Nýjar upplýsingar um bankasöluna staðfesti það sem óttast var Eiður Þór Árnason og Fanndís Birna Logadóttir skrifa 12. apríl 2022 20:16 Kristrún Frostadóttir, þingmaður Samfylkingarinnar. Vísir/Egill Þingmaður Samfylkingarinnar segir nýjar upplýsingar benda til að stór hluti fjárfesta hafi tekið þátt í útboði ríkisins á hlutum í Íslandsbanka í þeim eina tilgangi að tryggja sér skjótfenginn gróða. Hún telur eðlilegt að fjármálaráðherra segi af sér vegna málsins og komið verði á fót óháðri rannsóknarnefnd. Kjarninn greindi frá því í dag að af þeim 207 fjárfestum sem fengu úthlutað til kaups hlutum í Íslandsbanka í umdeildu útboði sem fram fór fyrir þremur vikum, hafi 132 þeirra þegar selt sitt að verulegu eða öllu leyti. „Ef þetta reynist rétt þá erum við í raun og veru að horfa fram á það sem mörg okkar óttuðust er satt, sem er að þarna hafi verið fengnir aðilar fyrir skjótfenginn gróða, ekki til að koma inn til að standa með bankanum. Í rauninni stór hluti af þeim aðilum sem fengu að fjárfesta í Íslandsbanka, í almenningseign, tóku snöggan snúning á kostnað almennings og áttu ekkert skylt við hæfa fjárfesta í þessu ferli,“ sagði Kristrún Frostadóttir, þingmaður Samfylkingarinnar, í kvöldfréttum Stöðvar 2. Alvarlegir misbrestir Kristrún segir mikilvægt að fá allar upplýsingar tengdar útboðinu upp á borðið þar og það sé orðið frekar ljóst að alvarlegir misbrestir hafi orðið á sölunni. „Bæði hvað varðar allt of háar þóknanir sem greiddar voru, þátttaka starfsmanna í þessu útboði og nú þessi staðreynd að þriðjungur af hlutunum hafi verið seldur í rauninni í spákaupmennsku af almenningseign.“ Fram hefur komið að ríkissjóður muni greiða 700 milljónir króna í þóknanir, eða 1,4% af söluandvirðinu til fimm innlendra söluráðgjafa. Greint hefur verið frá því að eigandi helmingshlutar í Íslenskum verðbréfum sem sá meðal annars um að selja hlut ríkisins í Íslandsbanka hafi keypt fyrir tugi milljóna króna í bankanum. Starfsmaður verðbréfamiðlunar Íslandsbanka sem var líka umsjónaraðili útboðsins keypti sömuleiðis hlut í útboðinu. Kristrún segir að staðfesta þurfi allar þessar upplýsingar með óháðri rannsókn og kalla til óháða rannsóknarnefnd líkt og Samfylkingin og fleiri í stjórnarandstöðunni hafi kallað eftir. „Það liggur alveg fyrir að Bankasýslan og fjármálaráðherra hafa ekki traust til að rannsaka sig sjálfir,“ bætir hún við. Hún telur jafnframt að Bjarni Benediktsson, fjármála- og efnahagsráðherra, beri að segja af sér ef þær upplýsingar og sú mynd sem nú sé að teiknast upp af bankasölunni reynist rétt. Salan á Íslandsbanka Samfylkingin Alþingi Tengdar fréttir Fjölmargir farnir með feng sinn eftir „vel heppnuð“ kaup í Íslandsbanka Af þeim 207 fjárfestum sem fengu úthlutað til kaups hlutum í Íslandsbanka í umdeildu útboði sem fram fór fyrir þremur vikum, hafa 132 þeirra þegar selt sitt að verulegu eða öllu leyti. 12. apríl 2022 18:20 Mest lesið Faðirinn í hungurverkfalli í lokaðri móttökustöð og móðirin ein með börnin Innlent Ungir Sjálfstæðismenn fengu áfengi í ferð með Vilhjálmi og fóru svo á kjörstað Innlent „Fyrst og fremst er verið að hafna oddvitanum“ Innlent Maðurinn er fundinn Innlent Icelandair aflýsir flugferðum Innlent Munaði litlu að nýliði skákaði borgarstjóra Innlent Þjóðvarðlið virkjað eftir að ICE skaut mann til bana Erlent Skotinn til bana: Myndefnið þvert á orð ráðherrans Erlent Fyrrverandi yngsti þingmaður sögunnar skiptir um flokk og fer fram Innlent Gripnir á 165 á áttatíu götu og á 157 á sextíu götu Innlent Fleiri