var á fólk í Liverpool Deila enn um „stóra fallega“ frumvarpið Hnekkti dómi fyrrverandi kanslara fyrir meinsæri Hjónaerjur í opinberri heimsókn Macrons Mestu árásirnar hingað til, aftur Kim reiður yfir misheppnaðri sjósetningu Útskrifuð af geðdeild daginn fyrir stunguárásina í Hamborg Konur og karlar fái sortuæxli á ólíkum stöðum Mannfall þegar skólabygging var sprengd Segir Pútín „genginn af göflunum“ og íhugar refsiaðgerðir Frestar fimmtíu prósenta tollum á Evrópusambandið Ætla að hernema stærstan hluta Gasa og smala íbúum á afmörkuð „öryggissvæði“ Fundu lík fimm skíðamanna nærri Zermatt Umfangsmestu loftárásir frá upphafi stríðs Níu af tíu börnum tveggja lækna létust í árásum Ísraela Árásarkonan Þjóðverji á fertugsaldri Sjá meira
Sanna Marin, forsætisráðherra Finnlands, og Magdalena Andersson, forsætisráðherra Svíþjóðar héldu sameiginlegan blaðamannafund í Stokkhólmi, höfuðborg Svíþjóðar, í dag. Þar var Andersson spurð í mögulega NATO-aðild Svíþjóðar eftir að sænskir miðlar greindu frá því í dag að það væri hennar vilji að Svíar myndi sækja um aðild að NATO. Án þess að segja af eða á um hvort að það stæði til sagði Andersson að nú væri ekki tími til að geyma umræðuna um það hvort að Svíþjóð ætti heima í NATO eða ekki. „Öryggislandslagið hefur algjörlega breyst,“ sagði Andersson sem bætti því við að mikilvægt væri fyrir Svía að greina stöðuna sem upp væri komin vegna innrásar Rússa í Úkraínu. Sagði hún mikilvægt að kanna það vel og vandlega hvað væri best fyrir framtíðarhagsmuni Svía í öryggismálum. Heimildir sænskra fjölmiðla hermi að Andersson vilji sækja um aðild að NATO í júní. Sanna Marin sagði hins vegar að Finnar myndu taka ákvörðum um umsókn í NATO á næstu vikum. Ný öryggisskýrsla verður lögð fyrir finnska þingið í dag og verður hún tekin til umræðu eftir páska. Það mun í raun marka upphaf formlegrar umræðu Finna um að mögulega aðild að NATO. „Ég held að afstaða íbúa Finnlands, og Svía, hafi breyst og mótast talsvert af gjörðum Rússa. Þetta er augljóst og hefur gert það að verkum að þörf er á því að Finna ræði eigin öryggisþarfir,“ sagði Marin.
Svíþjóð Finnland NATO Innrás Rússa í Úkraínu Tengdar fréttir Stríðsvél Pútín verði ekki stöðvuð nema með því að beita fullu afli „Við höfum lært þrennt það sem af er stríðsins. Í fyrsta lagi að samningaviðræður við Pútín skila engu; hvorki viðræður fyrir né eftir innrásina hafa skilað nokkru. Friðarviðræðurnar eru komnar í öngstræti.“ 13. apríl 2022 10:47 Vaktin: Fjárútlát til ríkismiðla Rússlands þrefaldast milli ára Iryna Vereshchuk, varaforsætisráðherra Úkraínu, segir ekki mögulegt að opna nein mannúðarhlið í dag. Hún sakar Rússa um að brjóta gegn fyrirfram ákveðnum vopnahléum og að hindra för þeirra sem freista þess að komast burtu frá átakasvæðum. 13. apríl 2022 14:45 Mest lesið Ökumaður dráttarvélarinnar fluttur með þyrlu Innlent Fjögurra ára martröð Karlottu lauk með sýknudómi Innlent „Af hverju sit ég einn af öllum þessum mönnum fyrir framan dómara?“ Innlent Vill fá úr skorið hvort „annarlegar hvatir“ liggi að baki sniðgöngunni Innlent Stærsti óttinn varð að veruleika á þriðja degi af 90 Innlent Verzlingar settu upp húfur og skelltu sér til Krítar Innlent Lét öllum illum látum og fær engar bætur Innlent Tjaldaði á túni í miðborg Reykjavíkur Innlent Náðar raunveruleikastjörnur sem sviku tugmilljónir dala út úr bönkum Erlent Fólk flytur á landsbyggðina fyrir ódýrara húsnæði og rólegra umhverfi Innlent Fleiri fréttir Tuttugu ára fangelsisvist fyrir kynferðisbrot gegn 299 börnum Merz lofaði Selenskíj aðstoð við langdrægar skotflaugar Vísaði frá máli gegn orkurisa vegna bráðnunar jökla Á góðri leið með loftslagsmarkmið standi ESB-ríki við sitt Náðar raunveruleikastjörnur sem sviku tugmilljónir dala út úr bönkum Stöðva vegabréfsáritanir námsmanna og rannsaka umsækjendur nánar Geimfar SpaceX splundraðist eftir 45 mínútna flug Springur Starship í þriðja sinn í röð? „Hann er að leika sér að eldinum!“ Sakaður um morðtilraun og akstur undir áhrifum fíkniefna Náðar spilltan fógeta Telja vanrækslu hafa valdið mannskæðu þyrluslysi í Finnlandi Fjögur börn í hópi þeirra mest slösuðu „Bara sjokk hvað maður var nálægt þessu“ Einn í haldi eftir að ekið var á fólk í Liverpool Deila enn um „stóra fallega“ frumvarpið Hnekkti dómi fyrrverandi kanslara fyrir meinsæri Hjónaerjur í opinberri heimsókn Macrons Mestu árásirnar hingað til, aftur Kim reiður yfir misheppnaðri sjósetningu Útskrifuð af geðdeild daginn fyrir stunguárásina í Hamborg Konur og karlar fái sortuæxli á ólíkum stöðum Mannfall þegar skólabygging var sprengd Segir Pútín „genginn af göflunum“ og íhugar refsiaðgerðir Frestar fimmtíu prósenta tollum á Evrópusambandið Ætla að hernema stærstan hluta Gasa og smala íbúum á afmörkuð „öryggissvæði“ Fundu lík fimm skíðamanna nærri Zermatt Umfangsmestu loftárásir frá upphafi stríðs Níu af tíu börnum tveggja lækna létust í árásum Ísraela Árásarkonan Þjóðverji á fertugsaldri Sjá meira
Stríðsvél Pútín verði ekki stöðvuð nema með því að beita fullu afli „Við höfum lært þrennt það sem af er stríðsins. Í fyrsta lagi að samningaviðræður við Pútín skila engu; hvorki viðræður fyrir né eftir innrásina hafa skilað nokkru. Friðarviðræðurnar eru komnar í öngstræti.“ 13. apríl 2022 10:47
Vaktin: Fjárútlát til ríkismiðla Rússlands þrefaldast milli ára Iryna Vereshchuk, varaforsætisráðherra Úkraínu, segir ekki mögulegt að opna nein mannúðarhlið í dag. Hún sakar Rússa um að brjóta gegn fyrirfram ákveðnum vopnahléum og að hindra för þeirra sem freista þess að komast burtu frá átakasvæðum. 13. apríl 2022 14:45