Fylgi hrynur af stjórnarflokkum eftir bankasölu og Búnaðarþing Sunna Sæmundsdóttir skrifar 12. apríl 2022 18:31 Bjarni Benediktsson, Katrín Jakobsdóttir og Sigurður Ingi Jóhannsson við kynningu á síðasta stjórnarsáttmála. Fylgi allra stjórnarflokkanna hefur dalað á síðustu dögum. Vísir/Vilhelm Fylgi hefur hrunið af stjórnarflokkunum eftir að umræða um Búnaðarþingsmálið og söluna á Íslandsbanka komst í hámæli. Stjórnarflokkarnir hafa samanlagt tapað um átta prósentustiga fylgi á örfáum dögum. Á sama tíma hefur fylgi Pírata og Samfylkingar stóraukist. Nokkur tíðindi eru í nýrri könnun Maskínu á fylgi flokkanna sem var gerð á dögunum 17. mars til 12. apríl. Í henni er litið sérstaklega til breytinga eftir 6. apríl þegar listi yfir kaupendur í lokuðu útboði á hlutum ríkisins í Íslandsbanka var birtur en á sama tíma var umræða um ummæli sem innviðaráðherra lét falla á Búnaðarþingi í hámæli. Málunum virðast fylgja svipaðar pólitískar afleiðingar fyrir Vinstri Græn og Framsókn. Vinstri Græn tapa 2,6 prósentustigum og fylgið stendur í einungis sjö prósentum – sem er það lægsta sem flokkurinn hefur mælst með í lengri tíma. Framsókn tapar 2,7 stigum og mælist með 13,6 prósent. Minnst áhrif virðast málin hafa á Sjálfstæðisflokkinn sem lækkar um 2,3 prósentustig og mælist með tæp 21 prósent. Á sama tíma stóreykst fylgi stjórnarandstöðuflokka sem hafa haft uppi háværa gagnrýni vegna málanna. Samfylking fer úr tæpum 11,7 prósentum í sextán prósent og fylgi Pírata eykst um heil 6,7 prósentustig og stendur í tæpum átján prósentum. Flokkurinn er því stærsti stjórnarandstöðuflokkurinn og hefur ekki mælst hærri í langan tíma. Fylgi Pírata hefur rokið upp á síðustu dögum en flokksmenn hafa látið í sér heyra vegna umdeildra mála.visir/vilhelm Aðrir stjórnarandstöðuflokkar virðast ekki græða eins mikið á umrótinu. Fylgi Viðreisnar hækkar lítillega og stendur í ellefu og hálfu prósenti, Miðflokkur og lækkar aðeins niður í 3,9 prósent en Flokkur Fólksins tapar umtalsverðu fylgi og fer úr tæpum níu prósentum í fimm prósent. Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Alþingi Skoðanakannanir Salan á Íslandsbanka Ósæmileg ummæli Sigurðar Inga Mest lesið Vaktin: Bílaplanið þakið hrauni Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Telur Bláa lónið öruggt vegna varnargarðanna Innlent Samfylkingin bætir við sig í fyrsta sinn síðan í maí og Píratar úti Innlent „Þetta var bara besta stund kosningabaráttunnar til þessa“ Innlent Segir komið fram við sig eins og glæpamann fyrir að vilja vera heima í Grindavík Innlent Kort af staðsetningu gossprungunnar Innlent Magnaðar myndir sýna Grindavíkurveg undir hrauni Innlent Siðanefndin klofin í máli Gaetz en gögn farin að leka Erlent Refsing Jaguars þyngd verulega Innlent Fleiri fréttir „Fólki er frekar misboðið“ Gosið gætið varið í nokkrar vikur Endalok goshrinunnar teygist inn á mitt næsta ár Bílaplan á bólakafi, könnun og frambjóðanda misboðið Höfðu ekki áhyggjur af lóninu sjálfu Skilorðsbundinn dómur yfir strætóbílstjóra staðfestur Veit ekki hver getur tekið við gögnunum Refsing Jaguars þyngd verulega Sjálfstæðisflokkur og Miðflokkur takist á í bergmálshelli Samið um sjálfstæða leikskóla í Reykjavík Vilja byggja vísindasetur fyrir almenning í Háskólabíói Útlit fyrir að varnir Bláa lónsins haldi Hart tekist á um fyrirætlanir Heidelberg í Þorlákshöfn Bein útsending: Hver er sýn flokkanna á lífskjör eldra fólks? Verkföll boðuð í fjórum grunnskólum í janúar „Þetta var bara besta stund kosningabaráttunnar til þessa“ Komust langt að gosinu því það gleymdist að loka veginum Nýsköpun eða „rándýr aðgangur“?: 300.000 króna heilskimun aftur á boðstólnum Telur Bláa lónið öruggt vegna varnargarðanna Káfaði á konu á salerni skemmtistaðar Segir komið fram við sig eins og glæpamann fyrir að vilja vera heima í Grindavík „Ekki rólegur með hraunið ofan á“ Samfylkingin bætir við sig í fyrsta sinn síðan í maí og Píratar úti Varar við sprengjum á svæðinu við gosstöðvarnar Glóðvolg könnun og hraun rennur enn á ný Gandri fær grænt ljós Magnaðar myndir sýna Grindavíkurveg undir hrauni Loftslagsáætlun Íslands sögð ómarkviss og bjartsýn úr hófi fram Borgarísjaki en enginn björn Svartsengi keyrt á varaafli Sjá meira
