Þungt hljóð í flokksmönnum VG vegna Íslandsbanka en gerir ekki athugasemdir við fjármálaráðherra Elísabet Inga Sigurðardóttir skrifar 10. apríl 2022 19:30 Bjarni Jónsson er þingmaður Vinstri grænna. vísir/vilhelm Þingmaður stjórnarmeirihlutans vill stjórn og forstjóra Bankasýslu ríkisins frá vegna Íslandsbankamálsins. Hann segir hljóðið þungt í flokksmönnum Vinstri grænna vegna málsins en gerir engar athugasemdir við aðkomu fjármálaráðherra. Mikill styr hefur staðið um nýafstaðið söluferli á hlut ríkisins í Íslandsbanka. Þingmaður Vinstri grænna gagnrýnir bankasýsluna harðlega og segir að í ljósi þess hvernig haldið var utan um söluna þurfi stjórn og forstjóri Bankasýslunnar að víkja. Þú minnist á bankasýsluna og stjórn þar en hvað með fjármálaráðherra? Þarf hann að víkja? „Þetta snýr núna að framkvæmd bankasýslnnar og það verkefni sem þeir fengu. Hvernig því var útvistað og fylgt eftir. Miðað við þær upplýsingar sem þeir gáfu,“ sagði Bjarni Jónsson, þingmaður Vinstri grænna. Aðspurður um ábyrgð fjármálaráðherra segir Bjarni að ráðherra beri ábyrgð á þeim stofnunum sem undir hann heyra en í þessu tilviki hafi bankasýslan fengið verkefnið til sín. Því hljóti það að vera fyrsta skref að skoða framgang bankasýslunnar. „Það liggur alveg ljóst að það verða ekki seldir fleiri hlutir í Íslandsbanka fyrr en þetta er orðið upplýst og öll kurl komin til grafar því við viljum standa vel að hlutum eins og þessum.“ Páll Magnússon, fyrrverandi þingmaður Sjálfstæðisflokksins, sagði í gær að kunningi sinn hafi grætt tíu milljónir á örfáum klukkutímum vegna sölunnar. Páll lýsir því þannig á Facebook að kunninginn hafi fengið símtal frá einum af söluaðilum bréfanna og verið spurður hvort hann vildi ekki taka snöggan snúning á Íslandsbanka, hann gæti líklega grætt tíu milljónir á örfáum klukkutímum. Í frásögn Páls kemur fram að kunninginn hafi slegið til og selt bréfin morguninn eftir kaupin. Þung hljóð í flokksmönnum VG Bjarni segir að hljóðið sé þungt í samflokksmönnum sínum og að margir séu ósáttir við stöðuna. „Þetta eru ekki þær væntingar sem við höfðum varðandi söluna, það er alveg ljóst.“ Helduru að þú værir gagnrýnni á fjármálaráðherra ef hann væri ekki í ríkisstjórnarsamstarfi með þínum flokki? „Ég vil fyrst og fremst nálgast þetta faglega en ekki á pólítíkinni, heldur bara faglega. Út frá þeim væntingum sem við höfum sem þjóð og þverpólitískt og ég held að allir hafi viljað sjá þetta fyrir sér með ákveðnum hætti og það virðist ekki hafa verið farið þann veg og það þurfum við að leiðrétta ef við getum.“ Salan á Íslandsbanka Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Vinstri græn Tengdar fréttir Óæskilegt ef minni fjárfestar seldu beint eftir útboð Lífeyrissjóðir fengu úthlutað um 40 prósent af því sem þeir voru tilbúnir að kaupa í Íslandsbanka í síðasta útboði á hlut ríkisins. Framkvæmdastjóri Brúar lífeyrissjóðs segist hafa viljað fá stærri úthlutun, fjárfesting eins og þessi sé alltaf til langs tíma. Óheppilegt sé ef minni fjárfestar hafi selt skömmu eftir útboð. 