Aukinn arður í þágu þjóðar Rafnar Lárusson skrifar 14. apríl 2022 10:00 Við fjallgöngu virðist brekkan oft æði löng, með tilheyrandi áskorunum. En útsýnið yfir farinn veg er þeim mun ljúfara þegar á áningarstað er komið. Landsvirkjun er einmitt á þeim tímapunkti nú að vörðu er náð. Við erum komin á áningarstað á grænni vegferð þar sem félagið hefur stutt dyggilega við þróun íslensks efnahagslífs. Þaðan sem óhætt er að veita fyrirheit um að léttara verði undir fæti á komandi árum. Aldrei fyrr í rúmlega 55 ára sögu Landsvirkjunar hafa tekjur verið hærri en þær voru á síðasta ári. Fram til 1982 voru tekjur fyrirtækisins undir 1 milljarði kr. árlega, en þá fóru þær að vaxa, hægt og bítandi. Undanfarinn hálfan annan áratug hafa þær svo aukist verulega og í fyrra námu þær yfir 70 milljörðum króna. Eftirspurn eftir raforku tók mikinn kipp eftir heimsfaraldurslægð og ytri skilyrði voru hagstæð að öðru leyti, til dæmis var afurðaverð stærstu viðskiptavina okkar í hæstu hæðum og í sumum tilvikum hefur slíkt bein áhrif á tekjur okkar. Ekki má gleyma því að á árunum 2014-2018 tókum við þrjár nýjar virkjanir í notkun, Búðarháls, Búrfell II og Þeistareyki og við höfum samið upp á nýtt við marga viðskiptavini okkar ásamt því að fagna nýjum. Straumhvörf í fjármálum Hagnaður af grunnrekstri hefur haldist í hendur við tekjuaukinguna og stigið jafnt og þétt. Á síðasta ári var hann hátt í 30 milljarðar króna. Markviss niðurgreiðsla á lánum og föst tök á rekstrinum hafa styrkt fyrirtækið mjög. Skuldir sem hlutfall af rekstri hafa aldrei verið lægri í sögu fyrirtækisins en í fyrra. Fyrir áratug var Landsvirkjun með lakasta lánshæfismat stóru orkufyrirtækjanna á Norðurlöndum, sem eru reyndar umtalsvert stærri en samt þau sem við viljum helst bera okkur saman við. Núna líta lánardrottnar fyrirtækið allt öðrum augum. Við erum ekki lengur í spákaupmennskuflokki, heldur erum við komin ofar en Fortum í Finnlandi og sitjum nú við hlið Vattenfall í Svíþjóð og Ørsted í Danmörku. Aðeins norska orkufyrirtækið Statkraft er betur sett. Það er líka rétt að taka fram, að Landsvirkjun hefur ekki tekið lán með ríkisábyrgð í rúman áratug. Arður og uppbygging Landspítala Hærri tekjur, meiri hagnaður og lægri skuldir þýða aukinn arð. Áratugum saman greiddi Landsvirkjun engan arð til ríkissjóðs. Allt fé fyrirtækisins var notað í uppbyggingu til lengri tíma. Fyrir nokkrum árum sáum við hins vegar í hvað stefndi og sögðum að það styttist í að Landsvirkjun færi að greiða 10-20 milljarða árlega í arð. Þetta þótti mörgum bjartsýni, enda vorum við á þeim árum á greiða mest um 2 milljarða kr. á ári. En við náðum þessu markmiði og arðurinn fyrir árið 2021 verður 15 milljarðar króna. Við vitum að Landsvirkjun stendur undir slíkum arðgreiðslum í framtíðinni, ef þokkalegt jafnvægi helst í rekstrarumhverfi fyrirtækja, þrátt fyrir að við ætlum að sinna þeirri uppbyggingu sem nauðsynleg er vegna komandi orkuskipta. Þetta er há tala, 15 milljarðar. Til að setja hana í samhengi, þá er vert að benda á að ef nýr Landsspítali kostar um 100 milljarða kr. og tekur um 7-10 ár í byggingu, þá geta arðgreiðslurnar frá Landsvirkjun staðið einar undir