Doncic gæti misst af leikjum í úrslitakeppninni Atli Arason skrifar 11. apríl 2022 08:31 Luka Doncic gæti misst af fyrstu leikjum úrslitakeppninnar. Getty Images Lokaumferð NBA deildarinnar fór fram í nótt þar sem öll lið áttu leiki. Luka Doncic, leikmaður Mavericks neyddist til að fara meiddur af leikvelli í sigri liðsins. Hér má finna öll helstu úrslit næturnar í vestur hluta deildarinnar. San Antonio Spurs 120 – 130 Dallas Mavericks Einn besti leikmaður deildarinnar, Luka Doncic hjá Mavericks, fór meiddur af leikvelli og þátttaka hans í fyrstu umferð úrslitakeppninnar er í uppnámi eftir 10 stiga sigur Maverics á Spurs í nótt. Doncic neyddist til að hætta keppni undir lok þriðja leikhluta vegna meiðsla í kálfa en Doncic endaði leikinn samt stiga-, stoðsendinga-, og frákastahæstur í liði Mavericks með 26 stig, 9 stoðsendingar og 8 fráköst. Mavericks hafði þegar tryggt sér fjórða sæti vesturdeildarinnar fyrir leikinn og enda deildarkeppnina í fjórða sæti. Mavericks mun því mæta Utah Jazz í úrslitakeppninni, mögulega án Doncic. San Antonio Spurs náði 10. sæti vesturdeildar og fara í gegnum undankeppnina þar sem þeir mæta New Orleans Pelicans í fyrstu umferð. LA Lakers 146 – 141 Denver Nuggets LeBron lausir Lakers menn unnu 5 stiga sigur á Nuggets eftir framlengdan leik. Malik Monk og Austin Reaves, leikmenn Lakers, settu báðir persónulegt stigamet í þessum leik. Monk með 41 og Reaves með 31. Sigurinn þýðir hins vegar lítið fyrir Lakers þar sem liðið var nú þegar búið að missa af úrslitakeppninni og LeBron og félagar eru því komnir í sumarfrí. Denver Nuggets enda tímabilið hins vegar í sjötta sæti og mun mæta Golden State Warriors í úrslitakeppninni. Golden State Warriors 128 – 107 New Orleans Pelicans Klay Thompson skoraði 41 stig þegar Warrios tryggði sér þriðja sæti austurdeildar með 21 stiga sigri á Pelicans. Warriors fær því Nuggets í úrslitakeppninni á meðan Pelicans mætir Spurs. Oklahoma City Thunder 88 – 138 LA Clippers Amir Coffey, leikmaður Clippers, skoraði 32 stig í 50 stiga sigri á Thunder. Coffey hefur aldrei áður skorað jafn mikið í einum leik en Coffey tók þar að auki 13 fráköst. Clippers mætir Timberwolves í undankeppni úrslitakeppninnar og sigurvegari úr þeirri viðureign mun leika gegn Grizzlies í úrslitakeppninni. Thunder lýkur hins vegar keppni í fjórtánda sæti deildarinnar. Sacramento Kings 116 – 109 Pheonix Suns Topplið Suns gat leyft sér að hvíla sína bestu leikmenn fyrir úrslitakeppnina en liðið hafði þegar tryggt sér efsta sæti vesturdeildar. Landry Shamet, leikmaður Suns, var stigahæsti leikmaður vallarins í leiknum. Suns mætir annaðhvort Timberwolves, Clippers, Pelicans eða Spurs í úrslitakeppninni, eftir því hvernig liðunum gegnur í undankeppninni. Utah Jazz 111 – 80 Portland Trail Blazers Juancho Hernangomez gerði 22 stig fyrir Jazz þegar liðið vann 31 stiga sigur á Trail Blazers. Jazz mætir Mavericks í úrslitakeppninni en Trail Blazers fer í sumarfrí. NBA Mest lesið McGregor fundinn sekur og þarf að borga tugi milljóna í skaðabætur Sport Aðalþjálfari Ítalíu var með hausverk og horfði ekki á seinni hálfleik Körfubolti Amorim fullur sjálfstrausts á fyrsta blaðamannafundinum Enski boltinn Fer á mjög dimman stað þegar lið hans tapar Körfubolti Uppgjörið: Ísland - Ítalía 71-95 | Afleitur fyrri hálfleikur gerði Íslandi erfitt fyrir Körfubolti „Auðvitað söknum við okkar besta og reynslumesta manns“ Körfubolti „Fannst þeir sýna meiri hörku, sem ég átti erfitt með“ Körfubolti Olís-deild karla: FH vann stórsigur í Breiðholti og önnur úrslit Handbolti Uppgjörið: Haukar - Valur 29-33 | Valur heldur í við toppliðin með sigri gegn Haukum Handbolti Eina félagið án útlendinga: „Þurfum vettvang fyrir unga leikmenn“ Körfubolti Fleiri fréttir Aðalþjálfari Ítalíu var með hausverk og horfði ekki á seinni hálfleik Fer á mjög dimman stað þegar lið hans tapar „Fannst þeir sýna meiri hörku, sem ég átti erfitt með“ „Auðvitað söknum við okkar besta og reynslumesta manns“ Uppgjörið: Ísland - Ítalía 71-95 | Afleitur fyrri hálfleikur gerði Íslandi erfitt fyrir „Eins og þeim finnist ekkert gaman að spila körfubolta“ Mæta sitthvoru ítalska liðinu í leikjunum tveimur „Löngu kominn tími til að fara á EuroBasket“ Ævintýraleg upphafsár Kananna í körfu á Íslandi „Hvernig eigum við að ná á EM ef að landsliðsmenn okkar eru ekki í liðinu?