10. apríl 2022 12:15 Stjórnarþingmaður vill stjórn og forstjóra Bankasýslunnar frá Bjarni Jónsson, þingmaður Vinstri grænna, telur að Bankasýsla ríkisins myndi eiga auðveldara með að endurheimta traust almennings eftir nýafstaðið söluferli á hlut ríkisins í Íslandsbanka ef stjórn hennar og forstjóri myndu víkja. Hann telur að ekki ætti að ráðast í frekari sölu á hlut ríkisins að svo stöddu. 9. apríl 2022 10:37 Kunningi hafi selt bréf klukkustundum eftir útboð og grætt milljónir Páll Magnússon fyrrverandi þingmaður Sjálfstæðisflokksins segir kunningja sinn hafa grætt tíu milljónir á örfáum klukkutímum vegna sölunnar á hlut ríkisins í Íslandsbanka til fagfjárfesta. 9. apríl 2022 18:32 Mest lesið Tíu ung börn voru orðin verkjuð og hjólbeinótt vegna beinkramar Innlent Jóhanna ætlar ekki aftur fram Innlent Tortryggnir í garð tolla Trumps Erlent Heiðra minningu Sigurðar Kristófers með Neyðarkallinum í ár Innlent Fólk hafi varann á þegar PIN-númer eru slegin inn Innlent Játaði hópnauðgun og vildi komast í frí til heimalandsins Innlent Rósa Guðbjarts hætt í bæjarstjórn Innlent Situr í súpunni eftir að hafa selt bankaþjófi jeppa Innlent „Mér finnst þetta bara klaufaskapur“ Innlent Plata hermenn í hjónaband og hirða svo bæturnar Erlent Fleiri fréttir Heiðra minningu Sigurðar Kristófers með Neyðarkallinum í ár Jóhanna ætlar ekki aftur fram Rósa Guðbjarts hætt í bæjarstjórn Fólk hafi varann á þegar PIN-númer eru slegin inn Tíu ung börn voru orðin verkjuð og hjólbeinótt vegna beinkramar „Mér finnst þetta bara klaufaskapur“ Vill að þingið skoði mál Ríkisendurskoðanda Fleiri grunaðir en þeir sem voru handteknir Víðfeðm rannsókn, vasaþjófar og börn með beinkröm Þrír vasaþjófar handteknir á Þingvöllum Játaði hópnauðgun og vildi komast í frí til heimalandsins Innsigluðu sex gististaði vegna skorts á leyfum Vasaþjófar höfðu fúlgur fjár af eldri mönnum og ferðamanni „Þau eru mjög æst í stærðfræði!“ „Þetta ástand hefur viðgengist í allt of langan tíma“ Fengu ekki að fylgjast með meintri vændisstarfsemi í leyni Léttir að vinnan í faraldrinum hafi verið lögmæt Níu af hverjum tíu foreldrum leikskólabarna í Reykjavík ánægðir en mælingin ekki samanburðarhæf Situr í súpunni eftir að hafa selt bankaþjófi jeppa Rætt við ráðherra sem svarar gagnrýni og ósáttan Litháa sem flæktist í bankaránið umfangsmikla Bein útsending: Hvernig skilar jarðhitafræðsla sér í sjálfbærri þróun í orkumálum í samstarfslöndum? Ferðin á Keflavíkurflugvöll það erfiðasta við utanlandsferðina Hæstiréttur ógildir skammir Persónuverndar í garð ÍE Óttast að stóru stofurnar gætu orðið einræðisherrar í eftirliti Reikna með tveggja daga aðalmeðferð í máli Alberts Stóladans þingmanna lækkar launatékka Karls Gauta en hækkar Bergþórs Ökutæki viðbragðsaðila verða áberandi vegna æfingar Gat keypt afmælisblómin eftir að ókunnugur mætti með skóflu Íslenskum fulltrúum á loftslagsráðstefnu hríðfækkar milli ára Lokunardagar leikskóla í Reykjavík tíu sinnum algengari en í öðrum stórum sveitarfélögum Sjá meira
