Birgir Steinn: Ég spila ekki með Haukum á næsta tímabili Þorsteinn Hjálmsson skrifar 10. apríl 2022 23:00 Birgir Steinn Jónsson, leikmaður Gróttu. Vísir/Hulda Margrét Einn allra besti leikmaður tímabilsins í Olís-deild karla, Birgir Steinn Jónsson leikmaður Gróttu, fékk að líta rautt spjald í leik síns liðs í kvöld. Grótta vann þó lokaleik sinn á tímabilinu með fimm mörkum. „Við vorum bara í rauninni sárir eftir síðasta leik og mættum bara með blóð á tönnunum og sýndum í dag að við eigum alveg skilið að vera ofar heldur en taflan sýnir. Þetta tapaðist kannski ekki á þessum leik gegn ÍBV, en svona þegar maður horfir yfir tímabilið þá svona kannski fleiri leikir sem eru súrari en aðrir og maður hugsar svona, það er stutt á milli í þessu og við erum helvíti nálægt því,“ sagði Birgir. Birgi Steini fannst rauða spjaldið sem hann hlaut í leik kvöldsins ekki vera rétt, en Birgir Steinn sló Allan Norðberg, skyttu KA, í andlitið. „Ég ætla að leyfa ykkur að horfa á atvikið aftur og dæma um það. Mér fannst það ekki en ég veit ekki hvernig þetta lítur út í sjónvarpinu.“ Birgi fannst sitt lið standa sig vel í vetur, en hann sjálfur endaði sem markahæsti leikmaður liðsins. „Mér líður vel og er í flottu umhverfi og með flotta þjálfara sem hafa trú á manni. Maður segir kannski að maður spilar eins vel og þjálfararnir hafa trú á manni. Það bara gengur vel og við erum með flott lið í kringum okkur. Við erum búnir að sýna frábæran stíganda í vetur og kannski ekki að spila vel svona í byrjun tímabils, en það er búið að vera stígandi í þessu. Eins og ég segi þá erum við ansi nálægt því að vera í topp átta, en við mætum með blóð á tennurnar á næsta ári og þá verðum við hærra. Ég lofa þér því.“ Haukar hafa rennt hýru auga í átt að Birgi Steini fyrir næsta keppnistímabil, en hann sjálfur þver tekur fyrir að hann muni leika með Hafnarfjarðar liðinu á næsta tímabili. „Nei, ég spila ekki með Haukum á næsta tímabili.“ Arnar Daði Arnarsson, þjálfari Gróttu, staðfesti einnig í kvöld að Birgir Steinn Jónsson mun leika með Gróttu næsta vetur. Olís-deild karla Mest lesið Skýrsla um Brynjar Karl: Geri tilraunir með börn og skorti fræðilegan grunn Körfubolti Hnefarnir látnir tala í Umhyggjuhöllinni Körfubolti „Þetta er hreinn og klár glæpur“ Körfubolti TikTok-stjarna ÍBV dælir út efni frá Eyjum Íslenski boltinn Vilja Gylfa Þór ekki til baka: „Enginn skilaréttur“ Íslenski boltinn Laugardalsvöllur tekur lit Fótbolti Þurftu að hætta keppni til að tryggja öryggi keppenda Sport Mesta rúst í sögu NBA Körfubolti Gylfi valdið mestum vonbrigðum Íslenski boltinn Sannfærðir um að FH verði í fallbaráttu Íslenski boltinn Fleiri fréttir Haraldur tekur við Fram af Rakel „Treysti bara á að allt þetta fólk mæti“ Uppgjörið: Afturelding - Valur 29-26 | Einvígið ræðst í oddaleik Guðjón Valur missir fyrirliðann sinn „Við ætlum að klára að Íslandsmeistaratitilinn“ Uppgjörið: Fram - FH 34-33 | Fram í úrslit eftir tvíframlengdan leik Selfoss skaust aftur upp í Olís-deildina Sandra og Daníel koma heim og semja bæði við ÍBV Ómar Ingi frábær i fimmta sigri Magdeburg í röð Blomberg-Lippe í undanúrslit og Metzingen tryggði oddaleik Sjö mörk Viggós dugðu ekki til í Íslendingaslagnum Óðinn með stórleik er Kadetten flaug í úrslit Afturelding jafnaði metin í baráttunni um sæti í Olís-deildinni Uppgjörið og viðtöl: Fram - Haukar 18-30 | Gestirnir tóku forsytuna með risasigri Valskonur komust í 13-1 í fyrsta leik sinum í úrslitakeppninni Valur einum sigri frá úrslitum Aldís Ásta og stöllur í úrslitaeinvígið Hópur Snorra fyrir síðustu leikina: Reynir að verða einn af strákunum okkar „Náðum að opna hlutina vel fyrir Ása“ „Magnús Öder hefði fengið þrjú rauð fyrir sömu brot“ Uppgjörið: FH - Fram 36-20 | FH ætlaði augljóslega ekki í snemmbúið sumarfrí Andri Már magnaður í naumu tapi Alfreð kom öllum á óvart með vali sínu „Hætti þessari fortíðarþráhyggju minni með Vestmannaeyjar“ Embla og Eva Björk í ham þegar Stjarnan komst yfir Orri rólegur þegar Sporting tapaði fyrri leiknum Aron tryggði Veszprém jafntefli í Magdeburg Óvænt tap hjá Kolstad en Dana og Óðinn með allt á hreinu „Svona er úrslitakeppnin“ ÍR í undanúrslit eftir sigur með minnsta mun Sjá meira
