Vona að hægt verði að slökkva eldinn í dag: „Við erum bara á fullu“ Fanndís Birna Logadóttir skrifar 10. apríl 2022 08:24 Flokkunarhúsið þar sem eldurinn kviknaði í gær er nú gjörónýtt. Mynd/Helgi Helgason Slökkviliðsmenn vinna enn að því að ráða niðurlögum eldsins sem kviknaði í flokkunarhúsi í Reykjanesbæ fyrir hádegi í gær. Auka mannskapur hefur verið kallaður inn en varðstjóri segir ómögulegt að segja hvenær slökkvistarfi lýkur. Slökkviliðsmönnum tókst að slökkva eldinn í húsinu sjálfu í gærdag en eldurinn komst í stóran timburhaug í kjölfarið og hafa slökkviliðsmenn reynt að slökkva þann eld allt síðan í gærkvöldi. „Það er alveg risa hrúga sem við erum búnir að vera að berjast við, og erum enn þá að berjast. Þetta er bara stórt fjall af trékurli,“ segir Herbert Eyjólfsson, varðstjóri hjá Brunavörnum Suðurnesja, í samtali við fréttastofu í morgunsárið. Herbert segir slökkviliðsmenn á svæðinu nú notast við tvær gröfur til að moka til og frá í hrúgunni en nokkur mannskapur er á svæðinu og tankbíll frá Grindavík. Hann segir ómögulegt að segja til um það hvenær slökkvistarfi lýkur, en vonar að það verði í dag. „Ég vona að rigningin hjálpi okkur eitthvað en það liggur við eins og það sé olía í rigningunni, þetta bara heldur áfram. En það allavega hjálpar okkur að því það er mikill gróður þarna út í móa fyrir utan þetta svæði,“ segir Herbert en eldurinn virðist ekki vera að breiða úr sér. Í spilaranum hér fyrir neðan má finna myndskeið sem Víkurfréttir birtu í gærkvöldi af brunanum. Reyna að fá fleiri inn Lögreglan á Suðurnesjum varaði við eitruðum reyk sem lagði yfir svæðið í gær, þegar rusl var að brenna. Að sögn Herberts er enn mikill reykur núna út frá spýtunum og mikil gufa. „Við erum bara á fullu og við erum að fá auka mannskap fyrir utan vaktina. Við erum að reyna að ná fólki inn til þess að halda áfram en það eru margir búnir að vera alveg rosalega lengi,“ segir Herbert aðspurður um stöðuna hjá liðinu. Reykjanesbær Slökkvilið Tengdar fréttir Flokkunarhúsið ónýtt eftir stórbruna: „Þetta verður bara að brenna niður“ Mikill eldur kviknaði í sorpgeymslu í Reykjanesbæ skömmu fyrir hádegi í dag en mikinn reyk lagði yfir svæðið við Kölku sorphreinsistöð við Helguvík. Allt tiltækt lið Brunavarna Suðurnesja var kallað út en á öðrum tímanum í dag hafði tekist að slökkva eldinn að mestu. 9. apríl 2022 12:28 Mest lesið Vaktin: Eldgos hafið nærri Grindavík Innlent Vefmyndavél Vísis á Reykjanesskaganum Innlent Þreyttur á áreiti og selur Tesluna fyrir slikk Innlent Neituðu að rýma: „Við viljum fá að vera í friði“ Innlent Grindvíkingur ógnaði björgunarsveitarfólki með skotvopni Innlent Beindi byssunni yfir höfuð björgunarsveitarmanns Innlent Ekið á gangandi vegfaranda Innlent „Þessi staður er ákaflega óheppilegur“ Innlent Björgunarsveitarfólki ógnað við rýmingu Innlent Samþykki annarra verði ekki lengur skilyrði fyrir hunda- og kattahaldi Innlent Fleiri fréttir „Haugalygi að ég hafi ógnað einhverjum með byssu“ Fordæmir atvikið í Grindavík Fara fram á að Mangione fái dauðarefsinguna Ekið á gangandi vegfaranda Beindi byssunni yfir höfuð björgunarsveitarmanns Neituðu að rýma: „Við viljum fá að vera í friði“ „Þessi staður er ákaflega óheppilegur“ Beita öllum brögðum til að minnka tjón ef hraunið nær bænum Grindvíkingur ógnaði björgunarsveitarfólki með skotvopni „Minni kraftur í þessu samanborið við fyrri gos“ Myndir: Eldgos ógnar Grindavík Snýst allt um að tryggja öryggi fólks Gos við bæjarmörkin: Aukafréttatími í hádeginu Ein af dekkstu sviðsmyndunum að raungerast Björgunarsveitarfólki ógnað við rýmingu Eldgosið séð úr lofti Vonast til að hefja störf í Grindavík strax á morgun Sterkari merki en fyrir síðustu eldgos Bein útsending: Ræða skýrslu fjármálastöðugleikanefndar Gestir vaktir og Bláa lónið rýmt í snatri Vaktin: Eldgos hafið nærri Grindavík Þreyttur á áreiti og selur Tesluna fyrir slikk Samþykki annarra verði ekki lengur skilyrði fyrir hunda- og kattahaldi Tók upp hníf eftir útistöður við mann á hóteli Síður með ofbeldi barna spretti upp eins og gorkúlur Orkuveitan vill reisa fimmtán vindmyllur Nemendur Vallaskóla í þremur fyrstu sætunum í Stóru upplestrarkeppninni Ætla að bæta þjónustu en störfum fækki í einhverjum tilvikum Nýtt gervigreindaræði vekur upp spurningar um höfundarrétt Taka fyrir afnám réttinda grásleppusjómanna Sjá meira
