Gagnrýndi dómarann fyrir að hlæja með Ancelotti: „Það sem þú færð í Madríd“ Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 13. apríl 2022 08:00 Thomas Tuchel skilur ekkert í Carlo Ancelotti. EPA-EFE/Juanjo Martin Thomas Tuchel var allt annað en sáttur eftir dramatískt 3-2 tap Evrópumeistara Chelsea gegn Real Madríd eftir framlengdan leik á Spáni. Hann lét dómara leiksins heyra það eftir leik en maðurinn með flautuna sást hlæja með Carlo Ancelotti á meðan leik stóð. Chelsea mætti til Madríd eftir 3-1 tap á Brúnni en sneri taflinu við í Madríd og var 3-1 yfir eftir venjulegan leiktíma. Því þurfti að framlengja og þar reyndust heimamenn sterkari. Þeir minnkuðu muninn í 3-2 og fóru því áfram 5-4 samtals. Þjálfara Chelsea, Tuchel, var ekki skemmt og hvað þá eftir að hann sá dómarann Szymon Marciniak hlæja með Ancelotti, þjálfara Real. „Ég var svekktur að sjá að dómarinn skemhmti sér svona vel með Carlo. Þegar ég vildi þakka fyrir leikinn þá var hann brosandi og hlæjandi með þjálfara andstæðinganna. Ég tel þetta hafa verð rangan tíma til að gera það. Eftir 126 mínútur þar sem lið lögðu líkama og sál í verkefnið. Þetta var léleg tímasetning og ég lét hann vita af því,“ sagði Tuchel eftir leik. Þá var mark dæmt af Chelsea í leiknum. „Á móti Real Madríd þá reiknar þú ekki alltaf með að allir sýni hugrekki,“ sagði Tuchel og skaut bersýnilega á dómara leiksins en Marciniak fór ekki og skoðaði atvikið sjálfur. Tuchel lætur dómara leiksins vita hvað sér finnst.EPA-EFE/Sergio Perez Hann bætti þó við að þetta væri almennt staðan gegn Real og honum hefði fundist margar litlar ákvarðanir í fyrri leiknum falla þeim í hag. „Þetta er tap sem við getum kyngt. Við gáfum allt, spiluðum eins og við vildum spila. Við áttum skilið að fara áfram en vorum óheppnir og það gekk ekki upp að þessu sinni,“ sagði Tuchel að endingu. Real Madríd er komið í undanúrslit Meistaradeildar Evrópu. Þar mætir liðið Manchester City eða Atlético Madríd. City leiðir 1-0 eftir fyrri leik liðanna. Meistaradeild Evrópu er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Meistaradeildin er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði. Fótbolti Meistaradeild Evrópu í fótbolta karla Mest lesið Dramatík í Barcelona: Félagið í mál við eigin leikmann Fótbolti Lyon krækir í leikmann Liverpool Enski boltinn Tölvuleikurinn Grand Theft Auto boðar mjög gott fyrir Man. United Enski boltinn Patrick: Léttir að sjá boltann í netinu Fótbolti Ómar Björn: Misreiknaði boltann Fótbolti Son verður sá dýrasti í sögunni Enski boltinn Uppgjör: ÍA - Valur 2-2 | Skaginn náði í stig með ótrúlegu marki Íslenski boltinn Snéri til baka úr krabbameinsmeðferð og lokaði leiknum Sport Jorge Costa látinn Fótbolti Eir og Ísold mæta á EM Sport Fleiri fréttir Dramatík í Barcelona: Félagið í mál við eigin leikmann Tölvuleikurinn Grand Theft Auto boðar mjög gott fyrir Man. United Patrick: Léttir að sjá boltann í netinu Lyon krækir í leikmann Liverpool Ómar Björn: Misreiknaði boltann Markalaust í baráttunni um brúna Uppgjör: ÍA - Valur 2-2 | Skaginn náði í stig með ótrúlegu marki Brann á toppinn og Lyngby skreið áfram í bikarnum Hansen hamingjusamur í Víkinni næstu árin Tryggvi þurfti að bíða í 257 daga eftir að bæta metið Jorge Costa látinn Partey laus á skilorði Fór að gráta þegar hún skoraði Son verður sá dýrasti í sögunni Man. United bauð 74 milljónir punda í Sesko Gervigreindin fór illa með mótherja Víkinga „Margir sem voru tilbúnir að koma honum fyrir kattarnef fyrir mig“ Frank Mill er látinn Shearer með skilaboð til Newcastle: Losið ykkur við Isak Natasha með slitið krossband Sjáðu guttann skora geggjað mark fyrir Liverpool: Ný stjarna fædd á Anfield Máluðu dvergana sjö í kringum fræga veggmynd af Lamine Yamal Eigandi Newcastle gæti hjálpað Liverpool að kaupa Isak Hinn óendanlegi leikmannahópur Chelsea Stuðningsmönnum danska liðsins ekki hleypt inn í Svíþjóð Lars Lagerbäck lenti í slysi og kemur ekki til Íslands „Þeir standa fyrir eitthvað annað“ Kári reynir að hjálpa HK upp um deild Liverpool vann Athletic tvívegis á Anfield „Báðir endar vallarins mættu vera betri“ Sjá meira
