Doncic gæti misst af leikjum í úrslitakeppninni Atli Arason skrifar 11. apríl 2022 08:31 Luka Doncic gæti misst af fyrstu leikjum úrslitakeppninnar. Getty Images Lokaumferð NBA deildarinnar fór fram í nótt þar sem öll lið áttu leiki. Luka Doncic, leikmaður Mavericks neyddist til að fara meiddur af leikvelli í sigri liðsins. Hér má finna öll helstu úrslit næturnar í vestur hluta deildarinnar. San Antonio Spurs 120 – 130 Dallas Mavericks Einn besti leikmaður deildarinnar, Luka Doncic hjá Mavericks, fór meiddur af leikvelli og þátttaka hans í fyrstu umferð úrslitakeppninnar er í uppnámi eftir 10 stiga sigur Maverics á Spurs í nótt. Doncic neyddist til að hætta keppni undir lok þriðja leikhluta vegna meiðsla í kálfa en Doncic endaði leikinn samt stiga-, stoðsendinga-, og frákastahæstur í liði Mavericks með 26 stig, 9 stoðsendingar og 8 fráköst. Mavericks hafði þegar tryggt sér fjórða sæti vesturdeildarinnar fyrir leikinn og enda deildarkeppnina í fjórða sæti. Mavericks mun því mæta Utah Jazz í úrslitakeppninni, mögulega án Doncic. San Antonio Spurs náði 10. sæti vesturdeildar og fara í gegnum undankeppnina þar sem þeir mæta New Orleans Pelicans í fyrstu umferð. LA Lakers 146 – 141 Denver Nuggets LeBron lausir Lakers menn unnu 5 stiga sigur á Nuggets eftir framlengdan leik. Malik Monk og Austin Reaves, leikmenn Lakers, settu báðir persónulegt stigamet í þessum leik. Monk með 41 og Reaves með 31. Sigurinn þýðir hins vegar lítið fyrir Lakers þar sem liðið var nú þegar búið að missa af úrslitakeppninni og LeBron og félagar eru því komnir í sumarfrí. Denver Nuggets enda tímabilið hins vegar í sjötta sæti og mun mæta Golden State Warriors í úrslitakeppninni. Golden State Warriors 128 – 107 New Orleans Pelicans Klay Thompson skoraði 41 stig þegar Warrios tryggði sér þriðja sæti austurdeildar með 21 stiga sigri á Pelicans. Warriors fær því Nuggets í úrslitakeppninni á meðan Pelicans mætir Spurs. Oklahoma City Thunder 88 – 138 LA Clippers Amir Coffey, leikmaður Clippers, skoraði 32 stig í 50 stiga sigri á Thunder. Coffey hefur aldrei áður skorað jafn mikið í einum leik en Coffey tók þar að auki 13 fráköst. Clippers mætir Timberwolves í undankeppni úrslitakeppninnar og sigurvegari úr þeirri viðureign mun leika gegn Grizzlies í úrslitakeppninni. Thunder lýkur hins vegar keppni í fjórtánda sæti deildarinnar. Sacramento Kings 116 – 109 Pheonix Suns Topplið Suns gat leyft sér að hvíla sína bestu leikmenn fyrir úrslitakeppnina en liðið hafði þegar tryggt sér efsta sæti vesturdeildar. Landry Shamet, leikmaður Suns, var stigahæsti leikmaður vallarins í leiknum. Suns mætir annaðhvort Timberwolves, Clippers, Pelicans eða Spurs í úrslitakeppninni, eftir því hvernig liðunum gegnur í undankeppninni. Utah Jazz 111 – 80 Portland Trail Blazers Juancho Hernangomez gerði 22 stig fyrir Jazz þegar liðið vann 31 stiga sigur á Trail Blazers. Jazz mætir Mavericks í úrslitakeppninni en Trail Blazers fer í sumarfrí. NBA Mest lesið Hártogið sem heimurinn hneykslast á: Hvað var hún eiginlega að hugsa? Fótbolti „Borgið okkur það sem þið skuldið okkur“ Körfubolti Rannsaka Íslendingafélagið Burton Albion Enski boltinn Zlatan sendi sænsku táningsstelpunni skilaboð eftir vítaklúðrið Fótbolti Vængmennirnir fimm sem United