Birgir Steinn: Ég spila ekki með Haukum á næsta tímabili Þorsteinn Hjálmsson skrifar 10. apríl 2022 23:00 Birgir Steinn Jónsson, leikmaður Gróttu. Vísir/Hulda Margrét Einn allra besti leikmaður tímabilsins í Olís-deild karla, Birgir Steinn Jónsson leikmaður Gróttu, fékk að líta rautt spjald í leik síns liðs í kvöld. Grótta vann þó lokaleik sinn á tímabilinu með fimm mörkum. „Við vorum bara í rauninni sárir eftir síðasta leik og mættum bara með blóð á tönnunum og sýndum í dag að við eigum alveg skilið að vera ofar heldur en taflan sýnir. Þetta tapaðist kannski ekki á þessum leik gegn ÍBV, en svona þegar maður horfir yfir tímabilið þá svona kannski fleiri leikir sem eru súrari en aðrir og maður hugsar svona, það er stutt á milli í þessu og við erum helvíti nálægt því,“ sagði Birgir. Birgi Steini fannst rauða spjaldið sem hann hlaut í leik kvöldsins ekki vera rétt, en Birgir Steinn sló Allan Norðberg, skyttu KA, í andlitið. „Ég ætla að leyfa ykkur að horfa á atvikið aftur og dæma um það. Mér fannst það ekki en ég veit ekki hvernig þetta lítur út í sjónvarpinu.“ Birgi fannst sitt lið standa sig vel í vetur, en hann sjálfur endaði sem markahæsti leikmaður liðsins. „Mér líður vel og er í flottu umhverfi og með flotta þjálfara sem hafa trú á manni. Maður segir kannski að maður spilar eins vel og þjálfararnir hafa trú á manni. Það bara gengur vel og við erum með flott lið í kringum okkur. Við erum búnir að sýna frábæran stíganda í vetur og kannski ekki að spila vel svona í byrjun tímabils, en það er búið að vera stígandi í þessu. Eins og ég segi þá erum við ansi nálægt því að vera í topp átta, en við mætum með blóð á tennurnar á næsta ári og þá verðum við hærra. Ég lofa þér því.“ Haukar hafa rennt hýru auga í átt að Birgi Steini fyrir næsta keppnistímabil, en hann sjálfur þver tekur fyrir að hann muni leika með Hafnarfjarðar liðinu á næsta tímabili. „Nei, ég spila ekki með Haukum á næsta tímabili.“ Arnar Daði Arnarsson, þjálfari Gróttu, staðfesti einnig í kvöld að Birgir Steinn Jónsson mun leika með Gróttu næsta vetur. Olís-deild karla Mest lesið „Held að hann sé hundfúll að vera ekki í liðinu“ Handbolti Segja Ronaldo hafa misst af leik til að sleppa við svipuhögg Fótbolti Segir það þjakandi og einmanalegt að vera hjá Man United Enski boltinn Barn beit dómarann á mjög viðkvæman stað og leik var aflýst Fótbolti Þriðja meðgangan á fimm árum: Skórnir komnir á hilluna fyrir fullt og allt Handbolti Hafnarfjörður keypti Skessuna fyrir 1.190 milljónir Fótbolti „Eins manns dauði er annars brauð“ Handbolti Ofurtölvan setur Liverpool á toppinn og Arsenal ofar Real Madrid Fótbolti Íranir ætluðu ekki að húðstrýkja Ronaldo Fótbolti „Brjálæðisleg orka“ Hákonar og einstakt samband við David Fótbolti Fleiri fréttir Hundrað prósenta Sigvaldi í úrvalsliði Þriðja meðgangan á fimm árum: Skórnir komnir á hilluna fyrir fullt og allt „Eins manns dauði er annars brauð“ „Held að hann sé hundfúll að vera ekki í liðinu“ Erlingur tekur aftur við Eyjaliðinu Hópurinn gegn Grikkjum: Nítján ára nýliði í markinu Svona var blaðamannafundur Snorra Einn sá allra besti á Íslandi samdi við sænsku meistarana Frábær leikur Andra dugði ekki til Myndasyrpa frá fögnuði Fram Tilkynnti að hún væri hætt í hjartnæmu viðtali Myndasyrpa frá fögnuðu Hauka „Hvort við segjum núna titilinn eða tittlinginn, ég veit það ekki“ „Við vorum ógeðslega flottir í þessum tveimur leikjum“ „Þegar menn uppskera er það stórkostlegt“ „Ég er bara klökkur“ „Grimmd og gleði“ skilaði sannfærandi sigri Uppgjörið: Stjarnan - Fram 25-31 | Fram bikarmeistari Uppgjörið: Fram - Haukar 20-25 | Haukar bikarmeistarar í fyrsta sinn í átján ár Hafa tapað ellefu af tólf úrslitaleikjum en eini sigurinn kom gegn Stjörnunni „Fór að hugsa hvað ég væri eiginlega að gera“ „Settum í sjötta gír í seinni hálfleik“ „Getum gengið stoltar frá borði“ Uppgjörið: Grótta - Haukar 21-31 | Haukar munu etja keppi við Fram í úrslitum Aron og Bjarki Már gerðu sitt í París Magnaður Sigvaldi sökkti Magdeburg „Viðurkenni að maður fékk fiðring í magann” Elliði Snær og Andri Már í sigurliðum Uppgjörið: Fram - Valur 22-20 | Fram í bikarúrslit Fyrrverandi þingmaður tekur við formennsku hjá FH Sjá meira
