Þriðjungur grunnskóladrengja geti ekki lesið sér til gagns: „Þetta er hrópandi“ Viktor Örn Ásgeirsson skrifar 10. apríl 2022 20:36 Rúmur þriðjungur drengja sem útskrifast úr grunnskóla geta ekki lesið sér til gagns samkvæmt nýjum rannsóknum. Vísir/Vilhelm Kennarar segja að þriðjungur drengja geti ekki lesið sér til gagns við útskrift úr grunnskóla. Læsi og orðaforði grunnskóla- og leikskólabarna fari ört versnandi. Nauðsynlegt sé að grípa inn í. Magnús Þór Jónsson, nýkjörinn formaður Kennarasambands Íslands, var í viðtali á Sprengisandi í dag ásamt Svövu Þórhildi Hjaltalín kennara. Aðspurður kveðst Magnús ekki draga tölur kannana um læsi grunnskólabarna í efa. Fagna því að verið sé að tækla vandann „Þegar ég horfi til baka í minni skólagöngu þá var það svolítið talað þannig að við værum rosalega læs og værum bókaþjóðin. Ég kynnist því mjög fljótlega þegar ég kem hér í borgina að vinna, að vinna með hópi barna sem áttu við námsörðugleika að stríða, þar rímar þessi tala - þriðjungur. Þar var þetta svolítið sýnilegt því að á þeim tíma var verið að raða námshópum upp eftir ákveðinni getu. Þar vorum við að glíma við það að til dæmis þurfa að lesa Gísla sögu Súrssonar og ég var að kenna hópum sem áttu að gera það sem ég rak mig ákveðið á að voru ekki að ráða við þetta,“ segir Magnús Þór. Hann fagnar því að verið sé að tækla vandann með auknum rannsóknum og könnunum og Svava Þórhildur tekur undir. Harmar að ekki hafi verið gripið fyrr inn í Hún segir að það sorglegasta við stöðuna sé að ástandið hafi verið sambærilegt síðustu ár. Hún harmar að ekki hafi verið gripið inn í og bætir við að staðan sé einnig slæm í til dæmis náttúrufræði og stærðfræði: Þetta er alvarleg staða og ég vona að nú sé lag. „Við erum með vísbendingu um að orðaforði barna sé að fara verulega aftur. Þau skilja íslenskt tungumál síður og kunna of lítið af orðum, og þarna þurfum við náttúrulega könnun á landsvísu. Við erum líka með tölur 39 prósent ekki læs eftir annan bekk í Reykjavík. Við erum með 32,5 prósent innflytjanda sem eru í grunnskóla á rauðu og gulu ljósi, þau kunna ekki íslensku. 26 prósent falla úr framhaldsskóla en 62 prósent innflytjenda. Þetta er hrópandi,“ segir Svava Þórhildur Hér er aðeins stiklað á stóru en hægt er að hlusta á viðtalið í heild sinni hér að neðan: Skóla - og menntamál Grunnskólar Íslenska á tækniöld Mest lesið Stór hópur fullorðins fólks á Íslandi lifir eins og börn Innlent Spyr um ábyrgð skólastjóra í stóra skómálinu Innlent Suðurlandsvegi lokað vegna alvarlegs slyss Innlent Menningarslys verði frumvarpið samþykkt Innlent Reksturinn í uppnámi og uppsagnir fyrirhugaðar Innlent Trump „mjög reiður“ út í Pútín Erlent Le Pen sakfelld fyrir fjársvik og bannað að bjóða sig fram til forseta Erlent Segir ÍR að slökkva á skiltinu Innlent Áfram talinn vanhæfur til að taka sæti í ráðinu Innlent Banaslys á Suðurlandsvegi eftir grjóthrun Innlent Fleiri fréttir „Hér er verið að saka fólk um alvarlega þætti“ Banaslys á Suðurlandsvegi eftir grjóthrun Skipar stýrihóp um áfengis- og vímuefnameðferð „Ég vil að þú sért alltaf með farða, annars sjást bólurnar þínar“ Vilja úthýsa einkaþotum og þyrlum Hvetja landsmenn til að búa sig undir neyðarástand Björn hvergi af baki dottinn Sjór gekk yfir fjárhús í Vík og allt á floti Suðurlandsvegi lokað vegna alvarlegs slyss Hveitibrauðsdögunum lokið: Ríkisstjórnin pólitískt stórtækari en von var á Menningarslys verði frumvarpið samþykkt Spyr um ábyrgð skólastjóra í stóra skómálinu Segir ÍR að slökkva á skiltinu Ríkisstjórnin hefur starfað í hundrað daga og fjármálaáætlun kynnt Bein útsending: Gera upp fyrstu hundrað daga ríkisstjórnarinnar Stór hópur fullorðins fólks á Íslandi lifir eins og börn Hallarekstur stöðvaður á næstu tveimur árum Áfram talinn vanhæfur til að taka sæti í ráðinu Bein útsending: Ráðherra kynnir fjármálaáætlun Reksturinn í uppnámi og uppsagnir fyrirhugaðar Trúverðugleiki forsætisráðherra sé í húfi Grindvíkingar segjast vera Excel skjöl í ráðuneytum í Reykjavík Grænlandsheimsókn varaforseta og þrumuveður Þremur vísað út af Landspítalanum Stemningin farin ári fyrir stjórnarslitin Arftaki 757-þotunnar ekki í boði frá Boeing Eina fjallamennskunámið leggst að óbreyttu af Taldi 150 holur á stuttum vegakafla á Suðurlandi „Það er voða hentugt að kenna okkur um þetta en við erum alsaklaus“ Ólögmæt gjaldtaka gæti kostað ríkið milljarða Sjá meira