“ Eina félagið án útlendinga: „Þurfum vettvang fyrir unga leikmenn“ „Margir með konur en eru kannski einir í útlöndum“ „Sá sem lak þessu er skíthæll“ Gafst upp á að læra frönskuna Tekst á við lífið á nýjum stað: „Svolítið óstabílt umhverfi“ LeBron James hættur á samfélagsmiðlum Fékk tæknivillu fyrir að horfa á mótherja Gerði betur en Curry, jafnaði NBA met og hermdi eftir Jordan „Þurftu að þora að vera til“ Þjálfaraskipti hjá ÍR og Fjölni í körfunni Stjörnukonur flottar á Hlíðarenda og Þórskonur fögnuðu áfram fyrir norðan Uppgjörið: Keflavík - Tindastóll 90-89 | Spennutryllir Áhrifavaldur til liðs við nýliðana í Vesturbænum Celtics stöðvaði fimmtán leikja sigurgöngu Cavs Uppgjörið: Grindavík - Haukar 68-85 | Gestirnir unnu vængbrotið lið Grindavíkur Fjórði sigur Njarðvíkurstelpna í röð Sækja allar ruslatunnur úr Grindavík Höttur á Egilsstöðum eða „hawk tuah“? Borce Ilievski snýr aftur í Breiðholtið og tekur við ÍR Bónus Körfuboltakvöld: Völdu besta varnarmanninn og skemmtilegasta liðið Sjá meira
San Antonio Spurs 120 – 130 Dallas Mavericks Einn besti leikmaður deildarinnar, Luka Doncic hjá Mavericks, fór meiddur af leikvelli og þátttaka hans í fyrstu umferð úrslitakeppninnar er í uppnámi eftir 10 stiga sigur Maverics á Spurs í nótt. Doncic neyddist til að hætta keppni undir lok þriðja leikhluta vegna meiðsla í kálfa en Doncic endaði leikinn samt stiga-, stoðsendinga-, og frákastahæstur í liði Mavericks með 26 stig, 9 stoðsendingar og 8 fráköst. Mavericks hafði þegar tryggt sér fjórða sæti vesturdeildarinnar fyrir leikinn og enda deildarkeppnina í fjórða sæti. Mavericks mun því mæta Utah Jazz í úrslitakeppninni, mögulega án Doncic. San Antonio Spurs náði 10. sæti vesturdeildar og fara í gegnum undankeppnina þar sem þeir mæta New Orleans Pelicans í fyrstu umferð. LA Lakers 146 – 141 Denver Nuggets LeBron lausir Lakers menn unnu 5 stiga sigur á Nuggets eftir framlengdan leik. Malik Monk og Austin Reaves, leikmenn Lakers, settu báðir persónulegt stigamet í þessum leik. Monk með 41 og Reaves með 31. Sigurinn þýðir hins vegar lítið fyrir Lakers þar sem liðið var nú þegar búið að missa af úrslitakeppninni og LeBron og félagar eru því komnir í sumarfrí. Denver Nuggets enda tímabilið hins vegar í sjötta sæti og mun mæta Golden State Warriors í úrslitakeppninni. Golden State Warriors 128 – 107 New Orleans Pelicans Klay Thompson skoraði 41 stig þegar Warrios tryggði sér þriðja sæti austurdeildar með 21 stiga sigri á Pelicans. Warriors fær því Nuggets í úrslitakeppninni á meðan Pelicans mætir Spurs. Oklahoma City Thunder 88 – 138 LA Clippers Amir Coffey, leikmaður Clippers, skoraði 32 stig í 50 stiga sigri á Thunder. Coffey hefur aldrei áður skorað jafn mikið í einum leik en Coffey tók þar að auki 13 fráköst. Clippers mætir Timberwolves í undankeppni úrslitakeppninnar og sigurvegari úr þeirri viðureign mun leika gegn Grizzlies í úrslitakeppninni. Thunder lýkur hins vegar keppni í fjórtánda sæti deildarinnar. Sacramento Kings 116 – 109 Pheonix Suns Topplið Suns gat leyft sér að hvíla sína bestu leikmenn fyrir úrslitakeppnina en liðið hafði þegar tryggt sér efsta sæti vesturdeildar. Landry Shamet, leikmaður Suns, var stigahæsti leikmaður vallarins í leiknum. Suns mætir annaðhvort Timberwolves, Clippers, Pelicans eða Spurs í úrslitakeppninni, eftir því hvernig liðunum gegnur í undankeppninni. Utah Jazz 111 – 80 Portland Trail Blazers Juancho Hernangomez gerði 22 stig fyrir Jazz þegar liðið vann 31 stiga sigur á Trail Blazers. Jazz mætir Mavericks í úrslitakeppninni en Trail Blazers fer í sumarfrí.