„Við vorum bara í rauninni sárir eftir síðasta leik og mættum bara með blóð á tönnunum og sýndum í dag að við eigum alveg skilið að vera ofar heldur en taflan sýnir. Þetta tapaðist kannski ekki á þessum leik gegn ÍBV, en svona þegar maður horfir yfir tímabilið þá svona kannski fleiri leikir sem eru súrari en aðrir og maður hugsar svona, það er stutt á milli í þessu og við erum helvíti nálægt því,“ sagði Birgir. Birgi Steini fannst rauða spjaldið sem hann hlaut í leik kvöldsins ekki vera rétt, en Birgir Steinn sló Allan Norðberg, skyttu KA, í andlitið. „Ég ætla að leyfa ykkur að horfa á atvikið aftur og dæma um það. Mér fannst það ekki en ég veit ekki hvernig þetta lítur út í sjónvarpinu.“ Birgi fannst sitt lið standa sig vel í vetur, en hann sjálfur endaði sem markahæsti leikmaður liðsins. „Mér líður vel og er í flottu umhverfi og með flotta þjálfara sem hafa trú á manni. Maður segir kannski að maður spilar eins vel og þjálfararnir hafa trú á manni. Það bara gengur vel og við erum með flott lið í kringum okkur. Við erum búnir að sýna frábæran stíganda í vetur og kannski ekki að spila vel svona í byrjun tímabils, en það er búið að vera stígandi í þessu. Eins og ég segi þá erum við ansi nálægt því að vera í topp átta, en við mætum með blóð á tennurnar á næsta ári og þá verðum við hærra. Ég lofa þér því.“ Haukar hafa rennt hýru auga í átt að Birgi Steini fyrir næsta keppnistímabil, en hann sjálfur þver tekur fyrir að hann muni leika með Hafnarfjarðar liðinu á næsta tímabili. „Nei, ég spila ekki með Haukum á næsta tímabili.“ Arnar Daði Arnarsson, þjálfari Gróttu, staðfesti einnig í kvöld að Birgir Steinn Jónsson mun leika með Gróttu næsta vetur.
Olís-deild karla Mest lesið „Held að hann sé hundfúll að vera ekki í liðinu“ Handbolti Segja Ronaldo hafa misst af leik til að sleppa við svipuhögg Fótbolti Segir það þjakandi og einmanalegt að vera hjá Man United Enski boltinn Barn beit dómarann á mjög viðkvæman stað og leik var aflýst Fótbolti Þriðja meðgangan á fimm árum: Skórnir komnir á hilluna fyrir fullt og allt Handbolti Hafnarfjörður keypti Skessuna fyrir 1.190 milljónir Fótbolti „Eins manns dauði er annars brauð“ Handbolti Ofurtölvan setur Liverpool á toppinn og Arsenal ofar Real Madrid Fótbolti Íranir ætluðu ekki að húðstrýkja Ronaldo Fótbolti „Brjálæðisleg orka“ Hákonar og einstakt samband við David Fótbolti Fleiri fréttir Hundrað prósenta Sigvaldi í úrvalsliði Þriðja meðgangan á fimm árum: Skórnir komnir á hilluna fyrir fullt og allt „Eins manns dauði er annars brauð“ „Held að hann sé hundfúll að vera ekki í liðinu“ Erlingur tekur aftur við Eyjaliðinu Hópurinn gegn Grikkjum: Nítján ára nýliði í markinu Svona var blaðamannafundur Snorra Einn sá allra besti á Íslandi samdi við sænsku meistarana Frábær leikur Andra dugði ekki til Myndasyrpa frá fögnuði Fram Tilkynnti að hún væri hætt í hjartnæmu viðtali Myndasyrpa frá fögnuðu Hauka „Hvort við segjum núna titilinn eða tittlinginn, ég veit það ekki“ „Við vorum ógeðslega flottir í þessum tveimur leikjum“ „Þegar menn uppskera er það stórkostlegt“ „Ég er bara klökkur“ „Grimmd og gleði“ skilaði sannfærandi sigri Uppgjörið: Stjarnan - Fram 25-31 | Fram bikarmeistari Uppgjörið: Fram - Haukar 20-25 | Haukar bikarmeistarar í fyrsta sinn í átján ár Hafa tapað ellefu af tólf úrslitaleikjum en eini sigurinn kom gegn Stjörnunni „Fór að hugsa hvað ég væri eiginlega að gera“ „Settum í sjötta gír í seinni hálfleik“ „Getum gengið stoltar frá borði“ Uppgjörið: Grótta - Haukar 21-31 | Haukar munu etja keppi við Fram í úrslitum Aron og Bjarki Már gerðu sitt í París Magnaður Sigvaldi sökkti Magdeburg „Viðurkenni að maður fékk fiðring í magann” Elliði Snær og Andri Már í sigurliðum Uppgjörið: Fram - Valur 22-20 | Fram í bikarúrslit Fyrrverandi þingmaður tekur við formennsku hjá FH Sjá meira