Æpandi skortur á pólitískri forystu Kristrún Frostadóttir skrifar 10. apríl 2022 14:31 „Tilboðsfyrirkomulag lágmarkar einnig áhættu ríkissjóðs og kostnað í tengslum við útboð.“ „Markmiði um dreift eignarhald var náð með frumútboði, enda hefur Íslandsbanki flesta hluthafa af skráðum félögum á Íslandi og fjölbreyttra eignarhald heldur en flest, ef ekki öll skráð félög á Íslandi.“ Þetta var skýrt í kynningu Bankasýslunnar til fjárlaganefndar. Lágmörkun áhættu. Lágmörkun kostnaðar. Dreift eignarhald ekki aðalatriðið. Kynningu þar sem ekki var búið að taka ákvörðun um hvort tilboðsleiðin yrði farin. Heldur henni stillt upp sem möguleika. Þekking þingmanna á fjármálamörkuðum er misjöfn. Þeir sem þó hafa næga þekkingu til að spyrja réttu spurninganna í svona tæknilegu ferli ættu að vita að eðlilegur farvegur tilboðsleiðar er að velja fáa, burðuga fjárfesta til að fjárfesta í stórum hlut. Lágmörkun áhættu felst einmitt í því að finna stóra fjárfesta fyrirfram, því sala á stórum hlut á almennum markaði getur hreyft gengi bréfa á markaði. Svo þetta sé ítrekað: eðli tilboðsleiðar er að finna fáa, stóra fjárfesta. Í viðtali að morgni útboðsins sagði fjármálaráðherra „að horft hafi verið til þess að nýir eigendur vilji byggja bankann upp til lengri tíma í stað þess að leita að skjótfengnum gróða.“ Forstjóri Bankasýslunnar vitnar einmitt til eðli tilboðsleiðar þegar hann sagði í viðtali við Morgunblaðið í síðustu viku að það væri „mjög sjaldgæft að svona margir ráðgjafar [væru] valdir [ef horfum til samanburðar erlendis] því erlendis eru þetta oftast bara um 50 fjárfestar í svona ferli en við vorum með um 209“. Nefnilega. Hvergi kom fram í kynningu Bankasýslunnar til fjárlaganefndar að ætlunin væri að fara séríslenska tilboðsleið, með mörgum smáum fjárfestum og háum þóknunum. Markmiðið var lágmörkun kostnaðar, sem eðli málsins samkvæmt þýðir að haft er samband við fáa fjárfesta. Markmiðið var ekki dreift eignarhald. Nú koma eftir á skýringar um dreift eignarhald. Og reikningur upp á 700 milljónir króna, langt umfram eðlilega þóknun í ferli sem átti að vera fremur einfalt í framkvæmd. Snertir fáa aðila. Ekki 209. Nýtt minnisblað til að afvegaleiða umræðuna Þingmenn Sjálfstæðisflokks eru nú komnir með nýtt minnisblað til að afvegaleiða umræðuna. Þau tala nú um ábyrgð þingnefnda, eru jafnvel farin að kenna sjálfum sér um – kasta sjálfum sér á bálið fyrir ráðherra. Nagandi í handabökin. Segja nefndirnar ekki hafa spurt réttra spurninga á fundi með Bankasýslunni. Skilaboð þessa málflutnings eru skýr: að Bankasýslunni sé ekki treystandi. Að fólkinu sem hefur verið treyst fyrir sölu á ríkiseign sé ekki starfi sínu vaxið. Traustið ekki meira en svo að það hafi þurft að kemba í gegnum alls kyns sviðsmyndir, langt um fram eðlilega viðskiptahætti, í þingnefndum og girða fyrir. Hvaða dómur er það á stofnunina og embættismennina sem hafa allir verið skipaðir af fjármálaráðherra? Myndin sem nú teiknast upp er skýr. Fjármálaráðherra var ekkert inn í sölunni, hafði enga yfirsýn yfir ferlið. Fjármálaráðherra virðist ekki hafa lagt Bankasýslunni neinar línur varðandi ferlið. Og Bankasýslan veitti svo söluráðgjöfunum frítt spil með afleiðingum sem eru öllum ljósar núna. Enn og aftur erum við stödd þar, eftir allt sem undan hefur gengið síðasta áratug, að það þarf að fara að huga að vinnubrögðum á fjármálamarkaði á Íslandi. Afleiðingin er framkvæmd sem er alls ekki í samræmi við eðlilega viðskiptahætti og skilning á eðli tilboðsleiðar. Framkvæmd sem hefur rúið bankakerfið trausti þvert á markmið stjórnvalda sem birtast í Hvítbók um