byggingu hans. Við hjá Landsvirkjun erum afar sátt við liðið ár, en við horfum ekki lengi um öxl því það eru grænir dalir fram undan. Okkar bíða einstök tækifæri. Íslensk stjórnvöld hafa sett sér mjög metnaðarfull takmörk í orku- og loftslagsmálum. Við ætlum að gera allt sem í okkar valdi stendur til að ná þeim markmiðum, um leið og við höldum áfram að leggja okkar af mörkum til að styðja við íslenskt efnahagslíf. Höldum áfram göngu á grænni vegferð. Höfundur er framkvæmdastjóri fjármála og upplýsingatækni hjá Landsvirkjun. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Landsvirkjun Orkumál Mest lesið Hafa íslenskir neytendur sama rétt og evrópskir? Ásthildur Lóa Þórsdóttir,Ragnar Þór Ingólfsson Skoðun Ávinningur af endurhæfingu – aukum lífsgæðin Ólafur H. Jóhannsson Skoðun Skuldin við úthverfin Jóhanna Dýrunn Jónsdóttir Skoðun Áfram gakk – með kerfisgalla í bakpokanum Harpa Þorsteinsdóttir Skoðun Til þeirra sem fagna Doktornum! Kristján Freyr Halldórsson Skoðun Ísrael á ekki heima á gleðileikum evrópskra sjónvarpsstöðva sem starfa í almannaþágu Stefán Jón Hafstein Skoðun Málgögn og gervigreind Steinþór Steingrímsson,Einar Freyr Sigurðsson,Helga Hilmisdóttir Skoðun Hefur þú heyrt þetta áður? Stefnir Húni Kristjánsson Skoðun Einelti er dauðans alvara Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir Skoðun Hringekja verðtryggingar og hárra vaxta Benedikt Gíslason Skoðun Skoðun Skoðun Ávinningur af endurhæfingu – aukum lífsgæðin Ólafur H. Jóhannsson skrifar Skoðun Hefur þú heyrt þetta áður? Stefnir Húni Kristjánsson skrifar Skoðun Hringekja verðtryggingar og hárra vaxta Benedikt Gíslason skrifar Skoðun Áfram gakk – með kerfisgalla í bakpokanum Harpa Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Til þeirra sem fagna Doktornum! Kristján Freyr Halldórsson skrifar Skoðun Skuldin við úthverfin Jóhanna Dýrunn Jónsdóttir skrifar Skoðun Málgögn og gervigreind Steinþór Steingrímsson,Einar Freyr Sigurðsson,Helga Hilmisdóttir skrifar Skoðun Réttlæti hins sterka. Gildra dómarans Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Einelti er dauðans alvara Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Hafa íslenskir neytendur sama rétt og evrópskir? Ásthildur Lóa Þórsdóttir,Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Sótt að réttindum kvenna — núna Svandís Svavarsdóttir skrifar Skoðun Afnám tilfærslu milli skattþrepa Breki Pálsson skrifar Skoðun Þegar heilinn sveltur: Tími til að endurhugsa stefnu í geðheilbrigðismálum Vigdís M. Jónsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Íslenska þjóð, þú ert núna að gleyma Sighvatur Björgvinsson skrifar Skoðun Tölum íslensku um bíðandi börn: Uppgjöf, svarthol og lögbrot Vigdís Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Fjórði hver vinnur í verslun og þjónustu Benedikt S. Benediktsson skrifar Skoðun Engin eftirspurn eftir Viðreisnar- og Samfylkingarmódelinu Andri Steinn Hilmarsson skrifar Skoðun Pabbar, mömmur, afar, ömmur Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Vellíðan í vinnu Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Hefur vanfjármögnun sveitarfélaga áhrif á byggingarkostnað? Jón Ingi