Mögulegt að kvika sé að safnast fyrir undir yfirborðinu Fanndís Birna Logadóttir skrifar 13. apríl 2022 11:52 Enn sem komið er sést engin eldvirkni á yfirborðinu. Vísir/Vilhelm Dregið hefur úr virkninni á Reykjanestá eftir að jarðskjálftahrina hófst þar í gærkvöldi. Rúmlega 600 skjálftar hafa mælst í hrinunni, sá stærsti 3,9 að stærð. Náttúruvársérfræðingur segir að kvika sé mögulega að safnast fyrir undir jarðskorpunni en ekkert bendir til að hún sé á leið upp á yfirborðið að svo stöddu. Böðvar Sveinsson, náttúruvársérfræðingur hjá Veðurstofunni, segir að það hafi hægst á skjálftavirkninni núna í morgunsárið og eru skjálftarnir minni. „Það sést engin aflögun á yfirborði en þetta er svona tiltölulega djúpt, fimm til sjö kílómetra, sem sagt þensla á miklu dýpi og mjög neðarlega í skorpunni sem bendir til að það sé kannski einhver kvika að safnast fyrir. Það gæti verið byrjunin á einhverri innskotavirkni,“ segir Böðvar. Hann segir þó virknina mjög neðarlega enn sem komið er og sést ekkert á GPS mælum á svæðinu. „Við fylgjumst náttúrulega grannt með, erum á tánum yfir þessu, en það alla vega bendir ekkert til að það sé neitt að gerast akkúrat núna,“ segir Böðvar. Gera má ráð fyrir áframhaldandi skjálftavirkni Af þeim rúmlega 600 skjálftum sem hafa mælst frá því í gær voru sjö yfir þremur að stærð, sá stærsti 3,9 að stærð. Aðspurður um hvort það hafi einhverja þýðingu hvað skjálftarnir eru stórir segir Böðvar svo ekki vera. „Nei ekki þannig, það er reglulega skjálftavirkni þarna á þessu svæði þannig það er ekki óvanalegt að það sé eitthvað þarna í gangi,“ segir hann. Þá megi gera ráð fyrir áframhaldandi skjálftavirkni næstu daga. „Það má nú alveg búast við því en ákefðin og stærðin hefur minnkað ansi mikið núna í morgun,“ segir Böðvar og bætir við að það sé ólíklegt að það komi upp eldvirkni á svæðinu. „Við sjáum alla vega ekki neitt enn sem komið er en maður á aldrei að útiloka neitt.“ Eldgos og jarðhræringar Jarðhræringar á Reykjanesi Mest lesið Hvarf fyrir tæpum þrjátíu árum og fannst í hopandi jökli Erlent Fjarlægði nöfnin strax: „Ætlumst ekki til neins af þessu fólki“ Innlent Styttan tekin niður eftir harðar deilur um klúran barm Erlent Tveggja bíla árekstur á Suðurlandi Innlent Öryggismyndavélar í svefnherberginu og fyrsta útgáfa af Lolitu á skrifstofunni Erlent Segir Höllu ekki skilja um hvað málið snýst Innlent Golfbolti hafnaði í manni „eftir óteljandi dæmi um óskiljanlega hegðun“ Innlent Fyrirlestri ísraelsks fræðimanns aflýst eftir skamma stund Innlent Simmi lýsir áralöngu umsáturseinelti: Sat um hann í bílakjallara Innlent Dánarorsök Ozzy Osbourne ljós Erlent Fleiri fréttir Tollarnir tilefni til hvorra tveggja örvæntingar og léttis Simmi lýsir áralöngu umsáturseinelti: Sat um hann í bílakjallara Tveir fluttir með þyrlunni og fjórir með sjúkrabíl Vörðuóðir ferðamenn fremji náttúruspjöll Húsvíkingur á Norðurpólnum segir sögu merkustu landkönnuða 20. aldar Þrýstu á yngsta sakborninginn um að taka á sig alla sök Ákvörðun ráðherra muni seinka viðbragði við faröldrum framtíðar Þyrlan aftur á leið austur vegna umferðarslyss Ekki eigi að gera einstaklinga ábyrga fyrir gerðum ríkisstjórnar Tollahækkanirnar vonbrigði og þrýstir á um fund sem fyrst Forsætisráðherra ósátt með tolla og pólfarar á Húsavík Fyrirlestri ísraelsks fræðimanns aflýst eftir skamma stund Golfbolti hafnaði í manni „eftir óteljandi dæmi um óskiljanlega hegðun“ Tveggja bíla árekstur á Suðurlandi Svartaþoka gerir þyrlusveit í útkalli erfitt fyrir Innkalla sælgæti vegna köfnunarhættu Fjarlægði nöfnin strax: „Ætlumst ekki til neins af þessu fólki“ Öryggissérfræðingur hefur trú á boðuðum aðgerðum í Reynisfjöru Segir Höllu ekki skilja um hvað málið snýst Færa sig í Kringluna vegna bílastæðaskorts og framkvæmda Tollastríð, makríll og flutningur Blóðbankans Greina ekki frá tilkynntum kynferðisbrotum á Þjóðhátíð strax Segja Rafmennt auglýsa nöfn sín í blekkingarskyni Sektaður vegna kýr sem drapst á leið í sláturhús Minnsti þéttleiki makríls síðan 2010 Tveir skjálftar yfir þrír að stærð Hvar á að grípa niður í fækkun innflytjenda? Blóðbankinn á leið í Kringluna Nokkuð um hávaðaútköll Segja upp og draga úr útgáfu: Óvissan í rekstrinum „því miður aukist mikið“ Sjá meira