„Við vorum bara í rauninni sárir eftir síðasta leik og mættum bara með blóð á tönnunum og sýndum í dag að við eigum alveg skilið að vera ofar heldur en taflan sýnir. Þetta tapaðist kannski ekki á þessum leik gegn ÍBV, en svona þegar maður horfir yfir tímabilið þá svona kannski fleiri leikir sem eru súrari en aðrir og maður hugsar svona, það er stutt á milli í þessu og við erum helvíti nálægt því,“ sagði Birgir. Birgi Steini fannst rauða spjaldið sem hann hlaut í leik kvöldsins ekki vera rétt, en Birgir Steinn sló Allan Norðberg, skyttu KA, í andlitið. „Ég ætla að leyfa ykkur að horfa á atvikið aftur og dæma um það. Mér fannst það ekki en ég veit ekki hvernig þetta lítur út í sjónvarpinu.“ Birgi fannst sitt lið standa sig vel í vetur, en hann sjálfur endaði sem markahæsti leikmaður liðsins. „Mér líður vel og er í flottu umhverfi og með flotta þjálfara sem hafa trú á manni. Maður segir kannski að maður spilar eins vel og þjálfararnir hafa trú á manni. Það bara gengur vel og við erum með flott lið í kringum okkur. Við erum búnir að sýna frábæran stíganda í vetur og kannski ekki að spila vel svona í byrjun tímabils, en það er búið að vera stígandi í þessu. Eins og ég segi þá erum við ansi nálægt því að vera í topp átta, en við mætum með blóð á tennurnar á næsta ári og þá verðum við hærra. Ég lofa þér því.“ Haukar hafa rennt hýru auga í átt að Birgi Steini fyrir næsta keppnistímabil, en hann sjálfur þver tekur fyrir að hann muni leika með Hafnarfjarðar liðinu á næsta tímabili. „Nei, ég spila ekki með Haukum á næsta tímabili.“ Arnar Daði Arnarsson, þjálfari Gróttu, staðfesti einnig í kvöld að Birgir Steinn Jónsson mun leika með Gróttu næsta vetur.
Olís-deild karla Mest lesið Skýrsla um Brynjar Karl: Geri tilraunir með börn og skorti fræðilegan grunn Körfubolti Hnefarnir látnir tala í Umhyggjuhöllinni Körfubolti „Þetta er hreinn og klár glæpur“ Körfubolti TikTok-stjarna ÍBV dælir út efni frá Eyjum Íslenski boltinn Vilja Gylfa Þór ekki til baka: „Enginn skilaréttur“ Íslenski boltinn Laugardalsvöllur tekur lit Fótbolti Þurftu að hætta keppni til að tryggja öryggi keppenda Sport Mesta rúst í sögu NBA Körfubolti Gylfi valdið mestum vonbrigðum Íslenski boltinn Sannfærðir um að FH verði í fallbaráttu Íslenski boltinn Fleiri fréttir Haraldur tekur við Fram af Rakel „Treysti bara á að allt þetta fólk mæti“ Uppgjörið: Afturelding - Valur 29-26 | Einvígið ræðst í oddaleik Guðjón Valur missir fyrirliðann sinn „Við ætlum að klára að Íslandsmeistaratitilinn“ Uppgjörið: Fram - FH 34-33 | Fram í úrslit eftir tvíframlengdan leik Selfoss skaust aftur upp í Olís-deildina Sandra og Daníel koma heim og semja bæði við ÍBV Ómar Ingi frábær i fimmta sigri Magdeburg í röð Blomberg-Lippe í undanúrslit og Metzingen tryggði oddaleik Sjö mörk Viggós dugðu ekki til í Íslendingaslagnum Óðinn með stórleik er Kadetten flaug í úrslit Afturelding jafnaði metin í baráttunni um sæti í Olís-deildinni Uppgjörið og viðtöl: Fram - Haukar 18-30 | Gestirnir tóku forsytuna með risasigri Valskonur komust í 13-1 í fyrsta leik sinum í úrslitakeppninni Valur einum sigri frá úrslitum Aldís Ásta og stöllur í úrslitaeinvígið Hópur Snorra fyrir síðustu leikina: Reynir að verða einn af strákunum okkar „Náðum að opna hlutina vel fyrir Ása“ „Magnús Öder hefði fengið þrjú rauð fyrir sömu brot“ Uppgjörið: FH - Fram 36-20 | FH ætlaði augljóslega ekki í snemmbúið sumarfrí Andri Már magnaður í naumu tapi Alfreð kom öllum á óvart með vali sínu „Hætti þessari fortíðarþráhyggju minni með Vestmannaeyjar“ Embla og Eva Björk í ham þegar Stjarnan komst yfir Orri rólegur þegar Sporting tapaði fyrri leiknum Aron tryggði Veszprém jafntefli í Magdeburg Óvænt tap hjá Kolstad en Dana og Óðinn með allt á hreinu „Svona er úrslitakeppnin“ ÍR í undanúrslit eftir sigur með minnsta mun Sjá meira