fréttir Ungir Sjálfstæðismenn fengu áfengi í ferð með Vilhjálmi og fóru svo á kjörstað Loðna fundist á stóru svæði Metfjöldi vill stíga á svið með Íslenska dansflokknum Faðirinn í hungurverkfalli í lokaðri móttökustöð og móðirin ein með börnin Aðeins tíu prósent sem leita til Stígamóta kæra ofbeldið Spyr hvort að Rúv finnist hún „hundleiðinleg t***a“ „Örstutt þunglyndi yfir niðurstöðunum“ Maðurinn er fundinn Kerfið hafi brugðist Sjálfstæðismenn mynda bandalag á Akureyri Sundabraut og Fljótagöng verkefni innviðafélagsins Háværar flugvélar sem vöktu athygli í gær voru á æfingu „Fyrst og fremst er verið að hafna oddvitanum“ Fyrrverandi yngsti þingmaður sögunnar skiptir um flokk og fer fram Heiðu hafnað og fjöldi niðurfellinga heimilisofbeldismála hjá lögreglu Segir Heiðu hafa átt betra skilið Icelandair aflýsir flugferðum Fyrrverandi ráðherrar ræða alþjóðamálin Gripnir á 165 á áttatíu götu og á 157 á sextíu götu Tvö pör handtekin grunuð um líkamsárásir Munaði litlu að nýliði skákaði borgarstjóra Stóra verkefnið að vinna aftur traust borgarbúa Gríðarleg vonbrigði að reyndri konu sé ekki treyst Pétur Marteinsson kjörinn oddviti Samfylkingarinnar í Reykjavík Samfylkingin valdi sér borgarstjóraefni Valið á milli gömlu og nýju Samfylkingarinnar Gullhúðað afnám jafnlaunavottunar Tvöfalt fleiri aldraðir leituðu hjálpar vegna ofbeldis Vandræðagangur með skilaboð á versta tíma fyrir Heiðu Leita að öðrum til að taka við Ísafjarðarfluginu Sjá meira
Kjarninn greindi frá því í dag að af þeim 207 fjárfestum sem fengu úthlutað til kaups hlutum í Íslandsbanka í umdeildu útboði sem fram fór fyrir þremur vikum, hafi 132 þeirra þegar selt sitt að verulegu eða öllu leyti. „Ef þetta reynist rétt þá erum við í raun og veru að horfa fram á það sem mörg okkar óttuðust er satt, sem er að þarna hafi verið fengnir aðilar fyrir skjótfenginn gróða, ekki til að koma inn til að standa með bankanum. Í rauninni stór hluti af þeim aðilum sem fengu að fjárfesta í Íslandsbanka, í almenningseign, tóku snöggan snúning á kostnað almennings og áttu ekkert skylt við hæfa fjárfesta í þessu ferli,“ sagði Kristrún Frostadóttir, þingmaður Samfylkingarinnar, í kvöldfréttum Stöðvar 2. Alvarlegir misbrestir Kristrún segir mikilvægt að fá allar upplýsingar tengdar útboðinu upp á borðið þar og það sé orðið frekar ljóst að alvarlegir misbrestir hafi orðið á sölunni. „Bæði hvað varðar allt of háar þóknanir sem greiddar voru, þátttaka starfsmanna í þessu útboði og nú þessi staðreynd að þriðjungur af hlutunum hafi verið seldur í rauninni í spákaupmennsku af almenningseign.“ Fram hefur komið að ríkissjóður muni greiða 700 milljónir króna í þóknanir, eða 1,4% af söluandvirðinu til fimm innlendra söluráðgjafa. Greint hefur verið frá því að eigandi helmingshlutar í Íslenskum verðbréfum sem sá meðal annars um að selja hlut ríkisins í Íslandsbanka hafi keypt fyrir tugi milljóna króna í bankanum. Starfsmaður verðbréfamiðlunar Íslandsbanka sem var líka umsjónaraðili útboðsins keypti sömuleiðis hlut í útboðinu. Kristrún segir að staðfesta þurfi allar þessar upplýsingar með óháðri rannsókn og kalla til óháða rannsóknarnefnd líkt og Samfylkingin og fleiri í stjórnarandstöðunni hafi kallað eftir. „Það liggur alveg fyrir að Bankasýslan og fjármálaráðherra hafa ekki traust til að rannsaka sig sjálfir,“ bætir hún við. Hún telur jafnframt að Bjarni Benediktsson, fjármála- og efnahagsráðherra, beri að segja af sér ef þær upplýsingar og sú mynd sem nú sé að teiknast upp af bankasölunni reynist rétt.