fjármálakerfið þar sem lykilatriðið við sölu bankanna var traust. Hvítbók sem stjórnarformaður Bankasýslunnar fór fyrir. Eins og ljóst má vera af orðum fjármálaráðherra að morgni útboðsins, þá hafði hann enga yfirsýn yfir ferlið sem hann þó skrifaði upp á. Nú þegar klúðrið er komið í ljós treystir fjármálaráðherra sér ekki til að taka á hlutunum, sinna þeim og fylgja eftir. Ráðherra sem er ekki inni í málunum og hefur svo ekki vilja til að taka á vandamálum sem upp koma hefur ekkert erindi í eitt æðsta embætti þjóðarinnar. Skortur á pólitískri forystu er æpandi. Höfundur er þingmaður Samfylkingarinnar og situr í fjárlaganefnd. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Kristrún Frostadóttir Salan á Íslandsbanka Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Mest lesið Kynlíf veldur einhverfu: Opið bréf til Háskóla Íslands og fjölmiðla Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Margrét Oddný Leópoldsdóttir Skoðun Deyr mjólkurkýrin ef eigandi hennar fær eitt viðbótar mjólkurglas? Þórður Snær Júlíusson Skoðun Er þetta í alvöru umdeild skoðun fámenns hóps? Snorri Másson Skoðun Réttur til endurtektarprófa: Jafnræði í námi fyrir alla stúdenta Vera Mist Magnúsdóttir,Guðlaug Eva Albertsdóttir Skoðun Aðför að landsbyggðinni – og tilraun til að slá ryki í augu almennings Ingibjörg Isaksen Skoðun Getur Sturlunga snúið aftur? Leifur B. Dagfinnsson Skoðun Ákvarðanir teknar í Reykjavík – afleiðingarnar skella á okkur Hópur Framsóknarmanna í sveitarstjórnum Skoðun Áskorun til Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga og Háskóla Íslands Ríkharður Ólafsson,Styrmir Hallsson Skoðun „Þessu er alltaf lofað fyrir kosningar en alltaf svikið“ Jóhann Páll Jóhannsson Skoðun Liðveisla fyrir öll Atli Már Haraldsson Skoðun Skoðun Skoðun Mælt fyrir miklum kjarabótum öryrkja og aldraðra Inga Sæland skrifar Skoðun Mannréttindabrot og stríðsglæpir Rússa í Úkraínu Erlingur Erlingsson skrifar Skoðun Áskorun til Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga og Háskóla Íslands Ríkharður Ólafsson,Styrmir Hallsson skrifar Skoðun Ákvarðanir teknar í Reykjavík – afleiðingarnar skella á okkur Hópur Framsóknarmanna í sveitarstjórnum skrifar Skoðun Snjallborgin eða Skuggaborgin Reykjavík: Gervigreindarknúið höfuðborgarsvæði Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Getur Sturlunga snúið aftur? Leifur B. Dagfinnsson skrifar Skoðun Vaka stendur með Menntavísindasviði í verki Gunnar Ásgrímsson skrifar Skoðun Vorbókaleysingar Henry Alexander Henrysson skrifar Skoðun Er þetta í alvöru umdeild skoðun fámenns hóps? Snorri Másson skrifar Skoðun Liðveisla fyrir öll Atli Már Haraldsson skrifar Skoðun Réttur til endurtektarprófa: Jafnræði í námi fyrir alla stúdenta Vera Mist Magnúsdóttir,Guðlaug Eva Albertsdóttir skrifar Skoðun Að standa við stóru orðin Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Aðför að landsbyggðinni – og tilraun til að slá ryki í augu almennings Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Deyr mjólkurkýrin ef eigandi hennar fær eitt viðbótar mjólkurglas? Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Kynlíf veldur einhverfu: Opið bréf til Háskóla Íslands og fjölmiðla Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Margrét Oddný Leópoldsdóttir skrifar Skoðun Ég virði þig og þín mörk, virðir þú mig og mín mörk ? Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar Skoðun „Þessu er alltaf lofað fyrir kosningar en alltaf svikið“ Jóhann Páll Jóhannsson skrifar Skoðun Þjóðaröryggi að vera aðildarríki að Evrópusambandinu Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Fullvalda utan sambandsríkja Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Sagnaarfur Biblíunnar - Salómonsdómur, lög og ólög Sigurvin Lárus Jónsson skrifar Skoðun Sjálfstæðir grunnskólar í hættu Benedikt S. Benediktsson skrifar Skoðun Borgaralegur vígbúnaður Dr. Bjarni Már Magnússon skrifar Skoðun Áskoranir og tækni í heilbrigðisþjónustu Teitur Guðmundsson skrifar Skoðun Ósunginn óður til doktorsnema Styrmir Hallsson skrifar Skoðun Frjáls umræða ekki lengur leyfð í USA – Skoðanafrelsi í hættu – Amerískt Gestapo í uppsiglingu? Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Tannhjól í mulningsvél? Arnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Fækkum kennurum um 90% Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Uppsagnarbréf til góða fólksins Daníel Freyr Jónsson skrifar Skoðun Kristni og íslam: Samfélag sem hvílir á skilningi Skúli S. Ólafsson skrifar Skoðun Hugtakastríðið mikla Sigmar Guðmundsson skrifar Sjá meira
„Tilboðsfyrirkomulag lágmarkar einnig áhættu ríkissjóðs og kostnað í tengslum við útboð.“ „Markmiði um dreift eignarhald var náð með frumútboði, enda hefur Íslandsbanki flesta hluthafa af skráðum félögum á Íslandi og fjölbreyttra eignarhald heldur en flest, ef ekki öll skráð félög á Íslandi.“ Þetta var skýrt í kynningu Bankasýslunnar til fjárlaganefndar. Lágmörkun áhættu. Lágmörkun kostnaðar. Dreift eignarhald ekki aðalatriðið. Kynningu þar sem ekki var búið að taka ákvörðun um hvort tilboðsleiðin yrði farin. Heldur henni stillt upp sem möguleika. Þekking þingmanna á fjármálamörkuðum er misjöfn. Þeir sem þó hafa næga þekkingu til að spyrja réttu spurninganna í svona tæknilegu ferli ættu að vita að eðlilegur farvegur tilboðsleiðar er að velja fáa, burðuga fjárfesta til að fjárfesta í stórum hlut. Lágmörkun áhættu felst einmitt í því að finna stóra fjárfesta fyrirfram, því sala á stórum hlut á almennum markaði getur hreyft gengi bréfa á markaði. Svo þetta sé ítrekað: eðli tilboðsleiðar er að finna fáa, stóra fjárfesta. Í viðtali að morgni útboðsins sagði fjármálaráðherra „að horft hafi verið til þess að nýir eigendur vilji byggja bankann upp til lengri tíma í stað þess að leita að skjótfengnum gróða.“ Forstjóri Bankasýslunnar vitnar einmitt til eðli tilboðsleiðar þegar hann sagði í viðtali við Morgunblaðið í síðustu viku að það væri „mjög sjaldgæft að svona margir ráðgjafar [væru] valdir [ef horfum til samanburðar erlendis] því erlendis eru þetta oftast bara um 50 fjárfestar í svona ferli en við vorum með um 209“. Nefnilega. Hvergi kom fram í kynningu Bankasýslunnar til fjárlaganefndar að ætlunin væri að fara séríslenska tilboðsleið, með mörgum smáum fjárfestum og háum þóknunum. Markmiðið var lágmörkun kostnaðar, sem eðli málsins samkvæmt þýðir að haft er samband við fáa fjárfesta. Markmiðið var ekki dreift eignarhald. Nú koma eftir á skýringar um dreift eignarhald. Og reikningur upp á 700 milljónir króna, langt umfram eðlilega þóknun í ferli sem átti að vera fremur einfalt í framkvæmd. Snertir fáa aðila. Ekki 209. Nýtt minnisblað til að afvegaleiða umræðuna Þingmenn Sjálfstæðisflokks eru nú komnir með nýtt minnisblað til að afvegaleiða umræðuna. Þau tala nú um ábyrgð þingnefnda, eru jafnvel farin að kenna sjálfum sér um – kasta sjálfum sér á bálið fyrir ráðherra. Nagandi í handabökin. Segja nefndirnar ekki hafa spurt réttra spurninga á fundi með Bankasýslunni. Skilaboð þessa málflutnings eru skýr: að Bankasýslunni sé ekki treystandi. Að fólkinu sem hefur verið treyst fyrir sölu á ríkiseign sé ekki starfi sínu vaxið. Traustið ekki meira en svo að það hafi