Slökkviliðsmönnum tókst að slökkva eldinn í húsinu sjálfu í gærdag en eldurinn komst í stóran timburhaug í kjölfarið og hafa slökkviliðsmenn reynt að slökkva þann eld allt síðan í gærkvöldi. „Það er alveg risa hrúga sem við erum búnir að vera að berjast við, og erum enn þá að berjast. Þetta er bara stórt fjall af trékurli,“ segir Herbert Eyjólfsson, varðstjóri hjá Brunavörnum Suðurnesja, í samtali við fréttastofu í morgunsárið. Herbert segir slökkviliðsmenn á svæðinu nú notast við tvær gröfur til að moka til og frá í hrúgunni en nokkur mannskapur er á svæðinu og tankbíll frá Grindavík. Hann segir ómögulegt að segja til um það hvenær slökkvistarfi lýkur, en vonar að það verði í dag. „Ég vona að rigningin hjálpi okkur eitthvað en það liggur við eins og það sé olía í rigningunni, þetta bara heldur áfram. En það allavega hjálpar okkur að því það er mikill gróður þarna út í móa fyrir utan þetta svæði,“ segir Herbert en eldurinn virðist ekki vera að breiða úr sér. Í spilaranum hér fyrir neðan má finna myndskeið sem Víkurfréttir birtu í gærkvöldi af brunanum. Reyna að fá fleiri inn Lögreglan á Suðurnesjum varaði við eitruðum reyk sem lagði yfir svæðið í gær, þegar rusl var að brenna. Að sögn Herberts er enn mikill reykur núna út frá spýtunum og mikil gufa. „Við erum bara á fullu og við erum að fá auka mannskap fyrir utan vaktina. Við erum að reyna að ná fólki inn til þess að halda áfram en það eru margir búnir að vera alveg rosalega lengi,“ segir Herbert aðspurður um stöðuna hjá liðinu.
Reykjanesbær Slökkvilið Tengdar fréttir Flokkunarhúsið ónýtt eftir stórbruna: „Þetta verður bara að brenna niður“ Mikill eldur kviknaði í sorpgeymslu í Reykjanesbæ skömmu fyrir hádegi í dag en mikinn reyk lagði yfir svæðið við Kölku sorphreinsistöð við Helguvík. Allt tiltækt lið Brunavarna Suðurnesja var kallað út en á öðrum tímanum í dag hafði tekist að slökkva eldinn að mestu. 9. apríl 2022 12:28 Mest lesið Vaktin: Eldgos hafið nærri Grindavík Innlent Vefmyndavél Vísis á Reykjanesskaganum Innlent Þreyttur á áreiti og selur Tesluna fyrir slikk Innlent Neituðu að rýma: „Við viljum fá að vera í friði“ Innlent Grindvíkingur ógnaði björgunarsveitarfólki með skotvopni Innlent Beindi byssunni yfir höfuð björgunarsveitarmanns Innlent Ekið á gangandi vegfaranda Innlent „Þessi staður er ákaflega óheppilegur“ Innlent Björgunarsveitarfólki ógnað við rýmingu Innlent Samþykki annarra verði ekki lengur skilyrði fyrir hunda- og kattahaldi Innlent Fleiri fréttir „Haugalygi að ég hafi ógnað einhverjum með byssu“ Fordæmir atvikið í Grindavík Fara fram á að Mangione fái dauðarefsinguna Ekið á gangandi vegfaranda Beindi byssunni yfir höfuð björgunarsveitarmanns Neituðu að rýma: „Við viljum fá að vera í friði“ „Þessi staður er ákaflega óheppilegur“ Beita öllum brögðum til að minnka tjón ef hraunið nær bænum Grindvíkingur ógnaði björgunarsveitarfólki með skotvopni „Minni kraftur í þessu samanborið við fyrri gos“ Myndir: Eldgos ógnar Grindavík Snýst allt um að tryggja öryggi fólks Gos við bæjarmörkin: Aukafréttatími í hádeginu Ein af dekkstu sviðsmyndunum að raungerast Björgunarsveitarfólki ógnað við rýmingu Eldgosið séð úr lofti Vonast til að hefja störf í Grindavík strax á morgun Sterkari merki en fyrir síðustu eldgos Bein útsending: Ræða skýrslu fjármálastöðugleikanefndar Gestir vaktir og Bláa lónið rýmt í snatri Vaktin: Eldgos hafið nærri Grindavík Þreyttur á áreiti og selur Tesluna fyrir slikk Samþykki annarra verði ekki lengur skilyrði fyrir hunda- og kattahaldi Tók upp hníf eftir útistöður við mann á hóteli Síður með ofbeldi barna spretti upp eins og gorkúlur Orkuveitan vill reisa fimmtán vindmyllur Nemendur Vallaskóla í þremur fyrstu sætunum í Stóru upplestrarkeppninni Ætla að bæta þjónustu en störfum fækki í einhverjum tilvikum Nýtt gervigreindaræði vekur upp spurningar um höfundarrétt Taka fyrir afnám réttinda grásleppusjómanna Sjá meira
Flokkunarhúsið ónýtt eftir stórbruna: „Þetta verður bara að brenna niður“ Mikill eldur kviknaði í sorpgeymslu í Reykjanesbæ skömmu fyrir hádegi í dag en mikinn reyk lagði yfir svæðið við Kölku sorphreinsistöð við Helguvík. Allt tiltækt lið Brunavarna Suðurnesja var kallað út en á öðrum tímanum í dag hafði tekist að slökkva eldinn að mestu. 9. apríl 2022 12:28