Boða til mótmæla í dag: „Það er verið að gera tilraun til þess að endurglæpavæða bankakerfið“ Elísabet Inga Sigurðardóttir skrifar 9. apríl 2022 12:45 Þorvaldur Gylfason. Boðað hefur verið til mótmæla vegna sölunnar á Íslandsbanka á Austurvelli klukkan 14 í dag. Einn flutningsmanna segir að með sölunni sé að um ræða tilraun til þess að endurglæpavæða bankakerfið og vill að fjármálaráðherra segi af sér vegna málsins. Samtökin Jæja efna til mótmælanna sem hefjast klukkan tvö á Austurvelli en frummælendur eru Ásta Lóa Þórsdóttir, þingmaður Flokks fólksins, Gunnar Smári Egilsson, formaður framkvæmdastjórnar Sósíalistaflokksins, Ragnar Þór Ingólfsson, formaður VR og Þorvaldur Gylfason, prófessor í hagfræði. „Ég skil og skynja að þau [skipuleggjendur] hafa í huga af fyrri útifundi á Austurvelli af skyldum tilefnum og þá er ég að vísa til búsáhaldarbyltingarinnar. Þannig við frummælendurnir, eins og skipuleggjendurnir, viljum mjög gjarnan að sem flestir flykkist á Austurvöll til þess að spjalla saman og heyra það sem við höfum að segja,“ sagði Þorvaldur Gylfason í hádegisfréttum Bylgjunnar. Heldur þú að þetta verði fjölmenn mótmæli? „Ég vona það. Ærin eru tilefnin. Það er verið að gera tilraun til þess að endurglæpavæða bankakerfið og hörðu viðbrögð almennings úr öllum áttum í útvarpi, sjónvarpi og á félagsmiðlum taka af öll tvímæli um það að fólkið í landinu vill ekki láta þennan ósóma yfir sig ganga.“ Vill að fjármálaráðherra „snauti heim til sín“ Hann segir að Bjarni Benediktsson, fjármálaráðherra, beri höfuðábyrgð í málinu. „Ráðherrann er höfuðarkitekt og upphafsmaður málsins og það er hann sem á að taka ábyrgðina. Hann á að segja af sér og snauta heim til sín.“ „Ég hvet alla góða Íslendinga til þess að koma á fundinn til þess að lýsa andúð sinni á því sem um er að vera.“ Salan á Íslandsbanka Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Reykjavík Íslenskir bankar Tengdar fréttir Stjórnarþingmaður vill stjórn og forstjóra Bankasýslunnar frá Bjarni Jónsson, þingmaður Vinstri grænna, telur að Bankasýsla ríkisins myndi eiga auðveldara með að endurheimta traust almennings eftir nýafstaðið söluferli á hlut ríkisins í Íslandsbanka ef stjórn hennar og forstjóri myndu víkja. Hann telur að ekki ætti að ráðast í frekari sölu á hlut ríkisins að svo stöddu. 9. apríl 2022 10:37 „Augljóst að þetta útboð fór ekki eins og við helst óskuðum“ Fjármálaráðherra segir ljóst að yfirfara þurfi fjölmarga þætti varðandi söluna á hlut ríkisins í Íslandsbanka. Ekki verði farið í að selja aftur í bankanum fyrr en öll kurl séu komin til grafar. 8. apríl 2022 20:00 Mest lesið Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Innlent Trump segir Nielsen í vondum málum Erlent Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Innlent Trump sýndi verkamanni puttann Erlent Baráttan um Samfylkinguna í borginni nálgast suðumark Innlent Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Innlent Vaktin: Mikilvæg fundarhöld í Washington Erlent Vongóð um stuðning Miðflokksins Innlent Bandaríkjastjórn kemur barnaníðsefni Musk til varnar Erlent Stóri-Boli boðar breytingar og klassískt vetrarveður Innlent Fleiri fréttir „Látið undan þrýstingi stóru fyrirtækjanna í búvöruframleiðslu“ Stóri-Boli boðar breytingar og klassískt vetrarveður Bleikja strauk út í sjó úr landeldi Fundað um Grænland og Inga vill aðgreina eftir íslenskukunnáttu Dómur MDE hljóti að vera stjórnvöldum alvarlegt umhugsunarefni Á skilorði eftir að hafa kýlt, skallað og bitið konu sína Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Baráttan um Samfylkinguna í borginni nálgast suðumark 90 prósentum landsmanna þótti skaupið gott Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Alþingi kemur saman í dag eftir jólafrí Vongóð um stuðning Miðflokksins Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Notað á Íslandi þrátt fyrir að hafa mistekist annars staðar Bláklukka bar þremur lömbum á bænum Viðvík í Skagafirði Borgin beri ábyrgð sem eigandi Grænlendingar hnykla vöðvana og altjón í Gufunesi Mál látins manns komið til ákærusviðs Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Fjárlögin komi í veg fyrir fjölgun nemenda Upplýsingakerfi liggur niðri og ekki hægt að hafa eftirlit Veittu ökumanni eftirför sem endaði á ljósastaur Neitar að hafa sigað lögmönnum borgarinnar á Pétur Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Brugðið vegna ummæla lögreglumanns um Frú Ragnheiði Höfðu fengið ábendingu um fjölda íbúa í Brúnastekk Gæsluvarðhald Grikkjans framlengt Bein útsending: Málþing um aðlögun að loftslagsbreytingum „Vorum bara með húsið í því ástandi sem það var“ Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Sjá meira