Böðvar Sveinsson, náttúruvársérfræðingur hjá Veðurstofunni, segir að það hafi hægst á skjálftavirkninni núna í morgunsárið og eru skjálftarnir minni. „Það sést engin aflögun á yfirborði en þetta er svona tiltölulega djúpt, fimm til sjö kílómetra, sem sagt þensla á miklu dýpi og mjög neðarlega í skorpunni sem bendir til að það sé kannski einhver kvika að safnast fyrir. Það gæti verið byrjunin á einhverri innskotavirkni,“ segir Böðvar. Hann segir þó virknina mjög neðarlega enn sem komið er og sést ekkert á GPS mælum á svæðinu. „Við fylgjumst náttúrulega grannt með, erum á tánum yfir þessu, en það alla vega bendir ekkert til að það sé neitt að gerast akkúrat núna,“ segir Böðvar. Gera má ráð fyrir áframhaldandi skjálftavirkni Af þeim rúmlega 600 skjálftum sem hafa mælst frá því í gær voru sjö yfir þremur að stærð, sá stærsti 3,9 að stærð. Aðspurður um hvort það hafi einhverja þýðingu hvað skjálftarnir eru stórir segir Böðvar svo ekki vera. „Nei ekki þannig, það er reglulega skjálftavirkni þarna á þessu svæði þannig það er ekki óvanalegt að það sé eitthvað þarna í gangi,“ segir hann. Þá megi gera ráð fyrir áframhaldandi skjálftavirkni næstu daga. „Það má nú alveg búast við því en ákefðin og stærðin hefur minnkað ansi mikið núna í morgun,“ segir Böðvar og bætir við að það sé ólíklegt að það komi upp eldvirkni á svæðinu. „Við sjáum alla vega ekki neitt enn sem komið er en maður á aldrei að útiloka neitt.“
Eldgos og jarðhræringar Jarðhræringar á Reykjanesi Mest lesið Hvarf fyrir tæpum þrjátíu árum og fannst í hopandi jökli Erlent Fjarlægði nöfnin strax: „Ætlumst ekki til neins af þessu fólki“ Innlent Styttan tekin niður eftir harðar deilur um klúran barm Erlent Tveggja bíla árekstur á Suðurlandi Innlent Öryggismyndavélar í svefnherberginu og fyrsta útgáfa af Lolitu á skrifstofunni Erlent Segir Höllu ekki skilja um hvað málið snýst Innlent Golfbolti hafnaði í manni „eftir óteljandi dæmi um óskiljanlega hegðun“ Innlent Fyrirlestri ísraelsks fræðimanns aflýst eftir skamma stund Innlent Simmi lýsir áralöngu umsáturseinelti: Sat um hann í bílakjallara Innlent Dánarorsök Ozzy Osbourne ljós Erlent Fleiri fréttir Tollarnir tilefni til hvorra tveggja örvæntingar og léttis Simmi lýsir áralöngu umsáturseinelti: Sat um hann í bílakjallara Tveir fluttir með þyrlunni og fjórir með sjúkrabíl Vörðuóðir ferðamenn fremji náttúruspjöll Húsvíkingur á Norðurpólnum segir sögu merkustu landkönnuða 20. aldar Þrýstu á yngsta sakborninginn um að taka á sig alla sök Ákvörðun ráðherra muni seinka viðbragði við faröldrum framtíðar Þyrlan aftur á leið austur vegna umferðarslyss Ekki eigi að gera einstaklinga ábyrga fyrir gerðum ríkisstjórnar Tollahækkanirnar vonbrigði og þrýstir á um fund sem fyrst Forsætisráðherra ósátt með tolla og pólfarar á Húsavík Fyrirlestri ísraelsks fræðimanns aflýst eftir skamma stund Golfbolti hafnaði í manni „eftir óteljandi dæmi um óskiljanlega hegðun“ Tveggja bíla árekstur á Suðurlandi Svartaþoka gerir þyrlusveit í útkalli erfitt fyrir Innkalla sælgæti vegna köfnunarhættu Fjarlægði nöfnin strax: „Ætlumst ekki til neins af þessu fólki“ Öryggissérfræðingur hefur trú á boðuðum aðgerðum í Reynisfjöru Segir Höllu ekki skilja um hvað málið snýst Færa sig í Kringluna vegna bílastæðaskorts og framkvæmda Tollastríð, makríll og flutningur Blóðbankans Greina ekki frá tilkynntum kynferðisbrotum á Þjóðhátíð strax Segja Rafmennt auglýsa nöfn sín í blekkingarskyni Sektaður vegna kýr sem drapst á leið í sláturhús Minnsti þéttleiki makríls síðan 2010 Tveir skjálftar yfir þrír að stærð Hvar á að grípa niður í fækkun innflytjenda? Blóðbankinn á leið í Kringluna Nokkuð um hávaðaútköll Segja upp og draga úr útgáfu: Óvissan í rekstrinum „því miður aukist mikið“ Sjá meira