Hákonarson skrifar Skoðun Þar sem gervigreind er raunverulega að breyta öllu Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Eru vegir fyrir ferðamenn mikilvægari en vegir fyrir fólk sem býr hér? Petrína Þórunn Jónsdóttir skrifar Skoðun Er Evrópa á villigötum? Efnahagsleg hnignun kallar á róttæka endurskoðun Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Samræmd nálgun að öryggi og skilvirkni á ytri landamærum - Innleiðing EES á Íslandi Arngrímur Guðmundsson skrifar Skoðun Íslenskir flóttamenn - í okkar eigin landi Gunnar Magnús Diego skrifar Skoðun Ísrael á ekki heima á gleðileikum evrópskra sjónvarpsstöðva sem starfa í almannaþágu Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Mótum framtíðina saman Jónína Hauksdóttir ,Magnús Þór Jónsson skrifar Skoðun Leikskóli þarf meira en þak og veggi. Kópavogsmódelið og Akureyrarleiðin sem leið að aukinni velferð barna Anna Elísa Hreiðarsdóttir,Svava Björg Mörk skrifar Skoðun Jákvæð áhrif dánaraðstoðar á sorgarferli aðstandenda og umönnunaraðila í Viktoríuríki í Ástralíu Ingrid Kuhlman skrifar Sjá meira
Við fjallgöngu virðist brekkan oft æði löng, með tilheyrandi áskorunum. En útsýnið yfir farinn veg er þeim mun ljúfara þegar á áningarstað er komið. Landsvirkjun er einmitt á þeim tímapunkti nú að vörðu er náð. Við erum komin á áningarstað á grænni vegferð þar sem félagið hefur stutt dyggilega við þróun íslensks efnahagslífs. Þaðan sem óhætt er að veita fyrirheit um að léttara verði undir fæti á komandi árum. Aldrei fyrr í rúmlega 55 ára sögu Landsvirkjunar hafa tekjur verið hærri en þær voru á síðasta ári. Fram til 1982 voru tekjur fyrirtækisins undir 1 milljarði kr. árlega, en þá fóru þær að vaxa, hægt og bítandi. Undanfarinn hálfan annan áratug hafa þær svo aukist verulega og í fyrra námu þær yfir 70 milljörðum króna. Eftirspurn eftir raforku tók mikinn kipp eftir heimsfaraldurslægð og ytri skilyrði voru hagstæð að öðru leyti, til dæmis var afurðaverð stærstu viðskiptavina okkar í hæstu hæðum og í sumum tilvikum hefur slíkt bein áhrif á tekjur okkar. Ekki má gleyma því að á árunum 2014-2018 tókum við þrjár nýjar virkjanir í notkun, Búðarháls, Búrfell II og Þeistareyki og við höfum samið upp á nýtt við marga viðskiptavini okkar ásamt því að fagna nýjum. Straumhvörf í fjármálum Hagnaður af grunnrekstri hefur haldist í hendur við tekjuaukinguna og stigið jafnt og þétt. Á síðasta ári var hann hátt í 30 milljarðar króna. Markviss niðurgreiðsla á lánum og föst tök á rekstrinum hafa styrkt fyrirtækið mjög. Skuldir sem hlutfall af rekstri hafa aldrei verið lægri í sögu fyrirtækisins en í fyrra. Fyrir áratug var Landsvirkjun með lakasta lánshæfismat stóru orkufyrirtækjanna á Norðurlöndum, sem eru reyndar umtalsvert stærri en samt þau sem við viljum helst bera okkur saman við. Núna líta lánardrottnar fyrirtækið allt öðrum augum. Við erum ekki lengur í spákaupmennskuflokki, heldur erum við komin ofar en Fortum í Finnlandi og sitjum nú við hlið Vattenfall í Svíþjóð og Ørsted í Danmörku. Aðeins norska orkufyrirtækið Statkraft er betur sett. Það er líka rétt að taka fram, að Landsvirkjun hefur ekki tekið lán með ríkisábyrgð í rúman áratug. Arður