Salan á Íslandsbanka Samfylkingin Alþingi Tengdar fréttir Fjölmargir farnir með feng sinn eftir „vel heppnuð“ kaup í Íslandsbanka Af þeim 207 fjárfestum sem fengu úthlutað til kaups hlutum í Íslandsbanka í umdeildu útboði sem fram fór fyrir þremur vikum, hafa 132 þeirra þegar selt sitt að verulegu eða öllu leyti. 12. apríl 2022 18:20 Mest lesið Faðirinn í hungurverkfalli í lokaðri móttökustöð og móðirin ein með börnin Innlent Ungir Sjálfstæðismenn fengu áfengi í ferð með Vilhjálmi og fóru svo á kjörstað Innlent „Fyrst og fremst er verið að hafna oddvitanum“ Innlent Maðurinn er fundinn Innlent Icelandair aflýsir flugferðum Innlent Munaði litlu að nýliði skákaði borgarstjóra Innlent Þjóðvarðlið virkjað eftir að ICE skaut mann til bana Erlent Skotinn til bana: Myndefnið þvert á orð ráðherrans Erlent Fyrrverandi yngsti þingmaður sögunnar skiptir um flokk og fer fram Innlent Gripnir á 165 á áttatíu götu og á 157 á sextíu götu Innlent Fleiri fréttir Ungir Sjálfstæðismenn fengu áfengi í ferð með Vilhjálmi og fóru svo á kjörstað Loðna fundist á stóru svæði Metfjöldi vill stíga á svið með Íslenska dansflokknum Faðirinn í hungurverkfalli í lokaðri móttökustöð og móðirin ein með börnin Aðeins tíu prósent sem leita til Stígamóta kæra ofbeldið Spyr hvort að Rúv finnist hún „hundleiðinleg t***a“ „Örstutt þunglyndi yfir niðurstöðunum“ Maðurinn er fundinn Kerfið hafi brugðist Sjálfstæðismenn mynda bandalag á Akureyri Sundabraut og Fljótagöng verkefni innviðafélagsins Háværar flugvélar sem vöktu athygli í gær voru á æfingu „Fyrst og fremst er verið að hafna oddvitanum“ Fyrrverandi yngsti þingmaður sögunnar skiptir um flokk og fer fram Heiðu hafnað og fjöldi niðurfellinga heimilisofbeldismála hjá lögreglu Segir Heiðu hafa átt betra skilið Icelandair aflýsir flugferðum Fyrrverandi ráðherrar ræða alþjóðamálin Gripnir á 165 á áttatíu götu og á 157 á sextíu götu Tvö pör handtekin grunuð um líkamsárásir Munaði litlu að nýliði skákaði borgarstjóra Stóra verkefnið að vinna aftur traust borgarbúa Gríðarleg vonbrigði að reyndri konu sé ekki treyst Pétur Marteinsson kjörinn oddviti Samfylkingarinnar í Reykjavík Samfylkingin valdi sér borgarstjóraefni Valið á milli gömlu og nýju Samfylkingarinnar Gullhúðað afnám jafnlaunavottunar Tvöfalt fleiri aldraðir leituðu hjálpar vegna ofbeldis Vandræðagangur með skilaboð á versta tíma fyrir Heiðu Leita að öðrum til að taka við Ísafjarðarfluginu Sjá meira
Fjölmargir farnir með feng sinn eftir „vel heppnuð“ kaup í Íslandsbanka Af þeim 207 fjárfestum sem fengu úthlutað til kaups hlutum í Íslandsbanka í umdeildu útboði sem fram fór fyrir þremur vikum, hafa 132 þeirra þegar selt sitt að verulegu eða öllu leyti. 12. apríl 2022 18:20