Mikill styr hefur staðið um nýafstaðið söluferli á hlut ríkisins í Íslandsbanka. Þingmaður Vinstri grænna gagnrýnir bankasýsluna harðlega og segir að í ljósi þess hvernig haldið var utan um söluna þurfi stjórn og forstjóri Bankasýslunnar að víkja. Þú minnist á bankasýsluna og stjórn þar en hvað með fjármálaráðherra? Þarf hann að víkja? „Þetta snýr núna að framkvæmd bankasýslnnar og það verkefni sem þeir fengu. Hvernig því var útvistað og fylgt eftir. Miðað við þær upplýsingar sem þeir gáfu,“ sagði Bjarni Jónsson, þingmaður Vinstri grænna. Aðspurður um ábyrgð fjármálaráðherra segir Bjarni að ráðherra beri ábyrgð á þeim stofnunum sem undir hann heyra en í þessu tilviki hafi bankasýslan fengið verkefnið til sín. Því hljóti það að vera fyrsta skref að skoða framgang bankasýslunnar. „Það liggur alveg ljóst að það verða ekki seldir fleiri hlutir í Íslandsbanka fyrr en þetta er orðið upplýst og öll kurl komin til grafar því við viljum standa vel að hlutum eins og þessum.“ Páll Magnússon, fyrrverandi þingmaður Sjálfstæðisflokksins, sagði í gær að kunningi sinn hafi grætt tíu milljónir á örfáum klukkutímum vegna sölunnar. Páll lýsir því þannig á Facebook að kunninginn hafi fengið símtal frá einum af söluaðilum bréfanna og verið spurður hvort hann vildi ekki taka snöggan snúning á Íslandsbanka, hann gæti líklega grætt tíu milljónir á örfáum klukkutímum. Í frásögn Páls kemur fram að kunninginn hafi slegið til og selt bréfin morguninn eftir kaupin. Þung hljóð í flokksmönnum VG Bjarni segir að hljóðið sé þungt í samflokksmönnum sínum og að margir séu ósáttir við stöðuna. „Þetta eru ekki þær væntingar sem við höfðum varðandi söluna, það er alveg ljóst.“ Helduru að þú værir gagnrýnni á fjármálaráðherra ef hann væri ekki í ríkisstjórnarsamstarfi með þínum flokki? „Ég vil fyrst og fremst nálgast þetta faglega en ekki á pólítíkinni, heldur bara faglega. Út frá þeim væntingum sem við höfum sem þjóð og þverpólitískt og ég held að allir hafi viljað sjá þetta fyrir sér með ákveðnum hætti og það virðist ekki hafa verið farið þann veg og það þurfum við að leiðrétta ef við getum.“
Salan á Íslandsbanka Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Vinstri græn Tengdar fréttir Óæskilegt ef minni fjárfestar seldu beint eftir útboð Lífeyrissjóðir fengu úthlutað um 40 prósent af því sem þeir voru tilbúnir að kaupa í Íslandsbanka í síðasta útboði á hlut ríkisins. Framkvæmdastjóri Brúar lífeyrissjóðs segist hafa viljað fá stærri úthlutun, fjárfesting eins og þessi sé alltaf til langs tíma. Óheppilegt sé ef minni fjárfestar hafi selt skömmu eftir útboð. 10. apríl 2022 12:15 Stjórnarþingmaður vill stjórn og forstjóra Bankasýslunnar frá Bjarni Jónsson, þingmaður Vinstri grænna, telur að Bankasýsla ríkisins myndi eiga auðveldara með að endurheimta traust almennings eftir nýafstaðið söluferli á hlut ríkisins í Íslandsbanka ef stjórn hennar og forstjóri myndu víkja. Hann telur að ekki ætti að ráðast í frekari sölu á hlut ríkisins að svo stöddu. 9. apríl 2022 10:37 Kunningi hafi selt bréf klukkustundum eftir útboð og grætt milljónir Páll Magnússon fyrrverandi þingmaður Sjálfstæðisflokksins segir kunningja sinn hafa grætt tíu milljónir á örfáum klukkutímum vegna sölunnar á hlut ríkisins í Íslandsbanka til fagfjárfesta. 