Magnús Þór Jónsson, nýkjörinn formaður Kennarasambands Íslands, var í viðtali á Sprengisandi í dag ásamt Svövu Þórhildi Hjaltalín kennara. Aðspurður kveðst Magnús ekki draga tölur kannana um læsi grunnskólabarna í efa. Fagna því að verið sé að tækla vandann „Þegar ég horfi til baka í minni skólagöngu þá var það svolítið talað þannig að við værum rosalega læs og værum bókaþjóðin. Ég kynnist því mjög fljótlega þegar ég kem hér í borgina að vinna, að vinna með hópi barna sem áttu við námsörðugleika að stríða, þar rímar þessi tala - þriðjungur. Þar var þetta svolítið sýnilegt því að á þeim tíma var verið að raða námshópum upp eftir ákveðinni getu. Þar vorum við að glíma við það að til dæmis þurfa að lesa Gísla sögu Súrssonar og ég var að kenna hópum sem áttu að gera það sem ég rak mig ákveðið á að voru ekki að ráða við þetta,“ segir Magnús Þór. Hann fagnar því að verið sé að tækla vandann með auknum rannsóknum og könnunum og Svava Þórhildur tekur undir. Harmar að ekki hafi verið gripið fyrr inn í Hún segir að það sorglegasta við stöðuna sé að ástandið hafi verið sambærilegt síðustu ár. Hún harmar að ekki hafi verið gripið inn í og bætir við að staðan sé einnig slæm í til dæmis náttúrufræði og stærðfræði: Þetta er alvarleg staða og ég vona að nú sé lag. „Við erum með vísbendingu um að orðaforði barna sé að fara verulega aftur. Þau skilja íslenskt tungumál síður og kunna of lítið af orðum, og þarna þurfum við náttúrulega könnun á landsvísu. Við erum líka með tölur 39 prósent ekki læs eftir annan bekk í Reykjavík. Við erum með 32,5 prósent innflytjanda sem eru í grunnskóla á rauðu og gulu ljósi, þau kunna ekki íslensku. 26 prósent falla úr framhaldsskóla en 62 prósent innflytjenda. Þetta er hrópandi,“ segir Svava Þórhildur Hér er aðeins stiklað á stóru en hægt er að hlusta á viðtalið í heild sinni hér að neðan:
Skóla - og menntamál Grunnskólar Íslenska á tækniöld Mest lesið Stór hópur fullorðins fólks á Íslandi lifir eins og börn Innlent Spyr um ábyrgð skólastjóra í stóra skómálinu Innlent Suðurlandsvegi lokað vegna alvarlegs slyss Innlent Menningarslys verði frumvarpið samþykkt Innlent Reksturinn í uppnámi og uppsagnir fyrirhugaðar Innlent Trump „mjög reiður“ út í Pútín Erlent Le Pen sakfelld fyrir fjársvik og bannað að bjóða sig fram til forseta Erlent Segir ÍR að slökkva á skiltinu Innlent Áfram talinn vanhæfur til að taka sæti í ráðinu Innlent Banaslys á Suðurlandsvegi eftir grjóthrun Innlent Fleiri fréttir „Hér er verið að saka fólk um alvarlega þætti“ Banaslys á Suðurlandsvegi eftir grjóthrun Skipar stýrihóp um áfengis- og vímuefnameðferð „Ég vil að þú sért alltaf með farða, annars sjást bólurnar þínar“ Vilja úthýsa einkaþotum og þyrlum Hvetja landsmenn til að búa sig undir neyðarástand Björn hvergi af baki dottinn Sjór gekk yfir fjárhús í Vík og allt á floti Suðurlandsvegi lokað vegna alvarlegs slyss Hveitibrauðsdögunum lokið: Ríkisstjórnin pólitískt stórtækari en von var á Menningarslys verði frumvarpið samþykkt Spyr um ábyrgð skólastjóra í stóra skómálinu Segir ÍR að slökkva á skiltinu Ríkisstjórnin hefur starfað í hundrað daga og fjármálaáætlun kynnt Bein útsending: Gera upp fyrstu hundrað daga ríkisstjórnarinnar Stór hópur fullorðins fólks á Íslandi lifir eins og börn Hallarekstur stöðvaður á næstu tveimur árum Áfram talinn vanhæfur til að taka sæti í ráðinu Bein útsending: Ráðherra kynnir fjármálaáætlun Reksturinn í uppnámi og uppsagnir fyrirhugaðar Trúverðugleiki forsætisráðherra sé í húfi Grindvíkingar segjast vera Excel skjöl í ráðuneytum í Reykjavík Grænlandsheimsókn varaforseta og þrumuveður Þremur vísað út af Landspítalanum Stemningin farin ári fyrir stjórnarslitin Arftaki 757-þotunnar ekki í boði frá Boeing Eina fjallamennskunámið leggst að óbreyttu af Taldi 150 holur á stuttum vegakafla á Suðurlandi „Það er voða hentugt að kenna okkur um þetta en við erum alsaklaus“ Ólögmæt gjaldtaka gæti kostað ríkið milljarða Sjá meira