vill losna við Fótbolti Sóknin enn vandamál: „Okkur skortir hraða“ Fótbolti Liverpool kaupir Ekitike fyrir meira en níutíu milljónir evra Enski boltinn Ætlar að vera lengi hjá Spurs: „Ég hef aldrei verið rekinn“ Fótbolti Fór úr ökklalið og fótbrotnaði í Lengjudeildarleik Íslenski boltinn Dagskráin í dag: Stórleikur í Bestu-deildinni og lokadagur The Open Sport Fleiri fréttir Fyrsta konan til að þjálfa karlalið í Brasilíu „Borgið okkur það sem þið skuldið okkur“ Strákarnir tryggðu sér úrslitaleik um sæti í A-deild EM með stórsigri Vill eyða draugasögunni um að Grindavík spili ekki í Grindavík í vetur Slapp snemma úr sjö ára banni og samdi strax við Skagamenn Ofurstjarnan Caitlin Clark ekki með í Stjörnuleiknum Hörður tekur við starfi Arnars Guðjóns hjá KKÍ Fær átta milljarða frá tveimur félögum á tímabili þar sem hann spilar ekki leik Bjóða dómurum í WNBA ókeypis LASIK aðgerðir Hentu frá sér leiknum með hörmungarbyrjun á seinni Körfuboltakvöld í Boston: Nablinn tók viðtal við Ice Cube og sættist við Pargo Caitlin Clark aftur meidd og vandaði dómaranum ekki kveðjurnar Bradley Beal til Clippers Íslensku strákarnir töpuðu stórt í sextán liða úrslitunum Stólarnir verða með í Evrópukeppninni í vetur „Getum ekki beðið eftir að sjá þig gera kraftaverk“ Yfirgefur Aþenu og semur við nýliðana Elvar Már til Póllands Erlendum leikmönnum Ármanns fækkar um einn Oladipo með augastað á endurkomu Enginn Kobe Bryant á topp tíu yfir þá bestu í sögunni Wembanyama fær grænt ljós frá læknateymi Spurs Raggi Nat á Nesið Sautján ára troðsludrottning vekur athygli Stólarnir semja við spænskan leikstjórnanda Sjö körfuboltamenn að fá íslenskan ríkisborgararétt Strákarnir unnu Slóvena á EM Fjögur lið sýnt LeBron áhuga Stjarna Cavs trúlofuð Grammy verðlaunahafa Doncic fékk að vita af sölunni en ekki LeBron Sjá meira
San Antonio Spurs 120 – 130 Dallas Mavericks Einn besti leikmaður deildarinnar, Luka Doncic hjá Mavericks, fór meiddur af leikvelli og þátttaka hans í fyrstu umferð úrslitakeppninnar er í uppnámi eftir 10 stiga sigur Maverics á Spurs í nótt. Doncic neyddist til að hætta keppni undir lok þriðja leikhluta vegna meiðsla í kálfa en Doncic endaði leikinn samt stiga-, stoðsendinga-, og frákastahæstur í liði Mavericks með 26 stig, 9 stoðsendingar og 8 fráköst. Mavericks hafði þegar tryggt sér fjórða sæti vesturdeildarinnar fyrir leikinn og enda deildarkeppnina í fjórða sæti. Mavericks mun því mæta Utah Jazz í úrslitakeppninni, mögulega án Doncic. San Antonio Spurs náði 10. sæti vesturdeildar og fara í gegnum undankeppnina þar sem þeir mæta New Orleans Pelicans í fyrstu umferð. LA Lakers 146 – 141 Denver Nuggets LeBron lausir Lakers menn unnu 5 stiga sigur á Nuggets eftir framlengdan leik. Malik Monk og Austin Reaves, leikmenn Lakers, settu báðir persónulegt stigamet í þessum leik. Monk með 41 og Reaves með 31. Sigurinn þýðir hins vegar lítið fyrir Lakers þar sem liðið var nú þegar búið að missa af úrslitakeppninni og LeBron og félagar eru því komnir í sumarfrí. Denver Nuggets enda tímabilið hins vegar í sjötta sæti og mun mæta Golden State Warriors í úrslitakeppninni. Golden State Warriors 128 – 107 New Orleans Pelicans Klay Thompson skoraði 41 stig þegar Warrios tryggði sér þriðja sæti austurdeildar með 