og uppbygging Landspítala Hærri tekjur, meiri hagnaður og lægri skuldir þýða aukinn arð. Áratugum saman greiddi Landsvirkjun engan arð til ríkissjóðs. Allt fé fyrirtækisins var notað í uppbyggingu til lengri tíma. Fyrir nokkrum árum sáum við hins vegar í hvað stefndi og sögðum að það styttist í að Landsvirkjun færi að greiða 10-20 milljarða árlega í arð. Þetta þótti mörgum bjartsýni, enda vorum við á þeim árum á greiða mest um 2 milljarða kr. á ári. En við náðum þessu markmiði og arðurinn fyrir árið 2021 verður 15 milljarðar króna. Við vitum að Landsvirkjun stendur undir slíkum arðgreiðslum í framtíðinni, ef þokkalegt jafnvægi helst í rekstrarumhverfi fyrirtækja, þrátt fyrir að við ætlum að sinna þeirri uppbyggingu sem nauðsynleg er vegna komandi orkuskipta. Þetta er há tala, 15 milljarðar. Til að setja hana í samhengi, þá er vert að benda á að ef nýr Landsspítali kostar um 100 milljarða kr. og tekur um 7-10 ár í byggingu, þá geta arðgreiðslurnar frá Landsvirkjun staðið einar undir byggingu hans. Við hjá Landsvirkjun erum afar sátt við liðið ár, en við horfum ekki lengi um öxl því það eru grænir dalir fram undan. Okkar bíða einstök tækifæri. Íslensk stjórnvöld hafa sett sér mjög metnaðarfull takmörk í orku- og loftslagsmálum. Við ætlum að gera allt sem í okkar valdi stendur til að ná þeim markmiðum, um leið og við höldum áfram að leggja okkar af mörkum til að styðja við íslenskt efnahagslíf. Höldum áfram göngu á grænni vegferð. Höfundur er framkvæmdastjóri fjármála og upplýsingatækni hjá Landsvirkjun.
Hafa íslenskir neytendur sama rétt og evrópskir? Ásthildur Lóa Þórsdóttir,Ragnar Þór Ingólfsson Skoðun
Ísrael á ekki heima á gleðileikum evrópskra sjónvarpsstöðva sem starfa í almannaþágu Stefán Jón Hafstein Skoðun
Skoðun Málgögn og gervigreind Steinþór Steingrímsson,Einar Freyr Sigurðsson,Helga Hilmisdóttir skrifar
Skoðun Hafa íslenskir neytendur sama rétt og evrópskir? Ásthildur Lóa Þórsdóttir,Ragnar Þór Ingólfsson skrifar
Skoðun Þegar heilinn sveltur: Tími til að endurhugsa stefnu í geðheilbrigðismálum Vigdís M. Jónsdóttir skrifar
Skoðun Engin eftirspurn eftir Viðreisnar- og Samfylkingarmódelinu Andri Steinn Hilmarsson skrifar
Skoðun Eru vegir fyrir ferðamenn mikilvægari en vegir fyrir fólk sem býr hér? Petrína Þórunn Jónsdóttir skrifar
Skoðun Er Evrópa á villigötum? Efnahagsleg hnignun kallar á róttæka endurskoðun Eggert Sigurbergsson skrifar
Skoðun Samræmd nálgun að öryggi og skilvirkni á ytri landamærum - Innleiðing EES á Íslandi Arngrímur Guðmundsson skrifar
Skoðun Ísrael á ekki heima á gleðileikum evrópskra sjónvarpsstöðva sem starfa í almannaþágu Stefán Jón Hafstein skrifar
Skoðun Leikskóli þarf meira en þak og veggi. Kópavogsmódelið og Akureyrarleiðin sem leið að aukinni velferð barna Anna Elísa Hreiðarsdóttir,Svava Björg Mörk skrifar
Skoðun Jákvæð áhrif dánaraðstoðar á sorgarferli aðstandenda og umönnunaraðila í Viktoríuríki í Ástralíu Ingrid Kuhlman skrifar
Hafa íslenskir neytendur sama rétt og evrópskir? Ásthildur Lóa Þórsdóttir,Ragnar Þór Ingólfsson Skoðun
Ísrael á ekki heima á gleðileikum evrópskra sjónvarpsstöðva sem starfa í almannaþágu Stefán Jón Hafstein Skoðun