Chelsea mætti til Madríd eftir 3-1 tap á Brúnni en sneri taflinu við í Madríd og var 3-1 yfir eftir venjulegan leiktíma. Því þurfti að framlengja og þar reyndust heimamenn sterkari. Þeir minnkuðu muninn í 3-2 og fóru því áfram 5-4 samtals. Þjálfara Chelsea, Tuchel, var ekki skemmt og hvað þá eftir að hann sá dómarann Szymon Marciniak hlæja með Ancelotti, þjálfara Real. „Ég var svekktur að sjá að dómarinn skemhmti sér svona vel með Carlo. Þegar ég vildi þakka fyrir leikinn þá var hann brosandi og hlæjandi með þjálfara andstæðinganna. Ég tel þetta hafa verð rangan tíma til að gera það. Eftir 126 mínútur þar sem lið lögðu líkama og sál í verkefnið. Þetta var léleg tímasetning og ég lét hann vita af því,“ sagði Tuchel eftir leik. Þá var mark dæmt af Chelsea í leiknum. „Á móti Real Madríd þá reiknar þú ekki alltaf með að allir sýni hugrekki,“ sagði Tuchel og skaut bersýnilega á dómara leiksins en Marciniak fór ekki og skoðaði atvikið sjálfur. Tuchel lætur dómara leiksins vita hvað sér finnst.EPA-EFE/Sergio Perez Hann bætti þó við að þetta væri almennt staðan gegn Real og honum hefði fundist margar litlar ákvarðanir í fyrri leiknum falla þeim í hag. „Þetta er tap sem við getum kyngt. Við gáfum allt, spiluðum eins og við vildum spila. Við áttum skilið að fara áfram en vorum óheppnir og það gekk ekki upp að þessu sinni,“ sagði Tuchel að endingu. Real Madríd er komið í undanúrslit Meistaradeildar Evrópu. Þar mætir liðið Manchester City eða Atlético Madríd. City leiðir 1-0 eftir fyrri leik liðanna. Meistaradeild Evrópu er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Meistaradeildin er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði.
Meistaradeild Evrópu er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Meistaradeildin er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði.
Fótbolti Meistaradeild Evrópu í fótbolta karla Mest lesið Dramatík í Barcelona: Félagið í mál við eigin leikmann Fótbolti Lyon krækir í leikmann Liverpool Enski boltinn Tölvuleikurinn Grand Theft Auto boðar mjög gott fyrir Man. United Enski boltinn Patrick: Léttir að sjá boltann í netinu Fótbolti Ómar Björn: Misreiknaði boltann Fótbolti Son verður sá dýrasti í sögunni Enski boltinn Uppgjör: ÍA - Valur 2-2 | Skaginn náði í stig með ótrúlegu marki Íslenski boltinn Snéri til baka úr krabbameinsmeðferð og lokaði leiknum Sport Jorge Costa látinn Fótbolti Eir og Ísold mæta á EM Sport Fleiri fréttir Dramatík í Barcelona: Félagið í mál við eigin leikmann Tölvuleikurinn Grand Theft Auto boðar mjög gott fyrir Man. United Patrick: Léttir að sjá boltann í netinu Lyon krækir í leikmann Liverpool Ómar Björn: Misreiknaði boltann Markalaust í baráttunni um brúna Uppgjör: ÍA - Valur 2-2 | Skaginn náði í stig með ótrúlegu marki Brann á toppinn og Lyngby skreið áfram í bikarnum Hansen hamingjusamur í Víkinni næstu árin Tryggvi þurfti að bíða í 257 daga eftir að bæta metið Jorge Costa látinn Partey laus á skilorði Fór að gráta þegar hún skoraði Son verður sá dýrasti í sögunni Man. United bauð 74 milljónir punda í Sesko Gervigreindin fór illa með mótherja Víkinga „Margir sem voru tilbúnir að koma honum fyrir kattarnef fyrir mig“ Frank Mill er látinn Shearer með skilaboð til Newcastle: Losið ykkur við Isak Natasha með slitið krossband Sjáðu guttann skora geggjað mark fyrir Liverpool: Ný stjarna fædd á Anfield Máluðu dvergana sjö í kringum fræga veggmynd af Lamine Yamal Eigandi Newcastle gæti hjálpað Liverpool að kaupa Isak Hinn óendanlegi leikmannahópur Chelsea Stuðningsmönnum danska liðsins ekki hleypt inn í Svíþjóð Lars Lagerbäck lenti í slysi og kemur ekki til Íslands „Þeir standa fyrir eitthvað annað“ Kári reynir að hjálpa HK upp um deild Liverpool vann Athletic tvívegis á Anfield „Báðir endar vallarins mættu vera betri“ Sjá meira