Opinber framlög til þróunarsamvinnu í sögulegu hámarki Heimsljós 13. apríl 2022 09:02 Annað árið í röð náðu opinber framlög til þróunarsamvinnu í heiminum sögulegu hámarki. Þau námu 179 milljörðum Bandaríkjadala á síðasta ári og hækkuðu um 4,4 prósent á milli ára. Þetta kemur fram í nýútgefnum tölum frá Efnahags- og framfarastofnuninni (OECD) um opinber framlög til þróunarsamvinnu árið 2021. Þessa þróun má að miklu leyti rekja til aukinna framlaga í tengslum við aðgerðir vegna útbreiðslu COVID-19 faraldursins og dreifingu bóluefna í þróunarríkjum. Þannig námu framlög OECD ríkjanna til bóluefnaaðstoðar vegna COVID-19 alls 6,3 milljörðum Bandaríkjadala, eða því sem nemur 3,5 prósentum af heildarframlögum til þróunarsamvinnu. Þá nema heildarframlög í tengslum við viðbrögð vegna COVID-19 um 18,7 milljörðum Bandaríkjadala, sem þýðir að 10,5 prósent af opinberum framlögum til þróunarsamvinnu á síðasta ári fóru í viðbrögð vegna faraldursins. „OECD ríkin hafa enn og aftur sýnt að jafnvel á krepputímum munu þau stíga upp og veita fátækari ríkjum og fólki stuðning,“ sagði Mathias Cormann, framkvæmdastjóri OECD, þegar tölurnar voru kynntar á blaðamannafundi í dag. Hann sagði að átak síðustu ára hafi verið mikilvægt skref í því að auka stuðning við fátækari ríki, en þar megi ekki láta staðar numið. Heimurinn standi nú frammi fyrir nýrri mannúðarkrísu með tilefnislausri árás Rússlands á Úkraínu, en þróunarríki verði verst fyrir barðinu á minna framboði og hærra verði á matvælum og helstu hrávörum. Ísland er á meðal þeirra ríkja þar sem framlög til þróunarsamvinnu hækkuðu hlutfallslega mest á milli ára, eða um 11,7 prósent. Aukningin var mest á Ítalíu (34,5 prósent), í Suður-Kóreu (20,7 prósent) og Slóveníu (19 prósent). Þá náðu fimm ríki viðmiði Sameinuðu þjóðanna um að veita því sem nemur 0,7 prósent af vergum þjóðartekjum til þróunarsamvinnu; Danmörk, Þýskaland, Lúxemborg, Noregur og Svíþjóð. Þessi grein er hluti af samstarfi Vísis og utanríkisráðuneytisins um miðlun frétta af þróunarsamstarfi Íslands um allan heim. Fréttin birtist fyrst í Heimsljósi, upplýsingaveitu utanríkisráðuneytisins um þróunar- og mannúðarmál. Þróunarsamvinna Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Bólusetningar Innrás Rússa í Úkraínu Mest lesið Fengu tæpar fimm og sex milljónir króna í tvöföldum launagreiðslum Innlent Finnst of langt gengið í glæpavæðingu í umfjöllun um Carbfix Innlent Viðbúin því að fylgjendum fækki í kjölfar TikTok-banns Innlent Undrast sinnuleysi forvera sinna og vill lagabreytingar Innlent Ungmenni nota tálbeituaðferðir til að ráðast á meinta níðinga Innlent Sjálfstæðisflokkurinn þurfi að breikka faðminn og vera hlýrri Innlent Starfsmanni ÍSÍ dauðbrá þegar hún mætti til vinnu Innlent Starfsmaður frá Filippseyjum syngur og syngur á Selfossi Innlent Reyndi að stinga af á bíl og svo á hlaupum Innlent Meinað að heimsækja fjölskylduna því hann var skyndilega kominn á bannlista Innlent
Þetta kemur fram í nýútgefnum tölum frá Efnahags- og framfarastofnuninni (OECD) um opinber framlög til þróunarsamvinnu árið 2021. Þessa þróun má að miklu leyti rekja til aukinna framlaga í tengslum við aðgerðir vegna útbreiðslu COVID-19 faraldursins og dreifingu bóluefna í þróunarríkjum. Þannig námu framlög OECD ríkjanna til bóluefnaaðstoðar vegna COVID-19 alls 6,3 milljörðum Bandaríkjadala, eða því sem nemur 3,5 prósentum af heildarframlögum til þróunarsamvinnu. Þá nema heildarframlög í tengslum við viðbrögð vegna COVID-19 um 18,7 milljörðum Bandaríkjadala, sem þýðir að 10,5 prósent af opinberum framlögum til þróunarsamvinnu á síðasta ári fóru í viðbrögð vegna faraldursins. „OECD ríkin hafa enn og aftur sýnt að jafnvel á krepputímum munu þau stíga upp og veita fátækari ríkjum og fólki stuðning,“ sagði Mathias Cormann, framkvæmdastjóri OECD, þegar tölurnar voru kynntar á blaðamannafundi í dag. Hann sagði að átak síðustu ára hafi verið mikilvægt skref í því að auka stuðning við fátækari ríki, en þar megi ekki láta staðar numið. Heimurinn standi nú frammi fyrir nýrri mannúðarkrísu með tilefnislausri árás Rússlands á Úkraínu, en þróunarríki verði verst fyrir barðinu á minna framboði og hærra verði á matvælum og helstu hrávörum. Ísland er á meðal þeirra ríkja þar sem framlög til þróunarsamvinnu hækkuðu hlutfallslega mest á milli ára, eða um 11,7 prósent. Aukningin var mest á Ítalíu (34,5 prósent), í Suður-Kóreu (20,7 prósent) og Slóveníu (19 prósent). Þá náðu fimm ríki viðmiði Sameinuðu þjóðanna um að veita því sem nemur 0,7 prósent af vergum þjóðartekjum til þróunarsamvinnu; Danmörk, Þýskaland, Lúxemborg, Noregur og Svíþjóð. Þessi grein er hluti af samstarfi Vísis og utanríkisráðuneytisins um miðlun frétta af þróunarsamstarfi Íslands um allan heim. Fréttin birtist fyrst í Heimsljósi, upplýsingaveitu utanríkisráðuneytisins um þróunar- og mannúðarmál.
Þessi grein er hluti af samstarfi Vísis og utanríkisráðuneytisins um miðlun frétta af þróunarsamstarfi Íslands um allan heim. Fréttin birtist fyrst í Heimsljósi, upplýsingaveitu utanríkisráðuneytisins um þróunar- og mannúðarmál.
Þróunarsamvinna Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Bólusetningar Innrás Rússa í Úkraínu Mest lesið Fengu tæpar fimm og sex milljónir króna í tvöföldum launagreiðslum Innlent Finnst of langt gengið í glæpavæðingu í umfjöllun um Carbfix Innlent Viðbúin því að fylgjendum fækki í kjölfar TikTok-banns Innlent Undrast sinnuleysi forvera sinna og vill lagabreytingar Innlent Ungmenni nota tálbeituaðferðir til að ráðast á meinta níðinga Innlent Sjálfstæðisflokkurinn þurfi að breikka faðminn og vera hlýrri Innlent Starfsmanni ÍSÍ dauðbrá þegar hún mætti til vinnu Innlent Starfsmaður frá Filippseyjum syngur og syngur á Selfossi Innlent Reyndi að stinga af á bíl og svo á hlaupum Innlent Meinað að heimsækja fjölskylduna því hann var skyndilega kominn á bannlista Innlent