Boða til mótmæla í dag: „Það er verið að gera tilraun til þess að endurglæpavæða bankakerfið“ Elísabet Inga Sigurðardóttir skrifar 9. apríl 2022 12:45 Þorvaldur Gylfason. Boðað hefur verið til mótmæla vegna sölunnar á Íslandsbanka á Austurvelli klukkan 14 í dag. Einn flutningsmanna segir að með sölunni sé að um ræða tilraun til þess að endurglæpavæða bankakerfið og vill að fjármálaráðherra segi af sér vegna málsins. Samtökin Jæja efna til mótmælanna sem hefjast klukkan tvö á Austurvelli en frummælendur eru Ásta Lóa Þórsdóttir, þingmaður Flokks fólksins, Gunnar Smári Egilsson, formaður framkvæmdastjórnar Sósíalistaflokksins, Ragnar Þór Ingólfsson, formaður VR og Þorvaldur Gylfason, prófessor í hagfræði. „Ég skil og skynja að þau [skipuleggjendur] hafa í huga af fyrri útifundi á Austurvelli af skyldum tilefnum og þá er ég að vísa til búsáhaldarbyltingarinnar. Þannig við frummælendurnir, eins og skipuleggjendurnir, viljum mjög gjarnan að sem flestir flykkist á Austurvöll til þess að spjalla saman og heyra það sem við höfum að segja,“ sagði Þorvaldur Gylfason í hádegisfréttum Bylgjunnar. Heldur þú að þetta verði fjölmenn mótmæli? „Ég vona það. Ærin eru tilefnin. Það er verið að gera tilraun til þess að endurglæpavæða bankakerfið og hörðu viðbrögð almennings úr öllum áttum í útvarpi, sjónvarpi og á félagsmiðlum taka af öll tvímæli um það að fólkið í landinu vill ekki láta þennan ósóma yfir sig ganga.“ Vill að fjármálaráðherra „snauti heim til sín“ Hann segir að Bjarni Benediktsson, fjármálaráðherra, beri höfuðábyrgð í málinu. „Ráðherrann er höfuðarkitekt og upphafsmaður málsins og það er hann sem á að taka ábyrgðina. Hann á að segja af sér og snauta heim til sín.“ „Ég hvet alla góða Íslendinga til þess að koma á fundinn til þess að lýsa andúð sinni á því sem um er að vera.“ Salan á Íslandsbanka Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Reykjavík Íslenskir bankar Tengdar fréttir Stjórnarþingmaður vill stjórn og forstjóra Bankasýslunnar frá Bjarni Jónsson, þingmaður Vinstri grænna, telur að Bankasýsla ríkisins myndi eiga auðveldara með að endurheimta traust almennings eftir nýafstaðið söluferli á hlut ríkisins í Íslandsbanka ef stjórn hennar og forstjóri myndu víkja. Hann telur að ekki ætti að ráðast í frekari sölu á hlut ríkisins að svo stöddu. 9. apríl 2022 10:37 „Augljóst að þetta útboð fór ekki eins og við helst óskuðum“ Fjármálaráðherra segir ljóst að yfirfara þurfi fjölmarga þætti varðandi söluna á hlut ríkisins í Íslandsbanka. Ekki verði farið í að selja aftur í bankanum fyrr en öll kurl séu komin til grafar. 8. apríl 2022 20:00 Mest lesið Kerecis bjargaði lífi skallaarnar í tæka tíð fyrir fjórða júlí Innlent Sex fluttir á sjúkrahús eftir umferðarslys í Hörgársveit Innlent Búið að boða til nýs fundar Innlent Vilja að nemendur borgi allt að 180 þúsund til að skrá sig Innlent Tuttugu og fimm stúlkna saknað úr sumarbúðum vegna flóða Erlent Lítill munur á bitum bitmýs og lúsmýs Innlent Tuttugu þingmenn mættu ekki á þingfund Innlent Lögregla hleypti manni inn sem hafði læst sig úti Innlent Sósíalistum bolað úr Bolholti Innlent Minnst þrettán látnir og tuttugu barna saknað eftir flóð í Texas Erlent Fleiri