21 stiga sigri á Pelicans. Warriors fær því Nuggets í úrslitakeppninni á meðan Pelicans mætir Spurs. Oklahoma City Thunder 88 – 138 LA Clippers Amir Coffey, leikmaður Clippers, skoraði 32 stig í 50 stiga sigri á Thunder. Coffey hefur aldrei áður skorað jafn mikið í einum leik en Coffey tók þar að auki 13 fráköst. Clippers mætir Timberwolves í undankeppni úrslitakeppninnar og sigurvegari úr þeirri viðureign mun leika gegn Grizzlies í úrslitakeppninni. Thunder lýkur hins vegar keppni í fjórtánda sæti deildarinnar. Sacramento Kings 116 – 109 Pheonix Suns Topplið Suns gat leyft sér að hvíla sína bestu leikmenn fyrir úrslitakeppnina en liðið hafði þegar tryggt sér efsta sæti vesturdeildar. Landry Shamet, leikmaður Suns, var stigahæsti leikmaður vallarins í leiknum. Suns mætir annaðhvort Timberwolves, Clippers, Pelicans eða Spurs í úrslitakeppninni, eftir því hvernig liðunum gegnur í undankeppninni. Utah Jazz 111 – 80 Portland Trail Blazers Juancho Hernangomez gerði 22 stig fyrir Jazz þegar liðið vann 31 stiga sigur á Trail Blazers. Jazz mætir Mavericks í úrslitakeppninni en Trail Blazers fer í sumarfrí.
NBA Mest lesið Hártogið sem heimurinn hneykslast á: Hvað var hún eiginlega að hugsa? Fótbolti „Borgið okkur það sem þið skuldið okkur“ Körfubolti Rannsaka Íslendingafélagið Burton Albion Enski boltinn Zlatan sendi sænsku táningsstelpunni skilaboð eftir vítaklúðrið Fótbolti Vængmennirnir fimm sem United vill losna við Fótbolti Sóknin enn vandamál: „Okkur skortir hraða“ Fótbolti Liverpool kaupir Ekitike fyrir meira en níutíu milljónir evra Enski boltinn Ætlar að vera lengi hjá Spurs: „Ég hef aldrei verið rekinn“ Fótbolti Fór úr ökklalið og fótbrotnaði í Lengjudeildarleik Íslenski boltinn Dagskráin í dag: Stórleikur í Bestu-deildinni og lokadagur The Open Sport Fleiri fréttir Fyrsta konan til að þjálfa karlalið í Brasilíu „Borgið okkur það sem þið skuldið okkur“ Strákarnir tryggðu sér úrslitaleik um sæti í A-deild EM með stórsigri Vill eyða draugasögunni um að Grindavík spili ekki í Grindavík í vetur Slapp snemma úr sjö ára banni og samdi strax við Skagamenn Ofurstjarnan Caitlin Clark ekki með í Stjörnuleiknum Hörður tekur við starfi Arnars Guðjóns hjá KKÍ Fær átta milljarða frá tveimur félögum á tímabili þar sem hann spilar ekki leik Bjóða dómurum í WNBA ókeypis LASIK aðgerðir Hentu frá sér leiknum með hörmungarbyrjun á seinni Körfuboltakvöld í Boston: Nablinn tók viðtal við Ice Cube og sættist við Pargo Caitlin Clark aftur meidd og vandaði dómaranum ekki kveðjurnar Bradley Beal til Clippers Íslensku strákarnir töpuðu stórt í sextán liða úrslitunum Stólarnir verða með í Evrópukeppninni í vetur „Getum ekki beðið eftir að sjá þig gera kraftaverk“ Yfirgefur Aþenu og semur við nýliðana Elvar Már til Póllands Erlendum leikmönnum Ármanns fækkar um einn Oladipo með augastað á endurkomu Enginn Kobe Bryant á topp tíu yfir þá bestu í sögunni Wembanyama fær grænt ljós frá læknateymi Spurs Raggi Nat á Nesið Sautján ára troðsludrottning vekur athygli Stólarnir semja við spænskan leikstjórnanda Sjö körfuboltamenn að fá íslenskan ríkisborgararétt Strákarnir unnu Slóvena á EM Fjögur lið sýnt LeBron áhuga Stjarna Cavs trúlofuð Grammy verðlaunahafa Doncic fékk að vita af sölunni en ekki LeBron Sjá meira