Mikil skjálftavirkni mælist á Reykjanesskaga Eiður Þór Árnason skrifar 12. apríl 2022 21:51 Enn og aftur lætur Reykjanesið vita af sér. Vísir/Vilhelm Nokkur skjálftavirkni hefur verið á Reykjanesskaga í kvöld og hafa mælst minnst þrír skjálftar um og yfir þremur að stærð. Að sögn náttúruvársérfræðings er um að ræða jarðskjálftahrinu sem hófst um klukkan 21:21 með skjálfta að stærð 3,9 um sjö kílómetrum norðaustur af Reykjanestá. Í kjölfarið komu allavega tveir aðrir skjálftar yfir þremur að stærð og töluverð smáskjálftavirkni. Síðast mældist skjálfti af svipaðri stærðargráðu á þessu svæði í nóvember 2021 þegar skjálfti af stærðinni 3,5 varð þar, að því er fram kemur í tilkynningu frá Veðurstofunni. Samkvæmt vef hennar mældist skjálfti að stærð 3,0 um klukkan 21:22, 7,9 kílómetrum norðnorðaustur af Reykjanestá, og annar klukkan 21:28 að stærð 3,1 á svipuðum stað. Þess á milli hafa mælst minni skjálftar yfir tveimur að stærð. Um 200 skjálftar höfðu mælst rúmri klukkustund eftir að hrinan hófst og áfram mælist töluverð smáskjálftavirkni. Veðurstofunni hafa borist tilkynningar víða af Reykjanesskaganum og af höfuðborgarsvæðinu um að fólk hafi fundið fyrir stærstu skjálftunum. Erfitt að segja til um eldvirkni Náttúruvársérfræðingur segir of snemmt er að segja til um hvort þetta sé merki um aukna eldvirkni á svæðinu. „Þetta er innan eldstöðvakerfisins á Reykjanesi en það er of snemmt að segja til um hvað nákvæmlega er að valda þessari jarðskjálftahrinu. Eins og við vitum þá hefur verið mikil jarðskjálftavirkni víða á Reykjanesskaganum í yfir rúmt ár og þetta er hluti af þeirri atburðarás,“ segir Einar Bessi Gestsson, náttúruvársérfræðingur hjá Veðurstofu Íslands. Eldfjalla- og náttúruvárhópur Suðurlands segir að um sé að ræða nokkuð kröftuga skjálftahrinu og að skjálftavirknin hafi verið nær samfelld eftir að stóri skjálftinn varð um klukkan 21:20. Hópurinn segir að stærsta skjálftans hafi orðið vart í Reykjavík. „Hrinan fylgir mynstrinu í virkninni sem einkennt hefur skagann undanfarin tvö ár, þar sem virknin hefur verið að hoppa á milli svæða. Stutt er síðan snörp hrina varð við Grindavík, en þar hefur virknin heldur róast,“ segir í færslu hópsins á Facebook. Á Facebook-síðu Víkurfrétta má sjá fjölmarga íbúa lýsa því að þeir hafi fundið vel fyrir jarðskjálfta á tíunda tímanum, meðal annars í Innri Njarðvík, Grindavík, Sandgerði, Ásbrú, Keflavík og Garði. Fréttin hefur verið uppfærð. Jarðhræringar á Reykjanesi Eldgos og jarðhræringar Mest lesið Það helsta úr fyrsta skammti Epstein-skjalanna Erlent Tvær íslenskar konur létust í umferðarslysinu í Suður-Afríku Innlent Deildi nöfnum skjólstæðinga á Instagram Innlent „Að öllu óbreyttu mun þjóðvegurinn fara í sundur“ Innlent Epstein-skjölin birt Erlent Svona á að raða í uppþvottavélina Innlent Pútín sagður hafa valið Witkoff Erlent Nemandi réðst á kennara á jólaskemmtun í Ingunnarskóla Innlent Langtímaleigan 23 þúsund krónum dýrari á ári Innlent Íslendingar þægileg fórnarlömb fyrir vasaþjófa Innlent Fleiri fréttir „Við erum pottþétt að koma út í mínus, hversu miklum vitum við ekki“ „Þetta er alveg ásættanlegur samningur“ Deildi nöfnum skjólstæðinga á Instagram Íslendingar þægileg fórnarlömb fyrir vasaþjófa „Að öllu óbreyttu mun þjóðvegurinn fara í sundur“ Vonbrigði í Vík og rýnt í Epstein-skjölin Morgundagurinn sá stysti á árinu Langtímaleigan 23 þúsund krónum dýrari á ári Grenjandi rigning og hífandi rok á aðfangadag Reyndi að komast inn á lögreglustöð með fíkniefni Svona á að raða í uppþvottavélina „Verður vonandi til að styrkja íslensku einkareknu miðlana“ Talinn hafa komið til landsins til að stela Snorkstelpan snýr aftur eftir ágreining um höfundarrétt Framlög til einkarekinna fjölmiðla næstum tvöfaldast Meðferð við spilafíkn loks niðurgreidd af Sjúkratryggingum Kílómetragjaldið bitni helst á sparneytnum eldsneytisbílum Tvær íslenskar konur létust í umferðarslysinu í Suður-Afríku Íslendingar lentu í alvarlegu slysi í Suður-Afríku Stóraukið fjármagn til Frú Ragnheiðar Standi ekki til að leggja niður Rás 2 þrátt fyrir boðaða heimild Bæta hjóla- og göngustíga í Breiðholti, Grafarholti og í Elliðaárdal Birkir vill þriðja til fjórða sæti hjá Samfylkingu Lítið snjóflóð féll á snjótroðara í Hlíðarfjalli Tímamótasamningur Sjúkratrygginga og SÁÁ Hætta á snjóflóðum til fjalla í Eyjafirði Hluti auglýsingatekna Rúv renni til einkarekinna fjölmiðla „Við látum alltaf taka okkur í bakaríið á endanum“ Götulokanir í miðborginni á Þorláksmessu og um áramót Logi kynnti aðgerðir í þágu fjölmiðla Sjá meira