fréttir Mótorhjólakappi fluttur á sjúkrahús eftir að hafa fipast við akstur Tuttugu þingmenn mættu ekki á þingfund Vilja að nemendur borgi allt að 180 þúsund til að skrá sig Búið að boða til nýs fundar Kerecis bjargaði lífi skallaarnar í tæka tíð fyrir fjórða júlí Lögregla hleypti manni inn sem hafði læst sig úti Lítill munur á bitum bitmýs og lúsmýs Sex fluttir á sjúkrahús eftir umferðarslys í Hörgársveit Inga mundaði skófluna við Sóltún „Þá fylgir það börnum í gegnum skólakerfið og út í samfélagið“ Nýtt bankaráð Seðlabankans skipað Sósíalistum bolað úr Bolholti Sýknaður af kæru Samtakanna 78 um hatursorðræðu Lokametrar, bútasaumur og Starbucks Veiðigjaldið aftur í nefnd og viðræður komnar á lokametra Lára snýr sér að kynningarstörfum fyrir HR Bætti þúsund tonnum í strandveiðipottinn Skellt upp úr í þingsal þegar ráðherra reyndi að mynda hjarta Rúv vildi Ísraelsmenn burt en þeir sluppu með skrekkinn í bili Lögðu hald á mikið magn fíkniefna og fleiri milljónir Eiríkur, Eyvindur og Þorbjörg sækjast eftir dómaraskikkjunni Samfylking tekur aftur fram úr Sjálfstæðisflokki Skoða málið en hafa ekki tekið endanlega ákvörðun um aðgerðir Stór ferðahelgi framundan og bæjarhátíðir víða um land Skjálfti að stærð 3,6 í Bárðarbungu Þingmenn upplitsdjarfir Öðrum þeirra handteknu sleppt úr haldi Þokast í samkomulagsátt á þingi Sakfelldur en ekki gerð refsing fyrir að bana móður sinni Tveir handteknir eftir húsleit í Laugardal og Kópavogi Sjá meira
Samtökin Jæja efna til mótmælanna sem hefjast klukkan tvö á Austurvelli en frummælendur eru Ásta Lóa Þórsdóttir, þingmaður Flokks fólksins, Gunnar Smári Egilsson, formaður framkvæmdastjórnar Sósíalistaflokksins, Ragnar Þór Ingólfsson, formaður VR og Þorvaldur Gylfason, prófessor í hagfræði. „Ég skil og skynja að þau [skipuleggjendur] hafa í huga af fyrri útifundi á Austurvelli af skyldum tilefnum og þá er ég að vísa til búsáhaldarbyltingarinnar. Þannig við frummælendurnir, eins og skipuleggjendurnir, viljum mjög gjarnan að sem flestir flykkist á Austurvöll til þess að spjalla saman og heyra það sem við höfum að segja,“ sagði Þorvaldur Gylfason í hádegisfréttum Bylgjunnar. Heldur þú að þetta verði fjölmenn mótmæli? „Ég vona það. Ærin eru tilefnin. Það er verið að gera tilraun til þess að endurglæpavæða bankakerfið og hörðu viðbrögð almennings úr öllum áttum í útvarpi, sjónvarpi og á félagsmiðlum taka af öll tvímæli um það að fólkið í landinu vill ekki láta þennan ósóma yfir sig ganga.“ Vill að fjármálaráðherra „snauti heim til sín“ Hann segir að Bjarni Benediktsson, fjármálaráðherra, beri höfuðábyrgð í málinu. „Ráðherrann er höfuðarkitekt og upphafsmaður málsins og það er hann sem á að taka ábyrgðina. Hann á að segja af sér og snauta heim til sín.“ „Ég hvet alla góða Íslendinga til þess að koma á fundinn til þess að lýsa andúð sinni á því sem um er að vera.“