þurft að kemba í gegnum alls kyns sviðsmyndir, langt um fram eðlilega viðskiptahætti, í þingnefndum og girða fyrir. Hvaða dómur er það á stofnunina og embættismennina sem hafa allir verið skipaðir af fjármálaráðherra? Myndin sem nú teiknast upp er skýr. Fjármálaráðherra var ekkert inn í sölunni, hafði enga yfirsýn yfir ferlið. Fjármálaráðherra virðist ekki hafa lagt Bankasýslunni neinar línur varðandi ferlið. Og Bankasýslan veitti svo söluráðgjöfunum frítt spil með afleiðingum sem eru öllum ljósar núna. Enn og aftur erum við stödd þar, eftir allt sem undan hefur gengið síðasta áratug, að það þarf að fara að huga að vinnubrögðum á fjármálamarkaði á Íslandi. Afleiðingin er framkvæmd sem er alls ekki í samræmi við eðlilega viðskiptahætti og skilning á eðli tilboðsleiðar. Framkvæmd sem hefur rúið bankakerfið trausti þvert á markmið stjórnvalda sem birtast í Hvítbók um fjármálakerfið þar sem lykilatriðið við sölu bankanna var traust. Hvítbók sem stjórnarformaður Bankasýslunnar fór fyrir. Eins og ljóst má vera af orðum fjármálaráðherra að morgni útboðsins, þá hafði hann enga yfirsýn yfir ferlið sem hann þó skrifaði upp á. Nú þegar klúðrið er komið í ljós treystir fjármálaráðherra sér ekki til að taka á hlutunum, sinna þeim og fylgja eftir. Ráðherra sem er ekki inni í málunum og hefur svo ekki vilja til að taka á vandamálum sem upp koma hefur ekkert erindi í eitt æðsta embætti þjóðarinnar. Skortur á pólitískri forystu er æpandi. Höfundur er þingmaður Samfylkingarinnar og situr í fjárlaganefnd.
Kynlíf veldur einhverfu: Opið bréf til Háskóla Íslands og fjölmiðla Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Margrét Oddný Leópoldsdóttir Skoðun
Réttur til endurtektarprófa: Jafnræði í námi fyrir alla stúdenta Vera Mist Magnúsdóttir,Guðlaug Eva Albertsdóttir Skoðun
Ákvarðanir teknar í Reykjavík – afleiðingarnar skella á okkur Hópur Framsóknarmanna í sveitarstjórnum Skoðun
Áskorun til Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga og Háskóla Íslands Ríkharður Ólafsson,Styrmir Hallsson Skoðun
Skoðun Áskorun til Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga og Háskóla Íslands Ríkharður Ólafsson,Styrmir Hallsson skrifar
Skoðun Ákvarðanir teknar í Reykjavík – afleiðingarnar skella á okkur Hópur Framsóknarmanna í sveitarstjórnum skrifar
Skoðun Snjallborgin eða Skuggaborgin Reykjavík: Gervigreindarknúið höfuðborgarsvæði Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar
Skoðun Réttur til endurtektarprófa: Jafnræði í námi fyrir alla stúdenta Vera Mist Magnúsdóttir,Guðlaug Eva Albertsdóttir skrifar
Skoðun Aðför að landsbyggðinni – og tilraun til að slá ryki í augu almennings Ingibjörg Isaksen skrifar
Skoðun Deyr mjólkurkýrin ef eigandi hennar fær eitt viðbótar mjólkurglas? Þórður Snær Júlíusson skrifar
Skoðun Kynlíf veldur einhverfu: Opið bréf til Háskóla Íslands og fjölmiðla Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Margrét Oddný Leópoldsdóttir skrifar
Skoðun Frjáls umræða ekki lengur leyfð í USA – Skoðanafrelsi í hættu – Amerískt Gestapo í uppsiglingu? Ole Anton Bieltvedt skrifar
Kynlíf veldur einhverfu: Opið bréf til Háskóla Íslands og fjölmiðla Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Margrét Oddný Leópoldsdóttir Skoðun
Réttur til endurtektarprófa: Jafnræði í námi fyrir alla stúdenta Vera Mist Magnúsdóttir,Guðlaug Eva Albertsdóttir Skoðun
Ákvarðanir teknar í Reykjavík – afleiðingarnar skella á okkur Hópur Framsóknarmanna í sveitarstjórnum Skoðun
Áskorun til Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga og Háskóla Íslands Ríkharður Ólafsson,Styrmir Hallsson Skoðun