Síðast mældist skjálfti af svipaðri stærðargráðu á þessu svæði í nóvember 2021 þegar skjálfti af stærðinni 3,5 varð þar, að því er fram kemur í tilkynningu frá Veðurstofunni. Samkvæmt vef hennar mældist skjálfti að stærð 3,0 um klukkan 21:22, 7,9 kílómetrum norðnorðaustur af Reykjanestá, og annar klukkan 21:28 að stærð 3,1 á svipuðum stað. Þess á milli hafa mælst minni skjálftar yfir tveimur að stærð. Um 200 skjálftar höfðu mælst rúmri klukkustund eftir að hrinan hófst og áfram mælist töluverð smáskjálftavirkni. Veðurstofunni hafa borist tilkynningar víða af Reykjanesskaganum og af höfuðborgarsvæðinu um að fólk hafi fundið fyrir stærstu skjálftunum. Erfitt að segja til um eldvirkni Náttúruvársérfræðingur segir of snemmt er að segja til um hvort þetta sé merki um aukna eldvirkni á svæðinu. „Þetta er innan eldstöðvakerfisins á Reykjanesi en það er of snemmt að segja til um hvað nákvæmlega er að valda þessari jarðskjálftahrinu. Eins og við vitum þá hefur verið mikil jarðskjálftavirkni víða á Reykjanesskaganum í yfir rúmt ár og þetta er hluti af þeirri atburðarás,“ segir Einar Bessi Gestsson, náttúruvársérfræðingur hjá Veðurstofu Íslands. Eldfjalla- og náttúruvárhópur Suðurlands segir að um sé að ræða nokkuð kröftuga skjálftahrinu og að skjálftavirknin hafi verið nær samfelld eftir að stóri skjálftinn varð um klukkan 21:20. Hópurinn segir að stærsta skjálftans hafi orðið vart í Reykjavík. „Hrinan fylgir mynstrinu í virkninni sem einkennt hefur skagann undanfarin tvö ár, þar sem virknin hefur verið að hoppa á milli svæða. Stutt er síðan snörp hrina varð við Grindavík, en þar hefur virknin heldur róast,“ segir í færslu hópsins á Facebook. Á Facebook-síðu Víkurfrétta má sjá fjölmarga íbúa lýsa því að þeir hafi fundið vel fyrir jarðskjálfta á tíunda tímanum, meðal annars í Innri Njarðvík, Grindavík, Sandgerði, Ásbrú, Keflavík og Garði. Fréttin hefur verið uppfærð.
Jarðhræringar á Reykjanesi Eldgos og jarðhræringar Mest lesið Það helsta úr fyrsta skammti Epstein-skjalanna Erlent Tvær íslenskar konur létust í umferðarslysinu í Suður-Afríku Innlent Deildi nöfnum skjólstæðinga á Instagram Innlent „Að öllu óbreyttu mun þjóðvegurinn fara í sundur“ Innlent Epstein-skjölin birt Erlent Svona á að raða í uppþvottavélina Innlent Pútín sagður hafa valið Witkoff Erlent Nemandi réðst á kennara á jólaskemmtun í Ingunnarskóla Innlent Langtímaleigan 23 þúsund krónum dýrari á ári Innlent Íslendingar þægileg fórnarlömb fyrir vasaþjófa Innlent Fleiri fréttir „Við erum pottþétt að koma út í mínus, hversu miklum vitum við ekki“ „Þetta er alveg ásættanlegur samningur“ Deildi nöfnum skjólstæðinga á Instagram Íslendingar þægileg fórnarlömb fyrir vasaþjófa „Að öllu óbreyttu mun þjóðvegurinn fara í sundur“ Vonbrigði í Vík og rýnt í Epstein-skjölin Morgundagurinn sá stysti á árinu Langtímaleigan 23 þúsund krónum dýrari á ári Grenjandi rigning og hífandi rok á aðfangadag Reyndi að komast inn á lögreglustöð með fíkniefni Svona á að raða í uppþvottavélina „Verður vonandi til að styrkja íslensku einkareknu miðlana“ Talinn hafa komið til landsins til að stela Snorkstelpan snýr aftur eftir ágreining um höfundarrétt Framlög til einkarekinna fjölmiðla næstum tvöfaldast Meðferð við spilafíkn loks niðurgreidd af Sjúkratryggingum Kílómetragjaldið bitni helst á sparneytnum eldsneytisbílum Tvær íslenskar konur létust í umferðarslysinu í Suður-Afríku Íslendingar lentu í alvarlegu slysi í Suður-Afríku Stóraukið fjármagn til Frú Ragnheiðar Standi ekki til að leggja niður Rás 2 þrátt fyrir boðaða heimild Bæta hjóla- og göngustíga í Breiðholti, Grafarholti og í Elliðaárdal Birkir vill þriðja til fjórða sæti hjá Samfylkingu Lítið snjóflóð féll á snjótroðara í Hlíðarfjalli Tímamótasamningur Sjúkratrygginga og SÁÁ Hætta á snjóflóðum til fjalla í Eyjafirði Hluti auglýsingatekna Rúv renni til einkarekinna fjölmiðla „Við látum alltaf taka okkur í bakaríið á endanum“ Götulokanir í miðborginni á Þorláksmessu og um áramót Logi kynnti aðgerðir í þágu fjölmiðla Sjá meira