Salan á Íslandsbanka Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Reykjavík Íslenskir bankar Tengdar fréttir Stjórnarþingmaður vill stjórn og forstjóra Bankasýslunnar frá Bjarni Jónsson, þingmaður Vinstri grænna, telur að Bankasýsla ríkisins myndi eiga auðveldara með að endurheimta traust almennings eftir nýafstaðið söluferli á hlut ríkisins í Íslandsbanka ef stjórn hennar og forstjóri myndu víkja. Hann telur að ekki ætti að ráðast í frekari sölu á hlut ríkisins að svo stöddu. 9. apríl 2022 10:37 „Augljóst að þetta útboð fór ekki eins og við helst óskuðum“ Fjármálaráðherra segir ljóst að yfirfara þurfi fjölmarga þætti varðandi söluna á hlut ríkisins í Íslandsbanka. Ekki verði farið í að selja aftur í bankanum fyrr en öll kurl séu komin til grafar. 8. apríl 2022 20:00 Mest lesið Kerecis bjargaði lífi skallaarnar í tæka tíð fyrir fjórða júlí Innlent Sex fluttir á sjúkrahús eftir umferðarslys í Hörgársveit Innlent Búið að boða til nýs fundar Innlent Vilja að nemendur borgi allt að 180 þúsund til að skrá sig Innlent Tuttugu og fimm stúlkna saknað úr sumarbúðum vegna flóða Erlent Lítill munur á bitum bitmýs og lúsmýs Innlent Tuttugu þingmenn mættu ekki á þingfund Innlent Lögregla hleypti manni inn sem hafði læst sig úti Innlent Sósíalistum bolað úr Bolholti Innlent Minnst þrettán látnir og tuttugu barna saknað eftir flóð í Texas Erlent Fleiri fréttir Mótorhjólakappi fluttur á sjúkrahús eftir að hafa fipast við akstur Tuttugu þingmenn mættu ekki á þingfund Vilja að nemendur borgi allt að 180 þúsund til að skrá sig Búið að boða til nýs fundar Kerecis bjargaði lífi skallaarnar í tæka tíð fyrir fjórða júlí Lögregla hleypti manni inn sem hafði læst sig úti Lítill munur á bitum bitmýs og lúsmýs Sex fluttir á sjúkrahús eftir umferðarslys í Hörgársveit Inga mundaði skófluna við Sóltún „Þá fylgir það börnum í gegnum skólakerfið og út í samfélagið“ Nýtt bankaráð Seðlabankans skipað Sósíalistum bolað úr Bolholti Sýknaður af kæru Samtakanna 78 um hatursorðræðu Lokametrar, bútasaumur og Starbucks Veiðigjaldið aftur í nefnd og viðræður komnar á lokametra Lára snýr sér að kynningarstörfum fyrir HR Bætti þúsund tonnum í strandveiðipottinn Skellt upp úr í þingsal þegar ráðherra reyndi að mynda hjarta Rúv vildi Ísraelsmenn burt en þeir sluppu með skrekkinn í bili Lögðu hald á mikið magn fíkniefna og fleiri milljónir Eiríkur, Eyvindur og Þorbjörg sækjast eftir dómaraskikkjunni Samfylking tekur aftur fram úr Sjálfstæðisflokki Skoða málið en hafa ekki tekið endanlega ákvörðun um aðgerðir Stór ferðahelgi framundan og bæjarhátíðir víða um land Skjálfti að stærð 3,6 í Bárðarbungu Þingmenn upplitsdjarfir Öðrum þeirra handteknu sleppt úr haldi Þokast í samkomulagsátt á þingi Sakfelldur en ekki gerð refsing fyrir að bana móður sinni Tveir handteknir eftir húsleit í Laugardal og Kópavogi Sjá meira
Stjórnarþingmaður vill stjórn og forstjóra Bankasýslunnar frá Bjarni Jónsson, þingmaður Vinstri grænna, telur að Bankasýsla ríkisins myndi eiga auðveldara með að endurheimta traust almennings eftir nýafstaðið söluferli á hlut ríkisins í Íslandsbanka ef stjórn hennar og forstjóri myndu víkja. Hann telur að ekki ætti að ráðast í frekari sölu á hlut ríkisins að svo stöddu. 9. apríl 2022 10:37
„Augljóst að þetta útboð fór ekki eins og við helst óskuðum“ Fjármálaráðherra segir ljóst að yfirfara þurfi fjölmarga þætti varðandi söluna á hlut ríkisins í Íslandsbanka. Ekki verði farið í að selja aftur í bankanum fyrr en öll kurl séu komin til grafar. 8. apríl 2022 20:00