NBA Mest lesið McGregor fundinn sekur og þarf að borga tugi milljóna í skaðabætur Sport Aðalþjálfari Ítalíu var með hausverk og horfði ekki á seinni hálfleik Körfubolti Amorim fullur sjálfstrausts á fyrsta blaðamannafundinum Enski boltinn Fer á mjög dimman stað þegar lið hans tapar Körfubolti Uppgjörið: Ísland - Ítalía 71-95 | Afleitur fyrri hálfleikur gerði Íslandi erfitt fyrir Körfubolti „Auðvitað söknum við okkar besta og reynslumesta manns“ Körfubolti „Fannst þeir sýna meiri hörku, sem ég átti erfitt með“ Körfubolti Olís-deild karla: FH vann stórsigur í Breiðholti og önnur úrslit Handbolti Uppgjörið: Haukar - Valur 29-33 | Valur heldur í við toppliðin með sigri gegn Haukum Handbolti Eina félagið án útlendinga: „Þurfum vettvang fyrir unga leikmenn“ Körfubolti Fleiri fréttir Aðalþjálfari Ítalíu var með hausverk og horfði ekki á seinni hálfleik Fer á mjög dimman stað þegar lið hans tapar „Fannst þeir sýna meiri hörku, sem ég átti erfitt með“ „Auðvitað söknum við okkar besta og reynslumesta manns“ Uppgjörið: Ísland - Ítalía 71-95 | Afleitur fyrri hálfleikur gerði Íslandi erfitt fyrir „Eins og þeim finnist ekkert gaman að spila körfubolta“ Mæta sitthvoru ítalska liðinu í leikjunum tveimur „Löngu kominn tími til að fara á EuroBasket“ Ævintýraleg upphafsár Kananna í körfu á Íslandi „Hvernig eigum við að ná á EM ef að landsliðsmenn okkar eru ekki í liðinu?“ Eina félagið án útlendinga: „Þurfum vettvang fyrir unga leikmenn“ „Margir með konur en eru kannski einir í útlöndum“ „Sá sem lak þessu er skíthæll“ Gafst upp á að læra frönskuna Tekst á við lífið á nýjum stað: „Svolítið óstabílt umhverfi“ LeBron James hættur á samfélagsmiðlum Fékk tæknivillu fyrir að horfa á mótherja Gerði betur en Curry, jafnaði NBA met og hermdi eftir Jordan „Þurftu að þora að vera til“ Þjálfaraskipti hjá ÍR og Fjölni í körfunni Stjörnukonur flottar á Hlíðarenda og Þórskonur fögnuðu áfram fyrir norðan Uppgjörið: Keflavík - Tindastóll 90-89 | Spennutryllir Áhrifavaldur til liðs við nýliðana í Vesturbænum Celtics stöðvaði fimmtán leikja sigurgöngu Cavs Uppgjörið: Grindavík - Haukar 68-85 | Gestirnir unnu vængbrotið lið Grindavíkur Fjórði sigur Njarðvíkurstelpna í röð Sækja allar ruslatunnur úr Grindavík Höttur á Egilsstöðum eða „hawk tuah“? Borce Ilievski snýr aftur í Breiðholtið og tekur við ÍR Bónus Körfuboltakvöld: Völdu besta varnarmanninn og skemmtilegasta liðið Sjá meira
Uppgjörið: Ísland - Ítalía 71-95 | Afleitur fyrri hálfleikur gerði Íslandi erfitt fyrir Körfubolti
Uppgjörið: Ísland - Ítalía 71-95 | Afleitur fyrri hálfleikur gerði Íslandi erfitt fyrir Körfubolti