Samtökin Jæja efna til mótmælanna sem hefjast klukkan tvö á Austurvelli en frummælendur eru Ásta Lóa Þórsdóttir, þingmaður Flokks fólksins, Gunnar Smári Egilsson, formaður framkvæmdastjórnar Sósíalistaflokksins, Ragnar Þór Ingólfsson, formaður VR og Þorvaldur Gylfason, prófessor í hagfræði. „Ég skil og skynja að þau [skipuleggjendur] hafa í huga af fyrri útifundi á Austurvelli af skyldum tilefnum og þá er ég að vísa til búsáhaldarbyltingarinnar. Þannig við frummælendurnir, eins og skipuleggjendurnir, viljum mjög gjarnan að sem flestir flykkist á Austurvöll til þess að spjalla saman og heyra það sem við höfum að segja,“ sagði Þorvaldur Gylfason í hádegisfréttum Bylgjunnar. Heldur þú að þetta verði fjölmenn mótmæli? „Ég vona það. Ærin eru tilefnin. Það er verið að gera tilraun til þess að endurglæpavæða bankakerfið og hörðu viðbrögð almennings úr öllum áttum í útvarpi, sjónvarpi og á félagsmiðlum taka af öll tvímæli um það að fólkið í landinu vill ekki láta þennan ósóma yfir sig ganga.“ Vill að fjármálaráðherra „snauti heim til sín“ Hann segir að Bjarni Benediktsson, fjármálaráðherra, beri höfuðábyrgð í málinu. „Ráðherrann er höfuðarkitekt og upphafsmaður málsins og það er hann sem á að taka ábyrgðina. Hann á að segja af sér og snauta heim til sín.“ „Ég hvet alla góða Íslendinga til þess að koma á fundinn til þess að lýsa andúð sinni á því sem um er að vera.“
Salan á Íslandsbanka Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Reykjavík Íslenskir bankar Tengdar fréttir Stjórnarþingmaður vill stjórn og forstjóra Bankasýslunnar frá Bjarni Jónsson, þingmaður Vinstri grænna, telur að Bankasýsla ríkisins myndi eiga auðveldara með að endurheimta traust almennings eftir nýafstaðið söluferli á hlut ríkisins í Íslandsbanka ef stjórn hennar og forstjóri myndu víkja. Hann telur að ekki ætti að ráðast í frekari sölu á hlut ríkisins að svo stöddu. 9. apríl 2022 10:37 „Augljóst að þetta útboð fór ekki eins og við helst óskuðum“ Fjármálaráðherra segir ljóst að yfirfara þurfi fjölmarga þætti varðandi söluna á hlut ríkisins í Íslandsbanka. Ekki verði farið í að selja aftur í bankanum fyrr en öll kurl séu komin til grafar. 8. apríl 2022 20:00 Mest lesið Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Innlent Trump segir Nielsen í vondum málum Erlent Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Innlent Trump sýndi verkamanni puttann Erlent Baráttan um Samfylkinguna í borginni nálgast suðumark Innlent Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Innlent Vaktin: Mikilvæg fundarhöld í Washington Erlent Vongóð um stuðning Miðflokksins Innlent Bandaríkjastjórn kemur barnaníðsefni Musk til varnar Erlent Stóri-Boli boðar breytingar og klassískt vetrarveður Innlent Fleiri fréttir „Látið undan þrýstingi stóru fyrirtækjanna í búvöruframleiðslu“ Stóri-Boli boðar breytingar og klassískt vetrarveður Bleikja strauk út í sjó úr landeldi Fundað um Grænland og Inga vill aðgreina eftir íslenskukunnáttu Dómur MDE hljóti að vera stjórnvöldum alvarlegt umhugsunarefni Á skilorði eftir að hafa kýlt, skallað og bitið konu sína Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Baráttan um Samfylkinguna í borginni nálgast suðumark 90 prósentum landsmanna þótti skaupið gott Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Alþingi kemur saman í dag eftir jólafrí Vongóð um stuðning Miðflokksins Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Notað á Íslandi þrátt fyrir að hafa mistekist annars staðar Bláklukka bar þremur lömbum á bænum Viðvík í Skagafirði Borgin beri ábyrgð sem eigandi Grænlendingar hnykla vöðvana og altjón í Gufunesi Mál látins manns komið til ákærusviðs Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Fjárlögin komi í veg fyrir fjölgun nemenda Upplýsingakerfi liggur niðri og ekki hægt að hafa eftirlit Veittu ökumanni eftirför sem endaði á ljósastaur Neitar að hafa sigað lögmönnum borgarinnar á Pétur Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Brugðið vegna ummæla lögreglumanns um Frú Ragnheiði Höfðu fengið ábendingu um fjölda íbúa í Brúnastekk Gæsluvarðhald Grikkjans framlengt Bein útsending: Málþing um aðlögun að loftslagsbreytingum „Vorum bara með húsið í því ástandi sem það var“ Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Sjá meira
Stjórnarþingmaður vill stjórn og forstjóra Bankasýslunnar frá Bjarni Jónsson, þingmaður Vinstri grænna, telur að Bankasýsla ríkisins myndi eiga auðveldara með að endurheimta traust almennings eftir nýafstaðið söluferli á hlut ríkisins í Íslandsbanka ef stjórn hennar og forstjóri myndu víkja. Hann telur að ekki ætti að ráðast í frekari sölu á hlut ríkisins að svo stöddu. 9. apríl 2022 10:37
„Augljóst að þetta útboð fór ekki eins og við helst óskuðum“ Fjármálaráðherra segir ljóst að yfirfara þurfi fjölmarga þætti varðandi söluna á hlut ríkisins í Íslandsbanka. Ekki verði farið í að selja aftur í bankanum fyrr en öll kurl séu komin til grafar. 8. apríl 2022 20:00