9. apríl 2022 18:32 Mest lesið Tíu ung börn voru orðin verkjuð og hjólbeinótt vegna beinkramar Innlent Jóhanna ætlar ekki aftur fram Innlent Tortryggnir í garð tolla Trumps Erlent Heiðra minningu Sigurðar Kristófers með Neyðarkallinum í ár Innlent Fólk hafi varann á þegar PIN-númer eru slegin inn Innlent Játaði hópnauðgun og vildi komast í frí til heimalandsins Innlent Rósa Guðbjarts hætt í bæjarstjórn Innlent Situr í súpunni eftir að hafa selt bankaþjófi jeppa Innlent „Mér finnst þetta bara klaufaskapur“ Innlent Plata hermenn í hjónaband og hirða svo bæturnar Erlent Fleiri fréttir Heiðra minningu Sigurðar Kristófers með Neyðarkallinum í ár Jóhanna ætlar ekki aftur fram Rósa Guðbjarts hætt í bæjarstjórn Fólk hafi varann á þegar PIN-númer eru slegin inn Tíu ung börn voru orðin verkjuð og hjólbeinótt vegna beinkramar „Mér finnst þetta bara klaufaskapur“ Vill að þingið skoði mál Ríkisendurskoðanda Fleiri grunaðir en þeir sem voru handteknir Víðfeðm rannsókn, vasaþjófar og börn með beinkröm Þrír vasaþjófar handteknir á Þingvöllum Játaði hópnauðgun og vildi komast í frí til heimalandsins Innsigluðu sex gististaði vegna skorts á leyfum Vasaþjófar höfðu fúlgur fjár af eldri mönnum og ferðamanni „Þau eru mjög æst í stærðfræði!“ „Þetta ástand hefur viðgengist í allt of langan tíma“ Fengu ekki að fylgjast með meintri vændisstarfsemi í leyni Léttir að vinnan í faraldrinum hafi verið lögmæt Níu af hverjum tíu foreldrum leikskólabarna í Reykjavík ánægðir en mælingin ekki samanburðarhæf Situr í súpunni eftir að hafa selt bankaþjófi jeppa Rætt við ráðherra sem svarar gagnrýni og ósáttan Litháa sem flæktist í bankaránið umfangsmikla Bein útsending: Hvernig skilar jarðhitafræðsla sér í sjálfbærri þróun í orkumálum í samstarfslöndum? Ferðin á Keflavíkurflugvöll það erfiðasta við utanlandsferðina Hæstiréttur ógildir skammir Persónuverndar í garð ÍE Óttast að stóru stofurnar gætu orðið einræðisherrar í eftirliti Reikna með tveggja daga aðalmeðferð í máli Alberts Stóladans þingmanna lækkar launatékka Karls Gauta en hækkar Bergþórs Ökutæki viðbragðsaðila verða áberandi vegna æfingar Gat keypt afmælisblómin eftir að ókunnugur mætti með skóflu Íslenskum fulltrúum á loftslagsráðstefnu hríðfækkar milli ára Lokunardagar leikskóla í Reykjavík tíu sinnum algengari en í öðrum stórum sveitarfélögum Sjá meira
Óæskilegt ef minni fjárfestar seldu beint eftir útboð Lífeyrissjóðir fengu úthlutað um 40 prósent af því sem þeir voru tilbúnir að kaupa í Íslandsbanka í síðasta útboði á hlut ríkisins. Framkvæmdastjóri Brúar lífeyrissjóðs segist hafa viljað fá stærri úthlutun, fjárfesting eins og þessi sé alltaf til langs tíma. Óheppilegt sé ef minni fjárfestar hafi selt skömmu eftir útboð. 10. apríl 2022 12:15
Stjórnarþingmaður vill stjórn og forstjóra Bankasýslunnar frá Bjarni Jónsson, þingmaður Vinstri grænna, telur að Bankasýsla ríkisins myndi eiga auðveldara með að endurheimta traust almennings eftir nýafstaðið söluferli á hlut ríkisins í Íslandsbanka ef stjórn hennar og forstjóri myndu víkja. Hann telur að ekki ætti að ráðast í frekari sölu á hlut ríkisins að svo stöddu. 9. apríl 2022 10:37
Kunningi hafi selt bréf klukkustundum eftir útboð og grætt milljónir Páll Magnússon fyrrverandi þingmaður Sjálfstæðisflokksins segir kunningja sinn hafa grætt tíu milljónir á örfáum klukkutímum vegna sölunnar á hlut ríkisins í Íslandsbanka til fagfjárfesta. 9. apríl 2022 18:32
Bein útsending: Hvernig skilar jarðhitafræðsla sér í sjálfbærri þróun í orkumálum í samstarfslöndum?