Nokkur tíðindi eru í nýrri könnun Maskínu á fylgi flokkanna sem var gerð á dögunum 17. mars til 12. apríl. Í henni er litið sérstaklega til breytinga eftir 6. apríl þegar listi yfir kaupendur í lokuðu útboði á hlutum ríkisins í Íslandsbanka var birtur en á sama tíma var umræða um ummæli sem innviðaráðherra lét falla á Búnaðarþingi í hámæli. Málunum virðast fylgja svipaðar pólitískar afleiðingar fyrir Vinstri Græn og Framsókn. Vinstri Græn tapa 2,6 prósentustigum og fylgið stendur í einungis sjö prósentum – sem er það lægsta sem flokkurinn hefur mælst með í lengri tíma. Framsókn tapar 2,7 stigum og mælist með 13,6 prósent. Minnst áhrif virðast málin hafa á Sjálfstæðisflokkinn sem lækkar um 2,3 prósentustig og mælist með tæp 21 prósent. Á sama tíma stóreykst fylgi stjórnarandstöðuflokka sem hafa haft uppi háværa gagnrýni vegna málanna. Samfylking fer úr tæpum 11,7 prósentum í sextán prósent og fylgi Pírata eykst um heil 6,7 prósentustig og stendur í tæpum átján prósentum. Flokkurinn er því stærsti stjórnarandstöðuflokkurinn og hefur ekki mælst hærri í langan tíma. Fylgi Pírata hefur rokið upp á síðustu dögum en flokksmenn hafa látið í sér heyra vegna umdeildra mála.visir/vilhelm Aðrir stjórnarandstöðuflokkar virðast ekki græða eins mikið á umrótinu. Fylgi Viðreisnar hækkar lítillega og stendur í ellefu og hálfu prósenti, Miðflokkur og lækkar aðeins niður í 3,9 prósent en Flokkur Fólksins tapar umtalsverðu fylgi og fer úr tæpum níu prósentum í fimm prósent.
Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Alþingi Skoðanakannanir Salan á Íslandsbanka Ósæmileg ummæli Sigurðar Inga Mest lesið Vaktin: Bílaplanið þakið hrauni Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Telur Bláa lónið öruggt vegna varnargarðanna Innlent Samfylkingin bætir við sig í fyrsta sinn síðan í maí og Píratar úti Innlent „Þetta var bara besta stund kosningabaráttunnar til þessa“ Innlent Segir komið fram við sig eins og glæpamann fyrir að vilja vera heima í Grindavík Innlent Kort af staðsetningu gossprungunnar Innlent Magnaðar myndir sýna Grindavíkurveg undir hrauni Innlent Siðanefndin klofin í máli Gaetz en gögn farin að leka Erlent Refsing Jaguars þyngd verulega Innlent Fleiri fréttir „Fólki er frekar misboðið“ Gosið gætið varið í nokkrar vikur Endalok goshrinunnar teygist inn á mitt næsta ár Bílaplan á bólakafi, könnun og frambjóðanda misboðið Höfðu ekki áhyggjur af lóninu sjálfu Skilorðsbundinn dómur yfir strætóbílstjóra staðfestur Veit ekki hver getur tekið við gögnunum Refsing Jaguars þyngd verulega Sjálfstæðisflokkur og Miðflokkur takist á í bergmálshelli Samið um sjálfstæða leikskóla í Reykjavík Vilja byggja vísindasetur fyrir almenning í Háskólabíói Útlit fyrir að varnir Bláa lónsins haldi Hart tekist á um fyrirætlanir Heidelberg í Þorlákshöfn Bein útsending: Hver er sýn flokkanna á lífskjör eldra fólks? Verkföll boðuð í fjórum grunnskólum í janúar „Þetta var bara besta stund kosningabaráttunnar til þessa“ Komust langt að gosinu því það gleymdist að loka veginum Nýsköpun eða „rándýr aðgangur“?: 300.000 króna heilskimun aftur á boðstólnum Telur Bláa lónið öruggt vegna varnargarðanna Káfaði á konu á salerni skemmtistaðar Segir komið fram við sig eins og glæpamann fyrir að vilja vera heima í Grindavík „Ekki rólegur með hraunið ofan á“ Samfylkingin bætir við sig í fyrsta sinn síðan í maí og Píratar úti Varar við sprengjum á svæðinu við gosstöðvarnar Glóðvolg könnun og hraun rennur enn á ný Gandri fær grænt ljós Magnaðar myndir sýna Grindavíkurveg undir hrauni Loftslagsáætlun Íslands sögð ómarkviss og bjartsýn úr hófi fram Borgarísjaki en enginn björn Svartsengi keyrt á varaafli Sjá meira